Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 41
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 41 ENSK messa verður haldin í Hallgrímskirkju sunnudaginn 28. júlí nk. kl. 14. Prestar verða sr. Bjarni Þór Bjarnason og sr. Ann Peat. Prédikun flytur Alec Peat. Organisti er Sigrún M. Þór- steinsdóttir. Kristín María Hreinsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng og syngur ein- söng. Léttar veitingar að messu lokinni. Á þessu ári er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síðasta sunnudag hvers mán- aðar. Service in English Service in English at The Church of Hallgrímur (Hall- grímskirkja). Sunday July 28th at 2 pm. Holy Communion. The Ninth Sunday after Trinity. Celebrants: The Revd Bjarni Thor Bjarnason and The Revd Ann Peat. Preacher: Alec Peat. Org- anist: Sigrún M. Þórsteinsdóttir. Leading Singer and Soloist: Kristín María Hreinsdóttir. Refreshments after the Serv- ice. Ensk messa í Hallgríms- kirkju Morgunblaðið/Jim Smart Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barna- saga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir. Biblíu- fræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglingasam- koma í kvöld kl. 21. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Samkomur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Bænastundir á hverju kvöldi kl. 20–22 í hlið- arsal kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11. Umsjón: Ungt fólk úr Reykjavík og Hafnarfirði. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyj- um: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hóls- hrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíu- fræðsla kl. 11. Ræðumaður: Styrmir Ólafsson. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Mótás hf. Kranamaður óskast Mótás hf. óskar eftir kranamanni til starfa á byggingakrana. Einungis vanur maður kemur til greina. Upplýsingar í síma 696 4646. ⓦ í Holtsbúð, í Garðabæ, á Arnarnes, í Skerjafjörð og á Nesbala Grunnskólinn í Grindavík Lausar stöður Við skólann eru lausar tvær kennarastöður næsta skólaár. ● Almenn bekkjarkennsla yngstu nemenda. ● Almenn bekkjarkennsla á miðstigi. Grindavík er blómlegt bæjarfélag með um 2300 íbúa í aðeins 50 km fjarlægð frá höfuðborginni. Þar er að fá alla almenna þjónustu. Nemendur eru 425 í 1.—10. bekk. Í skólanum er unnið framsækið starf af áhugasömu starfsfólki. Skólinn er einsetinn og að stórum hluta í nýju húsnæði. Upplýsingar veitir skólastjóri (netfang: gdan@ismennt.is) í síma 426 8504 og 861 9524. Nánari upplýsingar um skólann er hægt að finna á heimasíðu hans grindavik.ismennt.is . Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og launanefndar sveitarfélaga, auk sérstakrar fyrir- greiðslu varðandi nýja kennara. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst nk. Skólastjóri. R A Ð A U G L Ý S I N G A R HÚSNÆÐI ÓSKAST Íbúð óskast í miðbænum Icelandic Alloys Ltd. óskar eftir að taka á leigu íbúð í Reykjavík í 6 mánuði, frá 1. ágúst. Helst í miðbænum. Upplýsingar í síma 860 6201, Öyvind. NAUÐUNGARSALA Nauðungarsala Framhald uppboðs á eftirtalinni fasteign verður háð á eigninni sjálfri sem hér segir: Vélaverkstæði Ljótsstöðum, Sveitarfélaginu Skagafirði, eftir kröfu Verkfærasölunnar ehf., Bændasamtaka Íslands og Sandblásturs og málmhúðunar hf., verður háð á eigininni sjálfri fimmtudaginn 1. ágúst 2002, kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 25. júlí 2002. Ríkarður Másson. TILBOÐ / ÚTBOÐ Auglýsing Deiliskipulag frístundabyggðar (sumarhúsabyggðar) í landi Öndverðar- ness 1, Grímsness- og Grafningshreppi Samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við deiliskipulagi frí- stundabyggðar í landi Öndverðarness 1 í Grímsnesi. Skipulagstillaga liggur frammi á skrifstofu Grímsness- og Grafningshrepps frá 26 júlí til 26. ágúst 2002. Skriflegum athuga- semdum við skipulagstillögurna skal skila á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 12. september 2002. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps. TILKYNNINGAR Snjóflóðavarnir á Siglufirði Mat á umhverfisáhrifum — athugun Skipulagsstofnunar Siglufjarðarkaupstaður hefur tilkynnt til athug- unar Skipulagsstofnunar matsskýrslu um snjó- flóðavarnir á Siglufirði. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 26. júlí til 6. septem- ber 2002 á skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar. Einnig liggur skýrslan frammi í Þjóðarbókhlöð- unni og hjá Skipulagsstofnun, Reykjavík. Mats- skýrslan er aðgengileg á heimasíðu Línuhönn- unar hf.: www.linuhonnun.is . Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 6. september 2002 til Skipulags- stofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF 28. júlí, sunnud.: Ok við Kalda- dal (1.198 m). Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. 4—5 klst., fararstjóri Þóroddur Þóroddsson. Verð 2.200/2.500. Verslunarmannahelgi með FÍ: Fjölskylduhelgi í Þórsmörk 2.—5. ágúst; göngur, leikir, grill. Hraðganga um Laugaveginn 2.—5. ágúst. Fossar í Þjórsá 3.—4. ágúst (uppselt). Lónsör- æfi 31. júlí—3. ágúst (uppselt). Þjórsárver 2.—7. ágúst (upp- selt). Trússferð um Laugaveginn 1. ágúst, 3 sæti laus, Kjalvegur hinn forni 7. ágúst, nokkur sæti laus. Norðurárdalur — Hjalta- dalur 10. ágúst, nokkur sæti laus. Sími FÍ 568 2533. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. Dagskrá þjóðgarðsins á Þing- völlum helgina 27.—28. júlí: Laugardagur 27. júlí Kl. 13.00 Gengið um Arnarfell. Farið verður í Arnarfell og hugað að búsetu og náttúru á þessum fagra stað við vatnið. Safnast verður saman við þjón- ustumiðstöð klukkan 13.00 og keyrt að Arnarfelli. Gangan tekur um 3 tíma og hentar jafnt stálpuðum börnum sem full- orðnum. Nauðsynlegt er að vera vel skóaður. Kl. 13.00 Leikið og litað í Hvannagjá. Dagskrá fyrir krakka á öllum aldri í Hvannagjá. Tekur um 1 klst. og farið frá þjónustu- miðstöð. Sunnudagur 28. júlí Kl. 13.00 og 15.00. Fornleifar og alþing hið forna. Gönguferð undir stjórn Sigurðar Líndal og Adolfs Frið- rikssonar þar sem verður fjallað um fornleifarannsóknir á Þing- völlum og alþing hið forna. Gönguferðin hefst við fræðslu- miðstöð þjóðgarðsins við Hakið og endar við kirkju. Kl 14.00 Guðsþjónusta í Þing- vallakirkju. Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustumiðstöð, s. 482 2660, og á heimasíðu þjóðgarðsins, www.thingvellir.is . Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöll- um er ókeypis og allir eru vel- komnir. alltaf á föstudögum FRÉTTIR UMFERÐARÁTAKIÐ leitin að „fyr- irmyndarökumanninum“ stendur nú sem hæst en sl. föstudag fór valið fram á Egilsstöðum. Það var Hjör- dís Sigurþórsdóttir, starfsmaður Vökuls stéttarfélags á Höfn í Hornafirði, sem varð fyrir valinu en hún hafði sýnt fyrirmyndarakstur um bæinn. Aðeins voru liðnir rúmir 4 tímar frá því hún setti límmiða átaksins í afturrúðuna en að launum fékk hún vikuferð til Portúgals fyr- ir tvo ásamt bílaleigubíl. Átakið er samstarfsverkefni Sjóvá-Almennra, Olís, Plúsferða og Rásar 2 og stend- ur fram að verslunarmannahelgi. Ökumaðurinn Hjördís Sigurþórsdóttir tekur við verðlaunum sínum. Leit að fyrirmyndarökumanni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.