Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 52
TILKYNNINGAR bárust frá fimm aðilum til Framkvæmdanefndar um einkavæðingu vegna áhuga á mögu- legum kaupum á hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbank- anum. Björgólfur Thor Björgólfsson, Magnús Þorsteinsson og Björgólfur Guðmundsson staðfestu fyrri áhuga á viðræðum. Þórður Magnússon sendi inn til- kynningu fyrir hönd fjárfesta, m.a. núverandi hluthafa í Búnaðarbank- anum. Þriðji aðilinn er Eignarhalds- félagið Andvaka, Eignarhaldsfélag- ið Samvinnutryggingar, Fiskiðjan Skagfirðingur, Ker hf., Kaupfélag Skagfirðinga svf., Samskip hf. og Samvinnulífeyrissjóðurinn. Fjórði aðilinn er Íslandsbanki og sá fimmti Fjárfestingarfélagið Kaldbakur. Viðbrögðin vonum framar Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir við- brögð fjárfesta við auglýsingu fram- kvæmdanefndar vera vonum fram- ar. Hún segir ekki tímabært að segja til um líkur á samningum um kaup fjárfesta á hlut í bönkunum. Áður hafi verið gerð tilraun til að selja hlut í bönkunum til erlendra fjárfesta án árangurs en nú hafi hins vegar aðeins verið lýst eftir áhuga íslenskra fjárfesta. Ólafur Davíðsson, formaður Framkvæmdanefndar um einka- væðingu, segir að rætt verði við þá, sem sendu inn tilkynningu, strax í næstu viku en ekki sé ljóst hversu langan tíma þær viðræður muni taka. Fulltrúar aðilanna fimm sem Morgunblaðið ræddi við í gærkvöld vildu sem allra minnst segja um málið að svo stöddu. Valur Valsson, forstjóri Íslands- banka, sagði þó að bankinn mundi gera frekari grein fyrir því í dag í hverju erindi hans væri fólgið. Þórður Magnússon segir að á meðal hugsanlegra fjárfesta séu m.a. hlut- hafar í Búnaðarbanka Íslands sem eignuðust hlut í bankanum við sam- einingu Gildingar fjárfestingar- félags og Búnaðarbankans. Fimm hafa áhuga á hlut í ríkisbönkunum  Fjárfestar lýsa/10 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÁRNAHELLIR í Leitahrauni norð- vestan Þorlákshafnar var frið- lýstur í gær en hellirinn er meðal merkari hraunhella jarðar vegna ósnortinna hraunmyndana sem finnast óvíða annars staðar. Hell- irinn er nefndur eftir Árna B. Stef- ánssyni, sem fann hellinn árið 1985. Árnahellir er um 150 m langur og liggur á um 20 metra dýpi. Loftið í hellinum er víða þakið hraunstráum, 5–10 mm í þvermál, sum hol að innan og önnur með gifsútfellingum. Lengd þeirra er allt að 60 cm. Á hellisgólfinu eru breiður af drop- steinum, þeir stærstu eru um metri á hæð og um 7 cm í þvermál. Leita- hraun rann fyrir um 4600 árum. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra undirritaði friðlýsingu hellisins í gær, en Hellarannsókn- arfélag Íslands hefur um árabil barist fyrir verndun hans. Þröng göng, sem þarf að fara um til að komast innst í hellinn þar sem jarðmyndanirnar eru, hafa verið lokuð frá árinu 1995 til að koma í veg fyrir að þetta merka náttúru- vætti skemmdist vegna ágangs fólks. Með friðlýsingu hellisins í gær eru heimsóknir í hann og fram- kvæmdir á svæðinu takmarkaðar, nema með leyfi Náttúruverndar ríkisins eða umsjónaraðila hellis- ins. Einn merkasti hraunhellirinn friðlýstur  Neðanjarðarfrumskógur / 6 Ljósmynd/Jón Sigurmundsson UM FJÓRÐUNGUR fullorðinna á svæðum Suðurlandsskjálftanna sumarið 2000 uppfyllti greiningar- viðmið áfallaröskunar þremur mán- uðum eftir skjálftana. Þriðjungur barna uppfyllti sömu viðmið. Þetta kemur fram í niðurstöðum um- fangsmikillar rannsóknar sem Íris Böðvarsdóttir sálfræðingur gerði á sálrænum eftirköstum skjálftanna. Niðurstöðurnar benda til þess að skjálftarnir, þar sem eignatjón varð mikið en enginn beið bana, hafi haft töluverð áhrif á íbúana en 60% þeirra sögðust hafa óttast að deyja meðan skjálftarnir riðu yfir. Eftir á óskuðu hins vegar aðeins þrír full- orðnir þess að flytja af svæðinu. Ef einkenni áfallastreitu í kjölfar skelfilegra atburða vara lengur en í mánuð telst vera um áfallaröskun að ræða, en slíkt ástand hefur jafn- an áhrif á daglegt líf fólks og hegð- un. Suðurlandsskjálftar í júní 2000 60% ótt- uðust um líf sitt  Skjálftarnir / B4 SVISSNESKI loftbelgsfarinn Thomas Seiz og áhöfn hans hafa lokið siglingu í loftbelg sínum yfir Íslandi en þeir hafa nú verið á Íslandi í rúman mánuð. Tilgangur ferðarinnar var að skemmta sér og taka myndir af landinu úr lofti. Unnu þeir að því í gær að pakka loftbelgnum saman til flutnings úr landi. Áður þurfti að breiða hann til þerris og fengu þeir að nýta að- stöðuna í Vetrargarði Smáralindar til þess. Morgunblaðið/Golli Loftbelgurinn þurrkaður KOSTNAÐUR samfélagsins vegna beinbrota af völdum beinþynningar nemur hartnær einum milljarði á ári. Björn Guðbjörnsson, læknir og for- maður Beinverndar, segir að um 2– 300 konur mjaðmarbrotni á ári hverju og 12–14 sjúklingar séu á stóru sjúkrahúsunum dag hvern vegna beinbrota af völdum bein- þynningar. Það þýði um 300 milljónir árlega í legukostnað. Erlendar rann- sóknir hafi sýnt að tvöfalda megi sjúkrahúskostnað miðað við sam- félagskostnað, sem hlýst af beinbrot- um eftir sjúkrahúsleguna. Beinþynning er sjúkdómur í bein- um sem einkennist af því að bein- magn minnkar og uppbygging beina riðlast. Við það eykst hætta á bein- brotum. Hættan á að brotna af völdum beinþynningar einhvern tíma á æv- inni er a.m.k. 30% hjá konum og 13% hjá körlum. Björn segir að í dag séu 32.000 Íslendingar 65 ára eða eldri en gert sé ráð fyrir að eftir 30 ár verði helmingi fleiri á þessu aldurs- skeiði. Því sé gert ráð fyrir því að beinþynning verði vaxandi vandamál í framtíðinni. Beinþynning er vaxandi vandamál Kostnaður um milljarður á ári  Beinþynning / 26-27 AFGREIÐSLUSTÚLKA í verslun 11–11 í Kópavogi var slegin í gólfið um hádegisbilið í gær. Gerðist atburðurinn þegar hún reyndi að fá við- skiptavin til að greiða fyrir sígarettupakka. Viðskiptavinurinn, sem var kona, hljóp út úr búðinni með sígaretturnar eftir að hafa barið afgreiðslustúlkuna. Hún var handtekin skömmu síðar og færð til yfirheyrslu hjá lögreglunni í Kópavogi. Af- greiðslu- stúlka slegin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.