Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 39
✝ Páll Sesilíus Ey-þórsson fæddist á
Blönduósi 3. júní
1919. Hann andaðist á
Landspítalanum við
Hringbraut laugar-
daginn 20. júlí síðast-
liðinn. Foreldrar hans
voru Jósef Eyþór
Guðmundsson, f. 19.
mars 1895, d. 2. júní
1956, og Anna Sigríð-
ur Vermundsdóttir, f.
28. mars 1896, d. 17.
október 1950.
Hinn 31. desember
1944 kvæntist Páll
Torfhildi Sigurveigu Kristjáns-
dóttur, f. 28. ágúst 1924, d. 13.
október 1997. Foreldrar hennar
voru Kristján Júlíusson, f. 20. mars
1892, d. 28. janúar 1986, og Guðrún
Margrét Guðmundsdóttir, f. 12.
ágúst 1899, d. 8. desember 1974, á
Blönduósi. Páll og Torfhildur eign-
uðust sex börn: Þau eru: Guðrún
Anna, f. 24. september 1943, maki
Björn Sigurfinnson
(látinn); Óskar, f. 16.
febrúar 1946, maki
Hrönn Pétursdóttir;
Haukur Reynir, f. 20.
desember 1949, d. 3.
júlí 1998, maki Ást-
rós Reginbaldurs-
dóttir; Ingvar, f. 10.
ágúst 1951, maki
Anna Ólína Guð-
marsdóttir; Vigdís
Heiður, f. 27. ágúst
1957; og Lovísa Haf-
björg, f. 12. febrúar
1960, sambýlismaður
Kristján Jónasson.
Barnabörnin eru 24 og barna-
barnabörnin 35.
Páll bjó á Blönduósi til ársins
1967 og starfaði lengst af við
mjólkurbúið þar. Frá árinu 1970 til
dauðadags bjó hann í Grindavík og
vann þar mest við fiskvinnslu.
Útför Páls verður gerð frá
Grindavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elskulegi pabbi okkar. Nú ert þú
farinn frá okkur og af þeirri lífs-
braut sem við allir röltum en margt
hefur á daga þína drifið á þeirri leið.
Alltaf var húmorinn í lagi hjá þér
pabbi og stutt í glensið þó svo að
áföll hafi dunið á þér. Þegar móðir
okkar kvaddi okkur og sonur ykkar,
bróðir okkar, kvaddi stuttu seinna
var sama æðruleysið hjá þér pabbi
minn og þú sagðir við okkur bræð-
ur: „Lífið heldur nú áfram strákar
mínir, bara svolítið öðruvísi.“ Svona
er þér best lýst, alltaf jafn sterkur
og duglegur. En mikið vorum við
hissa þegar þú allt í einu fórst að
föndra, fyrst úti í skúrnum þínum,
síðan í einu herberginu í húsinu
þínu. Þú gast nefnilega aldrei setið
auðum höndum, þú smíðaðir handa
okkur líkan af Grundinni og gamla
Hvassafellinu okkar. Og þessa muni
munum við varðveita vel.
Pabbi, ekki varst þú framhleyp-
inn né að þú træðir þér í fremstu
röð. Þannig var hógværðin alltaf
hjá þér. Söngurinn var áhugamál
þitt alla tíð, það var líka þar sem þú
varst í fremstu röð – þú varst nefni-
lega settur þar í kórunum sem þú
söngst með. Við geymum allar
minningar í hjarta okkar sem við
getum ekki komið á blað, því þar
þarf ekki að nota penna.
Nú er þér líklega skemmt, pabbi,
að sjá okkur í slíkum kröggum.
Þetta erum nú bara við. Margt fór í
gegnum hugann þegar okkur var
tilkynnt aðfaranótt laugardagsins
20. júlí, þá hafið var fjölskyldumót,
að þú værir búinn að kveðja okkur,
klukkan 1:25 um nóttina. Þá varð
mér á orði við bróður minn: „Alltaf
á hann pabbi síðasta orðið, þarna
var hann búinn að hóa okkur saman
á einum stað og kvaddi okkur.“
Ýmsum áföllum hefur þú lent í
pabbi, það síðasta var högg sem þú
fékkst og var engin furða að þú
stæðist það ekki.
Ósköpin öll sem yfir þig gengu
hefði enginn getað staðist. En lífið
heldur áfram eins og þú sagðir, en
bara öðruvísi, og þessi orð þín ætl-
um við að gera að okkar.
Einlægar kveðjur pabbi okkar.
Þínir synir
Óskar og Ingvar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku Palli okkar
Nú ert þú horfinn á braut og
sameinaður með tengdamömmu og
syni ykkar. Við þökkum þér allar
góðu stundirnar, þú varst ætíð góð-
ur vinur okkar. Alltaf var stutt í
léttleikann þinn og öllu gat maður
átt von á, þegar hrekkjasvipurinn
birtist í andliti þínu. En nú geymum
við þær góðu minningar í hjarta
okkar. Söknuður er sár en huggun
er harmi gegn að loks verðum við
öll saman á ný, kæri vinur.
Þínar einlægu vinkonur og
tengdadætur.
Anna Ólína og Hrönn.
Elskulegur afi okkar er nú fallinn
frá, og skilur eftir góðar minningar
í okkar hjörtum. Það var alltaf jafn
gaman að fara í heimsókn til afa og
ömmu í Grindavík. Alltaf hafði afi
gaman af því að kitla og stríða okk-
ur krökkunum og hló hann alltaf
mjög að því enda var hann léttur í
lund. Eftir að amma dó, hóf afi að
smíða lítil líkön af húsum og hús-
dýrum og málaði þau. Fannst okkur
rosalega gaman að sjá hversu gam-
an hann hafði af því að smíða og
gerði það vel.
Eitt af því merkilegasta sem okk-
ur fannst var það hvað afi var
skipulagður og minnisgóður. Hann
henti engu, setti það frekar á góðan
stað í bílskúrnum. Eitt sinn bað
hann okkur um að fara inn í skúrinn
sinn, labba að hvíta skápnum á
veggnum, opna hann og lyfta upp
majónesdollu sem var þar og undir
henni áttu að vera tvær litlar tré-
skrúfur. Við örkuðum af stað inn í
bílskúr, fórum eftir leiðbeiningun-
um hans og viti menn, skrúfurnar
tvær voru þarna. Afi var sko með
allt á hreinu. Elsku afi, þín verður
sárt saknað.
En hvað skal hryggð og harmur?
Slíkt hæfa finnst mér lítt,
því umhverfis þig ávallt
var öllum glatt og hlýtt.
(Steingrímur Arason)
Þínir afadrengir.
Pétur Elvar og Unnar Freyr.
Elsku afi minn. Ég trúi því varla
að þú sért farinn. Þegar pabbi opn-
aði tjaldið hjá mér á fjölskyldu-
mótinu og hvíslaði að mér „Hann afi
er dáinn“ þá rifjaðist svo margt upp
fyrir mér, til dæmis þegar ég var
lítil og kom til Grindó til ykkar
ömmu. Þá gægðist þú alltaf fyrir
hornið og sagðir, „hvar er trítlan
mín?“ Svo settist ég í fangið á þér
og þú sagðir mér margar skemmti-
legar sögur. Þú varst líka alltaf að
þykjast stela nebbanum mínum.
Elsku afi minn, núna ertu kominn
til hennar ömmu aftur og hann
Haukur frændi er hjá ykkur líka.
Bless bless, elsku afi minn, ég á eft-
ir að sakna þín.
Þín sonardóttir,
Freydís.
PÁLL SESILÍUS
EYÞÓRSSON
MINNINGAR
FLUGUVEIÐISKÓLI
VEIÐIFERÐ
Vegna fjölda áskorana frá fólki sem
ekki komst í júnískólann verður flugu-
veiðiskóli og veiðiferð um helgina
17.-19. ágúst.
Rífandi gangur er í veiði í Langá og meðaldagsveiði
í júlí er um 20 laxar.
Bókanir og upplýsingar á langa.is eða í símum
864 2879, 437 2377, 437 1704 eða 899 2878.
Á LANGÁRBÖKKUM
17.-19. ÁGÚST
HOFSÁ í Vopnafirði er á góðu róli
samkvæmt leiðsögumanninum Erni
Sigurhanssyni sem var þar á bökk-
um fyrir skömmu. Komnir eru þó
nokkuð á annað hundrað laxa á land
og er fiskur bæði vænn og smærri
og vel dreifður um ána. Aðeins er
veitt á flugu í ánni.
Lakar hefur gengið í Selá sem þó
hefur maðk- og spónveiði til að slá
sér upp með í byrjun vertíðar. Þó er
haft fyrir satt að vel sé að glæðast í
báðum ám en smálaxinn verður æ
meira áberandi.
Ýmsir punktar af bökkum
silungsvatna
Þröstur Elliðason, sölufulltrúi
veiðileyfa í Grenlæk fyrir landi
Seglbúða, sagði bleikjuveiði á svæð-
inu hafa verið betri en hann hefði
gert sér grein fyrir. Taldi hann
milli 200 og 300 bleikjur komnar á
land, meðalþyngd væri sérlega góð,
eða milli 3 og 4 pund og hefðu
veiðst allt að 7 punda bleikjur.
Einnig hefur reyst talsvert af stað-
bundnum urriða í bland. Brátt
verður sjóbirtingur aðalfiskurinn á
svæðinu.
Þröstur er ennfremur með
Minnivallalæk og sagði hann veið-
ina þar hafa gengið vonum framar.
„Það er meira veiðiálag á ánni en
nokkru sinni fyrr, en veiðin er samt
jöfn og góð, enda öllum fiski sleppt.
Það eru komnir hátt í 500 urriðar á
land úr ánni, allt á flugu enda ekk-
ert annað leyft. Þegar liðið hefur á
sumarið hafa menn verið að fá mjög
góðar viðtökur með þurrflugum.
Einn hópurinn var ekkert að fá, þá
hentu menn sér að fluguhnýting-
arborðinu í veiðihúsinu og hnýttu
einhverjar svartar þurrflugur á
króka númer 18. Það hvellgekk og
menn voru í moki eftir það,“ sagði
Þröstur.
Þingvallavatn er enn að gefa, en
talsverður ófriður er af murtu víða
sem gengin er upp í landsteina og
hagar sér eins og afæta í laxveiðiá.
Þó eru þolinmóðir menn að reyta
upp 2–3 punda bleikjur í bland við
smælkið.
Þá fréttist af þremur veiðifélög-
um sem fóru saman í Úlfljótsvatn
og rótuðu upp á fjórða tug bleikja á
stuttri kvöldstund.
Góð skot eru og af og til á sil-
ungasvæði Ásgarðs í Soginu. Af og
til fást 10 til 20 bleikjur þar þegar
vel tekst til.
Glæðist í
Vopnafirði
Margir hafa fengið fallega sil-
ungsveiði. Hér eru stórar fjalla-
bleikjur, 3,5-4,5 punda, úr
ónefndri á á Vesturlandi.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
LANDVERND hefur sent frá sér
tilkynningu þar sem yfirlýsingu
talsmanns Alcoa er andmælt. Segir
í tilkynningunni að ummælin, þess
efnis að lítil sem engin andstaða sé
á Íslandi við virkjana- og álvers-
framkvæmdir á Austurlandi og að
mótmælin séu einungis frá hávær-
um minnihluta náttúruverndar-
sinna, séu staðhæfulaus og afar
óviðkunnanleg. Þá segir að ummæl-
in gefi til kynna að fulltrúar Alcoa
hafi enn ekki kynnt sér nægjanlega
vel þá víðtæku og ítarlegu umfjöll-
un sem þetta mál hafi fengið hér á
landi og þær fjölmörgu og rétt-
mætu athugasemdir sem fram hafi
komið vegna áforma um Kára-
hnjúkavirkjun.
Stjórn Landverndar andmælir
framangreindum fullyrðingum Al-
coa og hvetur til þess að fulltrúar
Alcoa eigi samræður við umhverf-
isverndarsamtök og viðkomandi
stofnanir til að kynna sér með bein-
um hætti þær athugasemdir sem
fram hafa komið.
Í tilkynningunni segir að umfjöll-
un um Kárahnjúkavirkjun hafi ver-
ið afar ítarleg og skoðanaskipti um
málið hafi stuðlað að því að draga
fram kosti og galla þessarar fram-
kvæmdar. Landvernd hafi á sínum
tíma staðið að víðtækri úttekt á
þeim gögnum sem framkvæmda-
aðili lagði fram og í kjölfar þeirrar
umfjöllunar hafi stjórn samtakanna
tekið þá afstöðu að mæla gegn
framkvæmdum.
Segja 31% landsmanna
andvígt virkjun
Þá segir að skoðanakönnun sem
Gallup gerði fyrir Landsvirkjun í
ársbyrjun 2002 hafi sýnt að um 31%
landsmanna væri andvígt virkjun,
23% hvorki hlynnt eða andvíg og
47% hlynnt. Þessi könnun hafi bent
til þess að miklar og víðtækar efa-
semdir og andstaða væru meðal
landsmanna. Fullyrðingar Alcoa um
annað séu því staðhæfulausar og
hvetur stjórn Landverndar fyrir-
tækið til að draga þær til baka.
Stjórn Landverndar vill einnig í
tilkynningunni nota tækifærið til að
lýsa yfir ánægju með þann víðtæka
áhuga sem fram hafi komið um
stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajök-
uls og segir að Landvernd muni
beita sér fyrir frekari umræðu og
umfjöllun um það.
Landvernd and-
mælir yfirlýsingu
talsmanns Alcoa
HELGINA 27.–28. júlí verður boðið
upp á fjölbreytta dagskrá í Árbæj-
arsafni. Á laugardaginn verða tón-
leikar kl. 14. Í sumar hefur safnið
lagt áherslu á að kynna ungt og efni-
legt tónlistarfólk og að þessu sinni er
það Hamrahlíðarkórinn undir stjórn
Þorgerðar Ingólfsdóttur sem gleður
gesti safnsins. Á laugardaginn verð-
ur einnig boðið upp á dagskrá fyrir
börnin.
Sunnudaginn 28. júlí verður heyj-
að á Árbæjartúninu. Húsbændur og
hjú í Árbæ slá með orfi og ljá, raka
og rifja, taka saman og binda í
bagga. Húsfreyjan í Árbæ býður
gestum og gangandi upp á nýbak-
aðar lummur. Þá verður boðið upp á
ýmislegt fyrir börnin, við Kornhúsið
eru leikföng; stultur, húlahringir,
sippubönd og fleira, en einnig geta
börn og fullorðnir farið í búleik og
handfjatlað leggi og skeljar. Klukk-
an 14 hefst síðan sýning á sjónleikn-
um „Spekúlerað á stórum skala“ en
þar býður Þorlákur Ó. Johnson gest-
um upp á skemmtidagskrá og varpar
ljósi á lífið í Reykjavík á 19. öld. Í
Dillonshúsi eru ljúffengar veitingar
en alla sunnudaga í sumar er boðið
upp á heimilislegt kaffihlaðborð.
Hamrahlíð-
arkórinn
og heyann-
ir í Árbæj-
arsafni
ALMENNINGUR á Íslandi hefur
gefið samtals tæp fjögur tonn af er-
lendri mynt í söfnun Sparisjóðsins,
Íslandspósts og Flugleiða-Frakt fyr-
ir starf Rauða kross Íslands með
ungu fólki. Áætlað verðmæti fjárins
nú er milli átta og tólf milljónir
króna. Hafa safnast fyrir tilstilli
Sparisjóðsins um 15 milljónir króna
frá áramótum.
Féð verður notað til að efla starf
Rauða krossins með ungu fólki. Fé-
lagið rekur Rauðakrosshúsið, at-
hvarf fyrir ungt fólk, Trúnaðarsím-
ann, sem er opinn allan
sólarhringinn, og sjálfboðaliðar í
Ungmennahreyfingu Rauða kross-
ins vinna málsvara- og forvarnastarf
á höfuðborgarsvæðinu og víða um
land.
Við upphaf söfnunarinnar í apríl-
lok gáfu starfsmenn fyrirtækjanna
þriggja mynt að verðmæti um eina
milljón króna, sem bætist við upp-
hæðina sem safnaðist meðal almenn-
ings.
Rauði krossinn kann þeim sem
gáfu mynt í söfnunina bestu þakkir
og sömuleiðis fyrirtækjunum þrem-
ur sem studdu hana, Sparisjóðnum,
Íslandspósti og Flugleiðum-Frakt.
Sparisjóð-
urinn gefur
smámynt
♦ ♦ ♦