Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 1
176. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 30. JÚLÍ 2002 STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu eru tilbúin til að hefja viðræður við Bandaríkjamenn og Japani um stöðu mála á Kóreuskaga. Engin skilyrði eru sett fyrir því að slíkar viðræður fari fram, að sögn Ígors Ívanovs, utanríkisráðherra Rúss- lands. Rússneska Ítar-Tass-fréttastof- an hafði þetta eftir Ívanov í gær en þá lauk tveggja daga heimsókn hans til Norður-Kóreu. Fylgdi fréttinni að Ívanov hefði sagt að stjórnvöld í Norður-Kóreu vildu að slíkar viðræður yrðu „uppbyggi- legar“ og án fyrirfram skilyrða en utanríkisráðherrann ræddi m.a. við Kim Jong Il, leiðtoga komm- únistastjórnarinnar í Pyongyang. Ívanov kom til Norður-Kóreu á sunnudag eftir að hafa átt fundi með Kim Dae-jung, forseta Suður- Kóreu, og öðrum helstu leiðtogum landsins í höfuðborginni, Seoul. Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa á umliðnum dögum gefið til kynna að þeir leiti nú eftir bættum sam- skiptum við Suður-Kóreu og helstu bandamenn stjórnvalda þar, Bandaríkjamenn. Fulltrúar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa ekki komið saman til fundar frá því í forsetatíð Bills Clintons Bandaríkjaforseta. George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir því í ræðu í janúarmánuði að Norður-Kórea myndaði ásamt Ír- an og Írak „öxul hins illa“ í heimi hér. Í liðinni viku lýstu stjórnvöld í Norður-Kóreu yfir því að þau hörmuðu mannfall, sem varð 29. fyrra mánaðar þegar til sjóorustu kom með varðskipum frá Norður- og Suður-Kóreu. Fylgdi þeirri yf- irlýsingu boð um að viðræður yrðu hafnar til að bæta samskipti ríkjanna á Kóreuskaga. Sagði þar og að stjórnvöld væru reiðubúin að taka á móti sendifulltrúa Banda- ríkjastjórnar. Tilbúin að hefja við- ræður án skilyrða N-Kórea vill bætt samband við Jap- an og Bandaríkin Seoul. AP. MEIRA en fimmtán hundruð manns sóttu í gær athöfn á Sknyliv-herflugvellinum í útjaðri borgarinnar Lviv í Vestur- Úkraínu sem haldin var til að minnast þeirra sem fórust í miklu slysi á flugvellinum á laugardag. Þá brotlenti herþota, sem þátt tók í flugsýningu úkraínska flug- hersins, í miðjum áhorfendahópn- um með þeim afleiðingum að 83 biðu bana; þar af 19 börn. 199 til viðbótar slösuðust og eru 23 þeirra enn í lífshættu, að sögn lækna. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Úkraínu. AP Harmur í Úkraínu  Yfirmenn/20 TUGIR slösuðust þegar lest frá Amtrak-lestarfyrirtækinu með 200 farþega innanborðs fór útaf sporinu í Maryland-ríki nærri Washingtonborg síðdegis í gær. Ekki er vitað til þess að neinn hafi látist í slysinu. Að sögn tals- manns yfirvalda á staðnum, Osc- ars Garcia, slösuðust um 90 manns, þar af sex alvarlega, en lestin var á leið frá Chicago til Washington. Slysið átti sér stað um sex- leytið að íslenskum tíma nærri Connecticut Avenue í úthverfi Washington, sem er fjölfarin gata. Alls voru 13 farþegavagnar í lestinni og hermdu fyrstu frétt- ir að 11 þeirra hafi farið útaf sporinu. Á myndinni sést slökkviliðs- maður hjálpa farþegum út úr einum vagni lestarinnar, en að minnsta kosti 85 slökkviliðs- og björgunarmenn fóru á slysstað. Tugir slas- ast í lest- arslysi í Washington AP MAÐUR, sem sagður er hafa ætlað að ráða nokkra af leiðtogum Afgan- istans af dögum, var handtekinn í gær. Ekki er vitað hver maðurinn er, né hvað hann heitir, en samkvæmt upplýsingum frá afgönsku leyniþjón- ustunni er hann útlendur. Fullyrða afgönsk yfirvöld að mað- urinn hafi ætlað að nota bíl, fylltan af sprengiefni, til verksins og sýndu þau í gær myndir af bílnum þar sem sjá mátti gula pakka sem þau segja að innihaldi sprengiefni. Segja þau að ætlun mannsins hafi verið að aka bifreiðinni á bíl, eða bíla, háttsettra meðlima í ríkisstjórn landsins og sprengja sjálfan sig upp með bílnum. Maðurinn var handtekinn þegar hann lenti í umferðaróhappi í höf- uðborginni Kabúl, en ekki er ljóst hvernig sprengiefnið í bílnum fannst. Hann er nú í vörslu leyni- þjónustunnar, sem hyggst yfirheyra hann nánar. Í yfirlýsingu afganskra stjórn- valda segir að maðurinn, sem hand- tekinn var, sé erlendur og að árásin hafi verið skipulögð fyrir utan landa- mæri Afganistans. „Alþjóðlegir hryðjuverkamenn sýna enn á ný andlit sitt,“ segir í yfirlýsingunni. „Óvinir Afganistans sitja ekki auð- um höndum, heldur gera þeir sam- særi til að fremja frekari hryðju- verk.“ Ekki er ljóst hverjir standa að baki samsærinu en margir hópar eru sagðir koma til greina. Hópar talib- ana og al-Qaeda meðlima eru enn í felum í landinu og deilur milli hinna margvíslegu þjóðarbrota og ætt- bálka, sem landið byggja, gera stjórnvöldum erfitt fyrir. Komið í veg fyrir sprengjutilræði Kabúl. AP. ANFINN Kallsberg, lögmaður færeysku landstjórnarinnar og formaður Þjóðarflokksins, hætti á síðustu stundu við að segja af sér við setningu Lögþingsins á þjóðhátíðardegi Færeyinga í gær. Kallsberg hafði lýst því yfir að drægi Torbjørn Jacobsen, þingmaður Þjóðveldisflokksins, ekki til baka ummæli, sem hann viðhafði um lögmanninn, myndi hann segja af sér við þingsetn- inguna. Jacobsen hafði haldið því fram að fortíð Kallsbergs væri svo gruggug að hvergi annars staðar en í Færeyjum væri hon- um stætt á að gegna æðsta emb- ætti þjóðarinnar. Sagði hann lögmanninn m.a. eiga erfitt með að gera greinarmun á eignum sínum og annarra og vísaði til þess að Kallsberg hefði átt í vafasömum viðskiptum á árum áður er hann starfaði sem end- urskoðandi. Jacobsen afhenti Kallsberg afsökunarbeiðnina rétt áður en þingmenn gengu til guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Þórshöfn. Þingmaðurinn hafði áður lýst því yfir að hann styddi stjórnina, en Kallsberg taldi það ekki nægilegt og krafðist þess að Jacobsen drægi ummælin skilyrðislaust til baka fyrir setn- ingu þingsins. Kallsberg hafði tilbúnar tvær ræður til flutnings við þingsetn- inguna, afsagnarræðu og hefð- bunda setningarræðu, en þurfti ekki að nota þá fyrrnefndu, eins og áður segir. Las hann yfirlýs- ingu Jacobsens upp fyrir þingið áður en hann flutti setningar- ræðuna. Færeyingar halda nú upp á að 150 ár eru liðin frá því að Lög- þingið var endurreist árið 1852 og voru þingforsetar Danmerk- ur, Grænlands og Íslands við- staddir þingsetninguna. Færeyjar Kalls- berg sit- ur áfram Þórshöfn. Morgunblaðið. VERULEG hækkun varð á helstu hlutabréfavísitölunum í Bandaríkjunum í gær. Nasd- aq-vísitalan hækkaði um 73 stig, eða 5,8%, og er nú 1.335 stig. Dow Jones hækkaði um 447 stig, eða 5,4%, og er nú 8.714 stig. Þetta er þriðja mesta hækkun Dow Jones- vísitölunnar á einum degi til þessa. Sérfræðingar telja að fjár- festar hafi nú minni áhyggjur af afkomutölum og bókhaldi stórfyrirtækja og séu tilbúnir til að kaupa á ný. „Fjárfestar eru að átta sig á því að það er hægt að versla fremur ódýrt á markaðinum í dag,“ sagði John C. Forelli, sérfræðingur hjá fjárfestingarfyritækinu Independence Investment LLC í Boston. Gengi bréfa deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, lækkaði hins vegar á bandaríska Nasdaq-verðbréfamarkaðin- um í gær. Gengið lækkaði um 5 sent á hlut, eða 1,4%, og var lokagengið 3,5 banda- ríkjadalir. Hlutabréf hækka á ný New York. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.