Morgunblaðið - 30.07.2002, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.07.2002, Qupperneq 15
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 15 KOMIN er hefð á bæjarhátíð á Fáskrúðsfirði undir nafninu franskir dagar. Í þetta sinn hófst hátíðin á fimmtudegi, en formleg setn- ing var að venju á föstudag. Hátíðina setti Steinþór Pétursson sveitarstjóri við athöfn í franska grafreitnum við Krossa. Þórey Guð- mundsdóttir sóknarprestur flutti bæn og kirkjukór Fáskrúðsfjarðarkirkju söng. Því næst var lagður blómsveigur að minning- arkrossi um franska sjómenn. Það gerðu Guðmundur Þorgrímsson, oddviti Búða- hrepps, og Sylvie Defruit, fulltrúi bæjar- stjórnar Gravelines, en auk hennar var við- stödd Claudine Barbier. Því næst var komið að minnisvarða um Carl A. Tulinius og lagð- ur að honum blómvöndur, en það gerði Þóra Magnea Helgadóttir Tulinius, og kirkjukór- inn söng. Carl var fæddur 1864 og lést 1901, var hann franskur konsúll á Fáskrúðsfirði. Vinir hans reistu honum minnisvarða 1902. Dorgveiði var að venju, en fiskur var mjög tregur að þessu sinni. Tónleikar voru í Fá- skrúðsfjarðarkirkju, þar sungu Ólafur Kjart- an Sigurðarson og Bergþór Pálsson við und- irleik Jónasar Ingimundarsonar. Húsfyllir var og urðu margir frá að hverfa. Varðeldur var á Búðagrund og brekku- söngur undir stjórn Bjartmars Guðlaugs- sonar og skyldmenna. Skemmti fólk sér hið besta fram eftir kvöldi. Mikið fjölmenni var þarna samankomið og var það mál manna að þetta væri fjölmennasta samkoman til þessa. Talið er að íbúafjöldinn í bænum hafi fjór- faldast yfir helgina. Dagskráin á laugardag var afar fjölbreytt. Austurlandsmót 6. flokks drengja í knatt- spyrnu, golfkennsla, minningarhlaup um Berg Hallgrímsson, lifandi tónlist í kirkj- unni, hjólreiðakeppnin „Tour de Fáskrúðs- fjörður“, útimarkaðir, götuleikhús og leik- tæki. Harmonikkudansleikur var í leikskól- anum, unglingadansleikur í hátíðartjaldi, flugeldasýning var um kvöldið ásamt eldspú- urum, dansleikir voru í Skrúð og á hótelinu og fóru þeir vel fram. Á sunnudag voru verð- launaafhendingar fyrir hinar ýmsu keppnir. Veitt voru verðlaun fyrir snyrtilegustu lóðir hjá fyrirtækjum og einstaklingum og að þessu sinni urðu lóðir RARIK og hjónanna Ólafs Gunnarssonar og Jónu Jónsdóttur á Túngötu 9 fyrir valinu. Þrjár málverkasýn- ingar voru í grunnskólanum, en þar sýndu þrír brottfluttir Fáskrúðsfirðingar verk sín, Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, Bjartmar Guð- laugsson og Hreinn Þorvaldsson. Hreinn sýndi þarna fjörutíu olíumálverk, flest frá Fáskrúðsfirði. Var þar að finna röð mynda frá franska tímanum á Fáskrúðsfirði, sem nú eru í eigu sveitarfélagsins. Í lok sýningar af- henti Hreinn oddvita Búðahrepps mynd til varðveislu, en myndina málaði hann 1948 og er það götumynd frá Fáskrúðsfirði. Lét hann þess jafnframt getið að vænta mætti fleiri slíkra mynda síðar. Nýtt kaffihús var opnað, en það er í eigu systranna Kristínar og Mar- grétar Albertsdætra. Hvorug þeirra býr á staðnum en þær ætla að reka húsið yfir sum- artímann. Staðurinn heitir Caffe Sumarlína. Þær eru með hugmyndir um að hægt verði að fá húsið leigt fyrir ýmsar uppákomur á öðrum árstímum. Húsið er á tveimur hæðum og rúmar fimmtíu manns. Húsið og umhverfi þess er allt hið smekklegasta. Er það álit manna að þetta sé góð viðbót í menning- arflóru Fáskrúðsfjarðar. Undirbúningur og vinna að hátíðahöld- unum var í höndum ungrar heimadömu, Est- erar Aspar Gunnarsdóttur, sem ráðin var framkvæmdastjóri franskra daga, en að sjálfsögðu fékk hún marga í lið með sér. Franskir dagar hafa unnið sér hefð Guðmundur Þorgrímsson, oddviti Búða- hrepps, og Sylvie Defruit, fulltrúi bæjar- stjórnar Gravelines, lögðu blómsveig að minningarkross um franska sjómenn. Morgunblaðið/Albert Kemp Fjölmenni var á frönskum dögum um helgina sem hafa unnið sér sess sem bæjarhátíð. Fáskrúðsfjörður ÞRÁTT fyrir fremur óhagstætt veður fékkst allgóður afli á hinu árlega opna móti Sjóstanga- veiðifélags Snæfellsness sem hald- ið var fyrir skömmu. Keppendur voru 58 og veiddu þeir rúmlega 21 tonn. Róið var á 18 bátum. Mestur meðalafli á stöng, 596 kg, var á bátnum Gísla en á honum var Hilmar Sigurðsson skipstjóri. Stærsti fiskurinn 13 kg þorskur Aflahæst kvenna og jafnframt fisknust allra á mótinu varð Sig- urbjörg Kristjánsdóttir SJÓSNÆ og veiddi hún 689 kg. Hún reri á bátnum Olla undir skipstjórn Torfa Sigurðssonar. Aflahæstur karla varð Hafþór Gunnarsson frá SJÓAK og veiddi hann 649 kg. Stærsta fisk mótsins veiddi Þor- steinn Jóhannesson frá Siglufirði og var það 13 kg þorskur. Sveitakeppnin þykir líka spenn- andi. Voru sjö sveitir í karlakeppn- inni en fimm sveitir kvenna. Aflahæsta kvennasveitin varð, þriðja árið í röð, sveit SJÓSNÆ (Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Sonja Guðlaugsdóttir, Björg Guðlaugs- dóttir og Berglind Hallmarsdóttir) og veiddu þær samtals 1787 kg. Í flokki karla sigraði sveit Sjó- stangaveiðifélags Akureyrar (SJÓAK) en hana skipuðu Hafþór Gunnarsson, Kristján Freyr Pét- ursson, Árni Halldórsson og Pétur Sigurðsson. Veiddi þessi sveit samtals 1866 kg. Hefur sveit SJÓAK verið sigursæl á mótunum hér. Framkvæmd mótsins var í góð- um höndum Lárusar R. Einars- sonar en hann er formaður Sjó- stangaveiðifélags Snæfellsness. Ljósmynd/Helgi Kristjánsson Ekið til skips í eðalvagni kl. tæplega sex að morgni, frá vinstri: Sibba, Berglind, Sonja og Björg. Þeim tókst að verja bikarinn. Velheppnað sjóstangaveiði- mót í Ólafsvík Ólafsvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.