Morgunblaðið - 30.07.2002, Page 18

Morgunblaðið - 30.07.2002, Page 18
ERLENT 18 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ PERLAN Í DJÚPINU áning á réttri leið Ferðaþjónustan á Reykjanesi við Ísafjarðadjúp Sími 456 4844, fax 456 4845, netfang rnes@rnes.is þar sem notalegt er að fá sér bað, borða og gista. Gott veður, fagurt úti að vera ásamt þjónustu sem gerir vandláta sátta, það er okkar hjartansmál. Góðar aðstæður fyrir ráðstefnur, stórar sem smáar, árshátíðir og hverslags sem til okkar leita. Um verslunarmannahelgina verður hægt að láta taka frá fyrir sig stæði fyrir tjald og ganga frá því fyrirfram, þannig er hægt að tryggja sér gott stæði og vera þátttakandi í notalegri helgi á kyrrlátum stað. Allar veitingar eru til staðar, allan daginn á sanngjörnuverði. TALIÐ er að bilun í stýriskambi hafi valdið því að rússnesk flugvél af gerðinni Iljúshín Il-86 hrapaði skömmu eftir flugtak frá Sheremetj- evo-flugvelli í Moskvu á sunnudag. Fjórtán manns fórust í slysinu. Valerí Tsjernov, formaður nefnd- ar sem rannsakar slysið, sagði að stýriskamburinn hefði bilað aðeins tveimur sekúndum eftir flugtak. Áð- ur höfðu rússneskir embættismenn skýrt frá því að vélin hefði ofrisið áð- ur en hún hrapaði í skóg nálægt Moskvu. Engir farþegar voru í vélinni, að- eins sextán manna áhöfn. Fjórtán þeirra fórust en tvær flugfreyjur, sem voru aftast í vélinni, komust lífs af. Önnur þeirra slasaðist alvarlega en er ekki í lífshættu. Hin varð fyrir smávægilegum meiðslum. Ríkissaksóknari Rússlands hefur hafið rannsókn á því hvort rekja megi slysið til brota á flugöryggis- reglum. Fyrsta vélin af gerðinni Iljúshín Il-86 var smíðuð árið 1980 og slíkar vélar eru algengar í farþegaflugi í Rússlandi. Vélin sem fórst á sunnu- dag var smíðuð 1983 og í eigu flug- félagsins Pulkovo. Henni hafði verið flogið í 18.300 stundir, að sögn tals- manns flugfélagsins, sem sagði þetta tiltölulega stuttan flugtíma. Talsmaður Pulkovo sagði að flug- stjóri vélarinnar hefði verið mjög hæfur og með meira en tuttugu ára flugreynslu. „Það leikur enginn vafi á því að áhöfnin gerði allt rétt,“ sagði hann. Hrapaði nálægt hraðbraut Vélin var á leiðinni til Sankti Pét- ursborgar, heimaborgar áhafnarinn- ar, eftir að hafa flutt 250 manns til Moskvu frá ferðamannastað við Svartahaf. Hún hrapaði um 200 m frá flugbrautinni og mildi þykir að vélin skyldi ekki hafa lent á nálægri hraðbraut þar sem mikil umferð var þegar slysið átti sér stað. Líkin fjórtán fundust en voru svo illa brunnin að ekki var hægt að bera kennsl á þau. Tekin verða DNA-sýni úr ættingjum þeirra sem fórust til að bera kennsl á líkin. Reuters Björgunarmaður horfir á hvar flugvél tekur sig á loft frá Sheremetjevo-flugvelli en þar fórst flugvél á sunnudag, með þeim afleiðingum að 14 dóu. Fjórtán fórust þegar rússnesk flugvél hrapaði nálægt Moskvu Bilun í stýris- kambi talin hafa valdið slysinu Moskvu. AFP, AP. BRESKA dagblaðið The Times skýrði frá því í gær að í bráðabirgða- skýrslu rannsóknarmanna Samein- uðu þjóðanna kæmi fram að banda- rískir hermenn hefðu farið inn í þorp í afganska héraðinu Uruzgan og fjar- lægt mikilvæg sönnunargögn skömmu eftir mannskæða árás bandarískrar herflugvélar á þorpið 30. júní. Skýrsluhöfundarnir segja ennfremur að ekkert hafi komið fram sem staðfesti þá fullyrðingu Bandaríkjahers að skotið hafi verið á bandaríska herflugvél með loft- varnabyssu í þorpinu áður en árásin var gerð. Afganskir embættismenn segja að 48 manns hafi beðið bana og 117 særst í árásinni. Margir hinna látnu voru í brúðkaupsveislu þegar árásin var gerð. Bandaríkjaher segir að árásarvél af gerðinni A-130 hafi gert árásina eftir að skotið hafi verið á aðra her- flugvél. The Times sagði að í bráða- birgðaskýrslu rannsóknarmanna Sameinuðu þjóðanna kæmi fram að „misræmis gætti í frásögnum Bandaríkjamanna af atburðinum“. Skýrsluhöfundarnir segja að her- menn hafi farið á staðinn skömmu eftir loftárásina, „hreinsað svæðið“ og fjarlægt „sprengjubrot, byssu- kúlur og ummerki um blóð“, að sögn The Times. Í skýrslunni er haft eftir ónafngreindum embættismanni Sameinuðu þjóðanna að þetta bendi til „yfirhylmingar af hálfu Banda- ríkjamanna“. Þá segir í skýrslunni að konur hafi fundist í þorpinu með hendur bundnar fyrir aftan bak. Roger King, talsmaður Banda- ríkjahers, neitaði því að bandarískir hermenn hefðu fjarlægt sönnunar- gögn af staðnum skömmu eftir árásina. Hann bætti við að bandarísk rannsóknarnefnd, sem skoðaði þorpið nokkrum dögum síð- ar, hefði tekið með sér nokkur sprengjubrot, byssukúlur og blóð- sýni sem fundust á staðnum. Greint hefði verið frá þessu og ekki væri um neina yfirhylmingu að ræða. King neitaði því einnig að banda- rískir hermenn hefðu bundið eða handjárnað konur í þorpinu. „Ályktanir sem ekki hafa verið færðar nægar sönnur á“ Heimildarmenn The Times sögðu að skýrsluhöfundarnir væru „reynd- ir og virtir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem hafa verið lengi á svæðinu og þekkja það vel“. Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Kabúl gaf út yfirlýsingu eftir að fréttin var birt og sagði að samtökin hefðu ekki hafið formlega rannsókn á blóðsúthellingum, enda hefðu þau ekki umboð til þess. Í yfirlýsingunni sagði að í bráða- birgðaskýrslunni væru dregnar „ályktanir sem ekki hafa verið færð- ar nægar sönnur á“. Niðurstöður bráðabirgðaskýrslunnar sýndu hins vegar að rannsaka þyrfti málið „ofan í kjölinn til að tryggja að slíkir at- burðir gerist ekki aftur“. Bandaríkjaher og afgönsk yfirvöld hafa hafið sameiginlega rannsókn á blóðsúthellingunum. Skýrsla um mannskæða árás á þorp í Afganistan Hermenn sagðir hafa fjarlægt sönnunargögn Bandaríkjaher neitar ásökunum um yfirhylmingu London. AFP, AP. SAMEINUÐU þjóðirnar ákváðu í gær að hætta hjálp- arstarfi í Tsjetsníu um óákveð- inn tíma. Var sú ákvörðun tek- in í kjölfar þess að rússneskum hjálparstarfsmanni var rænt í lýðveldinu þar sem skæruliðar berjast fyrir sjálfstæði frá Rússlandi. Talsmaður SÞ í Moskvu sagði að Nínu Davídovítsj, for- manni rússnesku hjálparsam- takanna Drúshba, hefði verið rænt í liðinni viku og hefði því verið ákveðið að hætta hjálp- arstarfi þar sem ljóst væri að það fólk, sem því sinnti, væri í mikilli hættu í Tsjetsníu. Sagði talsmaðurinn þetta „mjög erf- iða ákvörðun“ þar sem hún myndi gera íbúum Tsjetsníu lífið enn erfiðara en ella. Kom fram í máli hans að öllu hjálp- arstarfi yrði hætt utan að áfram yrði komið fersku vatni til íbúa í höfuðborginni, Grosní. Yrði Davídovítsj sleppt yrði hjálparstarf að líkindum hafið á ný en samtök hennar starfa með Barnahjálp SÞ í Tsjetsn- íu. Að sögn rússneskra fjöl- miðla var Nínu Davidovítsj rænt á þriðjudag er óþekktir vopnaðir menn stöðvuðu bif- reið hennar. Ekki er vitað hverjir voru að verki. Krafa um lausnargjald hefur ekki komið fram en ekki er óal- gengt að mikilla fjárhæða sé krafist Í Tsjetsníu. Mannrán voru þar tíð á árunum 1994– 1996 en þeim hefur heldur fækkað á undanliðnum árum eftir að Rússar sendu herlið á ný inn í lýðveldið haustið 1999. Stofnanir á vegum SÞ og hjálparsamtök komu matvæl- um til 130.000 þurfandi íbúa Tsjetsníu í júlímánuði. Að auki hefur verið haldið uppi þar margvíslegu hjálparstarfi af öðrum toga, t.a.m. á sviði menntunar og heilsugæslu. Hætta hjálpar- starfi í Tsjetsníu Moskvu. AP. NÍU námamönnum, sem verið höfðu innilokaðir í námu í Penn- sylvaníu í Bandaríkjunum í þrjá sólarhringa, var bjargað heilum á húfi snemma á sunnudag. Voru mennirnir við þokkalega heilsu. Björgunarmenn boruðu gat á steinhelluna fyrir ofan mennina og komust þá í samband við námu- mennina um símasnúru. Mennirnir voru síðan hífðir upp úr holunni og tók það um 15 mínútur að ná hverjum þeirra upp á yfirborðið. Námumennirnir voru innilok- aðir á um 70 metra dýpi. Þeir lok- uðust inni í námunni á miðvikudag. Námamönnum bjargað Somerset í Pennsylvaníu. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.