Morgunblaðið - 30.07.2002, Side 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isOrri Hjaltalín á leið
til Tromsø / B7
Sigurður Pétursson vann á
Canon ProAm hjá Keili / B8
8 SÍÐUR40 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
LESTIN brunar, hraðar, hraðar
kvað Jón Helgason, og eflaust
brunar lestin í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum nægilega hratt fyr-
ir farþegana. Ferð með lestinni er
líklega það sem Íslendingar kom-
ast næst járnbrautarsamgöngum
að svo stöddu, og ekki þurfa full-
orðnir að örvænta um að missa af
tækifærinu, vegna þess að öllum
aldurshópum er hleypt um borð.
Þessir kátu krakkar veifuðu til
nærstaddra við brottför lestar-
innar á dögunum.
Ekki er ólíklegt að þau eigi síð-
ar eftir að ferðast út í heim og
nota þá stærri og hraðskreiðari
járnbrautarestir til að komast
milli staða.
Morgunblaðið/Ómar
Lestin
brunar
LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum
lagði í fyrrakvöld hald á 24 grömm af
kókaíni og 22 grömm af hassi við
húsleit í Vestmannaeyjum. Tveir
rúmlega tvítugir Vestmannaeyingar,
sem áður hafa komið við sögu lög-
reglu vegna fíkniefnabrota, voru
handteknir á staðnum og játuðu að
hafa átt fíkniefnin. Söluandvirði efn-
anna er um 350.000 krónur skv. verð-
könnun SÁÁ.
Lögreglan telur víst að mennirnir
tveir hafi ætlað að selja fíkniefnin á
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem
hefst í lok vikunnar, enda voru fíkni-
efnin öll í söluumbúðum, um 1 g í
hverri pakkningu. Ástæða þótti til að
gera húsleit hjá mönnunum á sunnu-
dagskvöld og var fíkniefnahundur-
inn Tanja lögreglumönnum til
aðstoðar. Öðrum mannanna var
sleppt að loknum yfirheyrslum en
ekki fengust upplýsingar í gærkvöldi
um hvað yrði gert við félaga hans.
Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður
í Vestmannaeyjum, sagði að lögregla
legði allt kapp á að hindra fíkniefna-
sölu og -neyslu í tengslum við
Þjóðhátíð. Lengi hefði verið vitað að
fíkniefni væru flutt til Eyja fyrir
hátíðina og því væri lögregla með
öflugt eftirlit með slíku þegar líður
að verslunarmannahelgi. Karl telur
að bærilega hafi tekist að takmarka
fíkniefnaneyslu á Þjóðhátíð síðustu
árin enda hafi löggæsla verið efld
mikið. Að venju verður öflugt fíkni-
efnaeftirlit í Vestmannaeyjum
meðan á hátíðarhöldum stendur og
fíkniefnaleitarhundar aðstoða lög-
reglu á flugvöllunum í Reykjavík og
á Bakka og í Þorlákshöfn.
Fíkniefnahundur aðstoð-
aði lögreglu við leitina
Lögreglan í Vestmannaeyjum fann fíkniefni
PÓSTPOKA með peningasend-
ingu frá bankastofnun í
Reykjavík, sem fara átti til
Danmerkur, hefur verið saknað
frá 19. júlí. Ekki er ljóst hvort
hann hvarf hér á landi eða ytra,
en málið er í rannsókn, að sögn
Ómars Smára Ármannssonar
yfirlögregluþjóns. Skráning
gæti hafa misfarist, og er unnið
að öflun upplýsinga um mögu-
legar ferðir pokans. Ómar
Smári segir að ekki sé um háa
peningaupphæð að ræða, en
vonast sé til að málið verið til
lykta leitt hið fyrsta. Sambæri-
legt mál kom upp fyrir nokkru
og þá höfðu orðið mistök við
skráningu.
Póstpoka
með pening-
um saknað
LÖGREGLAN í Hafnarfirði
handtók í gærmorgun mann
um tvítugt sem hafði ekið bif-
reið á ljósastaur á Reykjanes-
braut á móts við Kaplakrika.
Bílnum hafði hann stolið í
Kópavogi um nóttina.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu flúði maðurinn vett-
vang en var handtekinn stuttu
síðar í nærliggjandi íbúðar-
hverfi. Ætlaði hann að fela sig
fyrir lögreglu með því að skríða
undir bíl. Fætur hans stóðu
hins vegar undan bílnum og því
var lögregla ekki lengi að finna
hann. Hann var yfirheyrður í
gær og honum sleppt að því
loknu. Hann er grunaður um að
hafa verið undir áhrifum fíkni-
efna þegar hann stal bílnum.
Fæturnir
á þjófnum
stóðu undan
bílnum
KARLMAÐUR á fimmtugsaldri var
í gær úrskurðaður í 10 daga gæslu-
varðhald að kröfu lögreglunnar í
Reykjavík en hann er grunaður um
að hafa skorið fyrrverandi sambýlis-
konu sína á háls á sunnudagskvöld.
Konan, sem er um fimmtugt, hlaut
talsverða áverka og var um tíma í
lífshættu.
Lögreglan í Reykjavík kom á
heimili konunnar um klukkan 20.30 í
fyrrakvöld og handtók manninn sem
var enn á vettvangi. Jafnframt var
lagt hald á eldhúshníf sem talið er að
hafi verið beitt við árásina. Mikið
blæddi úr hálsi konunnar og var hún
flutt með hraði á slysadeild Land-
spítala – háskólasjúkrahúss í Foss-
vogi þar sem hún gekkst undir
aðgerð.
Lögreglan ákærði manninn fyrir
skömmu fyrir líkamsárás á hendur
konunni og verður málið flutt í
héraðsdómi í haust.
Í gæslu-
varðhald
vegna hníf-
stungu
KONA um tvítugt slasaðist á
mjöðm þegar hún varð undir
dráttarvél við bæinn Hoftún í
Staðarsveit.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á Ólafsvík hafði
konan stöðvað dráttarvélina en
rakst í gírstöng þegar hún ætl-
aði að fara út úr henni. Við það
féll hún út úr vélinni, sem
hrökk í gír, og fór annað aftur-
hjól hennar yfir konuna.
Minnstu munaði að konan yrði
einnig undir rúllubaggavél sem
dráttarvélin var með í eftir-
dragi en til þess kom ekki þar
sem dráttarvélin stöðvaðist á
barði. Sambýlismaður kon-
unnar varð vitni að slysinu og
kom henni til hjálpar. Konan
var síðan flutt með sjúkrabif-
reið á sjúkrahús í Reykjavík.
Rakst í
gírstöng og
lenti undir
vélinni
þó búist við viðlíka snjókomu og
varð aðfaranótt sunnudags. Um 40–
50 manns, aðallega erlendir ferða-
menn, voru á tjaldstæðinu og segir
Jóhann að þeir hafi tekið snjókom-
unni með jafnaðargeði og bara haft
gaman af þessari uppákomu. Víðar
snjóaði en í Nýjadal en Jóhann fékk
fregnir af því að snjórinn hefði náð
norður undir Laugarfell og í Öskju
og í Landmannalaugum snjóaði í
efstu hlíðar.
Skálar FÍ í Nýjadal eru í um 800
metra hæð yfir sjávarmáli og því
verður sjaldan mjög hlýtt þar um
slóðir. Eigi að síður er óvenjulegt
að þar snjói svo mikið í júlí en Jó-
hann segir að sumarið hafi verið
heldur kalt.
TJALDGESTUM í Nýjadal hefur
líklega brugðið talsvert í brún þeg-
ar þeir gægðust út úr tjöldunum á
sunnudagsmorgun því jörðin var al-
hvít, um 4 cm jafnfallinn snjór. Þeir
tóku veðrabrigðunum þó með ró og
nokkrir snjóboltar fengu að fljúga.
Að sögn Jóhanns Björns Skúlason-
ar, skálavarðar Ferðafélags Íslands
í Nýjadal, hafði snjóað í fjallshlíðar
í nágrenninu á föstudag og laug-
ardag og gengið á með slyddu og
hagléljum í dalnum. Enginn hafði
Ljósmynd/Soffía Guðný Santacroce
Ferðamenn tjöld-
uðu á grasi en
vöknuðu í mjöll