Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 33 ✝ Kristinn Guð-varður Steinsson fæddist á Þverá í Ólafsfirði 29. ágúst 1930. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 20. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar Kristins voru Steinn Árni Ásgríms- son og Anna Sigurð- ardóttir. Kristinn var þriðji í átta systkina hópi en þau eru Sig- urður sem er látinn, Guðfinna, býr á Siglu- firði, Gunnar, búsett- ur í Ólafsfirði, Jóhannes, sem er látinn, Bragi, býr á Akureyri, Anna, búsett í Kópavogi, og Mál- fríður, sem býr í Reykjavík. Árið 1954 kvæntist Kristinn Jó- hönnu Óskarsdóttur, f. 9. apríl 1936. Fyrstu árin bjuggu þau í Ólafsfirði en fluttu til Akureyrar 1967 og hafa búið þar síðan. Börn Kristins og Jóhönnu eru: 1) Guð- rún, f. 1954, maki Þorbjörn Jens- son og eiga þau tvö börn, Kristínu Hrönn, maki Gunnar Freyr, barn þeirra er Birgir Ísak, f. 2001; Fannar Örn, sam- býliskona Árný Björg Ísberg. 2) Edda Björk, f. 1958, maki Vignir Hjalta- son, börn Sóley Lilja, sambýlismaður Páll R. Pálsson, Alma Rún og Kristinn. 3) Haf- steinn Kristinsson, f. 1964, maki Monika Axelsdóttir, börn Andri Freyr, Arnar Þór og Katrín Eva. 4) Sigurður, f. 1965, maki Jenný Sigfús- dóttir, börn Birgitta Anný, Aron Gauti og Birkir Kári. Kristinn lærði vélvirkjun hjá Þorsteini Jónssyni í Ólafsfirði og að námi loknu vann hann í vél- smiðju Nonna. Á síldarárunum var hann verksmiðjustjóri í síldarverk- smiðjunni í Ólafsfirði. Þegar Krist- inn flutti til Akureyrar hóf hann störf hjá Slippstöðinni og starfaði þar sem verkstjóri í 30 ár eða til starfsloka. Útför Kristins fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hinn 20 júlí sl. lést hann pabbi minn. Pabbi sem eyddi löngum stundum í að horfa á okkur börnin sín sofa þegar við vorum ungbörn og dást að því hvað við vorum nú vel heppnuð og þetta viðhorf hans til okkar breytt- ist ekkert þegar við uxum úr grasi. Hann var alltaf jafn viss um ágæti okkar og trúr þessari sannfæringu sinni fylgdi hann okkur gegnum lífið. Hann var vinur okkar og leiðbeinandi alla tíð og innrætti okkur þá lífsskoð- un sína að við gætum gert allt sem við ætluðum okkur en að það gæti stund- um tekið tíma. Og það var sama hve- nær við kölluðum, hann hafði alltaf tíma til að segja okkur til eða koma og hjálpa okkur. Það koma ótal minn- ingar upp í hugann þegar litið er til baka, þegar við fórum að „spássera“ á bryggjunni í Ólafsfirði á sunnudög- um, uppáklædd, þegar pabbi vann í síldarverksmiðjunni og fékk alla karl- ana í lið með sér til að kenna mér að reikna í huganum, þegar hann gaf mér peninga til að fara í rútunni á sveitaball svo ekkert kæmi fyrir mig á leiðinni og þegar hann sagði mér skýrum orðum að nú hefði ég verið óþekk og þyrfti að taka mig á. Og þegar ég eignaðist dóttur mína og pabbi varð afi var gaman að fylgjast með þeim. Á hverju kvöldi þurfti pabbi að eiga stund með henni, spáss- era aðeins og spjalla, hvíla barnið á rúminu eins og hann orðaði það og svo horfðu þau saman á fréttir og skildu hvort annað fullkomlega. Þeg- ar við fluttum til Reykjavíkur urðu samverustundirnar færri en þegar við hittumst breiddi pabbi faðminn á móti mér og sagði svo glaðlega: „Komdu nú aldeilis sæl og blessuð,“ og tók svo fast utan um mig að ég fann fyrir faðmlaginu lengi á eftir. Og ef við þurftum hjálp, þá bara kom hann. Hann pabbi var þúsundþjala- smiður, sívinnandi og aldrei meira en eftir að hann fór á eftirlaun. En svo gerðist það eins og hendi væri veifað, hann veiktist alvarlega, það varð fljótlega ljóst að ekkert yrði að gert og niðurstaða á þriðja degi var líkn- andi meðferð sem miðaðist við að létta honum lífið eins og mögulegt var. Þessir síðustu dagar sem við átt- um saman fjölskyldan eru okkur ótrúlega mikilvægir og einkenndust af þeirri ástúð, vináttu og virðingu sem við höfðum alltaf notið með pabba. Við vissum vel að hverju stefndi og auðvitað var litið til baka og rifjað upp það sem á dagana hafði drifið og það kom í ljós að við áttum svo margar góðar minningar og höfð- um átt saman svo margar góðar stundir að það er ekki hægt að biðja um meira. Elsku pabbi minn, ég kveð þig sátt með fjársjóð minninga um þig í huga mínum. Takk fyrir samferðina. Guðrún. Ég kynntist tengdaföður mínum, honum Kidda Steins, fyrir rúmum 30 árum þegar ég kynntist elstu dóttur hans Guðrúnu. Þá var ég 17 ára gam- all og hvernig sem Kidda leist nú á væntanlegan tengdason lét hann á engu bera, tók mér eins og ég var, kenndi mér flest sem ég kann og brýndi það ávallt fyrir mér að ég gæti allt sem ég vildi geta. Þegar við unga parið keyptum okkar fyrstu íbúð vor- um við frekar fátæk, bæði af visku og fé, en Kiddi leiddi okkur áfram. Fyrst kenndi hann mér að fara til banka- stjórans, svo var keypt fokhelt og hann kenndi mér að múra, pípu- leggja, smíða veggi og annað sem þurfti að gera svo við gætum eignast þak yfir höfuðið. Hann var listamaður til allra verka og hjálpsamur, stund- um um of, og ekki linnt látum fyrr en að verki loknu. Ég hef í gegnum tíð- ina haft hans visku, verkkunnáttu og lífsskoðum að leiðarljósi í störfum mínum og þegar ég hef staðið frammi fyrir flóknum verkefnum hef ég alltaf haft það í huga að maður getur allt ef viljinn er fyrir hendi. Ég vil þakka Kidda fyrir vináttu og tryggð öll þessi ár, þau hefðu gjarnan mátt vera fleiri. Og Jóhanna mín, nú þarftu að standa þig. Guð veri með þér. Þorbjörn Jensson. Elsku afi. Það eru margar góðar minningar sem rifjast upp á stundu sem þessari þegar ekki verður hjá því komist að sætta sig við orðinn hlut. Ég var mikið hjá ömmu og afa fyrstu ár ævi minnar þegar við bjugg- um á Akureyri og var mikið dekrað við mig enda elsta barnabarnið. Síðar þegar við fluttum suður þá beið ég alltaf með spenning í maganum þegar ég vissi að við værum að fara norður. Afi var alltaf einstaklega þolinmóður og góður við mig og alltaf til í að gera allt sem ég bað hann um. Óneitanlega stendur þó heimsókn- in fyrir þremur vikum upp úr því að þá kom ég með fjölskylduna mína í fyrsta skipti síðan strákurinn minn fæddist. Þá áttum við frábærar stundir saman og var þetta ein lengsta heimsókn sem ég hef komið í á síðari árum. Ekki grunaði mig þá að næsta heimsókn norður yrði til að kveðja þig, afi minn. Ég er afskaplega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman þá, og ég get ekki annað en hugsað um að þessi heimsókn hafi verið skipulögð af æðri máttarvöldum. Megi Guð varðveita þig. Þín afastelpa Kristín Hrönn Þorbjörnsdóttir. KRISTINN GUÐVARÐUR STEINSSON  Fleiri minningargreinar um Kristinn Guðvarð Steinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Erfisdrykkjur 50-300 manna Glæsilegir salir Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu, Engjateigi 11, sími 588 4460. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning             &  1          $ !   !   !     $ K$5  %%   % "9:# 2I.%   / %(   ).   ' - I.%  % & 8  $ % &  #                    $    !  $$H .4      CC %-  # 4  !   !5.%(4  # '  !      3$)0  $+ 0;;       (!    )*% % 9      (    ( % 8 "       )!     "  #    +! #)  '      8    &     & # 4 $ !   !     &  +;* <0 $ % CL  1 1 "       (!  ,  )5% % %  " ;. %  )% )  "    )  % & < .   % )         )  0 1 + 1   A % &   " 40&1< # '     !   !      + =?; 0;; '% &"(       ;#$   )<% % 9        " "(  &  %  & #                   !        $ 5 <0  $ % 9M  1 1 "#   $   "   " % #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.