Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A UNDANFARIN fjögur ár hefur markaður með lífrænt ræktað grænmeti verið starfræktur á laugardögum í júlí og ágúst við gróðrarstöðina Mosskóga í Mos- fellsdal. Markaðurinn lætur ekki mikið yfir sér þar sem hann stendur skammt frá Mosfells- kirkju og hæglega er hægt að fara á mis við hann viti menn á annað borð ekki af honum. Á markaðnum er boðið upp á ýmsar tegundir grænmetis en einnig murtu og spriklandi ferska bleikju úr Þingvallavatni, rósir, beint frá bóndanum, ólífuolíur og sinnep frá Frakklandi, pasta frá Ítalíu og sitthvað annað góðgæti sem berst inn á markaðinn hverju sinni. Að sögn Jóns Jóhannssonar, glerlistamanns og eins af að- standendum markaðarins, er blómkál og brokkolí þegar komið í sölu en lítið er af því enn sem komið er. Þá er einnig selt, spínat, rucola-salat, sellerí, ice- berg, rófur, næpur, grænkál og svartkál svo dæmi sé nefnt. Kartöflur og gulrætur eru ekki enn komnar á markað, að sögn Jóns, en von er á þeim á næstu vikum. Hann tekur fram að lumi sveit- ungar á einhverju góðgæti sem þeir vilji selja á markaðnum sé það sjálfsagt mál og nefnir sem dæmi að undanfarnar tvær helg- ar hafi niðurskorinn rababari verið til sölu þar. Þekkir vel til útimarkaða í Frakklandi Jón er glerlistamaður, búsettur í Frakklandi, þar sem hann hefur dvalið á veturna síðastliðin 11 ár. Til Íslands kemur hann í byrjun maí á hverju sumri og dvelur hér á landi fram í miðjan september. Hann þekkir vel til útimarkaða í Frakklandi sem haldnir eru um helgar og bendir á að þangað sæki menn ekki síður í félagsskap hver annars. Í Frakklandi eru útimarkaðir yfirleitt haldnir á morgnana en í Mosfellsdal er reynt að hafa opið milli 12 og 16. Erlendis er ekki óalgengt að vinir og kunningjar fari heim og eldi saman þegar heimsókn á markaðinn lýkur, að sögn Jóns, en í Mosfellsdalnum veltur það á veðri og vindum hversu lengi menn staldra við. Á staðnum eru gamlir veðurbarðir bekkir þar sem hægt er að tylla sér niður og gæða sér á vörum af markaðnum, eða fá sér kaffi og hnausþykka súkkulaðiköku og hlusta á rólega tóna úr kasettutækinu sem gefa staðnum erlent yfirbragð. Sveinbjörn Jóhannesson, bóndi á Heiðarbæ í Þingvallasveit, selur silung sem hann veiðir úr Þing- vallavatni á markaðnum. Á boð- stólum síðasta laugardag var reyktur silungur, murta og spriklandi fersk bleikja sem Sveinbjörn veiddi í vatninu fyrr um morguninn. Sælkeravörur frá Frakklandi og Ítalíu er að finna þar en einn- ig pestósósu eftir uppskrift frá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur söng- konu sem hún lagar sjálf og selur í litlum krukkum. Útimarkaður á franska vísu með lífrænt ræktað grænmeti, silung og aðrar kræsingar Lífrænt ljúf- meti beint frá bóndanum Morgunblaðið/Jim Smart Gísli rósabóndi afgreiðir rósir til viðskiptavina. Diddú með sýnishorn af pest- óinu sem hún selur eftir eigin uppskrift. Hráefnið, þ.á m. basil- ika, ræktar hún sjálf. Margir gera sér ferð úr höfuð- borginni á markaðinn sem nú hefur verið starfræktur í fjögur sumur í Mosfellsdalnum. Mosfellsdalur HÚSBÆNDUR og hjú í Árbæ notuðu góða veðrið á sunnudag og slógu með orfi og ljá á túnum Ár- bæjarsafns, rökuðu og rifjuðu, tóku saman og bundu í bagga. Húsfreyjan í Árbæ bauð gestum og gangandi upp á nýbakaðar lummur en fjölbreytt dagskrá var einnig á boðstólum fyrir yngstu kynslóðina. Við Kornhúsið hafði verið komið fyrir leikföngum; stultum, húlahringjum, sippu- böndum o.fl. Einnig var börnum, og raunar fullorðnum líka, boðið að fara í búleik með leggjum, skeljum og öðrum tilheyrandi leikföngum. Þá var einnig sýning á sjónleiknum Spekúlerað á stórum skala þar sem Þorlákur Ó. Johnson bauð gestum upp á skemmtidagskrá sem ætlað var að varpa ljósi á lífið í Reykjavík á 19. öld. Að sögn Gerðar Róbertsdóttur, deildarstjóra fræðsludeildar hjá Árbæjarsafni, var mjög góð að- sókn að safninu á sunnudag og mikill fjöldi gesta sem fékk að spreyta sig í sláttu- og raksturs- vinnu undir handleiðslu leiðbein- enda. Fólksins beið þó ekki ein- tómt erfiðið og á meðan mannskapurinn beitti verkfærun- um í góða veðrinu bárust ljúfir tónar úr harmónikku Karls Jón- atanssonar harmónikkuleikara um svæðið. Gestum safnsins gafst kostur á að spreyta sig í sláttu- og raksturs- vinnu undir handleiðslu fólks sem var vel að sér á því sviði. Húsbændur og hjú slá með orfi og ljá í höfuðborginni Heyjað í Árbæ Morgunblaðið/Jim Smart Ljúfir harmónikkutónar bár- ust um svæðið á meðan á hey- vinnu stóð. Reykjavík KYNNINGARFUNDUR vegna deiliskipulags fyrir miðsvæði Valla, sem nú er til auglýsingar og kynn- ingar, var haldinn í Haukahúsinu á Ásvöllum í síðustu viku. Steve Christer arkitekt kynnti til- löguna fyrir hönd skipulagshöfunda, Studíós Granda, en ráðgert er að á svæðinu rísi alls 40 til 50 þúsund fer- metrar af skrifstofu- og þjónustu- húsnæði sem verði tveggja til sex hæða byggingar. Að sögn skipulags- höfunda höfðar svæðið afar vel til fyrirtækja sem þurfa mikið rými, t.d. húsgagnaverslana og bílaumboða, en einnig getur það nýst undir höfuð- stöðvar stórra fyrirtækja. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 2. ágúst nk. en að því loknu tekur skipulags- og byggingarráð tillöguna til athugunar og fer yfir þær athuga- semdir sem borist hafa. Athugasemdir vegna miðsvæðis Valla Frestur rennur út 2. ágúst Hafnarfjörður BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt með þremur atkvæðum að leita eftir samningum við arkitekta- stofuna Batteríið ehf. vegna arki- tektahönnunar, endurbóta og stækk- unar Víðistaðaskóla. Málinu hefur verið vísað til úrvinnslu og samn- ingsgerðar hjá byggingarnefnd skólamannvirkja, forstöðumanns byggingadeildar og bæjarverkfræð- ings. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá og kváðu rétt að láta bjóða hönnunarvinnuna út. Í bókun Sjálfstæðisflokks segir: „Útboð hönnunar og framkvæmda við Víðistaðaskóla á ekki að þurfa að tefjast þó ákvörðun um útboð hönn- unar verði tekin í bæjarráði.“ Fulltrúar Samfylkingar óskuðu bókað að ljóst væri að ákvörðun bæj- arráðs um að leita eftir samningum um hönnun skólans væri til þess fall- in að hraða framkvæmdum við skól- ann. Morgunblaðið/Kristinn Víðistaðaskóli í Hafnarfirði. Foreldrar barna í Víðistaðaskóla hafa í nokkurn tíma verið ósáttir við aðstöðu nemenda við skólann. Leitað eftir samn- ingum um hönnun Hafnarfjörður Víðistaðaskóli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.