Morgunblaðið - 30.07.2002, Side 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 19
SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI
SUBWAY) SÍMI 533 3109
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 12.00-18.00
LAUGARDAG FRÁ KL. 10.00-16.00
LOKAÐ
Toppskórinn er
lokaður dagana
30. og 31. júlí
Útsalan hefst
fimmtudaginn
1. ágúst kl. 12.00
ABDULLAH II Jórdaníukonung-
ur hefur varað George W. Bush
Bandaríkjaforseta við því að
hernaðaríhlutun af hálfu Banda-
ríkjamanna í
Írak myndi
valda margs
konar ófyrirsjá-
anlegum vand-
ræðum í Mið-
Austurlöndum.
Stjórn Bush var
í gær sögð
íhuga þann
möguleika að
gera takmark-
aðar loftárásir á Írak, meðal ann-
ars skotmörk í Bagdad, í stað inn-
rásar.
Abdullah konungur sagði í við-
tali, sem breska dagblaðið The
Times birti í gær, að hernaður í
Írak yrði uppspretta sífelldra
vandræða í Mið-Austurlöndum ef
ekki næðist friðarsamkomulag
milli Ísraela og Palestínumanna.
„Í ljósi þess að ekki hefur tekist
að þoka áfram friðarumleitunum í
deilum Ísraela og Palestínumanna
myndi hernaður í Írak verða til
þess að askja Pandóru opnaðist.“
Konungurinn lét einnig í ljósi
stuðning við Colin Powell, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, sem
hann sagði „eitt af öflugustu
vopnum okkar í baráttunni fyrir
friði og öryggi í Mið-Austurlönd-
um“. Ef Powell léti af embætti
myndi vera „feiknarmikill missir“
að honum.
Jórdaníukonungur kvaðst einn-
ig hafa áhyggjur af deilum innan
Bandaríkjastjórnar um hvort
hefja ætti hernað í Írak. „Vanda-
málið er að það er alltaf verið að
deila um hvort sé mikilvægara,
deilur Ísraela og Palestínumanna
eða Írak.
Forsetinn skilur tengslin og
Colin Powell einnig, þeir hneigj-
ast til að horfa á heildarmyndina.
En aðrir í Washington eru með
Írak á heilanum og telja að finna
þurfi lausn á því máli, hvað sem
gerist annars staðar í Mið-Aust-
urlöndum.“
Vona að loftárásir dugi til að
koma Saddam frá völdum
Konungurinn bætti við að ef
þeir embættismenn í Washington,
sem vildu hernað í Írak, hefðu
betur í deilunni myndi það skaða
hagsmuni Bandaríkjanna í Mið-
Austurlöndum.
Abdullah II ræddi við Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands,
í London í gær og fer á fund
Bush í Washington á morgun.
Stjórn Bandaríkjanna hefur
hótað hernaði gegn Írak til að
steypa Saddam Hussein af stóli.
Bandaríska dagblaðið The New
York Times sagði í gær að stjórn
Bush væri að íhuga loftárásir á
Írak sem myndu hefjast með
árásum á skotmörk í Bagdad og
eina eða tvær stjórnstöðvar eða
birgðastöðvar íraska hersins.
Blaðið hafði eftir bandarískum
embættismönnum að skipuleggj-
endur hugsanlegs hernaðar gegn
Írak vonuðu að loftárásir myndu
duga til að einangra stjórn Íraks
og verða henni að falli.
Þeir sem styðja þessa áætlun
segja hana endurspegla eindreg-
inn vilja Bandaríkjastjórnar til að
finna leið til að koma Saddam frá
völdum með hervaldi án þess að
senda 250.000 manna innrásarlið
til Íraks.
Að sögn The New York Times
yrði eitt af helstu markmiðum
loftárásanna að koma í veg fyrir
að Írakar gætu framleitt gereyð-
ingarvopn eða beitt þeim.
Blaðið sagði að engin formleg
áætlun hefði verið lögð fyrir Bush
forseta eða helstu ráðgjafa hans í
öryggismálum og embættismenn-
irnir lögðu áherslu á að aðrir
kostir kæmu enn til greina.
Abdullah varar
við árásum á Írak
Bandaríkjastjórn
sögð íhuga loft-
árásir á skot-
mörk í Bagdad
London, Washington. AFP.
Abdullah