Morgunblaðið - 30.07.2002, Side 29
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 29
1. Um bréf fimm-
menninganna 26/7
til stofnfjáreigenda
Gerð kaupsamninga
um stofnfé, söfnun um-
boða og aðrar aðgerðir
fimmmenninganna eru
á því byggðar, að Fjár-
málaeftirlitið hafi sam-
þykkt samning þeirra
og Búnaðarbankans
frá 25/6. Hér er um
grundvallaratriði og
mistúlkun á því að
ræða – Fjármálaeftir-
litið hefur ekki fallist á
samninginn eins og
hann liggur fyrir og mun ekki gera
það – eins og Páll Gunnar Pálsson,
forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins,
hefur tekið skýrt fram.
Ef þessi viðskipti fá staðist eru
fyrir hendi hagkvæmari kostir en
felast í tilboði Búnaðarbankans,
bæði fyrir stofnfjáreigendur og fyrir
SPRON. Er það í samræmi við yf-
irlýsingu, sem stjórn SPRON sendi
frá sér 26. júní. Stjórn SPRON hef-
ur aldrei lýst því yfir, að hún muni
ekki samþykkja framsal sé það gert
á grundvelli samnings, sem Fjár-
málaeftirlitið hefur samþykkt.
2. Um vantrauststillöguna
Ástæðan fyrir flutningi van-
trauststillögunnar er sögð sú, að
stjórn SPRON „hyggist ekki sam-
þykkja viðskiptasamninga með
stofnfé í sparisjóðnum, sem gerðir
verða á grundvelli samnings okkar
fimm stofnfjáreigenda
við Búnaðarbanka Ís-
lands hf.“ Því þurfi að
víkja núverandi stjórn
frá og kjósa aðra stjórn
sem „sem ekki hefur þá
fyrirfram afstöðu til
viðskipta á þessum
grundvelli, sem núver-
andi stjórn hefur lýst
sig hafa, heldur verður
reiðubúin til að hlíta
meirihluta stofnfjár-
eigenda“.
Í niðurstöðu grein-
argerðar Fjármálaeft-
irlitsins frá 19. júlí seg-
ir m.a., að stjórn
SPRON „beri við ákvörðun um
framsal á stofnfjárhlutum að gæta
hagsmuna sparisjóðsins umfram
hagsmuni stofnfjáreigenda. Meðal
annars beri stjórn að hafna framsali
á stofnfjárhlutum ef ekki er sýnt
fram á að sparisjóðurinn, þ.e. sá
hluti hans sem ekki er stofnfjáreign,
muni njóta þeirrar verðmætisaukn-
ingar sem í áformunum felst“. Fyrr í
greinargerðinni segir um tilboð
Búnaðarbankans: „Í framkomnum
áformum hefur ekki verið sýnt fram
á hlutdeild sjálfseignarstofnunar-
innar í verðmætisaukningu spari-
sjóðsins.“
Niðurstaða álitsgerðar Sigurðar
Líndal lagaprófessors um heimildir
stjórnarinnar er þessi: „Það verður
því ekki séð að stjórninni sé heimilt
að samþykkja framsöl á stofnfjár-
bréfum samkvæmt tilboði umsækj-
enda, enda beri henni að gæta þess í
hvívetna að lögum sé fylgt og þá
jafnframt hagsmuna sparisjóðsins.“
Af þessum tilvitnunum geta allir
séð, að stjórn SPRON gerði sig seka
um lögbrot, ef hún samþykkir fram-
söl á stofnfjárbréfum á grundvelli
yfirtökutilboðs Búnaðarbankans.
Vantrauststillagan er því flutt
vegna þess að stjórnin hefur lýst því
yfir að hún vilji ekki fremja lögbrot.
Til þess verði að fá aðra menn úr
hópi stofnfjáreigenda.
Allt er þetta gert með vitund og
vilja og á kostnað Búnaðarbankans.
Er það sæmandi að Búnaðarbank-
inn, sem er í meirihlutaeign ríkisins,
standi fyrir því að víkja þeim frá sem
vilja fara að lögum, en fá aðra í stað-
inn til að brjóta lög? Er þessu við-
bætandi við hróður bankans að und-
anförnu sem trausts viðskiptaaðila?
3. Vilji stjórnmálaflokka
Forystumenn fjögurra stjórn-
málaflokka af fimm hafa lýst því, að
þeir telji yfirtökutilraun Búnaðar-
bankans stangast á við vilja löggjaf-
ans og þá löggjöf, sem sparisjóðirnir
hafa byggt starf sitt á. Af orðum við-
skiptaráðherra verður ekki annað
ráðið en að hún hafi haft vilja til að
stöðva framgang Búnaðarbankans í
málinu, enda var ekkert samráð haft
við hana þegar bankinn ákvað að
leggja til atlögunnar. Til þess hefur
ráðherra sýnilega talið sig þurfa
samþykki samstarfsflokksins í rík-
isstjórn.
Forystumenn Sjálfstæðisflokks-
ins hafa ekki tjáð sig um þetta efni –
að fráskildum þó Birni Bjarnasyni,
sem sagði í Morgunblaðsgrein 7.
júlí, að stjórnendur Búnaðarbank-
ans hefðu átt að tryggja, að skýrar
lagalegar forsendur væru fyrir
hendi, áður en lagt var til atlögu af
því tagi, sem hér um ræðir. Og Vil-
hjálmur Egilsson, formaður við-
skipta- og efnahagsnefndar Alþing-
is, sagði í blaðaviðtali, að eigið fé
sparisjóðanna hefði safnast upp um-
fram stofnfé og stofnfjáreigendur
ættu það ekki. Hann hefði engin rök
séð fyrir því, að tilboð Búnaðarbank-
ans gæti gengið upp. Margir aðrir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa
tjáð sig með svipuðum hætti – en
einn þeirra sker sig úr og hefur leitt
hóp þeirra, sem vilja að Búnaðar-
bankanum takist að sölsa SPRON
undir sig. Takist það eiga hann og
félagar hans von á allt að 35 millj. kr.
þóknun til skiptanna auk yfirverðs-
ins sem bankinn býður fyrir stofn-
fjárbréfin í eigu þeirra og fjöl-
skyldna þeirra.
Í forystugrein Morgunblaðsins
27. júní, undir fyrirsögninni „Nýr
gjafakvóti?“, sagði m.a., að með yf-
irtökutilboðinu væri gengið gegn
skýru markmiði laga um sparisjóði
og að hluta væri „verið að bjóða
stofnfjáreigendum að selja það sem
þeir hefðu aldrei keypt“.
Um þetta efni hefur ekkert heyrst
frá forystu Sjálfstæðisflokksins. Er
það hennar vilji að Búnaðarbankinn
gangi gegn skýru markmiði löggjaf-
ans og að stofnfjáreigendur fái and-
virði fyrir eign sem þeir hafa aldrei
keypt? Stofnandi og fyrsti formaður
SPRON var Jón Þorláksson. Hann
var einnig forystumaður um stofnun
Sjálfstæðisflokksins og fyrsti for-
maður hans. Jón Þorláksson vann
eftir kjörorðinu „Gjör rétt – þol ei
órétt“. Eftir hvaða kjörorði starfar
forysta Sjálfstæðisflokksins í dag?
Vill Sjálfstæðisflokkurinn ganga
af sparisjóðakefinu dauðu og stuðla
beint eða óbeint að því að þeim sé
bolað úr stjórnum sparisjóða, sem
vilja fara að lögum, og aðrir settir í
staðinn, sem eru reiðubúnir gegn
greiðslu að afhenda verðmæti, sem
þeir hafa aldrei keypt? Þessu vil ég
ekki trúa, en þá þurfa að koma skýr
skilaboð frá forystu Sjálfstæðis-
flokksins um annað.
Um aðför Búnaðar-
bankans að SPRON
Jón G. Tómasson
SPRON
Er það vilji forystu
Sjálfstæðisflokksins,
spyr Jón G. Tómasson,
að Búnaðarbankinn
gangi gegn skýru mark-
miði löggjafans og að
stofnfjáreigendur fái
andvirði fyrir eign sem
þeir hafa aldrei keypt?
Höfundur er formaður stjórnar
SPRON.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050