Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTAVINIR Sparisjóðsins eru ánægðastir allra við- skiptavina fjármálafyr- irtækja á Íslandi. Þessa niðurstöðu sýnir Ís- lenska ánægjuvogin og hefur reyndar gert í þau þrjú ár sem hún hefur verið fram- kvæmd. Íslensku ánægjuvoginni er ætlað að mæla ánægju við- skiptavina helstu fyrir- tækja ásamt nokkrum öðrum þáttum, s.s. ímynd, væntingum, gæðum vöru og þjón- ustu, verðmæti og tryggð viðskiptavina. Það er því ekki að undra þótt Búnaðarbankinn renni hýru auga til SPRON. En hvaða áhrif hefur óvinveitt yf- irtökutilboð, eins og Búnaðarbank- inn hefur gert í SPRON, á ímynd fyrirtækjanna? Samkvæmt skoðana- könnun Gallup, sem framkvæmd var fyrrihluta júlímánaðar, er ljóst að umfjöllun um yfirtökutilboð Búnað- arbankans í SPRON hefur skaðað ímynd beggja fyrirtækja, sérstak- lega ímynd Búnaðarbankans. (Sjá mynd 1.) Er ástæða til að trúa yfirlýs- ingum Búnaðarbankans? Í byrjun júlí sendi Búnaðarbank- inn starfsmönnum SPRON bréf þar sem því var haldið fram að ef yfir- taka bankans á SPRON myndi heppnast myndu allir almennir starfsmenn halda störfum sínum og launakjörum. Hinn 25. júní sendu starfs- menn SPRON frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir stuðn- ingi við stjórnina. Á eftir fylgdu svo tvær auglýsingar, önnur frá starfsmannafélaginu og hin frá starfsmönn- um sjálfum þar sem yf- irtökutilboði Búnaðar- bankans er mótmælt. Það er því ljóst að Búnaðarbankanum virðist ekki ætla að takast að „kaupa“ starfsmenn SPRON með þessum hætti. Í könn- un Gallup kemur í ljós að 78% þátt- takenda telja að SPRON verði ekki rekinn með óbreyttu sniði ef Bún- aðarbankinn eignast meirihluta í sparisjóðnum. Það virðast því ekki margir tilbúnir að trúa á yfirlýsingu forráðamanna Búnaðarbankans um að SPRON verði rekinn áfram með óbreyttu sniði. Sameining ekki talinn álitlegur kostur 55% eru hlynnt því að breyta SPRON í hlutafélag en 25% eru því andvíg. En hvað finnst fólki þegar spurt er hvort sameina eigi Búnaðar- bankann og SPRON? Hér snýst dæmið við, 52% eru andvíg því að sameina Búnaðarbankann og SPRON, en 24% eru því hlynnt. En á að sameina SPRON við annað fjár- málafyrirtæki? Rúmlega helmingur svarenda er andvígur því að sameina SPRON við annað fyrirtæki. 41% telur hins vegar að sameina ætti SPRON við annað fyrirtæki. En hvaða fyrirtæki á að sameinast SPRON? (Sjá mynd 2.) 43,5% þeirra sem vilja sameina SPRON við annað fyrirtæki vilja sameina hann öðrum sparisjóði. Þessi niðurstaða sýnir sterkan vilja fyrir því að sparisjóðirnir á Íslandi starfi áfram undir merki sínu. Sér- staka athygli vekur að af viðskipta- bönkunum er Búnaðarbankinn tal- inn lakasti sameiningarkosturinn! Hvar stendur svo Búnaðarbank- inn eftir atburði liðinna vikna? Ljóst er að ímynd bankans hefur skaðast af umfjölluninni. Skoðanakönnunin sýnir að ekki er tekið mark á þeirri fullyrðingu forráðamanna bankans að SPRON verði áfram rekinn með óbreyttu sniði. Þá er sameining SPRON við Búnaðarbankann talinn síst álitlegasti kosturinn af bönkun- um til að sameina sparisjóðinn við. Starfsmenn SPRON hafa mótmælt yfirtökutilboðinu svo ljóst er að þeir eru ekki fúsir til að starfa fyrir Búnaðarbankann. Kannski fyrirtæki séu ekki bara debet og kredit? Og þrátt fyrir að SPRON sé vissulega í „business“ eins og önnur fyrirtæki á fjármálamarkaðinum virðist fleira þurfa til en hús, skrifborð, stóla og tölvur til að mynda trúnaðarsam- band við viðskiptavini. Yfirtaka eins og Búnaðarbankinn hefur reynt á SPRON hefur því í raun skaðað bæði fyrirtækin, sérstaklega Búnaðar- bankann. Yfirtökutilboð Búnaðar- bankans hefur skaðað bæði fyrirtækin SPRON Niðurstaða skoðana- könnunar Gallup sýnir sterkan vilja fyrir því, segir Heba Soffía Björnsdóttir, að spari- sjóðirnir á Íslandi starfi áfram undir merki sínu. Höfundur er forstöðumaður mark- aðsmála hjá SPRON. Neikvæð 48% Jákvæð 27% Bæði og, í meðallagi 25% Neikvæð 66% Jákvæð 14% Bæði og, í meðallagi 19% 43,6% 16,7% 11,5% 7,7% 5,1% 19,2% 0% 100% Öðrum sparisjóði Landsbankanum Íslandsbanka Kaupþingi Búnaðarbankanum Annað Heba Soffía Björnsdóttir Mynd 1 Mynd 2 Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5 Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll ÞRÓUNIN í banka- málunum tekur á sig ýmsar myndir nú í sumar. Í kjölfar nýrrar lagasetningar um sparisjóði hafa mál þróast þannig að mikl- ar líkur eru á því að Búnaðarbankinn gleypi SPRON með húð og hári, þ.e. geri SPRON að hlutafélagi og sameini það síðan bankanum. Þetta mun að öllum líkindum gerast nema tilboði starfsmanna SPRON verði tekið, en nýr kafli í þessari framhaldssögu hófst um helgina þegar starfsmennirnir tóku sig saman um að bjóða betur í stofnféð. Íslandsbanki hefur einnig lýst yfir áhuga á sparisjóðnum. Slagurinn um sparisjóðina heldur því áfram. Hvar er viðskiptaráðherra? Í umræðum á Alþingi við laga- setninguna kom mjög skýrt fram að það var ekki vilji þingsins að spari- sjóðirnir hættu að vera til. Þar kom einnig fram að ekki var gert ráð fyrir að stofnfjáreigendur högnuð- ust af hlutafélagsbreytingunni. Nú er það svo að Búnaðarbankinn, sem er í meirihlutaeign ríkisins, beitir sér af hörku til að ná yfirráðum yfir SPRON með yfirboð- um til stofnfjáreig- enda, þótt það sé al- gjörlega í andstöðu við vilja löggjafans og þar með viðskiptaráð- herra, sem er handhafi hlutabréfs almennings, þ.e. ríkisins, í þeim sama banka. Hvers vegna lætur ráð- herrann þetta við- gangast? Hvers vegna beitir Valgerður Sverrisdóttir sér ekki í málinu? Er ekki tíma- bært að hún tjái sig og taki af skarið? Alþingi komi saman Áður en það verður afleiðing af þessari lagasetningu að sparisjóð- irnir heyri sögunni til verður Al- þingi að koma saman og ræða hver markmiðin með lagasetningunni séu og – ef nauðsyn krefur – að breyta lögum svo þeim markmiðum verði náð. Löggjafinn þarf að taka bankamálin föstum tökum og þingið verður að koma saman til að eyða allri óvissu í þessu máli. Það er því tímabært að kalla Alþingi saman nema viðskiptaráðherra taki í taumana. Alþingi ræði stöðu SPRON Ásta R. Jóhannesdóttir SPRON Það var ekki vilji þingsins, segir Ásta R. Jóhannes- dóttir, að sparisjóðirnir hættu að vera til. Höfundur er þingmaður Samfylk- ingarinnar. Í HÖND fer verslun- armannahelgi sem vin- sæl hefur verið til útihá- tíða um árabil hér á landi, ekki síst meðal unglinga. Margir for- eldrar minnast þess að hafa lagt af stað fullir tilhlökkunar og eftir- væntingar á slíka hátíð og er ég þar á meðal. En hvernig var svo á dæmigerðri útihátíð? Í endurminningunni var kalt og blautt, klósettin stífluð og sjoppufæðið orðið óbærilegt á þriðja degi. Svo ekki sé minnst á fylleríið og ýmiss konar áreitni og ofbeldi sem ekki var alltaf sýnilegt þeim sem voru við eftirlits- störf. Og mestu töffararnir komu á svæðið með fulla vasa fjár en ekkert annað enda vissir um að fleiri tilboð um náttstaði en þeir gætu annað væru í boði. Síðan hafa eiturlyf bæst við. Ekki má setja allar útihátíðir undir einn hatt, t.d. hefur hátíðin á Galta- læk verið til fyrirmyndar og þá hefur þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum tekið miklum framförum. En ekki þarf að fjölyrða um Eld- borgarhátíðina í fyrra þar sem allt fór úr böndunum og í kjölfarið skipaði dómsmálaráðherra nefnd til að fara yfir lög og reglur varðandi útihátíðir og gera tillögur til úrbóta. Þar er margt gott að finna eins og að við skipulagningu verði áætlaður há- marksfjöldi mótsgesta, að skipulag tjaldsvæða og bílastæða verði með til- liti til öryggisþátta og að skipulagt samstarf verði með öllum þeim sem starfa við hverja útihátíð. Það sem veldur vonbrigðum og undrun er að meirihluti nefndarinnar telji nægilegt að miða aldurstakmörk unglinga án forráðamanna á útihátíð- ir við 16 ár en ekki 18. Eru þau rök færð fyrir því að að öðr- um kosti muni ungling- ar skipuleggja sínar eigin hátíðir sem verði eftirlitslausar með öllu. Þetta finnst mér vera óþarfa uppgjöf sem líka gefur misvísandi skila- boð. En með hækkun lögræðisaldursins var þeim skilaboðum komið til fólks að unglingar lytu forsjá foreldra/for- ráðamanna til 18 ára aldurs. Það kemur ekki á óvart að fulltrúar Stíga- móta og Neyðarmót- töku vegna nauðgana skuli hafa viljað hækka aldurstakmörk á útihátíðum en þangað leita þolendur kynferðisof- beldis. Eins og kunnugt er var til- kynnt 21 slíkt afbrot um síðustu verslunarmannahelgi og var um helmingur brotaþola yngri en 18 ára og eru það nægileg rök að mínu mati til að hækka aldursmörkin upp í 18 ár. Vissulega bera foreldrar/forráða- menn ábyrgð á börnum sínum og þá hvort þeir gefa þeim leyfi til að fara einum eða með vinum sínum á útihá- tíðir ef þau eru ekki 18 ára, en það væri sannarlega auðveldara fyrir marga ef reglur stjórnvalda þar um væru fyrir hendi. Aldurstakmörk á útihátíðir Elín Margrét Hallgrímsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Verslunarmannahelgi Tilkynnt var 21 kyn- ferðisafbrot, segir Elín Margrét Hallgríms- dóttir, um síðustu versl- unarmannahelgi. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.