Morgunblaðið - 30.07.2002, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 30.07.2002, Qupperneq 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 39 ÚTSALAN Enn í fullum gangi! 30-70% af mörgum tegundum! Kringlan 8-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf, sími 555 4420. afsláttur ÞRETTÁN ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur um helgina og 32 um of hraðan akstur. Þá voru 38 umferðar- óhöpp tilkynnt til lögreglu. Skömmu eftir hádegi á laugardag varð mjög harður árekstur tveggja bifreiða við mót Suðurgötu og Ein- arsness. Þarna er aflíðandi beygja á götunni og virðist sem önnur bifreiðin hafi ekið úr beygjunni yfir á öfugan vegarhelming. Beita þurfti klippum tækjabifreiðarinnar til að ná öku- manni úr annarri bifreiðinni. Allir sem voru í bifreiðunum, fimm alls, voru fluttir á slysadeild með sjúkra- bifreið. Meiðsli voru ekki talin alvar- leg. Báðar bifreiðarnar voru fluttar af vettvangi með kranabifreið. Þremur farþegum var ofaukið í bif- reið sem var stöðvuð á laugardags- kvöld. Bifreiðin er skráð fyrir fjóra farþega, tveir voru í farangurs- geymslu, fjórir í aftursæti og einn frammi í hjá ökumanni. Þá var öku- maður ekki með ökuskírteini. Þeir sem svona gera átta sig sennilega ekki á því að umframfarþegar eru ótryggðir. Snemma aðfaranótt sunnudags hringdi maður og tilkynnti að hann hefði tekið lykla af 15 ára dreng sem var að aka bifreið gáleysislega um Breiðholtshverfið. Maðurinn vildi að lögregla tæki lyklana. Pilturinn hafði tekið bifreið bróður síns ófrjálsri hendi og ekið um Austurbergið. Um kvöldmatarleytið varð árekst- ur milli létts bifhjóls og bifreiðar á Reykjavegi. Piltur sem ók hjólinu kvartaði yfir verkjum í fótum og ætl- aði hann með foreldrum sínum á slysadeild. Englum stolið Síðdegis á föstudag fór kona inn í verslun á Laugavegi, tók þaðan fjóra kjóla og hljóp með þá út úr verslun- inni. Konan var elt þar sem hún fór krókaleiðir og inn í aðra verslun á Laugavegi, þar sem hún var handtek- in. Konan var færð á lögreglustöð en í fórum hennar fannst fatnaður sem talið er að hafi verið stolið en ekki vit- að hvaðan. Þá var tilkynnt innbrot í íbúð við Reynimel. Gluggi á baðherbergi var spenntur upp og stolið útvarpsmagn- ara, myndavél, fartölvu og peningum. Úr vesturbænum var tilkynnt að þar hefði verið stolið engli úr plasti og uglu úr gifsi eða plasti en hlutirnir stóðu við útidyr hússins. Þetta var ekki eina tilkynningin um þjófnað á svona hlutum sem voru utandyra um helgina. Á föstudagskvöld sást maður stökkva út um glugga á veitingastað í miðborginni og hlaupa á brott. Hann reyndist hafa farið inn á veitingastað- inn fyrr um kvöldið og losað krækjur á glugga á jarðhæð veitingahússins. Hann fór síðar inn um gluggann og náði sér í þrjár flöskur af áfengi sem hann faldi utandyra. Maðurinn var handtekinn stuttu síðar í bifreið og vísaði hann á flöskurnar. Tilkynnt var um þrjá menn á bif- reið við bílasölu í austurborginni að- faranótt laugardags. Mennirnir voru búnir að opna þar bifreið sem stóð við bílasöluna. Tveir voru handteknir á staðnum og sá þriðji skömmu síðar. Í fórum mannanna fundust lyf og ætluð fíkniefni. Fíkniefnaneysla í iðnaðarhúsnæði Á laugardagsmorgun var tilkynnt um fíkniefnaneyslu í tveimur bifreið- um í Holtunum. Lögreglan fór á stað- inn og í framhaldi af því í iðnaðarhús- næði í nágrenninu. Þar var mikið af fólki inni og virtust margir vera undir áhrifum fíkniefna. Var kallað eftir fleiri lögreglubifreiðum og málið kannað frekar. Fundust áhöld til neyslu og lítilræði af meintum fíkni- efnum. Síðdegis var tilkynnt um þjófnað í Kolaportinu. Þar hafði kona tekið talsvert af fiski ófrjálsri hendi. Fisk- inum var skilað og konan flutt á brott. Á laugardagskvöld fylgdi lögreglan 500 ungmennum á aldrinum 13–16 ára sem fóru í skrúðgöngu úr Fjöl- skyldugarðinum í Laugardal að veit- ingastaðnum Broadway í Ármúla. Þrjú lögreglubifhjól stýrðu göngunni. Tilkynnt var að ekið hefði verið á konu í Húsdýragarðinum. Þarna hafði starfsmaður ætlað að hafa af- skipti af ungum dreng á Buggy-tor- færubíl en varð þá fyrir bílnum. Kon- an kenndi eymsla í baki og hlaut sár á fæti. Hún var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild. Bíllinn verður skoðaður af Vinnueftirlitinu. Knúði dyra á rangri hæð Seint á laugardagskvöld hringdi kona í mikilli geðshræringu vegna manna sem væru að hamast á úti- hurðinni hjá henni. Þarna hafði mað- ur ruglast á hæðum en hann ætlaði að heimsækja kunningja sinn á þriðju hæð en knúði dyra á annarri hæð hjá konunni. Kunningi mannsins vildi heldur ekki ræða við hann og vísaði lögregla manninum út úr húsinu. Á Ingólfstorgi urðu ryskingar milli tveggja kvenna sem enduðu með hóp- slagsmálum. Þrír menn voru fluttir á lögreglustöð. Maður reyndi að hindra lögreglu við handtöku og var honum vísað á brott. Skömmu síðar kastaði hann tómri glerflösku í áttina að lög- reglumönnum og munaði litlu að flaskan færi í annan lögreglumann- inn. Maðurinn var handtekinn og færður á stöð þar sem hann var vist- aður. Á sunnudagsmorgun var tilkynnt innbrot í fyrirtæki í Mosfellsbæ. Þar hafði opnanlegt fag verið tekið út og stolið dýrum skjá, prentara, tölvu og heimilissíma. Á sunnudag veittu lög- reglumenn tveimur stúlkum athygli þar sem þær voru að setja bát á flot á Rauðavatni. Er lögreglumenn komu að þeim voru þær komnar út á vatnið á bátnum. Ekki kunnu þær að róa en með hjálp lögreglu náðu þær aftur landi. Rætt var við stúlkurnar um þá hættu sem þær höfðu komið sér í. Kona kom á lögreglustöðina og til- kynnti þjófnað úr bifreið sinni sem staðið hafði í bifeiðastæði á Lauga- vegi. Teknar höfðu verið þrjár töskur með bókum á ýmsum tungumálum, fatnaður og fleira. Þá var tilkynnt inn- brot í fyrirtæki í Höfðahverfi en þar var stolið hljómtækjum, myndavél o.fl. Snemma aðfaranótt mánudags var tilkynnt innbrot þar sem hafði verið farið inn í geymsluskúr á kast- svæði í Laugardal. Þaðan var saknað einnar stangarstökksstangar en tvær aðrar höfðu verið teknar úr pokum og lágu úti á vellinum. Óvíst er um skemmdir á þeim. Úr dagbók lögreglu 26.–29. júlí Fjórir í aftur- sætinu og tveir í skottinu YFIRLEITT veiðist nú vel, sama hvert litið er á laxveiðikortinu. Undantekningar eru þó eins og gengur, en öll nótt þó hvergi úti enn. Nýlega var fimmta rúmlega hundrað laxa hollið í röð að ljúka veiðum í Norðurá og telja kunn- ugir að áin gæti rofið 2.000 laxa múrinn á vertíðinni. Góðar göngur eru einnig norðan heiða og það sem vekur athygli þar er að talsvert er að ganga af 12–13 punda nýrunn- um hrygnum, einmitt laxinn sem saknað var hvað mest framan af sumri er veiði var víðast hvar léleg. 127 laxa holl Norðurá er afgerandi besta áin það sem af er þótt meðalveiði á stöng sé mögulega betri í Laxá á Ásum eins og oftast er. Síðasta holl í Norðurá var með 127 laxa og var það fimmta hollið í röð sem fer yfir 100 laxa og öll hafa farið vel yfir þá tölu, í allt að 170 stykki raunar. Um helgina voru komnir um 1.300 laxar úr ánni og hollið sem lýkur veiði í dag var í myljandi málum og stefndi í þriggja stafa tölu síðast er fréttist. Líflegt á Snæfellsnesi Hörkugöngur hafa verið í ár á Snæfellsnesi og veiðin í takt við það. Einar Sigfússon, annar eig- enda Haffjarðarár, sagði ána við það að fara yfir 500 laxa, mikill lax væri í ánni og gott vatn. Laxinn er af öllum stærðum, 4–5 punda og upp í 14–16 pund og það stefndi í hreint toppsumar. Holl í Hítará 24.–27. júlí var t.d. með 50 laxa sem er með því besta sem þar þekkist, mest 4 til 6 punda lax, en fiskar með allt að 13 pund. Laxatorfur eru í flestum hyljum að sögn Guðrúnar G. Bergmann sem var í umræddu holli. Ástþór Jó- hannsson, leigutaki Straumfjarðar- ár, hefur sömu sögu að segja. Þar hafa nú veiðst um 130 laxar sem er „með allra besta móti miðað við síðasta áratug. Það þarf raunar að fara í áttunda áratuginn til að finna samsvarandi tölur. Síðasta holl var með 44 laxa, en það var fjögurra stanga veiði á þremur dögum. Nú vonum við bara að göngur verði áfram drjúgar og það rigni af og til, þá stefnir í eftirminnilegt sum- ar,“ sagði Ástþór. Gott fyrir norðan Ragnar bóndi á Bakka í Víðidal sagði Víðidalsá komna á góða sigl- ingu. „Maður sér það best í svipum leiðsögumannanna hversu lífleg áin er orðin. Það eru komnir um 280 laxar úr ánni, en samanlagt í júní og júlí í fyrra var svipuð tala og var þó júní þá ekki eins slakur og núna,“ sagði Ragnar. Orri Vigfússon sagði í samtali að það væri hörkuveiði í Laxá í Að- aldal, síðustu tveir dagar hefðu t.d. gefið 65 laxa og er aðeins leyfð fluguveiði. Þá væri meðalveiði á stöng á dag í Selá um 4 laxar um þessar mundir og 16 til 19 punda laxar að veiðast á nánast hverjum degi í bland við smærri fiska. Um helgina voru komnir 252 lax- ar úr Laxá á Ásum, samkvæmt uppfærðri heimasíðu Jóns Guð- manns veiðivarðar. 23 laxar veidd- ust á tvær stangir 26. júlí, en dags- veiðin fer varla undir 6–8 laxa. Víða hörkugangur í veiðiskapnum Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Veiðimaður kastar flugunni í Brúarfossi í Hítará. Fylgist sam- hliða með laxi stökkva fossinn. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Í KVÖLD, þriðjudagskvöld, verður farin Elliðaárdalsganga undir leið- sögn Einars Gunnlaugssonar jarð- fræðings og Kristins H. Þorsteins- sonar garðyrkjustjóra. Genginn verður Fræðslustígurinn svokallaði, sérmerkt leið um dalinn með fræðsluskiltum á völdum stöðum. Þeir Einar og Kristinn munu fræða göngufólk um jarðfræði dals- ins og gróðurfar, hugað verður að hinu fjölbreytta dýralífi sem þrífst þar. Ánni verður gefinn sérstakur gaumur svo og örnefnum. Lagt verð- ur upp í gönguna frá Minjasafninu í Elliðaárdal klukkan 19.30. Fræðsluganga í Elliðaárdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.