Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MMC L-200 GLS
Double Cab 2500 Diesel,
f.skr.d. 06.04. 2000, ek. 59 þ.
km, 4 d., bsk., 33" breyting,
pallhús o.fl. Verð 2.250.000.
Nánari upplýsingar
hjá Bílaþingi
Opnunartímar:
Mánud.-föstud. frá kl. 10-18.
Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is
Netfang: bilathing@hekla.is
HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing-
is, er nú í heimsókn í Færeyjum á
Ólafsvöku í tilefni af 150 ára afmæli
Lögþings Færeyja. Með honum í för
er eiginkona hans, Kristrún Ey-
mundsdóttir, og skrifstofustjóri Al-
þingis, Friðrik Ólafsson og Auður
Júlíusdóttir. Á Ólafsvöku eru, auk
íslensku gestanna, forseti danska
þingsins, Ivar Hansen og forseti
grænlenska þingsins, Daniel Skifte
og skrifstofustjóri þess, Kaj Kleinst.
Að sögn Halldórs Blöndal var
Ólafsvakan sett í fyrradag í ágætu
veðri við hátíðlega athöfn. „Við
setningu daganna var margt spenn-
andi að sjá, svo sem kappróður og
aðrar sýningar sem settar hafa ver-
ið upp vegna Ólafsvökunnar,“ sagði
Halldór í samtali við Morgunblaðið.
„Í gær hófst dagskráin á að þing-
menn gengu í þjóðbúningum úr
þinghúsinu til kirkju þar sem hlýtt
var á messu, en að henni lokinni var
snúið aftur til Lögþingsins, þar sem
sungin voru ættjarðarlög að við-
stöddu fjölmenni.“
Við athöfn í Lögþinginu minntist
Edmund Joensen, forseti Lögþings-
ins, 150 ára afmælisins og að því
loknu flutti Anfinn Kallsberg, lög-
maður færeysku landstjórnarinnar,
stefnuræðu sína, sem beðið hafði
verið með óþreyju vegna yfirvof-
andi stjórnarkreppu. „Hér lá óvissa
í lofti og ekki víst hver niðurstaðan
yrði,“ sagði Halldór. Lögmaðurinn
ákvað hins vegar að sitja áfram og
eflaust var mörgum létt. Bjart var
yfir mönnum og veður mjög gott.
Listaverk að gjöf frá Alþingi
Að lokinni athöfninni færði Hall-
dór Blöndal færeyska lögþinginu
gjöf frá Alþingi, listaverk eftir Jón
Snorra Sigurðsson gullsmið. Lista-
maðurinn lýsir verki sínu svo: „Ég
nota stein úr fjörunni, þar sem land
og haf mætast, og margar ferðir
milli landanna hófust. Upp úr stein-
inum rísa þrjú stálsegl, sem tákn
fyrir orkuna sem býr í löndunum,
og siglingarnar sem gerðu okkur
kleift að afla lífsviðurværis, ásamt
þeim samskiptum við umheiminn
sem við búum við.“ Steinninn er
áletraður: „Til Lögþingsins með
kveðju frá Alþingi.“
Í gærkvöldi var boðið til hátíðar-
kvöldverðar og að honum loknum
voru stignir þjóðdansar. „Mjög
gaman er að fylgjast með fólkinu í
þjóðbúningunum. Sjöl kvennanna,
sem þær hafa um axlir sér, eru ólík,
engin þeirra eins og litirnir fjöl-
skrúðugir,“ sagði Halldór.
150 ára afmælis Lögþings Færeyja
var minnst á Ólafsvöku í gær
Ljósmynd/Finnur Justinussen
Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, og Halldór Blöndal, forseti Al-
þingis, við Lögþingið í Færeyjum fyrir utan þinghúsið í Þórshöfn.
Ólafsvaka sett
í góðu veðri
BERGLIND Ásgeirs-
dóttir, ráðuneytisstjóri
félagsmálaráðuneytis-
ins, hefur verið ráðin í
stöðu eins fjögurra að-
stoðarforstjóra OECD,
Efnahagssamvinnu- og
þróunarstofnunarinnar,
en stjórn OECD tók
ákvörðun um ráðn-
inguna á fundi sínum
25. júlí sl. Aðildarríki
OECD eru 30 talsins og
er Ísland hið fámenn-
asta.
Sigríður Snævarr,
sendiherra Íslands í
París, sem er sendi-
herra OECD fyrir Ís-
lands hönd, hefur að sögn Berglindar
innt af hendi gríðarlega vinnu við að
fylgja framboði hennar eftir, enda
þurfa öll aðildarríkin 30 að að sam-
þykkja stöðuveitinguna. Ráðning
Berglindar hjá OECD er til tveggja
ára og hefur störf í september.
Berglind segir að OECD saman-
standi af lýðræðisríkjum sem hafi að
markmiði að að auka hagsæld sinna
ríkja, þróa viðskipti og auka alþjóða-
viðskipti, en jafnframt að vinna með
öðrum löndum sem þess óska og í dag
vinni OECD með 70 öðrum ríkjum.
Umfangið sé gríðarlegt, um 1850
starfsmenn starfi í aðalstöðvum
OECD í París, en samtökin séu einnig
með skrifstofur á fimm öðrum stöð-
um. „Í OECD eru starf-
ræktar 200 nefndir og
40 þúsund embættis-
menn taka þátt í
nefndastarfinu, en
stofnunin gefur út 250
rit á ári. OECD fæst við
efnahagsmál, tölfræði,
umhverfismál, þróunar-
aðstoð, opinbera stjórn-
sýslu, viðskiptamál,
fjár- og skattamál,
tækni og vísindi,
mennta-, vinnu- og fé-
lagsmál, matvælamál og
svæðisbundið samstarf,
svo starf stofnunarinn-
ar er mjög víðfeðmt,“
segir Berglind.
Aðild Íslands að OECD
hefur haft mikil áhrif
Berglind segist telja að aðild Ís-
lands að OECD hafi haft mikil áhrif
hér á landi og hinn gríðarlegi þekk-
ingarbrunnur sem skapast hafi af
starfsemi stofnunarinnar sé sérlega
mikilvægur fyrir fámenn ríki eins og
Ísland, en Íslendingar geti oft stytt
sér leið með því að nota gögn sem
unnin eru af OECD.
Hún segir að auk þess sem OECD
virki eins og varanlegur ríkjafundur,
sé stofnunin mikilvægur upplýsinga-
brunnur fyrir útflutningsfyrirtæki,
stofnunin leggi mikla áherslu á sjálf-
bæra þróun og í kjölfar hryðjuverk-
anna í Bandaríkjunum hafi samstarf
OECD ríkja í baráttu gegn peninga-
þvætti, skattamálum og mútum feng-
ið ennþá meiri þýðingu.
Berglind segir að verksvið hennar
innan OECD sé enn í mótun en hún
vonast til að geta í hinu nýja starfi
nýtt sér þá reynslu sem hún hafi öðl-
ast í fyrri störfum.
Leggst afskaplega vel í mig
„Starfið leggst afskaplega vel í mig,
verksvið OECD er gríðarlega um-
fangsmikið og afar áhugavert, þar er
unnið að umbótamálum á fjölmörgum
sviðum og áhrifin ná langt út fyrir hin
30 aðildarríki. Á Íslandi er OECD
sennilega þekktust fyrir skýrslurnar
um efnahags-, atvinnumál og fleira,
en stofnunin vinnur einnig að gerð al-
þjóðasamninga, viðmiðunarreglna og
annars sem ríkin ákveða að fara eft-
ir,“ segir Berglind.
Berglind lauk lögfræðiprófi frá Há-
skóla Íslands 1978 og M.A prófi í al-
þjóða samskiptum 1985. Hún hóf
störf í utanríkisþjónustunni og starf-
aði sem sendiráðsritari og síðar sendi-
ráðunautur í utanríkisráðuneytinu og
sendiráðunum í Bonn og Stokkhólmi
þar til hún var skipuð ráðuneytisstjóri
í félagsmálaráðuneytinu árið 1988.
Hún gegndi störfum framkvæmda-
stjóra Norðurlandaráðs í Kaup-
mannahöfn árin 1996–1999 og tók þá
aftur við starfi ráðuneytisstjóra í fé-
lagsmálaráðuneytinu.
Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri fer til OECD
Berglind
Ásgeirsdóttir
Ráðin til að gegna starfi
aðstoðarforstjóra OECD
ÁRNI Finnsson, formaður Náttúru-
verndarsamtaka Íslands, segir um-
mæli Friðriks Sophussonar, forstjóra
Landsvirkjunar, um samtökin og
starfsemi þeirra í viðtali við Morgun-
blaðið sl. sunnudag vera órökstudd og
einkennast af fordómum í garð nátt-
úruverndarsamtaka.
Friðrik sagði m.a. í viðtalinu að
Náttúruverndarsamtök Íslands og
samtökin World Wide Fund, WWF,
hefðu sent frá sér rangar fullyrðingar
að undanförnu um Kárahnjúkavirkj-
un, og um ófrægingarherferð væri að
ræða þar sem tilgangurinn helgaði
meðalið. Ekki skipti máli hvort sagt
væri satt og rétt frá.
„Náttúruverndarsamtök Íslands
hafa allt frá stofnun þeirra unnið að
verndun íslenskrar náttúru og hafa að
mörgu leyti náð ágætis árangri í því,“
segir Árni og bendir á að í nýlegri
könnun, sem Gallup hafi gert fyrir
samtökin, komi fram að tæp 66%
þjóðarinnar styðja hugmyndina um
þjóðgarð norðan Vatnajökuls. Nátt-
úruvernd eigi sér því ríkan stuðning
meðal þjóðarinnar.
Stuðningur frá Arctic Program
Í fyrrnefndu viðtali sagði Friðrik
Sophusson að Árni tæki við fjárhæð-
um frá alþjóðasamtökum til að standa
straum af rekstri Náttúruverndar-
samtaka Íslands og þar með kostnaði
við herferð gegn Kárahnjúkavirkjun.
Spurður um þetta segir Árni að sam-
tökin hafi frá árinu 1998 þegið styrk
frá Alþjóða náttúruverndarsjóðnum í
Noregi, öðru nafni World Wide Fund,
vegna verkefnisins Arctic Program.
Sjóðurinn hafi styrkt samtök víða um
heim um áratuga skeið og bendir Árni
á að sjóðurinn hafi lagt talsverða fjár-
muni í stofnun þjóðgarðs í Skaftafelli
á sínum tíma og einnig stutt stofnun
verndarsvæði á Breiðafirði.
„Náttúruverndarsamtök Íslands
eru samvinnuaðili World Wide Fund
Arctic Program í Osló og sjóðurinn
hefur með samningi styrkt mig sem
starfsmann samtak-
anna. Ég skil ekki af
hverju Friðrik er að
fárast út af þessu. Ég
bendi einnig á að fjöldi
félaga í samtökunum er
nú rúmlega 750 og sam-
tökin hafa einnig notið
stuðnings frá umhverf-
isráðuneytinu,“ segir
Árni.
Friðrik sagði enn-
fremur í áðurnefndu
viðtali að fámennur
hópur hér á landi semdi
yfirlýsingar, t.d. í nafni
WWF, og sendi þær til
útlanda og þær kæmu
svo aftur til landsins í
nafni alþjóðlegra samtaka. „Út af fyr-
ir sig er ekkert við þessu að segja en
það verður að koma fram hvernig
þessi mál eru unnin. Fæstir þeirra
sem senda mótmæli til okkar hafa
komið hingað,“ sagði Friðrik.
Aðspurður um viðbrögð við þessum
ummælum segist Árni ekki vita hvað
Friðrik eigi við. Fjöldi fólks, hér á
landi sem erlendis, hafi mótmælt
Kárahnjúkavirkjun.
„Ég minni á að Náttúrufræðistofn-
un Íslands hefur í umsögn sinni um
vegagerð norðan Vatnajökuls, sem á
að hefja í sumar í nafni Landsvirkj-
unar, metið það svo að umhverfis-
áhrifin yrðu mikil.
Er stofnunin þar að fjalla óeðlilega
um íslenska hagsmuni?
Þess má einnig geta að samkvæmt
bráðabirgðaniðurstöðu Rammaáætl-
unar um nýtingu vatnsafls og jarð-
varma eru umhverfisáhrif Kára-
hnjúkavirkjunar sögð hvað mest og
hið sama segir um náttúruverndar-
gildi svæðisins. Það er furðulegt að
Friðrik skuli flokka umræðuna eftir
því hvort hún er innlend eða erlend.
Er Friðrik Sophusson ekki í sam-
starfi við eitt stærsta álfyrirtæki í
heimi? Náttúruverndarsamtök Ís-
lands hafa ekki gagnrýnt það að
Landsvirkjun eigi í sam-
starfi við Alcoa eða
Norsk Hydro, heldur
hitt að fyrirhuguð orku-
öflun fyrir álver í Reyð-
arfirði myndi valda gríð-
arlegu tjóni á einhverju
stærsta ósnortna svæði
sem eftir er í Evrópu,“
segir Árni.
Hann vill ennfremur
mótmæla því fyrir hönd
Náttúruverndarsam-
taka Íslands að þau séu
á móti öllum virkjunum
hér á landi, líkt og Frið-
rik hafi gefið til kynna í
viðtalinu. Samtökin hafi
til dæmis ekki mótmælt
Vatnsfellsvirkjun og ekki lagst gegn
gufuaflsvirkjunum, m.a. stækkun
Kröfluvirkjunar.
Kannski veldur
gagnrýnin vandræðum
Árni segir að ef forstjóri Lands-
virkjunar geti ekki tekið gagnrýni á
virkjunin sé það hans vandamál.
„Við höfum reynt að vinna eins vel
og við getum. Við sendum Alcoa ný-
lega bréf þar sem öll helstu náttúru-
verndarsamtök skrifuðu undir sem
náðist í á þeim tíma. Landvernd hefur
gagnrýnt Kárahnjúkavirkjun, Nátt-
úruverndarsamtök Austurlands,
Samtök um náttúruvernd á Norður-
landi og fleiri. Ég skil ekki af hverju
Friðrik er að fárast yfir okkur sér-
staklega. Kannski af því að við erum í
samstarfi við alþjóðleg náttúruvernd-
arsamtök og að gagnrýni Alþjóða
náttúruverndarsjóðsins á þátttöku
Alcoa í Kárahnjúkavirkjun valdi fyr-
irtækinu vandræðum. Þetta eru ein
stærstu og virtustu umhverfisvernd-
arsamtök í heimi og það er einnig
vandræðalegt fyrir Alcoa að eiga í
samstarfi við Landsvirkjun og ríkis-
stjórn Íslands, sem ekki hafa uppi
nein trúverðug áform um verndun
miðhálendisins,“ segir Árni.
Árni Finnsson um ummæli forstjóra Landsvirkjunar
Árni
Finnsson
Órökstudd orð sem ein-
kennast af fordómum
FRÖNSK kona hlaut alvarlega
áverka þegar bíll sem hún ók valt út
af Landvegi, rétt ofan við Galtalæk, á
sunnudagskvöld. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar flutti konuna á slysadeild í
Fossvogi. Eiginmaður konunnar og
tveir synir, sem voru í bílnum, slös-
uðust minna.
Konan liggur á gjörgæsludeild, hún
er með meðvitund og er líðan hennar
eftir atvikum að sögn læknis. Þar sem
slysið varð er malarvegur og er talið
að konan hafi misst stjórn á bílnum í
lausamöl, samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni á Hvolsvelli.
Slasaðist alvar-
lega í bílveltu