Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 42
FÓLK Í FRÉTTUM 42 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ COUNTING Crows, með hinn töfrandi Adam Duritz í broddi fylkingar, er einhvers konar aðgengilegri útgáfa af American Mus- ic Club. Duritz leitar inn á við í textasmíðum og tónlistin er rótgróið „amerískt“ rokk í anda Springsteen og Pearl Jam, með höfuðnikki til REM og viðlíka nýbylgjuskotins „sálurokks“. Oft virðist sem Duritz og kappar hans ofgeri þessu og stutt sé í tilgerð- ina. En ef lagt er við hlustir er verið að gera þetta frá hjartanu, eins mikið og það er hægt sé tekið tillit til þess að Crows gefa út hjá stórfyrirtæki og eru frá konungsríki falsk- heita og væmni, Ameríku. Hér er á ferðinni alvöru tónlist – sem er kannski full alvörugefin stundum – en það dregur ekki úr þeirri staðreynd að hér er að finna góð og vel samin lög, texta sem segja eitthvað og hljóðfæraleik sem er í senn inn- blásinn og faglega af hendi leystur. Fyrir tíu árum hefði ég gefið plötunni þrjár stjörnur en sú staðreynd að innan tveggja ára verð ég kominn á fertugsaldur- inn hefur líklega eitthvað að segja um stjörn- urnar fjórar. Þetta er nefnilega að mörgu leyti þannig tónlist. Hvort er ég þá að þrosk- ast eða að verða of gamall? (sagði hann og nagaði neglurnar í angist).  Tónlist Fínt Counting Crows Hard Candy Geffen Records Fjórða hljóðversplata Counting Crows. Dægigott rokk, hvorki meira né minna. Arnar Eggert Thoroddsen Lykillög: „If I Could Give All My Love_Or_Rich- ard Manuel Is Dead“, „New Frontier“, „Up All Night (Frankie Miller Goes To Hollywood). Ilmvatn (Dress To Kill/Perfume) Drama Bandaríkin 2001. Myndform VHS. (106 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn og handrit Michael Rymer. Aðalhlutverk Jeff Goldblum, Rita Wilson, Omar Epps, Paul Sorvino, Peter Gallagher, Mariel Hemingway. EF markmiðið með henni þessari var að gera það sem Robert Altman mis- tókst með hinni yfirgengilega leiðinlegu Pret Á Porter þá mis- lukkaðist það gjör- samlega því hún er engu skárri. Báðum er ætlað að taka tísku- bransann innantóma rækilega í gegn en það eina sem þeim tekst er að gefa til kynna hversu svakalega fúll sá bransi virðist vera. Manni er eiginlega hulin ráðgáta hvers vegna leikstjóranum Rymer (gerði síð- an Queen of the Damned) datt í hug að róa á þau mið þar sem Altman karlinn hafði fengið á sig svo mikinn brotsjó. Hér er í engu reynt að gera hlutina á annan veg, hellingur af persónum, en engin í forgrunni, fullt af litlum sögum, sem ætlað er að mynda heild og koma ákveðnum skilaboðum til leiða, vænt- anlega um hversu afvegaleiddur tísku- bransinn er orðinn í sjálfumgleði sinni. Ætli vandinn hljóti ekki bara að vera sá að hann eigi alltof mikið sameiginlegt með kvikmyndabransanum til að sá síð- arnefndi geti skotið nægilega fast á hann?  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Sjálfumglaðir bransar SUMARIÐ er tíminn eins og maðurinn sagði og því um að gera að nota tækifærið og bregða á leik. Kaupmenn á Laugaveginum nýta sér oft sól- ina til uppátækja, og á laugar- daginn síðasta stóð plötubúðin Japis fyrir innanbúðartónleik- um. Tónleikahald í búðinni hef- ur verið reglulegur liður í starf- semi hennar, allt síðan sumarið 2000 og hafa sveitir eins og 200.000 naglbítar, Botnleðja, XXX Rottweilerhundar og Sig- ur Rós m.a. leikið þar. Í þetta sinni lék Stjörnukisi, sem er ein af rótgrónari rokk- sveitum landsins. Kynntu hljómsveitarmeðlimir efni af glænýrri og metnaðarfullri skífu sem ber heitið Góðar stundir, og nýtti margur veg- farandinn sér tækifærið og rak eyru inn í búð. Búðarokk af bestu gerð! Stjörnukisinn hvæsir. Stjörnukisi lék sér í Japis Góðar stundir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.