Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HJÓNUNUM Guðrúnu Ágústu Brandsdóttur og Magnúsi Baldvins- syni fæddist sonur 22. þessa mán- aðar, sama dag og Jóakim Dana- prins og Alexandra prinsessa eignuðust son. Það væri kannski ekki í frásögur færandi ef Guðrún Ágústa og Magnús ættu ekki annan son, Baldvin Búa, sem er fæddur sama dag og sama ár og Nikolai, eldri sonur Jóakims og Alexöndru, 28. ágúst 1999. „Það var hlegið mikið að þessu með fyrri drenginn og ekki síður núna. Vinkona mín býr í Danmörku og henni finnst þetta mjög merki- legt,“ segir Guðrún Ágústa. Að- spurð segja þau Magnús að þau hafi ekki haft samband við dönsku kon- ungsfjölskylduna og látið hana vita af þessari tilviljun. Ekki hafi þau heldur haft samráð við Jóakim og Alexöndru um barneignir. Algengt er að foreldrar tali um börnin sín sem „litla prinsinn“, eða „litlu prinsessuna“ og má segja að sú samlíking öðlist nýja vídd í þess- ari íslensku „kóngafjölskyldu“ í Kópavoginum. Magnús upplýsir að strákarnir litlu séu að 1⁄16 hluta danskir, þar sem langalangafi þeirra var dansk- ur. Þá fæddist Magnús í Danmörku þannig að fleira tengir fjölskylduna við Danaveldi en þessi skemmtilega tilviljun með fæðingar drengjanna. Fyrir eiga þau hjónin dótturina Berglindi sem er sex ára og er hún hæstánægð með bræður sína tvo. Guðrún Ágústa og Magnús hafa lítillega fylgst með umræðu í dönskum fjölmiðlum um nýja prins- inn, en þar hefur m.a. mátt lesa vangaveltur um nafn á barnið. Sjálf eru þau ekki búin að velja nafn og segir Guðrún Ágústa að þau séu að prófa hvað passi honum best. „Við sjáum til hvað þau skíra,“ segir Magnús og hlær. Fæddir sama dag og synir Jóakims og Alexöndru Morgunblaðið/Arnaldur Fjölskyldan í Kópavoginum. Berglind, sex ára, situr við hlið Guðrúnar Ágústu, móður sinnar, og heldur á litla bróður sem er vikugamall. Bald- vin Búi situr hjá Magnúsi, pabba sínum. Reuters Alexandra Danaprinsessa, litli prinsinn, Jóakim Danaprins og litli prinsinn Nikolai við brottför- ina af sjúkrahúsinu á föstudag. Íslenskir prinsar í Kópavoginum BRESKUR karlmaður reyndi á föstudag að smygla tæplega hálfu kílói af hassi til landsins með því að fela það innvortis. Eiturlyfin komu í ljós þegar röntgenmynd var tekin af honum en hann hafði gleypt megnið af þeim. Þykir með ólíkindum að maðurinn hafi gleypt svo mikið magn. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli stöðvuðu manninn á föstudagskvöld ásamt danskri stúlku sem var með honum í för frá Kaupmannahöfn. Hvorki maðurinn né stúlkan vildi kannast við að hafa fíkniefni með- ferðis en þar sem grunur lék á að þau hefðu fíkniefni innvortis var ákveðið að láta taka af þeim röntgenmynd. Kom þá í ljós að maðurinn hafði gleypt fjölda lítilla pakkninga sem reyndust innihalda tæplega 500 grömm af hassi. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarð- hald. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu hér á landi. Ekki fundust fíkniefni á stúlkunni og var henni sleppt úr haldi. Kári Gunnlaugsson, aðaldeildar- stjóri tollgæslunnar á Keflavíkur- flugvelli, segir afar óvenjulegt að menn reyni að smygla svo miklu magni af hassi með því að gleypa efn- in. Slíkt sé stórhættulegt enda geti pakkningarnar hæglega rofnað inn- vortis með alvarlegum afleiðingum. „Það er ótrúlegt hvað menn leggja á sig,“ segir Kári. Samkvæmt nýrri verðkönnun SÁÁ meðal fíkniefnasjúklinga á Vogi hefur verð á hassi hækkað mjög síð- ustu mánuði. Gramm af hassi kostar nú 2.470 krónur og hefur ekki mælst hærra áður. Söluandvirði hassins sem maðurinn var með innvortis nemur því um 1,2 milljónum króna. Rannsókn málsins er í höndum fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykja- vík. Með hálft kíló af hassi innvortis SEX nýjum tölvum var stolið úr hús- næði Orðabókar Háskólans við Nes- haga um helgina, líklega aðfaranótt sunnudags. Alþjóðaskrifstofa há- skólastigsins og Íslensk málstöð urðu einnig fyrir barðinu á þjófnum eða þjófunum. Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskólans, segir að tölvugögn hafi ekki glatast en þau eru geymd á móðurtölvu stofnunar- innar. Tjónið er engu að síður tilfinn- anlegt enda voru keyptar nýjar tölv- ur fyrir þremur mánuðum. Miklar skemmdir voru einnig unnar á inni- hurðum þegar þjófarnir brutu sér leið inn á skrifstofur og á milli stofn- ana í húsinu. Guðrún segir að starf- semi Orðabókarinnar truflist af þessum sökum enda geti starfsfólk ekki unnið án þess að hafa tölvurnar. Óvíst er hvernig tjónið verður bætt. Brotist var inn í húsið aðfaranótt föstudags en þá komst viðkomandi ekki langt. Ekki er ólíklegt að sá sami hafi verið á ferðinni nú. Innbrotum hefur fjölgað Ómar Smári Ármannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn og yfirmaður auðgunarbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir að innbrotum hafi fjölgað talsvert í sumar frá sama tíma í fyrra. Sér sýnist sem ungu fólki fjölgi í hópi innbrotsþjófa. „Þetta fólk virðist eiga erfiðara með að fá vinnu eða hefur engan áhuga á að fá vinnu. Nærri undantekningar- laust er þetta unga atvinnulausa fólk að fjármagna fíkniefnaneyslu með innbrotunum,“ segir hann. Um helgina voru tíu menn um tví- tugt handteknir, grunaðir um inn- brot. Þrír voru handteknir á laug- ardag, þrír á sunnudag og fjórir í gær. Tölvum stolið frá Orðabókinni FLUGVÉL, litlu stærri en fis- flugvél, þurfti að nauðlenda á Keflavíkurflugvelli laust fyrir klukkan 22 í gærkvöld. Flug- vélin var í sínu fyrsta flugi, og í flugtaki hlekktist henni á og hún missti mikla hæð. Vegna þessa þurfti að nauðlenda henni, og í lendingu bognuðu hjólajárn hennar út og skrúfan brotnaði. Einn maður var í vél- inni og slapp hann ómeiddur. Vélin var flutt af slysstað og tók rannsóknarnefnd flugslysa við málinu. Það er nú í rannsókn. Önnur fisflugvél þurfti að nauðlenda á Neskaupstað í gærkvöld en hún braut annað hjólið undan vélinni þegar hún tókst á loft. Flugmaðurinn slapp ómeiddur úr óhappinu. Flugvél hlekktist á í fyrsta flugi sínu Keflavíkurflugvöllur JÓN G. Tómasson, formaður stjórn- ar SPRON, sagði á blaðamannafundi í gær að engin launung væri á að fleiri aðilar en Búnaðarbankinn og fimm stofnfjáreigendur hefðu sýnt áhuga á viðskiptum með stofnfé SPRON. Hann vildi ekki nafngreina þá en sagði að því væri ekki að neita að þar væri um fjármálastofnun að ræða. „Við viljum fá það skýrt hvað stjórn Sparisjóðsins er heimilað að gera ef til þess kemur að fram koma fleiri tilboð eða fleiri hugmyndir um sölu því að ef það liggur ljóst fyrir og þessi eftirlitsaðili ríkisins segir að það sé heimilt með tilteknum hætti að framselja stofnfjárbréf í spari- sjóðum er alveg ljóst að menn munu ekki standa á móti því ef það þykir þjóna hagsmunum sparisjóðsins sjálfs,“ sagði Jón. Landsbankinn hefur áhuga á samstarfi og eignaraðild Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka Íslands, staðfesti við Morgunblaðið í gærkvöld að Landsbankinn stefndi ekki að því að setja fram formlegt yfirtökutilboð í stofnbréf SPRON. „Landsbankinn mun aftur á móti hafa formlegt sam- band við sparisjóði á næstu dögum, þar með talið SPRON, með ósk um viðræður um nánara samstarf og eignaraðild,“ sagði Halldór. Jón G. Tómasson sagði í gær að stjórn SPRON bæri að hafna fram- sali stofnfjárskírteina á grundvelli samnings Búnaðarbankans og fimm stofnfjáreigenda. Væri það afdrátt- arlaus niðurstaða Fjármálaeftirlits- ins samkvæmt svarbréfinu. Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður fimm stofnfjáreigenda SPRON, segir að sannfæring stjórn- ar SPRON um að henni beri að hafna yfirtökutilboði Búnaðarbank- ans á stofnfé sparisjóðsins breyti engu um viðskiptaáætlanir umbjóð- enda sinna. Keypt verði stofnbréf af þeim sem vilja selja og haldinn fund- ur stofnfjáreigenda 12. ágúst, náist nægileg kaup á stofnbréfum. „Á fundinum verður borin upp van- trauststillaga á stjórn SPRON og kosin ný stjórn, verði tillagan sam- þykkt. Sú stjórn mun samþykkja þessi viðskipti og telji einhver að með því sé brotið gegn lögum eða rétti hefur viðkomandi tækifæri til að bregðast við því með því að vísa málinu til dómstóla. Við óttumst ekki slík málaferli,“ sagði Jón Steinar. Hann telur að inntakið í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn stjórnar SPRON um heimild til sam- þykktar framsals stofnfjárskírteina fái ekki staðist. „Fjármálaeftirlitið virðist telja að óheimilt sé fyrir stjórn SPRON að samþykkja við- skiptin vegna þess að eigið fé SPRON, annað en stofnfé, sé ekki hækkað eða látið njóta einhvers í kaupunum líka. Þessi afstaða er að mínu mati alveg út í hött,“ segir Jón Steinar. Stjórn SPRON fjallaði í gær um mögulega sölu stofnfjárskírteina Ekki andvíg sölu þjóni það hagsmunum SPRON  Vilja fá/10–11  Átökin um SPRON/24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.