Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um sögur og samfélög Markaðstorg hugmynda BORGARBYGGÐstendur fyrir al-þjóðlegri ráð- stefnu, Sagas and Societ- ies, í Borgarnesi dagana 5. til 9. september. Ræddi Morgunblaðið við dr. Ólínu Þorvarðardóttur, verkefn- isstjóra ráðstefnunnar. – Hvernig kviknaði hug- myndin um ráðstefnuna? „Frumkvæðið að ráð- stefnunni kom frá bæjar- stjórn Borgarbyggðar, þar sem menn höfðu áhuga á að efna til ráðstefnu eða rann- sóknaverkefnis um eitt- hvað sem tengdist sögu svæðisins og menningu þess. Í kjölfarið var haft samband við Reykjavík- urAkademíuna, þar sem ég var þá starfandi, og óskað eftir samstarfi um gerð styrkum- sóknar í menningarsjóð Evrópu- ráðsins, C-2000, vegna ráðstefn- unnar. Ég tók að mér að vinna umsóknina og gerast verkefnis- stjóri í framhaldi af því. Skömmu síðar breyttust aðstæður hjá mér, þegar ég varð skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, og þá var ráðinn framkvæmdastjóri mér til aðstoðar, Þorvarður Árnason náttúrufræðingur. Hefur hann haft veg og vanda af framkvæmda- hliðinni undanfarna mánuði.“ – Hvernig gekk að vinna um- sóknina? „Það gekk ágætlega, en var mikil vinna. Axel Kristinsson, for- stöðumaður Safnahúss Borgar- fjarðar, kastaði fram frumhug- myndinni að þverfaglegri ráð- stefnu um sagnamyndun sem tengdist Borgarfirðinum. Við mót- uðum þetta í sameiningu og ég fór svo að leita að samstarfsaðilum. Til þess að hljóta styrk þurfa fulltrúar þriggja Evrópulanda að taka þátt í verkefninu. Við vorum svo stál- heppin að fá háskólann í Tübingen í Þýskalandi og eistnesku bók- menntastofnunina til samstarfs, á síðustu stundu má segja. Þar með var skriðunni hrundið af stað. Um- sóknin var send út, hún týndist á leiðinni og barst ekki í tæka tíð, svo að um tíma virtist allt unnið fyrir gýg. Þetta fór þó vel að lokum og umsóknin hlaut náð fyrir aug- um úthlutunarnefndarinnar.“ – Hvernig gekk svo að fá þátt- takendur? „Þegar fyrsta þátttökuboð var sent út vegna ráðstefnunnar renndum við nokkuð blint í sjóinn með viðtökurnar. Þær komu okkur hins vegar skemmtilega á óvart, og nú hafa á fimmta tug fyrirlesara skráð sig til þátttöku, hvaðanæva. Greinilegt er að efnið höfðar til fræðimanna langt út fyrir land- steinana.“ – Hvert er þemað? „Þemað er, eins og nafnið bend- ir til, sagnaritun og sagnagerð fyrri tíma. Við viljum ræða viðtök- ur og veitingu sagnaarfsins, þessa hringrás bókmennta- og sagna- geymdar í íslensku samfélagi; hvernig umhverfið mótaði og var mótað af sagnagerð, jafnvel öldum saman. Þetta er á vissan hátt ný nálgun í þessum fræðum, að sumu leyti þjóðfræðileg en einnig félagsleg, textafræðileg, sagn- fræðileg og bókmenntafræðileg. Ég hef ekki séð mikið fjallað um fornbókmenntir Íslendinga á þess- um nótum hingað til. Hins vegar eru fræðimenn, sérstaklega þeir yngri, augljóslega móttækilegir fyrir þverfaglegri nálgun af þessu tagi.“ – Ráðstefnan er haldin í Borg- arnesi, ekki satt? „Jú, hún verður haldin á Hótel Borgarnesi, og er nú unnið að und- irbúningi hennar þar. Þorvarður Árnason hefur staðið í ströngu. Sömuleiðis fagráðið, ekki síst Ást- hildur Magnúsdóttir fulltrúi Borg- arbyggðar og forstöðumennirnir Axel Kristinsson í Safnahúsi Borg- arfjarðar og Bergur Þorgeirsson í Snorrastofu, sem hafa haft í ýmis horn að líta.“ – Er von á fræðimönnum af ýmsum sviðum? „Já, við eigum von á fræðimönn- um af margvíslegu þjóðerni og ýmsum fræðasviðum hug- og fé- lagsvísinda, enda á umfjöllunin að verða þverfagleg.“ – Ráðstefna af þessu tagi hlýtur að vera lyftistöng fyrir fræðasam- félagið hér. „Já, ef vel tekst til verður hún það. Þó að margt sé vel gert hér- lendis á þessu sviði þurfa fræðin sí- fellt á nýju sjónarhorni að halda. Fjölþjóðleg og þverfagleg ráð- stefna á borð við þessa er líkleg til þess að leiða fram nýjar hugmynd- ir og ferskan blæ inn á borð fræð- anna. Hún er nokkurs konar markaðstorg hugmynda og rann- sókna, vettvangur þar sem skipst er á skoðunum, skeggrætt og rök- stutt. Það er von okkar að ráðstefnan verði kveikjan að nýju sam- starfi og rannsóknum. Þá væri tilganginum náð.“ – Er ráðstefnan öllum opin? „Já, hún er öllum opin, og hægt er að skrá þátttöku til 15. ágúst, en einnig er almenningur velkominn í Borgarnes að hlusta á erindi fræðimanna og umræður á ráð- stefnunni. Það er tilvalinn bíltúr frá Reykjavík á fögrum haust- degi.“ Nánari upplýsingar um ráð- stefnuna má finna á www.borgar- nes.is/sagas/. Ólína Þorvarðardóttir  Ólína Þorvarðardóttir fæddist í Reykjavík árið 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Ísafirði 1979, BA- prófi í íslensku og heimspeki frá Háskóla Íslands 1985, cand. mag. í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum 1992 og dr. phil. ár- ið 2000. Ólína var fréttamaður hjá RÚV 1986–90 og borg- arfulltrúi í Reykjavík 1990–94. Hún veitti forstöðu þjóðhátta- deild Þjóðminjasafns árið 1999– 2000 og var kynningar- og út- gáfustjóri safnsins árið 2000. Ólína var einn af stofnendum ReykjavíkurAkademíunnar og sjálfstætt starfandi fræðimaður þar til 2001, er hún var ráðin rektor Menntaskólans á Ísafirði. Hún er gift Sigurði Péturssyni sagnfræðingi. Eiga þau fimm börn. Ferskur blær á borð fræð- anna Jú, jú, við erum með fullt af áhugaverðum fyrirtækjum í viðskiptum. Hvers konar fyrirtæki hefur herrann áhuga á að komast yfir? UMSÓKNARFRESTUR um starf forstjóra Norræna hússins í Reykja- vík rann út í vikunni og skipta um- sóknirnar tugum. Geir Waage, varaformaður stjórn- ar Norræna hússins, segir að und- irtektirnar hafi verið framar vonum. Stjórnin kemur saman um miðjan ágúst og verður þá farið yfir um- sóknirnar sem bárust frá öllum Norðurlöndunum. Geir segir að það verði ekki létt verk að velja næsta forstjóra. Umsækjendurnir séu efni- legir, hafi góð meðmæli og í hópnum séu margir mjög spennandi kostir. „Það verður erfitt að gera upp á milli,“ segir hann. Fráfarandi forstjóri Norræna hússins er Riita Heinämaa en hún hefur stýrt húsinu frá 1. janúar 1998. „Riita hefur reynst húsinu afskap- lega vel. Hún hefur verið mjög fær, gjöfull og góður framkvæmdastjóri og þess vegna verður erfitt að fara í fötin hennar,“ segir Geir. Að öðrum stjórnendum hússins ólöstuðum hafi hún staðið sig framúrskarandi vel. Norræna húsið Tugir um- sókna um starf forstjóra EINN var með fimm tölur rétt- ar í Lottóinu um síðustu helgi og hlaut tæpar 18,7 milljónir króna í vinning. Vinningsmið- inn var seldur í Staðarskála í Hrútafirði. Þrír voru með fjór- ar tölur réttar og bónustölu að auki og fengu fyrir það 215 þús- und krónur. Tveir bónusvinn- ingsmiðanna voru seldir á Akranesi; annar í Olís Nesti og hinn í Akranesti. Sá þriðji var seldur í Vogaturninum í Reykjavík. Einn með tæpar 19 milljónir í Lottói 16 UNGIR Vestur-Íslendingar, sem dvöldu hér á landi um sex vikna skeið og kynntust landi og þjóð, héldu aftur heim til Kanada um síðustu helgi, en meðan á dvöl þeirra stóð tóku þau þátt í fjöl- breyttri dagskrá sem hafði að markmiði að treysta bönd þeirra við Ísland. Má þar nefna námskeið í íslensku, sögu vesturfaranna og sögu og menningu Íslands og heimsóknir til forseta Íslands, ut- anríkisráðherra, forsætisráðherra og sendiherra Kanada á Íslandi. Að lokinni dvöl í Reykjavík fóru ungmennin út á landsbyggðina þar sem þau dvöldu hjá ættingjum sínum, sem flest hver höfðu ekki hitt áður, tóku þátt í starfsþjálfun og að lokum fóru þau í ævintýra- ferð um landið. Ásta Sól Kristjánsdóttir, verk- efnisstjóri Snorraverkefnisins, segir að vel hafi tekist til með verkefnið í ár, sem og fyrri ár, og hafi þátttakendur verið ánægðir með veruna hér. Hér hafi þau kynnst nýrri menningu og öðlast nýja reynslu og þau hafi lært mik- ið á Íslandsferðinni. Ungmennin héldu af landi brott um helgina, en á föstudag í síðustu viku fór fram útskriftarathöfn í Hafnarborg í Hafnarfirði þar sem þau fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna í verkefninu. Þeir sem veittu viðurkenn- inguna voru, auk Ástu Sólar, Markús Örn Antonsson, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga á Ís- landi, Almar Grímsson, formaður Snorrasjóðs sem hefur verið stofn- aður í kringum verkefnið og fulltrúi í stjórn ÞFÍ, og Úlfur Sig- urmundsson, en hann situr í stjórn Snorrasjóðs og var fulltrúi Nor- ræna félagsins. Snorraverkefnið er samstarfsverkefni Norræna fé- lagsins á Íslandi og Þjóðræknis- félags Íslendinga. Ungmennin 16 voru fjórði hóp- urinn sem kemur hingað en alls hafa 60 ungmenni nú tekið þátt í Snorraverkefninu. Sextán vestur-íslensk ungmenni tóku þátt í Snorraverkefninu á þessu ári Morgunblaðið/Kristinn Sextán ungmenni tóku þátt í Snorraverkefninu árið 2002. Þau eru á myndinni ásamt verkefnisstjóra og fulltrúum aðstandenda verkefnisins. Ánægð með veruna á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.