Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 17
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Baug-
ur Group hf. sem á og rekur Baug-
Ísland, Baug-USA og Baug-fjár-
festingu og þróun, birti afkomutöl-
ur fyrir 1. ársfjórðung í síðustu
viku. Tryggvi Jónsson, forstjóri
samstæðunnar, og Jón Björnsson,
framkvæmdastjóri sérvörusviðs
Baugs-Ísland, kynntu afkomutölur
félaganna þriggja, sem og sam-
stæðunnar í heild, á fundi í gærdag.
Farið var yfir helstu tölur úr
rekstri hinna þriggja félaga sem
mynda Baugssamstæðuna. Veltu-
aukning Baugs Group hf. var 84%
frá sama tímabili í fyrra, og er velt-
an nú 13,1 milljarður króna. Í máli
Tryggva á fundinum kom fram að
aukningin sé fyrst og fremst til
komin vegna þess að Baugur-USA
sé nú í fyrsta skipti komið inn í
samstæðuna. Velta Baugs-USA
nam 4,8 milljörðum króna en tap á
rekstrinum nam hins vegar 74
milljónum. Hagnaður Baugs-Ísland
nam 136 milljónum en hagnaður af
rekstri Baugs-fjárfestingar og þró-
unar var töluvert meiri á tíma-
bilinu, eða 451 milljón króna. Fram
kom á fundinum að þann hagnað
megi rekja beint til velgengni Ar-
cadia Group sem Baugur á 20%
hlut í.
Að lokinni kynningu á helstu töl-
um og horfum í rekstri var opnað
fyrir spurningar úr sal. Einn fund-
armanna bað um útskýringu á því í
hverju viðsnúningur Debenhams
fælist, hvernig hefði tekist að auka
hagnað þeirrar rekstrareiningar.
Jón Björnsson, framkvæmdastjóri
sérvörusviðs hjá Baugi-Ísland,
svaraði því til að kostnaður hefði
verið skorinn niður hjá versluninni
og söluaukning hefði einnig orðið á
síðustu tveimur mánuðum. Þá muni
nýr samningur við Debenhams
PLC í Bretlandi leiða til lækkunar
vöruverðs í versluninni hér á landi.
Hann sagði veltu Debenhams þó
aðeins vera örfá prósent af heild-
arveltu sérvörusviðsins, en það
hlutfall myndi líklega aukast með
tilkomu nýrrar verslunar Deben-
hams í Stokkhólmi.
Aukin samkeppni með tilkomu
nýrrar lágvöruverðsverslunar í
matvöru, Europris, var eitt af um-
ræðuefnum fundarins. Jón sagðist
fagna aukinni samkeppni á þessum
markaði en sagði hana haft lítil
áhrif á matvörusvið Baugs-Ísland.
Kannanir hafi sýnt að Bónus bjóði
enn upp á 10–11% lægra verð en
samkeppnisaðilar hérlendis ef verð
á öllum vörum sé kannað, en ekki
bara á örfáum hlutum. Hann sagði
Bónus einungis hafa þurft að
breyta verði á nokkrum tugum
vörutegunda. Í máli Jóns kom einn-
ig fram að hlutur matvöru í heild-
arveltu Baugs-Ísland væri tæp
60%.
Tilfinningalegt tjón
vegna uppsagnar Schafers
Uppsögn Jims Schafers sem for-
stjóra Bonus Stores Inc. hefur ver-
ið mikið í fréttum að undanförnu. Á
fundinum var spurt um áhrif þess
að forstjóranum var sagt upp, og
hvort ekki hefðu tapast viðskipta-
sambönd í Bandaríkjunum í kjölfar
hennar. Tryggvi sagði tjónið vegna
brotthvarfs Schafers fyrst og
fremst vera tilfinningalegt. Ekki sé
um það að ræða að sambönd hafi
glatast. Þá hafi engir starfsmenn
eða ráðgjafar Bonus Stores Inc.
hætt vegna uppsagnar Schafers.
Tryggvi vildi þó ekki ræða mál
Schafers mikið og sagði Baugs-
mönnum hafa verið ráðlagt að fara
afar varlega í allar yfirlýsingar um
málið vegna þess hvernig lagakerf-
ið virki í Bandaríkjunum.
Tryggvi var ennfremur spurður
út í eignarhlut Schafers í Bonus
Stores Inc. Hann sagði Schafer
hafa átt helmingshlut á móti Baugi
í Bonus Stores í Flórída. Ætlunin
hafi verið að sameina það Bonus
Stores Inc. í Delaware, fyrirtækinu
sem Baugur-Invest á 56% hlut í.
Við sameininguna átti Schafer að
eignast 7,5% hlut í nýju félagi.
Sameiningin sé hins vegar enn ekki
um garð gengin og því óvíst hvort
Schafer fær þann hlut í Bonus Stor-
es Inc. Tryggvi segir að eftir eigi að
koma í ljós hvort Schafer haldi eftir
sínum hlut. Hann segir það í góðu
lagi ef Schafer kýs að eiga hlut í
Bonus Stores Inc. en segist jafn-
framt efast um að hann vilji það
sjálfur eða hafi fjármagn til þess.
Tryggvi sagði þennan eignarhlut þó
ekki skipta neinu máli varðandi
málaferli Schafers á hendur Baugi.
Allt til sölu fyrir rétt verð
Fundarmenn gerðu þá ákvörðun
Baugs að taka ekki þátt í hlutafjár-
aukningu Bonus Stores Inc., að um-
talsefni. Í frétt sem birtist í Morg-
unblaðinu á sunnudag kom fram að
stjórn Bonus Stores Inc. hefur
ákveðið að auka hlut í félaginu á
næstu vikum um 7 milljónir dala,
eða sem nemur um 597 milljónum
króna. Hlutur Baugs-Invest, sem
er í eigu Baugs Group, mun fara
niður fyrir 50% eftir aukninguna.
Spurt var um ástæður þess að
Baugur-Invest tæki ekki þátt í
aukningunni og hvort til greina
kæmi að selja þann hlut sem eftir
mun standa.
Tryggvi sagði félagið ekki telja
ástæðu til að auka hlut í Bonus
Stores Inc. í þeim tilgangi einum að
auka veltu félagsins. Hann sagði
ennfremur að helsta ástæða þess að
Baugur tæki ekki þátt í hlutafjár-
aukningunni væri sú að allt væri í
biðstöðu varðandi ráðstöfun eign-
arhlutar Baugs í Arcadia. Ekki
væri talin ástæða til að fara út í
frekari fjárfestingar á meðan svo
væri. Hann tók ekki fyrir það að
Baugur seldi hlut sinn í Bonus
Stores Inc. bærist í hann gott til-
boð. Tryggvi tók fram að engin
áform væru um sölu á Bonus Stores
Inc. en hafði á orði að allt væri til
sölu fyrir gott verð, hvort sem það
væri Arcadia, Bonus Stores Inc.
eða aðrar eignir.
Baugur Group hf. kynnti afkomutölur 1. ársfjórðungs á Grand hóteli í gær
Morgunblaðið/Kristinn
Fundarmenn fylgjast með kynningu á afkomutölum Baugs Group.
Tap af fjárfest-
ingum í Banda-
ríkjunum
ÍSLANDSSÍMI hf. hefur að und-
anförnu kannað möguleika á kaup-
um eða samruna félagsins við önn-
ur fjarskiptafélög, eða félög í
skyldum rekstri, hérlendis eða er-
lendis. Frá þessu var greint í til-
kynningu frá félaginu í Kauphöll
Íslands í gær.
Í tilkynningunni segir jafnframt
að þetta sé í samræmi við fyrri yf-
irlýsingar stjórnenda Íslandssíma
um að stefnt skuli að því að auka
hagkvæmni rekstrareiningarinnar
með samruna eða öðrum hætti. Á
hluthafafundi í október á síðasta
ári var veitt heimild til hlutafjár-
aukningar í þessu skyni.
Þá segir í tilkynningunni: „Enn
hafa ekki verið gerðir neinir samn-
ingar við aðila um að fjármagna
slík verkefni. Stjórn Íslandssíma
hefur engar nýjar ákvarðanir tekið
í þessum efnum, engin tilboð hafa
verið gerð og engar viðræður hafa
farið fram við önnur fjarskipta-
félög.“
Óskar Magnússson, forstjóri Ís-
landssíma, segist ekki geta sagt
annað um þetta mál en það sem
fram kemur í tilkynningunni í
Kauphöll Íslands. Það sem í til-
kynningunni komi fram sé rétt og
engu sé þar við að bæta á þessu
stigi.
Þórólfur Árnason, forstjóri Tals
hf., segir að hlutabréf í Tali hafi
verið í sölu í rúmt ár og bréf Norð-
urljósa í félaginu séu í mjög ákveð-
inni sölu um þessar mundir.
Nokkrir aðilar hafi sýnt þessum
bréfum mikinn áhuga og þeir hafi
nær allir jafnframt haft samband
við Western Wireless, sem á meiri-
hluta í félaginu, enda sé meiri-
hlutaeign áhugaverðari en minni-
hlutaeign.
Hann segir áhuga á kaupum á
hlutabréfum í Tali ekki koma á
óvart. Rekstur félagsins hafi geng-
ið mjög vel, það sé að skila hagnaði
og sé því mjög áhugaverður fjár-
festingarkostur.
Um hugsanlega sameiningu
Tals og Íslandssíma vill Þórólfur
ekkert segja. Hjá Tali sé fyrst og
fremst verið að vinna við það sem
að félaginu snýr.
Tap af rekstri Íslandssíma á síð-
asta ári nam 990 milljónum króna
en 473 milljónum árið áður. Á
fyrstu þremur mánuðum þessa árs
var tapið 93 milljónir en á sama
tímabili í fyrra var tapið 174 millj-
ónir.
Íslandssími
kannar kaup eða
samruna við
fjarskiptafélög „ÞAÐ vantar nú hvorki meira né
minna en að lágmarki 1,5 milljarða
króna inn í þessa upptalningu, í við-
tali Morgunblaðsins við Halldór J.
Kristjánsson, um það sem Norðurljós
ætla að leggja af mörkum við endur-
fjármögnun félagsins,“ sagði Sigurð-
ur G. Guðjónsson, forstjóri Norður-
ljósa, í samtali við Morgunblaðið í
gær, vegna tölulegrar framsetningar
í fréttaviðtali við Halldór J. Krist-
jánsson, bankastjóra Landsbankans,
sem birtist á bls. 6 í Morgunblaðinu í
fyrradag.
„Sú framsetning er ekki bara sér-
kennileg, heldur beinlínis röng, að
staðhæfa að Norðurljós hafi lagt til
að gamla hlutaféð í félaginu yrði
skrifað niður í 20% og hluthafarnir
væru reiðubúnir til þess að koma inn
með 600 milljónir króna og halda
þannig meirihluta sínum í félaginu,
en lánveitendur ættu hins vegar að
breyta þremur milljörðum í 30% eign
í félaginu.
Þarna er ekki minnst einu orði á
hlut Norðurljósa í Tali, en þar er ver-
ið að tala um að það verði lágmarks-
upphæð um 1,5 milljarðar króna, sem
Norðurljós fái fyrir sinn 34,8% hlut í
Tali, sem auðvitað kemur beint til
lækkunar skulda okkar við lánar-
drottna, þannig að myndin breytist
verulega við að reikna saman lækkun
hlutafjár, tilkomu nýs hlutafjár og 1,5
milljarða verðmæti í Tali, að lág-
marki, ekki satt?“ spurði Sigurður.
Sigurður segir að í öllum viðræðum
Norðurljósa við lánardrottna sína um
endurfjármögnun félagsins hafi það
legið fyrir að hluturinn í Tali yrði
seldur og það væri frá bönkunum
komið, að hluturinn væri að lágmarki
1,5 milljarða króna virði. „Á því verði
hefur Landsbankinn oft á tíðum verið
tilbúinn að taka hlutinn, þannig að
Halldór J. Kristjánsson hefur gleymt
að taka hann með inn í útreikning
sinn.“
Sigurður segir að allnokkrir aðilar
hafi að undanförnu haft samband við
Norðurljós til þess að afla upplýsinga
um hlut Norðurljósa í Tali.
„Við höfum sagt öllum, sem hafa
rætt við okkur, að við ætluðum að
vinna hratt í þessum málum,“ segir
Sigurður.
Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa
Láðist að reikna inn
1,5 milljarða hlut í Tali
FORSTJÓRI þýska fjölmiðla-
risans Bertelsmann, Thomas
Middelhoff, sagði starfi sínu
skyndilega lausu á sunnudag-
inn eftir ósætti á stjórnarfundi
fyrirtækisins. Fyrirtækið gefur
meðal annars upp að ástæðan
hafi verið ósamkomulag um
framtíðaráform þess, að því er
fram kemur í þýska viðskipta-
blaðinu Handelsblatt. Ætlunin
hafði verið að Middelhoff leiddi
fyrirtækið næstu árin og að
undir stjórn hans yrði það
skráð á markað árið 2005, en
fyrirtækið er óskráð. Eigendur
þess eru Bertelsmann stofnun-
in, sem á 57,6% hlut, Groupe
Bruxelles Lambert, sem á
25,1%, og Mohn fjölskyldan,
sem á 17,3%. Talið er að það sé
meðal annars ágreiningur sem
tengist skráningu fyrirtækisins
sem valdið hafi brotthvarfi
Middelhoffs, en brotthvarfið er
óvænt enda hafði hann nýlega
gert nýjan fimm ára samning
við Bertelsmann, sem talið er
að hann muni fá greiddan þrátt
fyrir að hafa látið af störfum.
Þriðji fjölmiðlaforstjórinn
sem lætur af störfum
Middelhoff er þriðji forstjóri
stórs fjölmiðlafyrirtækis sem
hættir á skömmum tíma, en ný-
lega hafa Jean-Marie Messier,
hjá Vivendi, og Bob Pittman,
hjá AOL Time Warner, orðið
að láta af störfum. Handels-
blatt segir að vangaveltur séu
uppi innan fjölmiðlageirans um
til hvaða starfa Middelhoff
muni hverfa. Ein getgátan sé
forstjórastóll hjá AOL Time
Warner, en ekkert hafi fengist
staðfest þar um.
Forstjóri
Bertels-
mann
hættir
óvænt