Morgunblaðið - 30.07.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 30.07.2002, Síða 16
NEYTENDUR 16 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EF fólk ætlar að hlaupa eða skokka er lykilatriði að fjárfesta í góðum hlaupaskóm sem passa við- komandi vel, að sögn Kolbeins Gíslasonar stoðtækjafræðings hjá Stoðtækni. „Hlaup eru gríðarlega góð og holl hreyfing og ódýr líka, al- mennilegir skór eru svo til hið eina sem þarf að borga fyrir. Hinir dýrustu eru þó ekki endilega bestir heldur þarf að velja réttu skóna fyr- ir hvern og einn.“ Til eru þrjár gerðir af hlau- paskóm, venju- legir, skór með innanfót- arstuðningi eða utanfótarstuðn- ingi, og segir Kolbeinn afar mismunandi hvaða gerð hentar hverjum og einum. „Ég ráðlegg fólki sem ætlar að byrja að hlaupa að taka sjálft sig upp á mynd- band og skoða hvort það þurfi ut- anfótar- eða innanfótarstuðning þegar það lendir. Einnig er gott að fá fagfólk til að meta það.“ Hann bendir á að líka geti verið fróðlegt að skoða gömlu hlaupa- skóna. „Hægt er að sjá hvort þörf sé á innan- eða utanfótarstuðningi með því að skoða hvar þeir eru skakkir eða skældir. Ef gat er á stórutánni hafa þeir til dæmis ver- ið of litlir.“ Góðir sokkar hafa einnig mikið að segja upp á fjöðrunina, að sögn Kolbeins. Þeir eiga að vera þykkir og úr bómull en slíkir sokkar veita besta dempun og ef menn eru gjarnir á að fá blöðrur getur verið ráð að klæðast tvennum sokk- um. Þá er nauð- synlegt þegar hlaupaskór eru mátaðir í verslun að vera í sams- konar sokkum og hlaupið er í. Beinhimnu- bólga algeng- asta álags- einkennið Þegar hlaupið er kemur mikið álag á líkamann og er verst að hlaupa hægt og lengi en best að fara stutta vega- lengd og til- tölulega hratt, segir Kolbeinn en sjálfur hljóp hann upp á hvern dag þegar hann var yngri og æfði íþróttir. Nú seg- ist hann hins veg- ar hafa minnkað hlaupin. „Ég mæli með því að fólk skoði hlaupastíl hjá atvinnu- hlaupurum í sjónvarpinu, það má margt læra af þeim. Lendingin á að vera á hælnum, best er að taka löng skref og svífa aðeins, ekki skella niður. Helst eiga engir dynkir að heyrast þegar hlaup- arinn lendir.“ Hann segir beinhimnubólgu vera algengustu álagseinkennin hjá þeim sem eru að byrja að hlaupa en algengasta orsök henn- ar sé að fólk halli sér of mikið fram þegar það hleypur. Gott sé að fá einhvern með sér til að skoða stíl- inn og sjá hvort maður geri rétt. „Til dæmis getur verið sniðugt að ganga í hlaupaklúbb þar sem fólk getur sagt hvað öðru til, en þeir eru margir víðs vegar á landinu. Þar er líka góður félagsskapur sem hvetur mann áfram.“ Hann leggur áherslu á að fólk megi alls ekki byrja of geyst og ef óþægindi geri vart við sig verði að fara hægar í sakirnar, aldrei megi pína sig áfram. „Sumir halda að sársauki sé eðlilegur í byrjun, bara þurfi að sigrast á honum, en svo er ekki, við verðum að hlusta á líkam- ann og veita því athygli ef eitthvað gæti verið að.“ Kolbeinn bendir á að ef óþæg- indi geri enn vart við sig þrátt fyr- ir að viðkomandi hafi valið réttu skóna sé yfirleitt hægt að bæta úr og jafnvægisstilla fæturna með innleggjum. Mesta álagið þegar hlaupið er á malbiki „Algengasta tognunin hjá hlaupurum er á ytri ökklahnyðj- unni sem er kúlan á utanverðum ökklanum. Margir þurfa því skó með stuðningi um ökklann,“ segir Gunnar Brynjólfur Gunnarsson bæklunarlæknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Hann segir mesta álagið á fæt- urna vera þegar hlaupið sé á mal- biki, minna á malarstígum en þar sé hins vegar meiri hætta á að fólk hrasi og snúi sig. Grasið sé einna mýkst að hlaupa á og sæmilegt að fóta sig á því ef það er ekki blautt. Hann segir umdeilt hversu mik- ið gagn loftpúðar geri en að öllum líkindum minnki þeir álag á fæt- urna, sérstaklega hjá þeim sem eru með hæl- eða hásinarvanda- mál. Hjá flestum ber að leggja áherslu á að hafa góðan stuðning undir holfætinum, innanvert undir ilinni, nema hjá þeim sem eru mjög óstöðugir. Þá má botninn ekki vera of þykkur því þá er meiri hætta á að fólk snúi sig, að sögn Gunnars. „Þeir sem eru verulega óstöðugir og gjarnir á að snúa sig og togna geta síðan fengið skó með stífu efni í hliðunum. Slíkir skór geta þó verið nokkuð dýrir.“ Algeng mistök við val á hlaupa- skóm er að fólk fær sér of litla skó, sem er afar slæmt fyrir fæturna, að sögn Gunnars. „Mikilvægt er að þeir séu ekki of þröngir en liggi þó þétt að. Alltof oft sér maður fætur þar sem tær eru farnar að bogna og bein að skekkjast og greinilegt er að skór hafa verið of þröngir. Allir ættu að hafa í huga að skórn- ir eiga að laga sig að fætinum en ekki öfugt og gildir það reyndar um alla skó.“ Mikilvægt er að vanda valið þegar hlaupaskór eru keyptir Dýrustu skórnir ekki endilega bestir Margir nota góða veðrið á sumrin og haustin til að hefja hlaup og skokk en þá skiptir miklu máli að vera í góðum hlaupaskóm. Þannig minnka líkurnar á álagsóþægindum og tognun. Morgunblaðið/Arnaldur Hlaup eru holl og góð útivist sem ekki þarf að eyða miklum fjár- munum í, nauðsynlegt er þó að kaupa góða hlaupaskó. KARLAR í Evrópu verða sífellt feit- ari og meira „perulaga“ í vextinum en síður „eplalaga“ eins og hingað til hefur verið og er þar um að kenna miklu skyndibitaáti, samkvæmt breskri rannsókn á heilsu og lífsstíl evrópskra karla sem sagt er frá í sænska dagblaðinu Aftonbladet. Þegar karlar fitna er fitan nú farin að setjast í meira mæli en áður á rass, bak og mjaðmir, í stað þess að safn- ast öll að framan eins og verið hefur einkenni fitusöfnunar hjá körlum. Þannig fer mjaðmamál karla stækk- andi og er það nú að meðaltali 107 cm. Karlar virðast vera farnir að hafa talsvert meiri áhyggjur af því að verða feitir en áður en tíu prósent þeirra sem tóku þátt í rannsókninni sögðust skammast sín það mikið fyrir vaxtarlag sitt að þeir vildu ekki vera naktir fyrir framan maka sína. Aðstandendur rannsóknarinnar telja fullvíst að mikið skyndibitaát og skortur á hreyfingu sé orsökin fyrir þessu, en yfir helmingur karla í rann- sókninni sögðu að a.m.k. 50% fæð- unnar sem þeir innbyrtu væru ann- aðhvort tilbúinn heitur matur keyptur í stórmörkuðum eða skyndi- bitamatur. Hreyfingarleysi er talin önnur meginorsökin en þrátt fyrir mikinn íþróttaáhuga virðast karlarnir ekki fá næga hreyfingu. Einn af hverjum sex sagðist horfa á íþróttir í sjónvarpi meira en sjö klukkustundir á viku en þriðji hver sagðist aldrei stunda neina hreyfingu sér til heilsubótar. Reuters Mikið skyndibitaát er talið vera orsökin fyrir því að evr- ópskir karlar eru að fitna. Evrópskir karlar fá sí- fellt kvenlegra vaxtarlag Gott að hafa í huga þegar velja á hlaupaskó – Fara í verslun þar sem hægt er að fá næga aðstoð og starfsfólkið getur gefið ráð- leggingar um vöruna – Taka með þægilega gamla hlaupaskó, þeir geta sagt heil- mikið til um lögun fótanna og hægt er að bera þá saman við skóna sem mátaðir eru – Kaupa skó síðla dags, þá eru fæturnir oft þrútnari en á morgnana og minni hætta á að keyptir séu of litlir skór – Hafa íþróttasokka með og máta í þeim margar ólíkar gerðir af skóm – Á milli lengstu táarinnar og fram í enda á að vera að minnsta kosti hálfur sentimetri – Hjá sumum geta fæturnir verið mislangir og munað allt að 1 cm. Þá skal kaupa skó sem passar á stærri fótinn og nota innlegg í hinn skóinn Dömustærðir: 42-44 Herrastærðir: 47-50 www.storirskor.is 10 67 /T A K TI K

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.