Morgunblaðið - 30.07.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.07.2002, Qupperneq 20
ERLENT 20 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hopparar Röratengi Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331 www.sturlaugur.is i i l í i l i iskislóð 26 Sími: 551 4 80 www.sturlaugur.is Er veggjakrot vandamál? Við höfum lausnina. Seljum hreinsilög á 5 l brúsum. Lynghálsi 4, sími 588 8881. SVYATOSLAV Pyskun, ríkissak- sóknari í Úkraínu, sagði í gær að ýmislegt benti til að flugmennirnir sem flugu vélinni, sem brotlenti í hópi áhorfenda á flugsýningu í vest- anverðri Úkraínu á laugardag, hefðu gerst brotlegir við lög. Margt benti til að þeir og aðrir þátttakendur í flugsýningunni hefðu flogið mun nær jörðu en reglur heimiluðu. Gekk hann svo langt að tala um „glæpsamlega vanrækslu“ af hálfu flugmanna og skipuleggjenda sýn- ingarinnar. Áttatíu og þrír biðu bana í slysinu, þar af 19 börn. 199 til viðbótar slös- uðust og eru 23 þeirra enn í lífs- hættu. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Úkraínu. Jevgení Martsjúk, yfirmaður ör- yggismála í Úkraínu, tók í sama streng og Pyskun en Martsjúk hefur verið falið að stýra rannsókn á til- drögum slyssins. Sagði hann gáleysi yfirmanna flughersins eða tækni- lega bilun líklegustu orsakir slyss- ins. Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu, hikaði hins vegar ekki við að kenna flugher landsins um ófarirnar. Sagði í yfirlýsingu stjórnvalda að bráða- birgðarannsókn á tildrögum slyssins benti til að yfirmenn flughersins hefðu sýnt vítavert gáleysi við und- irbúning flugsýningarinnar. Varnarmálaráðherrann sagði af sér embætti Slysið varð með þeim hætti að flugmenn herþotu af gerðinni Sukhoi Su-27, sem framleiddar eru í Rússlandi, virtust missa stjórn á flugvélinni þar sem þeir léku listir sínar í loftinu fyrir áhorfendur á flugsýningu á herflugvelli í útjaðri borgarinnar Lviv. Virðist sem vængir vélarinnar hafi rekist utan í tré, sem þarna voru, og hrapaði hún þá til jarðar og splundraðist í miðjum áhorfendahópnum. Athygli vakti að flugmennirnir náðu að skjóta sér út úr vélinni í fall- hlíf áður en hún brotlenti og voru þeir undir læknishendi í gær. Kútsjma hefur þegar rekið yfir- mann úkraínska heraflans, Petro Shuliak, úr starfi og þá mun Volod- ymyr Shydtjenkó varnarmálaráð- herra hafa sagt af sér embætti. Ennfremur rak Kútsjma Viktor Strelnikov hershöfðingja, yfirmann flughersins, og Sergej Oniszhenko hershöfðingja, yfirmann fjórtándu herdeildar flughersins, sem þátt tók í flugsýningunni. Fékkst það upplýst hjá dóms- málaráðuneyti Úkraínu að Streln- ikov hefði verið handtekinn, en bæði hann og Oniszhenko eru grunaðir um vanrækslu í starfi. „Þeim sem bera ábyrgð á þessum atburði verð- ur að refsa, um það verður ekki deilt,“ sagði Kútsmja er hann heim- sótti slysstaðinn á sunnudag. Slysið hefur beint kastljósinu að slæmu ásigkomulagi úkraínska her- aflans. Óhöpp hafa verið tíð og síð- ast í fyrrahaust var flugskeyti skotið á farþegaflugvél yfir Svartahafinu fyrir mistök, með þeim afleiðingum að 76 farþegar vélarinnar fórust. Orsaka harmleiksins í Lviv í Úkraínu á laugardag leitað Yfirmenn flughersins sakaðir um vanrækslu Kiev. AFP. PALESTÍNSKIR drengir hlaupa í skjól undan árásum ísraelskra hermanna í gær en þá héldu Ísraelar áfram hernaðaraðgerðum á Gaza- svæðinu. Á sunnudag höfðu Ísraelar handtekið níu Palestínumenn á Vesturbakkanum, þ.á m. tvo af foringjum Hamas-samtakanna. Hamas-foringjarnir tveir voru handteknir í borginni Ramallah. Ísraelsher hafði gert loft- árás á hús annars þeirra, Husseins Abu Kweins, í mars en hann sakaði ekki. Eiginkona hans og þrjú börn þeirra biðu hins vegar bana í árásinni, að sögn palestínskra embættismanna. Embættismenn í Ísrael sögðu að Hamas- foringjarnir tveir hefðu tekið þátt í skipulagn- ingu nokkurra nýlegra sjálfsmorðsárása. Einn af forsprökkum annarrar íslamskrar hreyfingar, Jíhad, og þrír aðrir Palestínumenn voru handteknir í þorpinu Burkin, nálægt Jen- ín. Einn þeirra er sagður hafa játað að hafa ætlað að gera sjálfsmorðsárás. Óeirðir blossuðu upp meðal gyðinga í land- nemabyggð nálægt Hebron á sunnudag eftir útför 21 árs gyðings sem lét lífið í árás Palest- ínumanna á föstudag. Landnemarnir réðust inn í gamla miðbæinn í Hebron og hófu þar skothríð. 14 ára palestínsk stúlka beið bana. Reuters Hamas- foringjar handteknir Útiloka árekstur árið 2019 Stjörnufræðingar hafa nú úti- lokað að loftsteinninn 2002 NT7, sem er tveir kílómetrar í þvermál, muni rekast á jörðina hinn 1. febrúar árið 2019. Kemur þetta fram á heimasíðu Geimvísindastofnunar Banda- ríkjanna, NASA. Fyrstu út- reikningar þóttu benda til þess að einhverjar líkur væru á að steinninn, sem uppgötv- aðist 9. júlí sl., rækist á jörð- ina eftir 17 ár. Vísindamenn hafa undan- farnar vikur safnað frekari upplýsingum um steininn til að geta reiknað út sporbaug hans og fullyrða nú að hann muni svífa hættulaust framhjá jörðinni árið 2019. Þeir segja að á næstu vikum og mán- uðum muni fást enn betri mynd af hugsanlegri för 2002 NT7. Á þessu stigi sé til að mynda ekki hægt að útiloka að steinninn rekist á jörðina í febrúar árið 2060, en svarið við þeirri spurningu ætti að liggja fyrir í haust. STJÓRNVÖLD í Rúmeníu hafa nú miklar áhyggjur af orðspori þjóð- arinnar en helsta „útflutningsvara“ landsins þykir ekki auka hróður þess á erlendri grundu. Þykir þeim sem umheiminum séu send þau skilaboð, að Rúmenía sé mikið glæpabæli, með því að svo mikill fjöldi fólks, sem raun ber vitni, flytji til Vesturlanda og endi þar í störfum tengdum kynlífsiðnaðinum. Á undanförnum áratug hefur mjög færst í aukana að fátækt fólk flýi Rúmeníu, sé jafnvel selt mansali til Vestur-Evrópuríkjanna og þar neytt til að starfa í kynlífsiðnaðin- um. Hafa reglulega verið fluttar fréttir í evrópskum fjölmiðlum af rúmenskum vændiskonum og betl- urum, sem nú er að finna á götum allra helstu stórborga Vestur-Evr- ópu. Þar er gjarnan um að ræða sígauna, sem seldir hafa verið man- sali af rúmenskum glæpasamtökum, en auk þess bendir ýmislegt til að glæpasamtök neyði fötluð börn vilj- andi til að stunda betl í stórborg- unum, en þeim er síðan gert að skila samtökunum meginhluta ágóðans. „Við verðum að bregðast við þess- um vanda hið fyrsta,“ sagði Adrian Nastase, forsætisráðherra Rúmen- íu, nýverið um leið og hann for- dæmdi harðlega iðju glæpasamtaka, sem misnota sér eymd fólks með þessum hætti. „Ef við gerum það ekki munum við þurfa að una því að orðspor Rúmeníu í Vestur-Evrópu verði afar neikvætt, það er hætta á því að ímynd landsins mótist fyrst og fremst af starfsemi glæpasamtaka erlendis,“ bætti hann við. Fátæktin undirrót vandans Mansal hefur færst í aukana í Rúmeníu eftir að kommúnistastjórn í landinu féll árið 1990, en þó einkum eftir að Evrópusambandið aflagði þá kröfu í janúar á þessu ári, að rúm- enskir ríkisborgarar þyrftu vega- bréfsáritun til ESB-ríkjanna. Hafa Frakkar einkum mátt súpa seyðið af þessu – enda Frakkland vinsæl endastöð Rúmenanna – og kom franska lögreglan nýverið upp um rúmenskan glæpahóp, sem hafði stundað það að flytja inn fötluð börn sérstaklega til þess að betla. Heilsu- hraustum börnum kenndu þeir aftur á móti hvernig þau gætu gert sér upp fötlun og þannig haft fé af fólki. Hyggjast stjórnvöld í Búkarest og París nú taka höndum saman og berjast gegn glæpasamtökum, sem stunda mansal og eru atkvæðamikil í kynlífsiðnaðinum. Hafa Rúmenar fyrir sitt leyti heitið öflugra landa- mæraeftirliti og þá hefur stjórn Nastase ákveðið að senda erindreka sinn út af örkinni, og mun hann verða búsettur í París í því skyni að sinna þessum málum sérstaklega. Hefur hins vegar verið bent á að rætur vandans sé að finna í þeirri miklu fátækt sem ríki meðal sígauna í Rúmeníu. Með því að bæta að- stæður sígauna – sem gjarnan mega sæta ofsóknum og fordómum í Rúm- eníu – verði höggvið að rótum vand- ans. Stjórnvöld í Rúmeníu hafa áhyggjur af orðspori landsins Óttast að ímynd Rúmeníu erlendis mótist af starfsemi glæpasamtaka Búkarest. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.