Morgunblaðið - 30.07.2002, Side 10

Morgunblaðið - 30.07.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ fleiri tilboð fram eða fleiri hug- myndir um sölu, því ef það liggur ljóst fyrir og ef þessi eftirlitsaðili ríkisins segir að það sé heimilt með tilteknum hætti að framselja stofn- fjárbréf í sparisjóðum, þá er það al- veg ljóst að menn munu ekki standa á móti því ef það þykir þjóna hags- munum sparisjóðsins sjálfs,“ sagði Jón. Gagnrýnir Búnaðar- bankann harðlega Stjórn SPRON kom saman til fundar í gær þar sem einnig var fjallað um vantrauststillögu sem komin er fram á stjórn sparisjóðs- ins. „Ég vorkenni þeim manni sem lætur hafa sig til þess að flytja vantrauststillögu á stjórn sparisjóðs fyrir það eitt að hún hefur sagst fara að lögum og neitar að brjóta lög,“ sagði Jón G. Tómasson og kvaðst þó telja enn alvarlegra að það skyldi vera banki í meirihluta- eigu ríkisins, Búnaðarbanki Íslands, sem stæði að þessu áhlaupi. „Hann borgar allan kostnað við þetta. Það JÓN G. Tómasson, formaður stjórn- ar SPRON, segir það alveg ljóst að stjórninni beri að hafna framsali stofnfjárskírteina á grundvelli samnings Búnaðarbankans og fimm stofnfjáreigenda. Það sé afdráttar- laus niðurstaða Fjármálaeftirlitsins skv. svarbréfi sem barst í gær og áliti Sigurðar Líndal lagaprófessors. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar úrskurðað að ekki sé bannað í lög- um að selja stofnfé á hærra verði en uppreiknuðu nafnverði og því hafi stjórn SPRON í gær skrifað Fjár- málaeftirlitinu bréf og beðið um skýr svör við því hver réttarstaða sjóðsins og stofnfjáreigenda væri varðandi hugsanlegt framsal. Hann sagði á blaðamannafundi í gær að engin launung væri á því að fleiri aðilar hefðu sýnt áhuga á við- skiptum með stofnfé SPRON. Jón vildi þó ekki nafngreina þá en sagði að því væri ekki að neita að þar væri um fjármálastofnun að ræða. „Við viljum fá það skýrt hvað stjórn Sparisjóðsins er heimilað að gera ef til þess kemur að það koma hafa á síðustu sólarhringum verið keyrðir út í leigubílum að ég held þrír umgangar af bréfum frá fimm- menningunum á vegum Búnaðar- bankans, þar sem fólk er hvatt til að mæta á stofnfjáreigendafundinn sem haldinn verður 12. ágúst, eða veita umboð til þess, til þess að fella stjórnina [vegna þess] að hún hefur neitað að brjóta lög. Mér finnst satt að segja grafalvarlegt mál að banki sem er í meirihlutaeigu ríkisins skuli leyfa sér slíkt,“ sagði hann. Ófrægingarherferð Jón sagði það sína skoðun að að- gerðir Búnaðarbankans og stofn- fjáreigendanna fimm brytu í bága við ákvæði samkeppnislaga og væru með öllu siðlausar. ,,Það segir í lög- um um samkeppnismál að menn eigi að gæta góðra og viðurkenndra hátta í sínum viðskiptum við keppi- nauta. Mér finnst það vera lögbrot þegar það er dögum og vikum sam- an kostað af Búnaðarbankanum að flytja út óhróður og vera í ófræging- arherferð gegn stjórn annarrar fjármálastofnunar,“ sagði hann. Sagðist hann hafa sent bankaráði Búnaðarbankans þrjú bréf á und- anförnum vikum og m.a. lagt þær spurningar fyrir bankaráðsmenn hvort þeir teldu sæmandi að starfs- fólk á vegum þeirra væri að hringja í stofnfjáreigendur SPRON þar sem þeir hallmæltu stjórnendum og stjórn sparisjóðsins. Hann hefði einnig spurt hvort bankaráðið teldi það sæmandi að Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, hefði tvívegis í fjölmiðlum sagt eitthvað í þá veru að hann skildi ekki afstöðu stjórnar SPRON til tilboðsins. Með- limir hennar hlytu að vera að hugsa um eigin hagsmuni. Kvaðst hann ekki hafa fengið nein svör við þess- um spurningum til bankaráðsins. Stjórnarformaður SPRON segir fleiri sýna áhuga á stofnfjárkaupum Morgunblaðið/Kristinn Jón G. Tómasson, formaður stjórnar SPRON, og Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri kynntu niðurstöðu stjórnar SPRON á blaðamannafundi. Vilja fá skýr svör um heimild sjóðsins vegna mögulegrar sölu ARI Bergmann Einarsson, útibús- stjóri hjá SPRON og formaður stjórnar hins nýstofnaða starfs- mannasjóðs SPRON, sem hefur gert stofnfjáreigendum í SPRON tilboð um kaup á stofnfjárhlutum, sagði á blaðamannafundi á sunnudag að ein- dreginn vilji væri meðal starfsmanna SPRON að slá skjaldborg um spari- sjóðinn. Því hafi þeir ákveðið að sam- einast um það að bjóða í stofnféð á sama hátt og Búnaðarbankinn hafi gert, þrátt fyrir engin skýr svör hafa komið frá yfirvöldum né Fjármálaeft- irliti um það hvort tilboð Búnaðar- bankans sé í samræmi við lög og reglugerðir um banka og sparisjóði. Þetta sé því að sjálfsögðu gert með þeim skilyrðum að það standist. Hann sagði starfsmenn byrja á því að lána stofnfé sitt inn í félagið og það verði nýtt sem veð fyrir lánum. Þá hafi starfsmenn sem ekki eru stofn- fjáreigendur lýst yfir vilja til að koma með fé inn í félagið. Ari sagði félagið því byrja með 220 milljónir en að 400 milljónir verði teknar að láni frá bak- hjörlum félagsins. Að sögn hans mættu 95 starfsmenn til boðaðs stofnfundar sjóðsins á laug- ardag og að þeir hafi samþykkt stofn- un sjóðsins einum rómi. Ari segir starfsmennina hafa haft nákvæmlega sama aðgang að stofn- skrám SPRON og fimmmenningarn- ir höfðu. Þeir hafi lesið stofnskrána upp á segulband og eftirleikurinn hafi verið þeim auðveldur þar sem stofn- fjáreigendur séu að miklu leyti við- skiptavinir SPRON sem starfsmenn- irnir kannist við og hafi aðgang að. Ari vísaði því á bug að starfs- mannasjóðurinn ætli að fara í eigið fé sparisjóðsins. Það sé alls ekki inni í myndinni. Sjóðurinn ætli að leggja eigið stofnfé inn í þetta félag og kaupa stofnfé af stofnfjáreigendum með að- stoð bakhjarla en það sé gersamlega útilokað að hreyfa annað eigið fé sparisjóðsins en stofnfé. Bankaráð Búnaðarbankans lýsti yfir á sunnudag að fari svo að Fjár- málaeftirlitið telji þessa aðferð hluta- félags starfsmanna SPRON löglega, muni bankinn hækka tilboðsgengi sitt í 5,5. Í framhaldi af þessu hækkaði svo hinn nýstofnaði starfsmannasjóður tilboð sitt í stofnfé sparisjóðsins og bauðst til að kaupa stofnfé á genginu 5,5, samkvæmt upplýsingum Ara Bregmanns. Stjórnin ákvað á fundi sínum síðdegis á sunnudag að fram- lengja tilboð sitt til þriðjudagskvölds. Blaðamannafundur nýstofnaðs starfsmannasjóðs SPRON Byrja með 220 milljónir og taka 400 millj. að láni FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ ítrekaði í svarbréfi til stjórnar SPRON í gær að stjórninni beri að hafna framsali á stofnfjárhlutum ef ekki sé sýnt fram á að sparisjóðurinn, þ.e. sá hluti hans sem ekki er stofnfjáreign, njóti hlut- deildar í verðmætaaukningu sem fel- ist í áformum sem um ræðir. Svarbréf Fjármálaeftirlitsins fer hér á eftir í heild sinni: ,,Fjármálaeftirlitið vísar til bréfs yðar, dags. 25. júlí sl. Þar segir að vís- að sé til greinargerðar Fjármálaeft- irlitsins frá 19. þ.m. um samning Bún- aðarbanka Íslands hf. og fimm stofnfjáreigenda í SPRON frá 25. júní sl., og í framhaldi af umræðum og blaðagreinum um túlkun á niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins um heimild stjórnar SPRON til að samþykkja framsöl á stofnfjárskírteinum, sem gerð yrðu á grundvelli framangreinds samnings og þau áform sem í honum felist, sé óskað eftir skýrri afstöðu Fjármálaeftirlitsins til þess, hvort stjórn SPRON sé heimilt að sam- þykkja slík framsöl. Afstaða Fjármálaeftirlitsins varð- andi framangreint liggur þegar fyrir í tilvitnaðri greinargerð þess frá 19. júlí sl. og eru niðurstöður varðandi þetta dregnar saman í 2.–3. tölulið í samantekt. Í 2. tölulið samantektar kemur fram að Fjármálaeftirlitið telji að tryggja verði hlutdeild sparisjóðsins, þ.e. þess hluta sem ekki er stofnfjár- eign, í verðmætisaukningu sem í áformunum felast. Í framkomnum áformum hafi ekki verið sýnt fram á þessa hlutdeild sparisjóðsins. Telji Fjármálaeftirlitið að nýtt verðmat á sparisjóðnum, skv. 37. gr. A, sem fara verði fram við hlutafélagavæðingu hans, verði að byggja á stöðu eign- arhalds á sparisjóðnum og forsendum í rekstri hans við hinar breyttu að- stæður. Í því verði á stofnfjárhlutum sem fram kemur í tilboði umsækj- enda til stofnfjáreigenda felist vís- bending um mat á heildarverðmæti sparisjóðsins í breyttu umhverfi. Í 3. tölulið samantektar kemur fram að Fjármálaeftirlitið telji að framkomin tillaga fyrir fund stofn- fjáreigenda, um að stjórn SPRON lýsi því yfir að hún muni ekki standa gegn framsali stofnfjárhluta í sjóðn- um, gangi gegn 18. gr. laga nr. 113/ 1996. Sjálfstætt mat stjórnar á hverju framsali þurfi því að fara fram. Jafn- framt telji Fjármálaeftirlitið að stjórn sparisjóðsins beri við ákvörðun um framsal á stofnfjárhlutum að gæta hagsmuna sparisjóðsins umfram hagsmuni stofnfjáreigenda. meðal annars beri stjórn að hafna framsali á stofnfjárhlutum ef ekki sé sýnt fram á að sparisjóðurinn, þ.e. sá hluti hans sem ekki er stofnfjáreign, muni njóta þeirrar verðmætisaukningar sem í áformunum felast. Framangreindar niðurstöður byggja á þeim áformum sem kynnt höfðu verið og lágu til grundvallar at- hugun Fjármálaeftirlitsins. Með hlið- sjón af framangreindu taldi Fjár- málaeftirlitið að stjórn sparisjóðsins bæri að hafna framsali. Að öðru leyti vísar Fjármálaeftirlitið til framkom- innar greinargerðar sinnar um sjón- armið sem stjórn sparisjóðsins ber að hafa í huga við ákvörðun um framsal stofnfjárhluta.“ Undir bréfið rita, fyrir hönd Fjár- málaeftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson og Ragnar Hafliðason. Svarbréf Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn stjórnar SPRON SÍÐDEGIS í gær barst Morg- unblaðinu til birtingar bréf Odds Ingimarssonar, sparifjár- eiganda í SPRON, sem hann sendi stjórn sparisjóðsins í gær. Bréf Odds fer hér á eftir: „29. júlí 2002 Til stjórnar SPRON Það hefur vakið furðu mína og margra annarra hvernig stendur á því að Starfsmanna- sjóður SPRON ehf. fékk að því er virðist fullan og ótakmark- aðan aðgang að stofnfjárskrá SPRON. Nú er sá aðili ekki stofnfjáreigandi en fékk samt aðgang að skránni til þess að senda út tilboð varðandi kaup á öllu stofnfé SPRON. Sam- kvæmt tilkynningum frá SPRON er ljóst að tilboðið er ekki á vegum sparisjóðsins og er því um að ræða afhendingu á listanum til aðila sem er ekki stofnfjáreigandi. Það er ekkert í samþykktum SPRON sem veitir nokkrum starfsmanni SPRON heimild til að leyfa ut- anaðkomandi aðila að skoða listann og ætti þetta því ekki að viðgangast. Nú hefur Guðmund- ur Hauksson sparisjóðsstjóri og stjórn SPRON haldið því fram að sett hafi verið bann á alla af- ritum stofnfjárlistans eftir að ég las inn stóran hluta listans á segulband en þetta bann virðist ekki gilda um þá sem eru þókn- anlegir sparisjóðsstjóranum. Ef taka á mark á fyrri yfirlýsingum stjórnar og stjórnenda SPRON þá er ljóst að hér var framið brot á reglum sparisjóðsins og fer ég því fram á að stjórnin grípi til viðeigandi aðgerða gegn þeim sem frömdu þessi trún- aðarbrot. Einnig spyr ég: Hver ber ábyrgð á því að utanaðkomandi aðila var afhentur listinn og hvernig var staðið að afhend- ingu hans? Þá á ég við hvaða starfsmaður afhenti Starfs- mannasjóði SPRON listann, hver tók við honum, hvaða starfsmaður fylgdist með og á hvaða formi listinn var afhent- ur.“ Bréf Odds Ingi- marssonar til stjórnar SPRON MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá SPRON undir ofangreindri fyrirsögn: „Vantrauststillaga Sveins Valfells á stjórn SPRON byggist á því að hún hafi lýst því yfir að hún muni neita að samþykkja framsöl á stofnfjárbréf- um sem gerð eru á grundvelli samn- ings Búnaðarbankans og fimm stofn- fjáreigenda frá 25/6 2002. Stjórnin leitaði af þessu tilefni álits Sigurðar Líndals lagaprófessors á eftirfarandi spurningu: „Er stjórn SPRON heimilt með hliðsjón af greinargerð Fjármálaeft- irlitsins frá 19. júlí 2002 að sam- þykkja framsöl stofnfjárbréfa á grundvelli samnings Búnaðarbanka Íslands og fimm stofnfjáreigenda frá 25. júní 2002?“ Niðurstaða Sigurðar Líndals er afdráttarlaus: „Það verður því ekki séð að stjórninni sé heimilt að sam- þykkja framsöl á stofnfjárbréfum samkvæmt tilboði umsækjenda, enda ber henni að gæta þess í hví- vetna að lögum sé fylgt og þá jafn- framt hagsmuna sparisjóðsins.“ Tilkynningin var send fjölmiðlum í fyrradag. Stjórn SPRON Ekki heimilt að samþykkja samning Búnaðarbankans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.