Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 41
DAGBÓK
Ísland frá kr. 3.700,- á dag
Danmörk frá kr. 3.500,- á dag
Þýskaland frá kr. 2.500,- á dag
Bretland frá kr. 2.700,- á dag
Bandaríkin frá kr. 3.400,- á dag
Ítalía frá kr. 3.800,- á dag
Spánn frá kr. 2.200,- á dag
Nánari uppl. í síma
591 4000
Verð miðast við flokk A eða sambærilegan
Lágmarksleiga 7 dagar Gildir til 31/03/02
Verð miðast við flokk A
Lágmarksleiga 7 dagar
Innifalið: Ótakmarkaður akstur,
trygging og vsk.
Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík
Avis býður betur ... um allan heim
Traustur alþjóðlegur þjónustuaðili
Heildsölur, smásölur
Erum með tvær sjálfstæðar verslanir sem einnig flytja inn allar sínar
vörur. Eru með góð umboð og þekkt merki. Hægt að stórauka heild-
söluþáttinn. Önnur verslunin er á Laugaveginum en í Kópavogi. Önnur
flytur inn og selur nærföt og náttföt en hin er með allar barnavörur,
þekktar og vandaðar. Tvö óskyld fyrirtæki með mikla möguleika.
Matsölustaðir
Erum með nokkra veitingastaði sem hafa mjög siðlega opnunar-
tíma, jafnvel lokað á kvöldin og um helgar. Gott verð fyrir traust
fólk. Komið og skoðið úrvalið hjá okkur. Það borgar sig. Við höfum
örugglega eitthvað sem hentar ykkur. Góðir staðir fyrir unga kokka
eða tvær góðar saman.
! "
#$
%
! ' > ?& % „KEPPNISSTJÓRI! Ég
óska eftir að kæra makker
minn fyrir að leggja niður
þennan blindan – hann á að
eiga stutt lauf!“
Norður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ ÁK632
♥ 1092
♦ D5
♣873
Vestur Austur
♠ 4 ♠ G
♥ D5 ♥ G8764
♦ ÁK843 ♦ G109762
♣KDG65 ♣2
Suður
♠ D109875
♥ ÁK3
♦ --
♣Á1094
Vestur Norður Austur Suður
-- Pass Pass 1 spaði
2 grönd 3 tíglar * 4 lauf 5 spaðar
Pass 6 spaðar Allir pass
Keppnisstjóri fór yfir
sagnir. Tvö grönd vesturs
lofaði láglitunum og
þriggja tígla sögn norðurs
var góð spaðahækkun, sem
er þekkt aðferð yfir láglita-
innákomu. Þegar austur
barðist eðlilega (!) í fjögur
lauf sá suður fyrir sér
stuttlit hjá makker, einspil
eða eyðu. Og þar með var
slemma orðin mjög líkleg.
Hann stökk í fimm spaða
til að spyrja um gæði
trompsins og að sjálfsögðu
hækkaði norður með ÁK í
litnum. Út kom tígulás og
þegar norður lagði niður
þrjá hunda í laufi kallaði
suður á keppnisstjóra.
„Ég finn ekkert í lögbók-
inni um viðurlög gegn
makker,“ sagði keppnis-
stjórinn: „Þú getur reynt
að skamma hann, en hins
vegar er það mín skoðun
að norður sé alsaklaus –
það er austur sem er söku-
dólgurinn.“
Spilið kom upp á EM í
Salsomaggiore og í austur
var Bretinn John Collings,
sem nú spilaði í flokki eldri
spilara. Þegar Collings var
í landsliði opna flokksins
var hann þekktur fyrir
frumleg tilþrif og hann hef-
ur greinilega engu gleymt.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
LJÓÐABROT
ALDAMÓTAVÍSUR
Tímans djúpi er öld sem alda
eða gári á stærri báru;
mannsins æfi er hún hafið
yztu landa milli stranda;
þjóðum röst með kólgukasti.
Kaldlynd ýmist straumsins alda
báti snýr að broti, eða
ber hann iða í strenginn miðjan.
Þegar síðast röst tók rista
róðrarlið, að nýju miði,
Íslendingar áttu þunga
öfugstreyma leið og höfugt
ylgjukast að byrðings borðum,
brest í siglu og hverri festi,
fáa undir ár og stýri,
illa vegi á sollnum legi.
Fáir vaka. Víða hrekur
veigalitla gnoð um boða,
unz þá vekur boðabrakið,
byrstist lund og starfaþyrstir
falla á árar, fara að stýri,
festa gæta og siglubresta,
vinda að húnum voðir breiðar,
vilja leiðarstefnu skilja.
– – –
Bjarni Jónsson frá Vogi
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Fólk kemst ekki hjá því að
taka eftir þér en þú ert
ákveðinn og traustur per-
sónuleiki. Þú þarfnast lík-
amlegrar örvunar til að nýta
andlega krafta þína. Árið
framundan færir þér breyt-
ingar til batnaðar.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Taktu tíma frá í dag til að
hugsa um með hvaða hætti þú
tjáir þig. Það er mikilvægt að
kanna þetta málefni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Besta leiðin til að forðast leið-
indi á heimilinu er að vinna.
Reyndu að gera hvað þú getur
til að bæta umhverfi þitt og
gera það skilvirkara.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú hefur mikla þörf til tjá-
skipta í dag og gætir því litið
út fyrir að vera of ágengur.
Segðu hvað þér finnst en ekki
reyna að þröngva skoðunum
þínum uppá aðra.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ekki hika við að kaupa eitt-
hvað sem þig langar verulega
í. Fjórar plánetur hvetja þig
til að leyfa þér að festa kaup á
einhverju sem þú átt eftir að
njóta um ókomna framtíð.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þrátt fyrir að góðmennskan
sé rík í þér verður þú að setja
sjálfan þig í fyrsta sæti. Með
sólina í merki þínu er mikil-
vægt að ákveða núna hverjar
þarfir þínar og langanir eru.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú skalt vinna bakvið tjöldin
að takmarki þínu. Gerðu áætl-
anir því þú getur búist við
miklum breytingum eftir um
þrjár vikur.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Aðrir vilja hitta þig núna.
Farðu í heimsókn með ánægju
ef þú mögulega getur því
besta leiðin til að eignast vini
er að vera vinalegur við aðra.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ekki hika við að taka forskot-
ið hvað varðar vinnuna og
samskipti við yfirmenn. Hlut-
irnir eru þér hliðhollir og því
skaltu nýta tækifærið.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Ferðaáætlanir og viðræður
við fólk frá öðrum löndum eða
menningarsvæðum bera hátt í
dag.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Taktu á erfiðum og leiðinleg-
um málum í dag hvað varða
tryggingar, eigur, skuldir,
skatta eða arf.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Reyndu af fremsta magni að
forðast að vera þrjóskur í deil-
um við einhvern nákominn
þér.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Dagurinn er kjörinn til end-
urskipulagningar. Svona
tækifæri gefast ekki oft og
nýttu því daginn til hins
ítrasta.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4.
Rf3 Bg7 5. Bf4 0–0 6. Hc1
dxc4 7. e3 Be6 8. Rg5 Bd5 9.
e4 h6 10. exd5 hxg5 11. Bxg5
Rxd5 12. Bxc4 Rb6 13. Bb3
Rc6 14. d5 Rd4 15. 0–0 Dd7
16. He1 Hfe8 17. Be3 Rxb3
18. Dxb3 Bxc3 19. bxc3
Dxd5 20. c4 Dc6 21. Bd4
Had8 22. Ba1 f6 23.
Hc3 Dc5 24. Hg3
Hd2 25. Df3 Kf7 26.
Hg4 Hxa2 27. Bd4
Dh5 28. h3 c5
Staðan kom upp á
öðru bikarmóti
FIDE sem lauk fyrir
skömmu í Moskvu.
Alexey Dreev (2677)
hafði hvítt gegn Em-
il Sutovsky (2660).
29. Bxf6! Df5 29...
exf6 gekk ekki upp
vegna 30. Dxb7+
Kf8 31. Hxe8+
Kxe8 32. He4+ Kd8
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
33. De7+ og hvítur mátar. Í
framhaldinu reyndist hvíta
sóknin svörtum einnig of-
viða. 30. Hf4 exf6 31. Hxe8
Db1+ 32. Kh2 Kxe8 33.
Dxb7 Dd3 34. Hxf6 Rd7 35.
Dc6 Dd4 36. He6+ Kf7 37.
He4 Ha6 38. Hxd4 Hxc6 39.
Hxd7+ Kf6 40. Hxa7 Ke5
41. Hd7 Kf4 42. Hd5 Hc8 43.
h4 Hc6 44. Kh3 Hc7 45. h5
Hh7 46. g4 Kf3 47. Hg5
gxh5 48. Hxh5 og svartur
gafst upp.
Árnað heilla
50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 30. júlí,
er fimmtugur Ingi Gunnar
Benediktsson, Grundar-
tanga 12, Mosfellsbæ. Eig-
inkona hans er Drífa Kon-
ráðsdóttir. Þau eru að
heiman í dag.
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband í Bretlandi 7.
júní sl. þau Katrín Rúnarsdóttir og Craig Martin Smith.
Heimili þeirra er í Crewe, Bretlandi.
Hlutavelta
Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 1.784 kr.
til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Óskar Ástvalds-
son, Margrét Björg Ástvaldsdóttir og Magnús Pétursson.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna-
stund í dag, þriðjudag, kl. 12 í kapellu
safnaðarins á 2. hæð í safnaðarheimili
kirkjunnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir
til þátttöku.
Vídalínskirkja. Í dag fara eldri borgarar í
ferðalag. Ekið verður í rútu um nýju hverfin
og litast um í Garðabæ. Síðan verða skoð-
aðar sýningar í Perlunni, þar sem einnig er
hægt að kaupa veitingar. Fararstjóri
Nanna Guðrún, djákni. Lagt af stað frá
safnaðarheimilinu kl. 13.30.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18:00.
Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn-
arprests eða kirkjuvarðar.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar
þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30.
Borgarneskirkja. TTT, tíu til tólf ára starf,
alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í
kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl.
13.40.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel-
komnir.
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Ómar
KIRKJUSTARF
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r