Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ M ér er sagt að hann sé örugglega eini maðurinn í borg- inni sem ekki hef- ur áhuga á knatt- spyrnu en samt starfar hann á vellinum, reyndar aðeins í auka- starfi því hann selur blöðin á dag- inn í litlum standi við eitt af torg- unum. Hann á að vísa til sætis eða að minnsta kosti vísa gestum áleiðis en hann er vanalega upp- gefinn eftir stöðurnar í standinum frá því við sólarupprás og bandar fólkinu frá sér og segist ekki vita hvar sætin séu: ég veit ekkert, hreytir hann í það og snýr sér frá. En hann heilsar alltaf ár- smiðaeigendunum sem fara um hliðið hans. Hann spyr hvernig þeim lítist á leikinn og hvort það sé ekki kominn tími til að reka markvörðinn eða hvort þeir telji þjálfaranum sætt mikið lengur og þeir leggja hönd á öxl hans og segja þrjú núll eða fari þeir til fjandans og einstaka sinn- um spá þeir því að hann fari að fá stöðuhækkun og taki við liðinu og geri það að fjórföldum meistara, en alltaf læða þeir afgangsklink- inu af bjórkaupunum í brjóstvas- ann hans enda gera þeir sér grein fyrir því að á hans aldri er ekki von á neinni stöðuhækkun. Meðan á leiknum stendur þrammar hann fram og aftur um ganginn og hlustar á öskrin og flautið í fólk- inu og rifjar sjálfsagt upp svipina sem komu við í standinum um daginn. Í hálfleik er honum skylt að standa í hliðinu sem er efst í stúkunni og þaðan horfir hann þreyttum augum á neongrænt grasið fyrir botni leikvangsins: tómur flóðlýstur völlurinn minnir á stillimyndina sem er ekki lengur á dagskrá sjónvarpsins eftir að það uppgötvaðist að fólk horfði líka þegar hún var á skjánum. Neðst í stúkunni sitja starfs- félagar hans og horfa upp til áhorfendanna: þeir eru líklega flestir ódrepandi áhugamenn um knattspyrnu. Þeirra hlutverk er að fylgjast með því að áhorfendur hagi sér skikkanlega: hendi ekki hlutum inn á völlinn eða hlaupi sjálfir inn á hann. Þeim er uppá- lagt að horfa á áhorfendur allan leiktímann, einnig í hálfleik – og snúa sér aldrei við. Aðstæðurnar á vellinum minna á frægt málverk frá sextándu öld eftir spænska listamanninn Vel- ázquez (1599–1660). Verkið heitir Las Meninas eða Hirðmeyjarnar og sýnir Velázquez sjálfan horfa á áhorfanda myndarinnar. Lista- maðurinn hefur stigið eitt skref til hliðar frá málverkinu sem hann er að vinna að og virðir fyrir sér fyr- irmyndir sínar (ef hann væri að verki myndi hann hverfa á bak við málverkið). Við vitum ekki fyrir víst hvað er á málverkinu sem hann er að mála því að við sjáum aðeins á bak þess en það er ljóst að listamaðurinn einblínir á stað- inn sem við, áhorfendur, stöndum á. Þetta starandi augnaráð lista- mannsins degur okkur óhjá- kvæmilega inn í myndina og gerir okkur þannig hluta af Las Men- inas. Augu listamannsins beinast líklega einungis að okkur vegna þess að við stöndum í sömu spor- um og fyrirmyndir hans. Fyr- irmyndin og áhorfandinn renna með öðrum orðum saman í eitt. Innst í herberginu sjáum við myndir á vegg, sem eru að mestu leyti í skugga, og einnig spegil, sem virðist upplýstur, en í honum sjáum við móta ógreinilega fyrir hugsanlegum fyrirmyndum lista- mannsins, Filipusi IV Spánarkon- ungi og eiginkonu hans Mariönnu. Gera verður ráð fyrir að þau standi í sömu sporum og við áhorfendur, þangað sem athygli listamannsins og annarra á mynd- inni beinist, og því ætti spegillinn í raun að spegla okkur líka en get- ur það vitanlega ekki. Í dyragætt- inni við hlið spegilsins stendur hins vegar maður sem horfir inn í herbergið og sér bæði framan á málverkið sem listamaðurinn er að mála og fyrirmyndir hans; þessi maður gæti hæglega verið staðgengill áhorfandans í mynd- inni. Af þessu má glöggt sjá að mið- punktur málverks Velázquez – þangað sem öll athyglin beinist – er ekki hluti af myndinni; hann er með öðrum orðum ímyndun ein. Engu að síður er hann raunveru- legur í vissum skilningi þar eð hann er sá staður sem við, áhorf- endurnir, stöndum á. Auk þess er gert ráð fyrir þessum veruleika í myndinni sjálfri; hann birtist í þremur fígúrum og starandi augnaráði þeirra: Í listamann- inum vinstra megin á myndinni, í gestinum í dyragættinni hægra megin og síðast en ekki síst í spegilmynd konungsins og drottningarinnar fyrir miðri mynd. Michel Foucault las á eftir- minnilegan hátt í mynd Velázq- uez. Hann sagði hana lýsa stöðu mannsins í hugsunarkerfi klass- íska tímans, en maðurinn hefði þá ekki verið hinn miðlægi gerandi eins og hann varð síðar heldur var hann óvirkur eins og listamað- urinn er í mynd Velázquez og einnig áhorfandinn og fyrirmynd- irnar – öll eru þau á vissan hátt fjarverandi eða beinlínis óvirk. Deila má um túlkun Foucaults enda vakna ýmsar spurningar við skoðun myndarinnar. Nafn mynd- arinnar (sem þarf ekki að vera komið frá listamanninum) bendir til dæmis til þess að hirðmeyj- arnar séu fyrirmyndir hennar. Augu áhorfandans beinast sann- arlega fyrst að þeim og prinsess- unni litlu, enda eru þær fyrir miðju, en ekki augu listamanns- ins, hann horfir á áhorfendurna. Og ef hirðmeyjarnar eru í raun fyrirmyndir listamannsins þá málar hann mynd af þeim eins og áhorfandinn sér þær, og þá jafn- framt eins og konungshjónin sjá þær (og prinsessuna sína). Mynd- in fjallar því ekki síst um áhorf- andann, eða kannski sjónarhorn. Og hvað segir samlestur mynd- ar Velázquez við aðstæðurnar á knattspyrnuvellinum okkur þá? Meðal annars að við áhorfendur erum meginviðfangsefni sýning- arinnar sem þar fer fram. Á vell- inum eru að minnsta kosti fulltrú- ar „höfundarins“ sem fylgjast með okkur horfa á leikinn. Fyrir enda vallarins er stór skjár þar sem glittir ólóst í ásjónu valdsins. Og blaðasalinn sem birtist í dyra- gættinni í hálfleik er fulltrúi hins virka áhorfanda. Haldið svo áfram sjálf og hafið til dæmis neytendasamfélagið í huga. Velázquez á vellinum Þeim er uppálagt að horfa á áhorfendur allan leiktímann, einnig í hálfleik – og snúa sér aldrei við. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is VEGNA ásakana á hendur mér frá stjórn- endum SPRON um óheiðarlega framkomu sé ég sé mig knúinn til svara. Hinn 19. júní mætti ég á skrifstofu Sparisjóðs Reykjavíkur í þeim tilgangi að skrifa upp lista stofnfjáreig- enda svo ég gæti upp- lýst þá um þann mikla skaða sem þeir yrðu fyrir vegna hlutafjár- væðingar sem stjórn SPRON fyrirhugaði að leggja til. Jóhannes Helgason, starfsmaður SPRON, tók á móti mér og afhenti mér eintak af lista stofnfjáreigenda sem innihélt nöfn og heimilisföng stofnfjáreigenda. Ég tilkynnti honum að ég væri með upptökutæki og ætl- aði að lesa upp listann inn á upptöku- tækið. Hann sagðist ekki geta bann- að mér það og að svo búnu var mér vísað inn í herbergi í sparisjóðnum þar sem ég las inn allan listann og fylgdist annar starfsmaður spari- sjóðsins með mér allan tímann. Klukkutíma síðar tilkynnti ég Jó- hannesi að ég væri búinn að lesa inn listann og hélt þá heim á leið. Fram- haldið þekkja flestir. Nokkru seinna eru bornar þungar ásakanir í minn garð og mér mein- aður frekari aðgangur. Sagt er að það hafi allt- af verið bannað að af- rita listann og gefið í skyn að ég hafi komist yfir listann með óheið- arlegum hætti og án vitundar starfsmanna SPRON. Ég vísa þess- um ásökunum algjör- lega á bug þar sem gjörningur minn var fullkomlega heiðarleg- ur og með vitund starfs- manna SPRON. Fram- ganga stjórnar SPRON með slíkum ásökunum í minn garð fer út fyrir öll siðsamleg mörk og virðist til þess eins fallin að sverta mannorð mitt og blása ryki í augu stofnfjáreigenda. Héraðsdómur Reykjavíkur tók fyrir kröfu mína hinn 24. júlí síðast- liðinn um að fá að sjá lista stofnfjár- eigenda í SPRON í heild sinni eins og kveðið er á um í samþykktum spari- sjóðsins. Niðurstaðan er sú að ég var í fullkomnum rétti að afrita listann. Orðrétt eru úrskurðarorðin þannig: „Gerðarbeiðanda, Oddi Ingimars- syni, er heimil bein aðfarargerð til að fá hjá gerðarþola, Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis, fullan og ótak- markaðan aðgang að skrá yfir stofn- fjáreigendur gerðarþola, sem tilgreini nafn stofnfjáreiganda, heim- ilisfang og kennitölu, ásamt stofn- fjáreign hvers stofnfjáreiganda, með þeim hætti að gerðarbeiðandi fái að rita niður upplýsingar úr skránni.“ Þennan úrskurð hefur stjórn SPRON kært til Hæstaréttar að því virðist í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir að við stofnfjáreigendur fáum aðgang að skránni fyrir fund stofnfjáreigenda hinn 12. ágúst. Einnig furðar mig það að Guðmund- ur Hauksson skuli vera ánægður með úrskurðinn eða eins og hann orðaði það í viðtali á Stöð 2: „Í sjálfu sér er- um við mjög sáttir við þessa niður- stöðu.“ Af hverju að fara með málið fyrir dómstóla ef við erum sammála um að stofnfjáreigendur eigi rétt á því að rita niður úr skránni? Það er með ólíkindum hvað stjórn SPRON og sparisjóðsstjórinn Guðmundur Hauksson eru tilbúin til að ganga langt til að vinna gegn hagsmunum okkar stofnfjáreigenda. Niðurstaða Héraðsdóms er mikill áfellisdómur yfir stjórn SPRON og sparisjóðs- stjóranum. Geri ég ráð fyrir að afsök- unarbeiðni sé á leiðinni frá stjórn SPRON og sparisjóðsstjóranum varðandi að meina mér aðgang að stofnfjáreigendaskrá SPRON. Listi yfir stofn- fjáreigendur SPRON Oddur Ingimarsson SPRON Framganga stjórnar SPRON, segir Oddur Ingimarsson, með slíkum ásökunum í minn garð fer út fyrir öll siðsamleg mörk. Höfundur er stofnfjáreigandi í SPRON. Verslunarmanna- helgin er mörgum for- eldrum sem eiga ung- linga áhyggjuefni. Það er ekki að ástæðulausu því ár hvert streymir unga fólkið okkar á skipulagðar útihátíðir þar sem víndrykkja meðal unglinga er al- menn og fíkniefna- neysla, slagsmál, ótíma- bærar þunganir, nauðganir svo eitthvað sé nefnt, eru þekktir fylgifiskar. Það reynist mörgum erfitt að taka ákvörðun um að banna sínum unglingi að fara þegar „allir“ hinir fá að fara. Dæmi eru um að unglingar allt niður í 13–14 ára fari eftirlitslausir með félögum sínum í ferðalög þessa helgi. Ég vil beina orðum mínum til ykk- ar sem eigið þess ekki kost að fara út úr bænum með ykkar börnum og safna þannig góðum minningum sam- an eða þar sem málið snýst um það að ekki er óskað eftir ykkar nærveru í fyrirhugað ferðalag. Í skilningi lag- anna er einstaklingur barn fram að 18 ára aldri. Þessi 18 ár eru börnin á ykkar ábyrgð og eiga alla umhyggju og alúð ykkar skilið. Þið eruð kannski að hugsa um hvort þið ættuð að leyfa ykkar ung- lingi að fara á útihátið. Leyfið mér að nefna nokkur atriði sem gætu hjálpað ykkur við að taka þá ákvörðun. Rannsóknir hafa sýnt að um 80% ungmenna byrja áfengisdrykkju í hópi vina og kunningja. Þegar ung- lingar hafa verið spurðir hvar þeir fái áfengi er það í gegnum vinahópinn, hjá eldri systkinum, ættingjum og í um 20% tilfella hafa foreldrar keypt áfengi fyrir þau. Sum segjast kaupa það sjálf. Ef unglingurinn þinn fer á útihátíð, án áfengis, með vini þar sem foreldrar hans eða aðrir hafa útvegað áfengi, í hvaða stöðu er þá barnið þitt? Hvað aðgang ungmenna að fíkni- efnum varðar þá segja unglingar að það sé jafnvel auðveldara að nálgast þau. Símanúmer sölu- manna ganga manna í millum og efnin skila sér hratt og örugglega. Þú hefur kannski les- ið eða heyrt um líkams- árásir í fjölmiðlum þar sem fólk undir áhrifum áfengis- og vímuefna er gerendur og oft að til- efnislausu. Það segir sig því sjálft að þar sem margir eru ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna er meiri hætta á átök- um. Vitað er að dóm- greind manna skerðist undir áhrifum vímu- gjafa og það eru engin ný sannindi að á útihátíðum deyja margir víndauða. Í því sambandi vil ég minna á að ótíma- bært kynlíf og nauðganir oft við nið- urlægjandi og miður skemmtilegar aðstæður er ekki eitthvað sem við viljum að verði fyrsta reynsla barna okkar á því sviði. Mig langar að deila með ykkur tölum yfir fóstureyðingar. Árið 1998 fóru 11 stúlkur undir 15 ára aldri í fóstureyðingu og 248 á aldr- inum 15–19 ára. Árið 1999 fóru 7 stúlkur undir 15 ára aldri í fóstureyð- ingu og 222 á aldrinum 15–19 ára. (Nýjustu tölur frá landlæknisemb- ættinu á hagstofan.is.) Þetta eru slá- andi tölur og segja meira en mörg orð. Börn á aldrinum 13–16 ára mega vera úti til miðnættis frá 1. maí til 1. sept., eftir það eiga þau að vera í fylgd með fullorðnum. Ef þið gefið þeim leyfi til að fara eftirlitslaus í ferðalag á þessum aldri, hvaða skilaboð ertu þá að gefa sem foreldri, ég tala nú ekki um ef þú kaupir líka áfengi handa unglingnum þínum? Lögin banna áfengissölu til yngri en 20 ára. Eru skilaboðin þau að það sé í lagi að brjóta landslög, stundum? Sum ykkar svara kannski með því að segja „þetta er nú sérstök helgi framundan“. En ég er viss um að ef brotið er á okkur eða barninu okkar viljum við að sjálf- sögðu að aðrir fari að lögum. Ég skil vel að þú átt kannski góðar minningar frá verslunarmannahelgi þegar þú varst yngri og vilt ekki koma í veg fyrir að barnið þitt eigi svipaðar minningar. Þú hefur kannski leyft því að fara áður og allt verið í lagi, það og vinirnir komið heil heim, svolítið þreytt ef til vill. En ertu viss um að þú hafir fengið vitneskju um hvort það hafi myndast ör á sálinni sem kannski eiga eftir að lita líf barnsins þíns það sem eftir er? Eitt- hvað sem sést ekki utan á því. Segja þau ykkur allt? Ég hef bæði lesið, heyrt um og talað við mörg ungmenni sem hafa byrjað með fikti hvað vímu- efnaneyslu varðar. Neyslan hefur svo aukist stig af stigi hjá sumum og orðið illviðráðanleg með neikvæðum afleið- ingum sem þau fæst vilja rifja upp eða muna þegar þau verða eldri, þ.e. ef þau losna úr vítahring fíknarinnar, svo ég tali nú ekki um þau sem hafa dáið fyrir aldur fram. Við vitum ekki fyrirfram hverjir eiga eftir að fara illa. Það er ekki hlutverk foreldra að segja alltaf JÁ. Það felst líka kærleik- ur í því að segja NEI þegar það á við og fylgja því eftir á jákvæðan hátt. Elskaðu unglinginn þinn óhikað, gefðu skýr skilaboð. Ertu búin/n að gera upp við þig hvaða þátt þú ætlar að eiga í því að unglingurinn þinn eigi góðar minningar eftir verslunar- mannahelgina? Góðar minningar eftir verslunarmannahelgina? Alda Baldursdóttir Verslunarmannahelgi Það er ekki hlutverk foreldra að segja alltaf já, segir Alda Baldursdóttir. Það felst líka kærleikur í því að segja nei. Höfundur er lögreglumaður, kenn- ari og móðir unglinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.