Morgunblaðið - 30.07.2002, Qupperneq 40
DAGBÓK
40 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Bremen kemur og fer í
dag. Bjarni Sæmunds-
son kemur í dag, Bald-
vin fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ontika kom í gær. Brú-
arfoss kom í gær til
Straumsvíkur, Polar
Siglir og Rán koma í
dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Lokað vegna sum-
arleyfa frá 1. júlí til 23.
ágúst.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9 og
kl. 13 vinnustofa og bað
Árskógar 4. Kl. 9 bað-
þjónusta, kl. 9.30 Ís-
landsbanki á staðnum,
kl. 13.30 frjáls spila-
mennska. Bingó verður
næst spilað 9. ágúst kl.
13.30. Púttvöllurinn opin
kl. 10–16 alla daga. Allar
upplýsingar í s.
535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð. Þriðjudag-
inn 20. ágúst kl. 8 verður
farin skoðunarferð um
Vík og nágrenni. Ekið
upp í Heiðardal og um
Reynishverfið. Kvöld-
verður í Drangshlíð
austur undir Eyjafjöll-
um. Leiðsögumaður
Hólmfríður Gísladóttir.
Hafið með ykkur nesti
og góðan fatnað.
Skráning og greiðsla í
síðasta lagið þriðjudag-
inn 13. ágúst.
Allir velkomnir. Uppl.
og skráning í síma
568 5052.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10
hársnyrting, kl. 13 fönd-
ur og handavinna.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli ,
Flatahrauni 3. Púttað á
Hrafnistuvelli kl. 14–16.
Félagsheimilið Hraunsel
verður lokað vegna sum-
arleyfa starfsfólks til 11.
ágúst. Orlofsferðir að
Hrafnagili við Eyjafjörð
19. til 23. ágúst. Orlofs-
ferð að Höfðabrekku 10.
til 13. sept. Skráning og
upplýsingar kl. 19–21 í s.
555 1703, 555 2484 eða
555 3220.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Félagið hefur
opnað heimasíðu
www.feb.is. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi – blöðin og
matur í hádegi. Félagið
hefur opnað heimasíðu
www.feb.is. Göngu-
Hrólfar fara frá
Glæsibæ kl. 10 mið-
vikudagsmorgun Hring-
ferð um Norðausturland
17. – 24. ágúst. Uppselt.
Farið verður í Land-
mannalaugar 6. ágúst
nk. Ekið inn Dómadal
niður hjá Sigöldu. Leið-
sögumaður Tómas Ein-
arsson. Sækja þarf mið-
ana fyrir fimmtudaginn
1. ágúst. Fyrirhugaðar
eru ferðir til Portúgals
10. september í 3 vikur
og til Tyrklands 1. októ-
ber í 10 daga fyrir fé-
lagsmenn FEB, tak-
markaður fjöldi.
Skráning hafin á skrif-
stofunni. Silfurlínan er
opin á mánudögum og
miðvikudögum frá kl.
10–12 fh. Skrifstofa fé-
lagsins er flutt að Faxa-
feni 12 s. 588 2111. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði, Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–17 hár-
greiðsla, kl. 12.40 Bón-
usferð.
Gerðuberg, félagsstarf.
Lokað vegna sum-
arleyfa, opnað aftur
þriðjudaginn 13. ágúst.
Á vegum Íþrótta- og
tómstundaráðs eru sund
og leikfimiæfingar í
Breiðholtslaug kl. 9.30
mánu-, miðviku- og
föstudaga. Umsjón
Brynjólfur Björnsson
íþróttakennari.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
kl. 14 þriðjudagsganga.
Hárgreiðslustofan er
lokuð til 6. ágúst.
Hvassaleiti 56–58. kl.
9.45 bankaþjónusta.
ATH. ekki verður spiluð
félagsvist fimmtudaginn
1. ágúst.Fótaaðgerð,
hársnyrting. Allir vel-
komnir.
Hraunbær 105. Kl. 9-17
fótaaðgerð, kl. 10-11
boccia, kl. 12.15 versl-
unarferð, kl. 13-17 hár-
greiðsla.
Hæðargarður. Hár-
greiðsla kl. 9-17.
Norðurbrún 1. Vinnu-
stofur lokaðar fram í
ágúst. Kl. 10 ganga.
Hárgreiðsla lokuð vegna
sumarleyfa frá 16. júlí til
13. ágúst.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–16 handavinna,
handavinnustofan opin
án leiðbeinanda fram í
miðjan ágúst. , kl. 13
spilamennska.
Vitatorg. Kl. 9.30 morg-
unstund , kl. 10.30
boccia, kl. 14 félagsvist.
Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10
fótaaðgerð.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20, svarað
í s. 552 6644 á fund-
artíma.
Miningakort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Suðurlandi: Í
Vestmannaeyjum: hjá
Axel Ó. Láruss. skó-
verslun, Vest-
mannabraut 23, s. 481-
1826. Á Hellu: Mosfelli,
Þrúðvangi 6, s.487-5828.
Á Flúðum: hjá Sólveigu
Ólafsdóttur, Versl.
Grund s. 486-6633. Á
Selfossi: í versluninni Ír-
is, Austurvegi 4, s. 482-
1468 og á sjúkrahúsi
Suðurlands og
heilsugæslustöð, Árvegi,
s. 482-1300. Í Þorláks-
höfn: hjá Huldu I. Guð-
mundsdóttur, Odda-
braut 20, s. 483-3633.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga, fást á eftirtöldum
stöðum á Reykjanesi. Í
Grindavík: í Bókabúð
Grindavíkur, Víkurbraut
62, s. 426-8787. Í Garði:
Íslandspósti, Garða-
braut 69, s. 422-7000. Í
Keflavík: í Bókabúð
Keflavíkur Pennanum,
Sólvallagötu 2, s. 421-
1102 og hjá Íslandspósti,
Hafnargötu 89, s. 421-
5000. Í Vogum: hjá Ís-
landspósti b/t Ásu Árna-
dóttur, Tjarnargötu 26,
s. 424-6500, í Hafn-
arfirði: í Bókabúð Böðv-
ars, Reykjavíkurvegi 64,
s. 565-1630 og hjá Penn-
anum - Eymundsson,
Strandgötu 31, s. 555-
0045.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum í Reykjavík:
Skrifstofu L.H.S. Suð-
urgötu 10, s. 552-5744,
562-5744, fax 562-5744,
Laugavegs Apóteki,
Laugavegi 16, s. 552-
4045, hjá Hirti, Bón-
ushúsinu, Suðurströnd
2, Seltjarnarnesi, s. 561-
4256.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Vesturlandi: Á
Akranesi: í Bókaskemm-
unni, Stillholti 18, s. 431-
2840, Dalbrún ehf.,
Brákarhrauni 3, Borg-
arnesi og hjá Elínu Frí-
mannsd., Höfðagrund
18, s.431-4081. Í Grund-
arfirði: í Hrannarbúð-
inni, Hrannarstíg 5, s.
438-6725. Í Ólafsvík hjá
Ingibjörgu Pétursd.,
Hjarðartúni 1, s. 436-
1177.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Norðurlandi:
Á Blönduósi: blómabúð-
in Bæjarblómið, Húna-
braut 4, s. 452-4643. Á
Sauðárkróki: í Blóma-
og gjafabúðinni, Hóla-
vegi 22, s. 453-5253. Á
Hofsósi: Íslandspóstur
hf., s. 453-7300, Strax,
matvöruverslun, Suð-
urgötu 2–4, s. 467-1201.
Á Ólafsfirði: í Blóma-
skúrnum, Kirkjuvegi
14b, s. 466-2700 og hjá
Hafdísi Kristjánsdóttur,
Ólafsvegi 30, s. 466-2260.
Á Dalvík: í Blómabúð-
inni Ilex, Hafnarbraut 7,
s.466-1212 og hjá Val-
gerði Guðmundsdóttur,
Hjarðarslóð 4e, s. 466-
1490. Á Akureyri: í
Bókabúð Jónasar, Hafn-
arstræti 108, s. 462-2685,
í bókabúðinni Möppu-
dýrið, Sunnuhlíð 12c, s.
462-6368, Pennanum
Bókvali, Hafnarstræti
91–93, s. 461-5050 og í
blómabúðinni Akur,
Kaupvangi, Mýrarvegi,
s. 462-4800. Á Húsavík: í
Blómabúðinni Tamara,
Garðarsbraut 62, s. 464-
1565, í Bókaverslun Þór-
arins Stefánssonar, s.
464-1234 og hjá Skúla
Jónssyni, Reykjaheið-
arvegi 2, s. 464-1178.
Í dag er þriðjudagur 30. júlí, 211.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Réttláti faðir, heimurinn þekkir þig
ekki, en ég þekki þig, og þessir vita,
að þú sendir mig.
(Jóh. 17, 25.)
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 sólarsinnis, 8 stíf, 9
haldast, 10 spils, 11
hlaupi, 13 dreg í efa, 15
él, 18 drengur, 21 rán-
fugl, 22 vinna, 23 heiður-
inn, 24 ruglaðar.
LÓÐRÉTT:
2 snæddur, 3 þyngdarein-
ingu, 4 ákafur, 5 liðorm-
urinn, 6 mynni, 7 opi, 12
kropp, 14 stök, 15 jó, 16
rengdi, 17 tigin, 18 borða,
19 tunnuna, 20 svelgur-
inn.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 guldu, 4 fátæk, 7 sennu, 8 mennt, 9 nem, 11
nóar, 13 grun, 14 eggin, 15 skóf, 17 árás, 20 urt, 22
klénn, 23 ætlar, 24 reisa, 25 tengi.
Lóðrétt: 1 gisin, 2 lenda, 3 unun, 4 fimm, 5 tenór, 6 kæt-
in, 10 elgur, 12 ref, 13 Gná, 15 sækir, 16 óféti, 18 rolan,
19 serki, 20 unna, 21 tæpt.
Víkverji skrifar...
UNDANFARIÐ hafa Víkverjaverið hugleikin samtöl sem
hann átti við tvo úr kunningjahópnum
sem báðir eru búsettir erlendis. Ann-
ar kunninginn er nokkuð við aldur og
flutti til Bandaríkjanna fyrir fáum ár-
um. Hann unir sér vel og segist sjá
mest eftir því að hafa ekki flutt vestur
sem ungur maður. Þar sé land tæki-
færanna og miklu betur búið að al-
menningi en í velferðarríkinu Íslandi.
Víkverja kom þetta nokkuð á óvart,
enda hefur hann lengi talið sér og öðr-
um trú um að Ísland væri eitt besta
land í heimi til búsetu.
Kunninginn sagði að sér sýndist
vinnandi fólk í Bandaríkjunum hafa
svipuð laun og hér fyrir sambærilega
vinnu. Af laununum færi um fjórð-
ungur í skatta og tryggingar. Sumir
vinnuveitendur tækju þó alveg á sig
að tryggja starfsmenn fyrir heilsu-
bresti og sjúkrakostnaði. Trygging-
arnar tækju m.a. til tannverndar og
gleraugnakostnaðar upp að vissu
marki.
Það væri þó veigamest að efna-
hagslífið væri stöðugt og fyrirbæri
eins og verðtrygging og breytilegir
vextir óþekkt fyrirbæri. Húsnæðis-
kaup væru fjármögnuð með lánum á
föstum vöxtum og lánin mun hærri en
hér. Þetta fékk Víkverji staðfest
nokkrum dögum síðar í fréttaþætti
CBS-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá
höfðu vextir á húsnæðislánum í
Bandaríkjunum lækkað og fjöldi fólks
greiddi upp gömul lán og tók ný á
lægri vöxtum.
Kunninginn sagði og að bílar væru
mun ódýrari þar en hér og eldsneytið
kostaði innan við þriðjung af því sem
hér býðst. Þá þótti honum áberandi
hvað íburður í húsnæði opinberra að-
ila og bankastofnana væri miklu meiri
hér en almennt gerist í Bandaríkjun-
um. Það leyndi sér ekki að hár banka-
kostnaður og skattar færu hér að ein-
hverju leyti í óþarfa.
Vissulega væru margir sem lifðu
um efni fram og fjármögnuðu líf sitt
með greiðslukortaskuldum þar
vestra. En þegar upp væri staðið væri
auðveldara fyrir almenning vestan-
hafs að leggja fyrir og mynda eignir
en hér.
Hinn kunninginn býr með fjöl-
skyldu sinni í hjarta Evrópusam-
bandsins. Aðspurður hvað þessum
kunningja þætti um verðlag hér á
landi var svarið stutt og laggott:
Brjálæði! Honum blöskraði matvæla-
verð og verð á flestum öðrum nauð-
synjum hér á landi samanborið við
ESB-ríkið.
x x x
GETUR verið að íslensk stjórn-völd þurfi að líta sér nær næst
þegar söngurinn um of lítinn sparnað
hér á landi verður kyrjaður? Er ekki
einfaldlega of lítið svigrúm hjá þorra
launafólks til að spara? Ætti ef til vill
að byrja á því að losa takið sem verð-
trygging, háir og breytilegir vextir,
margs konar þjónustugjöld, háir
skattar og lítill persónuafsláttur, að
ekki sé talað um vöruverðið, halda
venjulegu launafólki í heljargreipum?
Innlánsstofnanir hafa margar skil-
að góðum arði undanfarið, enda vextir
háir, vaxtamunur mikill og þjónustu-
gjöld tekin fyrir flest viðvik. Víkverji
heyrði talsmann eins bankans halda
því fram að gríðarlegar fjárhæðir
mætti spara með frekari sameiningu
bankastofnana. Víkverji velti því fyrir
sér hvernig sú hagræðing myndi skila
sér – í lægri þjónustugjöldum, lægri
vöxtum eða enn meiri arði?
Mjög góðir þættir
MIG langar að setja út á
greinina „Mikil vonbrigði“
þar sem þátturinn Hvernig
sem viðrar var gagnrýnd-
ur. Mér þætti heldur við
hæfi að nota fyrirsögnina
„Mikil ánægja“ því mér
þykja þessir þættir mjög
góðir og unga fólkið sem að
þeim kemur stendur sig
frábærlega vel. Þættirnir
sýna hvað ungt fólk getur
gert góða hluti.
Gylfi Þór.
Góðir og fróðlegir
þættir
ÉG er sammála konunni
sem skrifaði nýverið í Vel-
vakanda um þáttinn
Hvernig sem viðrar. Ég tek
undir orð hennar, og finnst
þættirnir góðir og fróðleg-
ir, og mættu þeir vera fleiri.
Egill Egilsson.
Tapað/fundið
Loftur er með símann
ÉG týndi símanum mínum í
Smárabíói sunnudaginn 27.
þ.m. Maður að nafni Loftur
fann símann á næstu sýn-
ingu og bað mig að hafa
samband næsta dag. Síðan
hefur síminn líklega orðið
rafmagnslaus og hef ég
ekki getað náð sambandi
við hann. Síminn er af
Nokia 3310-gerð með brot-
inn skjá, en hann inniheld-
ur upplýsingar sem ég
sakna sárt. Sá Loftur sem
kannast við þetta er vin-
samlega beðinn að hafa
samband í síma 896 5147
eða 698 7657
Hefurðu fundið
hálsmen?
GULLHÁLSMEN slitnaði
af keðju um miðjan júlí, lík-
ast til í Smáralind eða í Ár-
bæjarhverfi. Menið er í
formi útlína tveggja
hjartna sem föst eru sam-
an. Finnandi vinsamlega
hafi samband við Guðrúnu í
síma 566 6028 eða 698 9028.
Skór fyrir einfættan?
STAKUR karlmannsskór
gleymdist í póstafgreiðslu
Íslandspósts í byrjun júlí.
Skórinn er ljós á lit og ónot-
aður. Eigandinn getur vitj-
að hans í síma 580 1121.
Dýrahald
Dísarpáfagaukur
týndur
GRÁR dísarpáfagaukur
með gulan haus og rauðar
kinnar flaug að heiman frá
Kársnesbraut í Kópavogi
28. júlí sl. Þeir sem til hans
sjá eru beðnir ða hringja í
síma 821 8077.
Tveir kassavanir
og kelnir
TVO bröndótta kisubræður
vantar gott heimili. Þeir
eru tveggja mánaða, kassa-
vanir, kelnir og vanir börn-
um. Upplýsingar gefur
Hafdís í síma 866 8830.
Fjölleikahundur
í húsnæðisleit
TÍK sem er blönduð labra-
dor og bordercollie er að
leita sér að nýju heimili.
Hún heitir Káta, er 5 ára,
svört og hvít á lit og fjörug
og skemmtileg. Hún er lær-
dómsfús, kann ýmsar listir
og grípur bolta snilldar-
lega. Upplýsingar um Kátu
má fá í síma 566 8135 eftir 6
á kvöldin.
Týnd kisa
í Breiðholti
ÞESSI ársgamla kisa hvarf
heiman að frá sér í
Krummahólum síðastliðinn
fimmtudag. Hún er tvílit,
svört að ofan og hvít að
neðan, kelin og mannelsk.
Þeir sem hafa orðið kisu
varir vinsamlega hringi í
síma 587 7553 eða 555 3489.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
„MAMMA er ekki
fimmtudagur?“ spyr 10
ára sonur minn. „Jú,“
svara ég. „Þá er Hvernig
sem viðrar í sjónvarpinu í
kvöld, ég ætla sko að
horfa á hann,“ segir hann
þá. Ég vil þakka þeim
fjórmenningum fyrir
skemmtilegt ferðalag á
fimmtudagskvöldum í
sumar. Þættirnir hafa
vakið mikinn áhuga hjá
syni mínum og má með
sanni segja að hann, og í
raun allt heimilisfólkið,
sé mun fróðari um landið
okkar eftir samferðina
með Hvernig sem viðrar.
Þáttastjórnendur eru af-
slappaðir og eðlilegir, vel
máli farnir og virðast
hafa góða hugmynd um
það sem þau eru að gera.
Vonandi verður haldið
áfram með þættina næsta
sumar, því enn er margt
ókannað og þættirnir
höfða jafnt til yngri kyn-
slóðarinnar sem hinna
sem eru eitthvað farnir
að eldast.
Bestu þakkir, Rósa,
Villi, Helgi og Hjördís,
fyrir góða og fræðandi
skemmtun.
Þorgerður Anna
Arnardóttir.
Það viðrar vel á fimmtudögum