Morgunblaðið - 30.07.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.07.2002, Qupperneq 14
SUÐURNES 14 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Glucosamine (870 mg Glucosamine í hverjum belg) ásamt engifer og turmeric www.islandia.is/~heilsuhorn Fyrir vöðva og liðamót Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. UPPSAGNARBRÉF voru send til 72 starfsmanna Keflavíkurverktaka í gær. Róbert Trausti Árnason, for- stjóri fyrirtækisins, segir starfs- menn slegna, en vonast til að verk- efnastaða batni svo hægt verði að ráða fólk til starfa á ný. Starfs- mannafundir voru haldnir í fyrir- tækinu í gær þar sem rætt var um uppsagnirnar og verkefnastöðu fyr- irtækisins. „Ef verkefnastaðan batnar ætla ég mér að bjóða fólkinu að vinna áfram hjá félaginu eftir því sem kostur er,“ sagði Róbert í samtali við Morgunblaðið í gær. Flestir þeir sem sagt var upp eru iðn- aðarmenn. Róbert sagði það engum tilgangi þjóna að ræða við Varnarliðið um verkefni, en hálfrar aldar einokun Keflavíkurverktaka og Íslenskra aðalverktaka um framkvæmdir á vegum Varnarliðsins hefur verið af- létt í áföngum undanfarin ár og verður með öllu aflétt um áramótin. „Það er ekkert sem að mælir gegn því að verkefnastaða okkar batni fljótlega,“ sagði Róbert. „Þetta snýst eingöngu um það hversu vel okkur gengur í tilboðs- gerð okkar, því nú er allt boðið út.“ Róbert sagði Keflavíkurverktaka hafa átt mikilli velgengni að fagna undanfarin tvö ár, en starfsmenn væru skiljanlega slegnir vegna uppsagnanna. 72 starfsmönnum sagt upp hjá Keflavíkurverktökum „Vonast til að verkefna- staðan batni fljótlega“ Keflavíkurflugvöllur AKUREYRI UNDIRBÚNINGUR að heimkomu víkingaskipsins Íslendings gengur samkvæmt áætlun, að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Á sunnudag fór Íslendingur í vel heppnaða prufu- siglingu með fjölmiðlafólki vestra og forystu- mönnum í Westbrook, segir í frétt frá Reykja- nesbæ. Gunnar Marel skipstjóri og Elías Jensson stýri- maður eru báðir komnir til Westbrook í Conn- ecticut, þar sem skipið mun leggja upp til Boston í dag. Gunnar Marel segir skipið í mjög góðu ástandi og hlakkar til fararinnar. Auk þeirra Elíasar og Gunnars verða sex skipverjar með í för, velunn- arar Íslendings frá Westbrook. Íslendingur mun sigla norður til Boston og er áætlaður komutími föstudagurinn 2. ágúst en Ice- land Naturally og Íslensk-ameríska versl- unarráðið hafa skipulagt móttökuathöfn af því til- efni. Daginn eftir mun svo siglt áleiðis til Shelburne í Nova Scotia, með viðkomu í Portsmouth. Í Shelburne er áætlað að víkingaskipið verði 9. ágúst en þar verður það tekið um borð í Lagarfoss Eimskipafélagsins 12. ágúst og siglt heim á leið. Heimkoma Íslendings undirbúin Morgunblaðið/Brynjar Gauti Reykjanesbær AFLAHEIMILDIR á Suðurnesjum hafa færst til innan svæðisins und- anfarin tíu ár og í sumum tilfellum hafa aflaheimildir vaxið hlutfallslega á þessum tíma, að sögn Kristjáns Pálssonar, þingmanns Reykjanes- kjördæmis. Hann segir því ekki rétt það sem kom fram í máli Ketils Jós- efssonar, forstöðumanns Svæðis- vinnumiðlunar Suðurnesja, í Morg- unblaðinu sl. föstudag, að kvóti hafi horfið og skip verið seld í burtu án þess að nokkuð hafi verið að gert. Kristján segir að árið 1993 hafi verið komið á laggirnar Eignar- haldsfélagi Suðurnesja í þeim til- gangi að ná svæðinu upp úr erfiðri efnahagslegri lægð. „Ég lít svo á að það hafi tekist, enda margir sem lögðu þar hönd á plóginn,“ segir Kristján. Eignarhaldsfélagið hefur undan- farin fjögur ár fengið hátt í tvö hundruð milljónir króna frá ríkis- sjóði. Verkefni sem hafa fengið úhlutað fjármunum úr sjóðum fé- lagsins eru m.a. tengd ferðaþjón- ustu, fiskvinnslu og kvótakaupum. Kristján segir kvótann hafa færst til Grindavíkur þar sem öflug sjávarút- vegsfyrirtæki er að finna. „Á sama tíma hefur kvóti því miður minnkað í Sandgerði. Ég tel það tímabundið ástand því fá pláss liggja betur við gjöfulum fiskimiðum en Sandgerði. Þessar tilfærslur hafa þó ekki skapað eins mikla erfiðleika og bú- ast hefði mátt við vegna þess að fiskverkendur á Suðurnesjum nýta sér fiskmarkaði, sem eru mjög öflugir á svæð- inu,“ segir Kristján. „Til marks um það kaupa Suðurnesjamenn um 20 þúsund tonn af þeim 32 þúsund tonnum af fiski sem keypt eru á fiskmörkuðum af mörkuðum utan Suðurnesja.“ Samvinna nauðsynleg Kristján vill meina að verkalýðs- hreyfingin verði að vera með í þeim breytinum sem eru að verða á verk- takamarkaðinum á Keflavíkurflug- velli. Um áramótin lýkur einokun Keflavíkurverktaka og Aðalverk- taka á Keflavíkurflugvelli, en fyrir- tækin hafa undanfarna hálfa öld set- ið ein að öllum framkvæmdum á vellinum. „Verkalýðshreyfingin hefur vitað í tíu ár að það hefur staðið til að af- nema einkaleyfi verk- takanna og verður að laga sig að þeirri stað- reynd. Það eru miklar breytingar framundan. Það verður að auðvelda verktakafyrirtækjunum sem starfa á Vellinum að sækja út af svæðinu. Það verður að gerast í samvinnu verkalýðs- félaganna og fyrirtækj- anna.“ Að sumu leyti segir Kristján að uppsagnir hjá Keflavíkurverktök- um hafi verið fyrirsjáan- legar, þar sem engum verkefnum var úthlutað til þeirra á árinu. „Það kom hins vegar á óvart að utanríkisráðuneytið og varnar- málaskrifstofan skyldu ekki úthluta neinu verkefni til Keflavíkurverk- taka í ár. Á því hafa ekki verið gefnar neinar skýringar. Það er að sjálfsögðu alltaf mjög erfitt þegar uppsagnir ganga yfir. Ég vona að þær verði aðeins tíma- bundnar. Af hálfu þingmanna er full- ur vilji til að koma að lausn aðsteðj- andi vandamála, en sem betur fer hafa þau verið mjög fá á undanförn- um árum. Enda eru Suðurnesin eitt sterkasta atvinnusvæði á landinu.“ Kristján Pálsson þingmaður segir engar skýringar gefnar á verkefnaúthlutun varnarliðsins Suðurnesin mjög sterkt atvinnusvæði Kristján Pálsson Suðurnes ÞURR suðvestanátt var í Mývatns- sveit á föstudag. Slíkum degi sleppir ekki Sig- urgeir Jónasson bóndi í Vogum til að þurrka töðuflekk, allrahelst þeg- ar þurrkdagar hafa verið fáir svo sem nú hefur verið um sinn hér í sveit. Hann er hér kominn á Uni- versal-dráttarvél frá ungverska al- þýðulýðveldinu. Sú er af árgerð 1976 og hefur staðið sig vel í Mý- vatnssveit en var áður í Norðfirði. Hér er Sigurgeir að snúa á Ytri- Höfða, sem hann leigir af Reykhlíð- ungum. Hann lætur ekki deigan síga þó kominn sé á níunda tuginn en vinnur myrkra á milli við bú- skapinn. Morgunblaðið/BFH Sigurgeir Jónasson í Vogum sleppir ekki góðum þurrkdegi. Þurrkdagur hjá Sigurgeiri í Vogum ÞRJÚ ungmenni sluppu án teljandi meiðsla eftir bílveltu á Súluvegi ofan Akureyrar á laugardagskvöld. Öll voru þau með bílbeltin spennt og mun það hafa komið í veg fyrir mun alvarlegri áverka, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akur- eyrar. Bifreiðin fór nokkrar veltur og er talin gjörónýt. Öll voru ung- mennin flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Beltin björguðu DANIEL Breton bandarískur nátt- úrulífskvikmyndatökumaður segir 60% af öllum álkum í heiminum búa á Íslandi. Daniel hefur dvalið síðustu 6 vik- urnar í Grímsey við rannsóknir og myndatökur á lifnaðarháttum og hegðun þessa fallega fugls. Hann hefur fylgst með álkum og líferni þeirra í Maine í Bandaríkjunum og segir að það fyrsta sem hafi vakið athygli hans, var ólík hreiðurgerð álkunnar þar og álkunnar hér. Í Maine eru álkuhreiðrin alltaf í felum og ósýnileg með öllu en í Grímsey búa þær um sig í klettum og á klettasnösum með öðrum bjargfugl- um. Daniel hefur gert sérlega upplýs- andi fræðslumynd um lunda á Seal Island NWR eða Selaeyju sem er friðuð og nokkurs konar þjóðgarður. Myndina kallar hann „Fish out of water“ sem útleggst fiskur upp úr vatni en lundinn og álkan eru sjó- fuglar sem lifa 7 mánuði ársins á sjó og synda mun betur en þeir fljúga. Daniel hefur unnið við náttúrulífs- kvikmyndagerð í 4 ár. Fuglaáhuga- menn og aðrir geta fræðst nánar um hans merkilega starf í fuglaheim- inum á www.ganglionfilms.com. 60% álkustofnsins lifa á Íslandi Morgunblaðið/Helga Mattína Daniel Breton hefur síðustu vikur dvalið í Grímsey og myndað álkur. Grímsey

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.