Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 23 Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætlun sína með spennandi ferðatilboðum í vetur og allt að 10 % verðlækkun á ferðum frá því í fyrra. Beint vikulegt flug alla fimmtudaga í allan vetur frá 19.desember. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 1,2,3,4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra á meðan á dvölinni stendur. Heimsferðir bjóða nú meira úrval gististaða á Kanarí en nokkru sinni fyrr, hvort sem þú vilt íbúðir á Ensku ströndinni eða glæsihótel í Maspalomas. Beint flug með glæsilegum vélum Iberworld flugfélagsins án millilendingar og þú nýtur þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða allan tímann. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verðtrygging Heimsferða Ef þú færð sömu ferð annarsstaðar á lægra verði, endurgreiðum við þér mismuninn* Kanarí- veisla Heimsferða í vetur frá kr. 45.365 Við tryggjum þér lægsta verðið Verð frá 45.365 7 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með 2 börn . Verð kr. 49.765 14 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með 2 börn Verð kr. 58.550 7 nætur, 2. janúar, Tanife, m.v. 2 í íbúð Brottfarardagar vikuleg flug alla fimmtudaga Einn vinsælasti gisti- staðurinn Paraiso Maspalomas Verðtrygging Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið á Íslandi til Kanaríeyja. Ef þú færð sömu ferð annarsstaðar, m.v. sömu dagsetningar, ferðalengd og gististaði, endurgreiðum við þér mismuninn. Gildir ekki um sértilboð. ÍSLENSKIR kórar nota oft sum- artímann til að fara utan og syngja „fyrir“ þjóðir og hafa oft haft erindi sem erfiði. Með þessu tiltæki sínu hafa íslenskir kórar unnið sér jafn- ingjaþegnrétt í kórasamfélagi heimsins. Kór Menntaskólans í Hamrahlíð stefnir nú sókn sinni til Skotlands og af því tilefni hélt kór- inn tónleika í Háteigskirkju þar sem aðallega voru sungin íslensk þjóðlög og tónverk, sum hver sér- staklega samin fyrir Hamrhlíðinga, en einnig voru sungin þrjú erlend tónverk. Tónleikarnir hófust á Liljulaginu og síðan var vikið að mjög góðri út- setningu eftir Þorkel Sigurbjörns- son á sálmalaginu við Heilagi Drott- inn himnum á, er var sérlega fallega sungin. Tveir félagar úr kórnum sungu án undirleiks íslensk þjóðlög, fyrra lagið, Tunga mín, vertu treg ei á, var mjög fallega sungið af Bóasi Kristjánssyni. Það seinna, Drottins móðir milda og góða, söng Þórunn Vala Valdimarsdóttir af ein- stökum æskuþokka. Milli þessara laga söng kórinn perluna Heyr, himna smiður eftir Þorkel Sigur- björnsson, en milli hans og skálds- ins Kolbeins Tumasonar eru átta aldir, sem segir nokkuð um það, að tíminn er í raun ekki til, og upp- hefst í sköpun Þorkels og Kolbeins. Erlendu verkin voru Jubilate Deo eftir Lasso, Dona nobis pacem eftir Gesius, ýmist nefnd- ur Gese eða Göss (1555–1613) og var kantor í Frankfurt. Þessi einfaldi sálm- ur var sunginn í raddsetningu J.S. Bach. Síðast fyrir hlé söng kórinn mótettuna Lobet den Herrn, alle Helden (BWV 230), sem fræðimenn efast um að sé eftir meistarann, fallegt verk, sem var, eins og öll fyrri viðfangs- efnin, frábærlega vel sungin. Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð, undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur, er mjög góður og er ein- staklega gott jafnvægi á milli raddanna, sérstaklega á milli bassa og sóprans, þar sem nærri jafnt er skipað í raddir. Íslensku lögin voru Snert hörpu mína eftir Atla Heimi Sveinsson, Vinaspegill í útsetningu Róberts A. Ottóssonar og tvö ís- lensk þjóðlög, Fagurt er í fjörðum og Litlu börnin leika sér, í útsetn- ingu Johns Hearnes, sem starfaði hér á landi fyrir mörgum árum. Þessar útsetningar eru frábærlega vel gerðar, sérstaklega Fagurt er í fjörðum, er var ótrúlega vel flutt og í raun hápunktur tónleikanna. Amorsvísa eftir Snorra Sigfús Birgisson var fallega flutt og sama má segja um Ferðalok eftir Hróð- mar Inga Sigurbjörnsson. Bæði lög- in eru tónalt vel unnin og síðasta vísan í Ferðalokum sérstaklega fal- legur hymni. Það er svo með Jón- asarlögin, Dalvísu og Vorvísu, eftir Atla Heimi Sveinsson, að þau læðast að manni og án þess að geta að gert er maður einn með sjálfum sér far- inn að raula þau. Ekki var innprentunin minni fyrir það hve vel þau voru flutt, sérstaklega Dalvísan, en smátt eitt vantaði á að hljóðfæra- leikurinn væri nógu öruggur í Vorvísunni. Limrurnar eftir Þorstein Valdimarsson og Pál P. Pálsson voru einum of lausar í sér og leikurinn heldur fjarri. Lokavið- fangsefnin voru tvær stemmur, Pilt- urinn og stúlkan og Í gleðinni. Á undan léku tveir kórfélagar sam- skipti piltsins og stúlkunnar og á eftir fylgdi glæsilegur söngur Hamrahlíðarkórsins, undir frábærri stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Það er í raun afrek hversu Þor- gerði tekst að halda uppi vönduðum söng hjá söngfólki, sem er að taka út raddþroska sinn og á að auki skamma dvöl í kórnum, námstíma sinn í skólanum í besta falli. Þetta sýnir að það er kórstjórinn sem skapar raddlega og hrynræna sam- virkni söngfólksins og túlkunin er svar kórsins við listrænum skilningi söngstjórans. Þetta er auður Þor- gerðar og með það að veganesti mun kórnum vegna vel og fær til viðbótar hlýjar þakkir og ferða- kveðjur þeirra er nutu góðra tón- leika í Háteigskirkju sl. sunnudags- kvöld. Á leið til Skotlands TÓNLIST Háteigskirkja Kór Menntaskólans í Hamrahlíð, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, flutti ís- lenska kórtónlist og verk eftir Lasso, út- setningu og mótettu eftir J.S. Bach. Sunnudaginn 28. júlí. KÓRTÓNLEIKAR Þorgerður Ingólfsdóttir Jón Ásgeirsson ÁSGRÍMSBRUNNUR á Hellnum var nýlega grafinn upp á vegum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Landverðir þjóðgarðsins og sjálf- boðaliðar frá Bretlandi komu að verkinu en því stjórnuðu Sæmund- ur Kristjánsson sagnamaður á Rifi og Magnús A. Sigurðsson minja- vörður á Vesturlandi. Brunnurinn var hlaðinn af Ás- grími Vigfússyni (1758-1829) presti í Breiðuvíkurþingum. Ás- grímur var mikill hagleiksmaður og smíðaði skip og hús, hlóð garða og brunna og var mjög fundvís á vatn í jörðu. Ásgrímsbrunnur var notaður fram yfir miðja síðustu öld en hafði fyllst af sandi. Um árabil sá Kristín Kristjánsdóttir á Ökrum um að hreinsa brunninn og halda honum sýnilegum. Brunnurinn er í fjöruborðinu, niður af veitinga- staðnum Fjöruhúsinu á Hellnum. Ásgrímsbrunnur grafinn upp Ásgrímsbrunnur á Hellnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.