Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opnunartímar: Mánud.-föstud. frá kl. 10-18. Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is Audi A3 Attraction 1.6, f.skr.d. 18.07.1997, 3 d., sjálfsk., 15“ álfelgur. Verð 1.270.000. RÚMLEGA fimm hundruð manns, með umboð fyrir 326 til viðbótar, sátu fund stofnfjáreigenda Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis í gær þar sem fjallað var um yfir- tökutilboð Búnaðarbanka Íslands, greinargerð Fjármálaeftirlitsins um málið og tillögu um að létta tak- mörkunum á fjölda hluta í eigu ein- stakra stofnfjáreigenda. Sú tillaga var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Fundurinn hófst með ræðu Jóns G. Tómassonar, stjórnarformanns SPRON, þar sem hann rakti gang- inn um málefni SPRON síðustu vik- urnar. Í upphafi ræðu sinnar sagði hann meðal annars: „Þremur dögum fyrir boðaðan fund stofnfjáreigenda, eða hinn 25. júní, var gert kunnugt um samkomulag fimm stofnfjáreigenda við Búnaðarbanka Íslands hf. um boð í stofnfjárhluti á fjórföldu fram- reiknuðu nafnverði þeirra og síðan yfirtöku Búnaðarbankans á rekstri SPRON. Það er ekki ofsagt að þetta yfirtökutilboð Búnaðarbankans hafi hrint af stað atburðarás og átökum, sem engan hafði órað fyrir, hvorki úr hópi stjórnar SPRON, stofnfjár- eigenda eða stjórnmálamanna, sem tjáð hafa sig um málið, og stjórn- endur Búnaðarbankans hefðu áreiðanlega ekki lagt af stað í þessa vegferð ef þeir hefðu séð hana fyrir – og þann álitshnekki sem bankinn hefur orðið fyrir vegna málsins. Á það verður að benda að stofn- fjáreigendurnir fimm ræddu aldrei við stjórnendur sparisjóðsins um þær hugmyndir sínar að hægt væri að greiða margfalt verð fyrir stofn- fjárhluti heldur sneru sér til sam- keppnisaðila, til annars banka, og síðan hafa þeir brotist um á hæl og hnakka til að koma, fyrir dágóða þóknun, sparisjóðnum undir Búnað- arbankann,“ sagði hann og minnti á umræður um að nauðsynlegt væri að mæta kröfum um eiginfjárhlut- fall sparisjóðsins og vænlegast í því efni væri að breyta honum í hluta- félag. Hefði hann bent á þetta allt frá árinu 1998. Deilt strax um gildi tilboðsins „Yfirtökutilboð fimmmenning- anna í umboði Búnaðarbankans frá 25. júní gjörbreytti að sjálfsögðu þeim viðhorfum, sem mótað höfðu störf stjórnarinnar í undirbúningi að breytingu á rekstrarformi spari- sjóðsins. Um gildi tilboðsins og áform Búnaðarbankans var strax deilt. Viðskiptaráðherra, sem fer með atkvæði meirihlutaeignar rík- issjóðs í Búnaðarbankanum, lét þau orð falla, að þetta tilboð gengi í ber- högg við túlkun allra þeirra, sem að undirbúningi löggjafar um spari- sjóði höfðu unnið og þar með vilja löggjafans og raunar einnig gegn þeim skilningi, sem bæði löggjafar- valdið og framkvæmdavaldið höfðu alltaf haft á ákvæðum laga um sparisjóði. Ummæli svipaðs efnis viðhöfðu bæði formaður og varafor- maður efnahags- og viðskiptanefnd- ar Alþingis svo og fjölmargir aðrir alþingismenn, sem tjáðu sig um málið.“ Stjórnarformaðurinn sagði full- komna óvissu hafa ríkt um réttar- stöðu í málinu og það hefði ekki þjónað tilgangi að kalla stofnfjár- eigendur á fund meðan hún væri uppi. Sagði hann stjórnina hafa lýst því yfir að kæmi það á daginn að viðskipti fimmmenninganna og Búnaðarbankans stæðust myndi stjórnin haga undirbúningi mála í ljósi slíkra viðhorfa og leita hag- kvæmari kosta en Búnaðarbankinn hafði boðað bæði fyrir sparisjóðinn og stofnfjáreigendur. „Fjármálaeftirlitið skilaði grein- argerð sinni um yfirtökutilboð Bún- aðarbankans 19. júlí sl. Niðurstaðan var sú að þótt eftirlitið teldi gildandi löggjöf ekki fela í sér bann við fram- sali á stofnfjárbréfum á hærra verði en endurmetnu nafnverði þá verði jafnframt að tryggja að sparisjóð- urinn sjálfur fái hlutdeild í þeirri verðmætisaukningu. Ekki hafi verið sýnt fram á þetta í þeim áformum, sem Búnaðarbankinn hafði uppi og Fjármálaeftirlitið staðfesti því ekki umsókn samningsaðila, svo sem far- ið var fram á og áskilið er að lögum. Í niðurstöðu eftirlitsins er lögð rík áhersla á skyldu stjórnar til að gæta hagsmuna sparisjóðs umfram aðra hagsmuni. Kemur þar skýrt fram, að stjórn sparisjóðsins var ekki heimilt að samþykkja framsal á stofnfjárbréfum skv. samningi Bún- aðarbankans og fimmmenning- anna.“ Þá rakti Jón hvernig deilt hefði verið um túlkun á niðurstöð- unni, stjórn SPRON hefði litið svo á að henni væri ekki heimilt að sam- þykkja framsal á stofnfjárbréfum samkvæmt samningi Búnaðarbank- ans og fimmmenninganna en þeir og lögmaður þeirra hefðu hins veg- ar túlkað hana þannig að eina fyr- irstaðan væri stjórn sparisjóðsins. Hefði aðeins þurft að fella hana og fá nýja stjórn til að samþykkja framsölin þrátt fyrir þessa afstöðu Fjármálaeftirlitsins. Ætlað að tryggja vöxt og viðgang SPRON Undir lok ræðunnar greindi Jón frá yfirlýsingu stjórnar SPRON: „Fram eru komnar hugmyndir um viðskipti með stofnfé sem jafnframt er ætlað að tryggja vöxt og viðgang SPRON og áframhaldandi þjónustu hans sem sjálfstæðs sparisjóðs. Að fengnu samþykki Fjármálaeftirlits- ins á þeim áformum telur stjórn SPRON að kominn sé grundvöllur til að ná ofangreindum markmið- um,“ segir þar meðal annars og síð- an sagði hann: „Þessi yfirlýsing fel- ur fyrst og fremst í sér áréttingu á þeirri afstöðu stjórnarinnar, sem kom strax fram 26. júní, að hún myndi hafa hagsmuni sparisjóðsins og stofnfjáreigenda að leiðarljósi við ákvörðun á því, hvort stjórnin hafnaði eða samþykkti framsal á stofnfjárbréfum. Enn er áréttað – og þá ekki síst af því tilefni sem fimmmenningarnir og Búnaðar- bankinn hafa gefið – að stjórnin mun ekki ganga gegn afstöðu Fjár- málaeftirlitsins, sem hefur það hlut- verk skv. gildandi lögum að hafa eftirlit með því að fjármálastarf- semi sé í samræmi við lög, reglu- gerðir, reglur og samþykktir sem hverju sinni gilda um slíka starf- semi, en þ.á m. er að sjálfsögðu starfsemi bæði banka og sparisjóða. Og í niðurlaginu segir að samþykki Fjármálaeftirlitið þau áform sem Starfsmannasjóður SPRON hefur lagt upp með, þá muni stjórn spari- sjóðsins telja að það markmið sem stjórnin hefur haft að leiðarljósi verði tryggt og muni samþykkja framsöl á stofnfjárbréfum, sem á þeim grundvelli verða gerð.“ Vildi bæta hag stofnfjáreigenda Pétur Blöndal, einn þeirra fimm sem staðið hafa að tilboði um kaup á hlut stofnfjáreigenda með stuðningi Búnaðarbankans, sagði nauðsyn- legt að hagræða og sameina í bankakerfinu til að auka samkeppn- ishæfni. Hann rifjaði upp lagasetn- ingu um að heimilt væri að breyta sparisjóðum í hlutafélög og sagði stofnfjáreigendur verða hlunnfarna við slíkar breytingar. Sagði hann það myndu hafa gerst 28. júní ef SPRON hefði verið breytt í hluta- félag að sjóður sem enginn ætti hefði átt nærri 90% í hlutafélagi sem stofnað yrði en stofnfjáreig- endum hefði aðeins verið áskilin 11,5% hlutur þrátt fyrir að allur rekstur sparisjóðsins hefði orðið til fyrir framlag stofnfjáreigenda. Pét- ur kvaðst hafa komið með hugmynd um að bæta hag stofnfjáreigenda og á því hefði byggst samvinnan við Búnaðarbankann. Þessa hugmynd hefði hann viljað bera undir stofn- fjáreigendur og hefði þeim verið boðið gengið 4 fyrir hlut. Pétur kvaðst ánægður með tilboð Starfs- mannasjóðs SPRON sem væri mið- að við gengið 5,5 og kvaðst hann styðja stjórnina heils hugar í því að taka því tilboði að fengnu sam- þykkti Fjármálaeftirlitsins. Kvaðst hann einnig ánægður með að öllum stofnfjáreigendum yrði selt. Hann sagði einnig tilboð Búnaðarbankans standa ef Starfsmannasjóði tækist ekki að standa við tilboð sitt. Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður fimmmenninganna, sagði það alltaf hafa verið ætlan þeirra að fara að lögum í þessum málum. For- senda fyrir tilboðinu hefði einnig verið sú að tveir þriðju hlutar stofn- fjáreigenda samþykktu það og ekki væri því hægt að tala um óvinveitta yfirtöku. Yfirtakan byggðist á því að tilskilinn meirihluti stofnfjáreig- enda væri fyrir hendi. Sagði hann stjórnina hafa brugðist illa við, hún hefði ætlað að bjóða nafnverð fyrir hlut en þarna hefði komið fram fjór- falt nafnverð. Vilja tryggja sjálfstæði spari- sjóðsins og starfsmanna Ari Bergmann Einarsson, for- maður Starfsmannasjóðs SPRON, gerði stuttlega grein fyrir tilboði sjóðsins til stofnfjáreigenda. Þakk- aði hann góðar undirtektir við til- boðið en liðlega 60% stofnfjáreig- enda hafa samþykkt að ganga að því. Hann sagði hafa komið fram hugmyndir meðal starfsmanna um að slá skjaldborg um SPRON þegar tilboð fimmmenninganna kom fram 25. júní. Nauðsynlegt hefði þótt að sameinast um að bjóða í stofnféð til að tryggja sjálfstæði sparisjóðsins og starfsmanna. Sagði hann stuðn- ing almennan meðal starfsmanna og að faglega hefði verið staðið að mál- um. Hann sagði nú beðið niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins og eftir þeirri niðurstöðu færi hvernig færi með hluti þeirra sem ekki hefðu sam- þykkt tilboð Starfsmannasjóðsins. Stjórn Starfsmannasjóðsins hefði rætt málið og leitast yrði við að gæta jafnræðis meðal stofnfjáreig- enda. Nokkrir fleiri tóku til máls í um- ræðunni en að henni lokinni var tek- in á dagskrá tillaga um breytingu á samþykktum sparisjóðsins. Fjallaði hún um að ekki væru sett takmörk á fjölda hluta í eigu einstakra stofn- fjáreigenda. Annar tillögumanna, Benedikt Jóhannesson, gerði grein fyrir tillögunni og sagði hana m.a. forsendu þess að tilboð Starfs- mannasjóðs stæðist. Undir það tók Jón G. Tómasson stjórnarformaður og lagði til að tillagan yrði sam- þykkt. Einnig fundarmanna lýsti sig ósamþykkan henni en við at- kvæðagreiðslu var hún samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða. Stjórnarformaður Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis á fjölmennum fundi stofnfjáreigenda Munum ekki ganga gegn afstöðu Fjármálaeftirlitsins Miklar umræður voru á fundi stofnfjáreig- enda SPRON í gær um kosti og galla yfir- tökutilboða sem stofnfjáreigendum hafa borist. Tillaga um vantraust á stjórnina sem var í fundarboði var tekin af dagskrá. Morgunblaðið/Arnaldur Rúmlega 500 manns sátu fund stofnfjáreigenda Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis á Grand hóteli í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.