Morgunblaðið - 13.08.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 13.08.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Verkjalína Heilsustofnunar NLFÍ Vítahringur verkja rofinn VERKJALÍNAHeilsustofnunarNLFÍ í Hvera- gerði hefur unnið að víð- tækri stefnumótun og námskeiðahaldi undanfar- in ár. Sigrún Vala Björns- dóttir, sjúkraþjálfi hjá Heilsustofnuninni, sagði Morgunblaðinu nánar frá verkjalínunni. – Hver er saga verkja- línunnar? „Þannig er mál með vexti að um margra ára skeið hafði verið starfrækt verkjalína, það er nokk- urra vikna meðferð við verkjum, við Heilsustofn- unina. Haustið 2000 var ákveðið að ráðast í víðtæka stefnumótunarvinnu þar sem allt verkjalínuteymið lagðist á eitt með að greina starfið og skapa ákveðna stundaskrá sem fylgt væri í verkjameðferð. Nýj- ungarnar voru til dæmis öflugra hópastarf og skýrari dagskrá, sem skapaði meiri festu í meðferð- inni.“ – Hvernig ber fólk sig að sem vill komast í meðferð hjá ykkur? „Enginn kemur hingað án beiðni frá lækni, þannig að allir sem koma í meðferð á verkjalín- unni hafa verið greindir hjá lækni og verið boðið að koma til dvalar við Heilsustofnunina. Við kynnum meðferðina fyrir læknum og sjúkraþjálfurum til þess að allir átti sig á gildi og starfsemi verkja- línunnar. Við greinum úr beiðnum sem okkur berast, og höfum sam- band við þá sem við teljum að ættu að fara í verkjameðferð.“ – Koma allir á sama tíma? „Já, vegna þess að þetta er hóp- meðferð koma allir á sama tíma á Heilsustofnunina og eru í fjórar vikur. Næst er von á þátttakend- um 11. september, og síðan 6. nóv- ember.“ – Hafa þeir sem veljast á verkjalínuna átt við margvíslega verki að stríða? „Já, og margir hafa enga lausn fundið á verkjunum, að minnsta kosti ekki til langframa. Marg- sinnis er leitað leiða til að lina þjáningar tímabundið, en lítið hugsað um heildina, þar með talið andlegu hliðina. Við leggjum áherslu á að kafa ofan í málin, bæði andlega og líkamlega. Án þess að takast á við andlega og lík- amlega líðan lifir viðkomandi í vítahring sem erfitt er að losna úr. Meðferðin hjá okkur er miðuð við að brjóta niður þennan vítahring. Margir hafa þegið óvirka meðferð þar sem einstaklingurinn þarf lítið að leggja á sig en við svo fjölþætt vandamál dugir slík meðferð skammt. Þessu viljum við ein- dregið snúa við og virkja einstak- linginn til sjálfshjálpar til að mynstrið geti breyst.“ – Hverjir hafa helst gagn af meðferðinni? „Helst er það fólk á vinnufær- um aldri sem þjáist af langvarandi stoðkerfisverkjum. Margir hafa dottið út af vinnumarkaðnum, stuðningur fjölskyldu er oft takmarkaður og vandamálin hafa hlað- ist upp. Þegar svo er komið dugar ekki að fara í stutta meðferð nokkrum sinnum í viku heldur verður að rjúfa tengslin við dag- legt amstur og byggja sig upp frá grunni.“ – Af hverju einkennist meðferð verkjalínunnar? „Áhersla er lögð á líkamlega þjálfun, fræðslu og slökun. Fræðslan, í formi fyrirlestra, er lykilatriði til þess að fólk geti í framtíðinni haldið áfram á styrkj- andi braut og ráðið bót á meinum sínum til lengri tíma á sjálfstæðan hátt. Margir átta sig á, með fræðslu um líkamsvitund, andlega líðan, svefnvandamál, þjálfun, verki og slökun, að til eru fjölda- margar leiðir til betra lífs með minni verkjum. Við leggjum mikla áherslu á að fólk finni sér hreyf- ingu sem er því að skapi, hefur gaman af að stunda og hefur ánægju af. Stunduð er hópmeð- ferð á öllum sviðum en einstak- lingsmeðferð í formi ráðgjafar þar sem komið er til móts við fjöl- breyttar þarfir og ólík vandamál þeirra sem til okkar koma. Fólk fær stuðning af að hitta aðra sem eiga við svipuð vandamál að stríða og það er afar mikilvægt að vita af öðrum í svipaðri stöðu. Umræðu- fundum er stýrt af hjúkrunar- fræðingum, sálfræðingi og lækni verkjateymisins.“ – Hvernig bregðast þátttak- endur við meðferðinni? „Fyrstu tvær vikurnar geta verið erfiðar, en það er afar ein- staklingsbundið. Allir verða að vera meðvitaðir um að það þarf hörku til að takast á við verkina og það krefst fórna. Til dæmis er ekki boðið upp á nudd í meðferð- inni vegna þess að fólk á að leita árangurs án hjálpar óvirkrar meðferðar. Meðferðin er krefjandi og þarfnast mikils stuðnings. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Við höfum þolprófað og rannsakað árangur af meðferð- inni, og borið saman við samsvar- andi próf sem gerð eru við komu viðkomandi á Heilsustofnunina. Marktækur munur hefur mælst á öllum þáttum eftir fjögurra mánaða meðferð. Nú er unnið að langtímarannsóknum sem munu varpa enn skýrari ljósi á árangur verkjameðferðarinnar.“ Sigrún Vala Björnsdóttir  Sigrún Vala Björnsdóttir er fædd á Akureyri 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1984, B.Sc.-prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1990 og M.Sc.- prófi í sjúkraþjálfun frá Univers- ity of Alberta í Edmonton í Kan- ada 1997. Sigrún Vala hefur starfað sem sjúkraþjálfari hjá Sjálfsbjörgu í Reykjavík, á Reykjalundi og á MT-stofunni í Reykjavík. Nú síðustu 3 árin hef- ur hún starfað á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði sem for- stöðumaður verkjateymisins. Sigrún Vala er gift Mohammed Fadhel Meddeb sem nú er í mast- ersnámi í umhverfisfræði og eiga þau von á sínu fyrsta barni. Fræðsla um verki og hreyfingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.