Morgunblaðið - 13.08.2002, Side 15

Morgunblaðið - 13.08.2002, Side 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 15 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða einstakt tækifæri til að ferðast til eins frægasta heilsubæjar á Ítalíu, Salsomaggiore. Í næsta nágrenni eru 7 golfvellir og einstök aðstaða er til heilsuræktar og heilsubaða á hótelum Heimsferða og í miðbænum. Hér er stórkostlegt umhverfi, gamli bærinn í 5 mínútna göngufæri frá hótelunum með veitingastöðum, verslunum, skemmtistöðum og heillandi mannlífi. Aðeins 50 sæti í boði Spa-ið Dæmi um heilsumeðferðir á hótelum Heimsferða: Leirbað og háþrýstinudd: EUR: 52. Spa, bað og heilnudd: EUR: 63. Spa-húsið í Salsomaggiore, Terme Salsomaggiore, er víðfrægt. Það er í hjarta bæjarins, stór, glæsileg bygging þar sem þú getur valið um margvíslegar heilsumeðferðir. Vatnið í bænum er frægt fyrir efnainnihald sitt. Golfið 6x18 holu og 1x9 holu golfvellir í næsta nágrenni, í u.þ.b. 5–90 kílómetra fjarlægð. Vallargjald á hring EUR 33.50. 4 daga golfpakki á eftirtalda velli: · Salsomaggiore Golf and Country Club. · Golf Club Sastell 'Arquato. · La Rocca Golf Club. · Salsomaggiore Golf and Country Club. Verð 19.900 kr. á mann. Innifalið: Vallargjöld og akstur til og frá golfvöllum. Hótel Heimsferða Hotel Valentini **** Fallegt hótel í gamaldags stíl við gamla bæinn í Salsomaggiore. Þægileg herbergi með allri þjónustu, bað, sjónvarp, sími. Á hótelinu er veitingastaður, bar og spa/heilsurækt. Verð kr. 49.950. Grand Hotel Porro ****+ Fallegt 4 stjörnu hótel við hliðina á hótel Valentini í glæsilegum gömlum stíl. Öll herbergi nýinnréttuð. Sjónvarp, sími, loft- kæling, minibar. Á hótelinu er veitingastaður, bar og spa/heilsurækt. Verð kr. 62.850. Innifalið í verði: Flug, gisting með morgunverði í 7 nætur, fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli erlendis, flugvallarskattar og gjöld. Ekki innifalið: Spa, heilsumeðferðir, vallargjöld á golfvöllum, akstur til og frá golfvöllum og kynnisferðir. Golf og spa á Ítalíu frá kr. 49.950 19. september – 7 nætur Glæsilegir golfvellir Golfvöllurinn í Salsomaggiore GRÍÐARLEGUR áhugi er fyrir hugmyndum um jarðgöng undir Vaðlaheiði en húsfyllir var á kynn- ingarfundi um málið sem Eyþing stóð fyrir á Hótel KEA í gær. Sveit- arfélög á svæðinu hafa sýnt málinu mikinn áhuga og fyrir um einu ári samþykkti Hálshreppur að leggja fram 10 milljónir króna í hlutafélag sem fyrirhugað er að stofna og vinni að gerð og rekstri jarðganga undir Vaðlaheiði. Kristján Þór Júlíusson, formaður stjórnar Eyþings og bæj- arstjóri á Akureyri, sagði á fundinum að stefnt væri að stofnun hlutafélags fyrir næstu áramót. Gísli Gíslason, formaður Spalar og bæjarstjóri á Akranesi, fór yfir sögu Spalar og sagði m.a. að Hvalfjarðargöngin hefðu breytt hugarfari á Vesturlandi. Hreinn Haraldsson, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs Vegagerðarinn- ar, kynnti fyrirliggjandi rannsóknir Vegagerðarinnar vegna Vaðlaheið- arganga, varðandi frumskoðun á byggingu og rekstri ganganna sem einkaframkvæmd. Í máli Hreins kom fram að það væri vel þess virði að skoða Vaðlaheiðargöng í einkafram- kvæmd enda væri ljóst að slík jarð- göng væru ekki á dagskrá í það minnsta næsta áratuginn eða lengur, ef ríkið ætti alfarið að taka að sér verkefnið. Þó væri ljóst að fjárhags- leg þátttaka ríkisins í verkefninu sem einkaframkvæmd væri óhjá- kvæmileg. Hefur þar verið skoðað að framlag ríkisins af stofnkostnaði gæti verið 25–75%. Jarðfræðilegar aðstæður hagstæðar Hreinn sagði jarðfræðilegar að- stæður almennt hagstæðar, bergið væri víðast þétt og vatnsleki ætti því að verða lítill. Eins og fram hefur komið er gert ráð fyrir að göngin verði 7,2 km löng og stytti vega- lengdina um 15 km frá leiðinni yfir Víkurskarð. Hreinn sagði að umferðin væri veigamikill þáttur, sérstaklega þegar verið væri að reikna arðsemi í einka- framkvæmd. Umferðin um Víkur- skarð er að meðaltali um 800–900 bílar á dag. Samkvæmt umferðarspá er gert ráð fyrir 25% aukningu við opnun Vaðlaheiðarganga, 10% aukn- ingu næsta ár á eftir, 3% aukningu næsta ár þar á eftir og 1,4% aukn- ingu eftir það. Heildarkostnaður við fram- kvæmdina, tvíbreið jarðgöng, gjald- stöð með búnaði, rannsóknir, hönnun og eftirlit, er áætlaður 4,4 milljarðar króna á verðlagi síðasta árs. Árlegur viðhalds- og rekstarkostnaður er áætlaður 50 milljónir. „Stofnkostn- aðurinn er nokkuð föst stærð og við vorum t.d. aldrei hræddir við þann lið í Hvalfirðinum á sínum tíma. Það er hins vegar mun erfiðara að spá fyrir um tekjuhliðina, þ.e. umferðina um göngin.“ Hreinn sagði að Víkur- skarð yrði áfram opið og að Grenvík- ingar og fleiri myndu nota það áfram en að þó færi vetrarumferðin vænt- anlega öll í gegnum göngin. Hreinn sagði að varðandi veggjald um göngin hafi mörg dæmi verið skoðuð. Sú upphæð sé háð framlagi ríkisins og lánstíma og komi vissu- lega til með að hafa áhrif á það hversu margir noti göngin, líkt og í Hvalfirði. Hann sagði Hvalfjörðinn fyrirliggjandi dæmi en að styttingin þar væri mun meiri en í gegnum Vaðlaheiði. „Við höfum talið raunhæft að tala um að veggjald hér væri um helm- ingur af gjaldinu í Hvalfjarðargöng- um. Það sem skiptir líka miklu máli er áskriftin en í lok síðasta árs voru yfir 50% bíla sem fara um Hvalfjarð- argöng í áskrift, þannig að meðal- gjaldið er um 600 kr. á fólksbíl en ekki 1.000 kr. eins og margir halda. Við höfum stillt því upp að meðal- gjald fyrir fólksbíl í gegnum Vaðla- heiði yrði 300 kr. en 500 kr. fyrir ein- stakt gjald, ef hlutfall áskriftar yrði svipað og í Hvalfirði. Þá væru stórir bílar að borga 1.250 kr. En hversu langt duga þessar tekjur og ef þetta dugir ekki, hversu hátt þarf þá gjald- ið að vera til að tryggja afkomu fé- lagins en þar kemur aðkoma ríkisins til sögunnar.“ Hreinn sagði að þótt skoðaður hafi verið mislangur endurgreiðslutími, þ.e. tími sem vegfarandur þurfi að greiða veggjald, hafi menn stað- næmst við 20 ár. Gísli Gíslason, formaður stjórnar Spalar, sagði að í upphafi hefðu þeir ekki verið margir sem höfðu trú á því að unnt væri tæknilega að gera göng undir Hvalfjörð, hvað þá að hægt væri að láta þau borga sig með inn- heimtu veggjalds. Hann sagði að verkefnið hefði gengið vel, mun bet- ur en menn þorðu að vona. Skipti þar miklu máli vandaður undirbúningur. Gísli sagði að umferðin um göngin hafi aukist ár frá ári og að áhrifin séu mun meiri en menn hafi gert ráð fyr- ir í upphafi. Spölur var stofnaður 1991 og í kjölfarið var gerður samningur við ríkið um að hafa forgöngu um verk- efnið í ákveðinn tíma. Um 1995–1996 lá fjármögnun fyrir og var samning- ur þá gerður við Fossvirki um verkið í alútboði. Gísli sagði að í upphafi hafi verið gert ráð fyrir að göngin yrðu greidd upp á 20 árum. Miðað var við um 1.500 bílar færu um göngin á sól- arhring og að veggjaldið yrði um 1.000 kr. á bíl. Kostnaðurinn var áætlaður um 5 milljarðar og stóðst nánast upp á krónu, að sögn Gísla. Erlend fjármögnum var um 50% og um 48% frá lífeyrissjóðum. Eftir um 16 ár, þegar lánin hafa verið greidd, fær ríkið göngin endurgjaldslaust til baka. Gísli sagði að undirbúningur verksins hefði verið eins og best verður á kosið og bar hann sérstakt lof á íslensku verk- og jarðfræðinga- stéttina. Hann sagði að alútboð verksins, þar sem borgað var fyrir fullgerðan hlut, hafi verið mjög dýr aðferð. Heildarkostnaður var um 5 milljarðar króna en kostnaður við gerð ganganna var um 3,6 milljarðar króna. Því fóru um 1,4 milljarðar króna í ýmis konar undirbúning, auk þess sem lán Spalar er lúta að ganga- gerðinni eru án ríkisábyrgðar og vextir því hærri en ella. Gísli sagði að lífeyrissjóðirnir hefðu komið að þessu máli með mjög myndarlegum hætti. „Vegfarendur voru ekki andvígir því að greiða gjald við að stytta leið- ina og fara undir Hvalfjörðinn. Við opnun ganganna kom hins vegar strax fram gagnrýni og mönnum fannst gjaldið of hátt. Þar sem um- ferðin varð strax meiri en gert var ráð fyrir gátum við lækkað gjaldið og það hefur verið friður um gjald- skránna.“ Gísli sagði jafnframt að töluverð umræða hafi verið um öryggismál í göngunum og því mikilvægt að sátt væri um þau mál. „Göngin hafa valdið byltingu varð- andi búsetuskilyrði, ekki aðeins á Akranesi, heldur nær áhrifasvæðið til Vesturlands og Norðurlands. Það eru úrtöluraddir og hindranir alls staðar en þá reynir á þá sem trúa og draga vagninn,“ sagði Gísli. Eftir er að kanna áhuga einkaaðila og fjárfesta Kristján Þór Júlíusson sagði að á síðustu 2–3 árum hafi umræða um gerð jarðganga undir Vaðlaheiði far- ið vaxandi. Unnið hefur verið að mál- inu innan stjórnar Eyþings og ein- stakar sveitarstjórnir hafa ályktað um málið og lýst yfir áhuga á að koma að stofnun fyrirhugaðs félags. Hins vegar sé ókannað hvort og hve mikill áhugi sé á meðal einkaaðila, fjárfesta, fyrir því að koma að verk- efninu. Kristján Þór sagði að af hálfu Ey- þings hafi alla tíð verið lögð á það áhersla að hugmyndum um jarðgöng undir Vaðlaheiði verði ekki stillt upp gegn þeim framkvæmdum sem þeg- ar eru áformuð milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, heldur horft til þess að hér gæti orðið um að ræða einka- framkvæmd í samstarfi við ríki og sveitarfélög. Að lokinni framsögu voru almenn- ar umræður og allir þeir sem tóku til máls lýstu sig fylgjandi jarðganga- gerð undir Vaðlaheiði og töldu að slík framkvæmd myndi styrkja svæðið mikið. Stefnt að stofnun hlutafélags um gerð og rekstur jarðganga undir Vaðlaheiði fyrir áramót Þátttaka ríkisins óhjákvæmileg Morgunblaðið/Kristján Húsfyllir var á kynningarfundi Eyþings um jarðgöng undir Vaðlaheiði og meðal viðstaddra var Guðmundur Hallvarðsson, formaður sam- göngunefndar Alþingis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.