Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Heildsölur, smásölur Erum með tvær sjálfstæðar verslanir sem flytja inn allar sínar vörur. Eru með góð umboð og þekkt merki. Hægt að stórauka heildsöluþátt- inn. Önnur verslunin er á Laugaveginum en hiní Kópavogi. Önnur flytur inn og selur nærföt og náttföt, en hin er með allar barnavörur, þekktar og vandaðar. Tvö óskyld fyrirtæki með mikla möguleika. Matsölustaðir Erum með nokkra veitingastaði sem hafa mjög siðlega opnunar- tíma, jafnvel lokað á kvöldin og um helgar. Gott verð fyrir traust fólk. Komið og skoðið úrvalið hjá okkur. Það borgar sig. Við höfum örugglega eitthvað sem hentar ykkur. Góðir staðir fyrir unga kokka eða tvær góðar saman. Vorum að fá góða kaffistofu með vínveit- ingaleyfi. Reykjanesbær Vantar þið örugga vinnu? Engin hætta á uppsögn? Vilt þú þéna sjálfur af þinni þekkingu og vinnusemi? Er með tvö mjög góð fjöl- skyldufyrirtæki sem allir þekkja í bænum og gefa góðar tekjur. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Spennandi dæmi.                                   ! "   NEYTENDUR UM 63 milljónir gesta hafa heim- sótt verslunarmiðstöðina Kringl- una síðan hún var opnuð þennan dag fyrir 15 árum en haldið verður upp á afmælið með ýmsum hætti næstu daga. Málverkasýning með verkum lettneskra listamanna verður m.a. opnuð í dag í tilefni af heimsókn Vaira Vike-Freiberga, forseta Lettlands, hingað til lands. Hún mun opna sýninguna ásamt forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Afmælishátíð hefst síðan form- lega á fimmtudaginn og mun standa í 11 daga að sögn Ívars Sigurjónssonar markaðsstjóra Kringlunnar. „Á hverjum degi há- tíðarinnar verður eitt þúsund íspinnum dreift á meðal gesta, trúðar munu vera á ferli og tilboð í verslunum.“ Hann bendir á að dans- og tónlistaratriði verði í boði, leiktæki verði sett upp fyrir börn innan- og utandyra auk þess sem körtubílabraut verður komið fyrir í bílakjallara. Þá geti þeir sem leggja leið sína í Kringluna tekið þátt í lukkupotti þar sem hæsti vinningur er ferð til Flórída. „Á laugardaginn verður síðan borin á borð 15 metra löng afmæl- iskaka sem metta á fimmtán þús- und manns.“ Konur dvelja lengur í Kringlunni en karlar Í fyrra heimsóttu 5,3 milljónir manna Kringluna eða um 102 þús- und á viku en árið 1989 voru gestir 70 þúsund á viku, að sögn Ívars. „Þá sýnir nýleg könnun að hver ís- lendingur fer í Kringluna 2,3 sinn- um í mánuði og dvelur þar 55 mín- útur á virkum dögum en 61 mínútu um helgar.“ Hann segir að konur dvelji að jafnaði lengur í Kringl- unni en karlar eða í 62 mínútur á meðan karlarnir dvelji einungis í 42 mínútur. Morgunblaðið/Ásdís Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands, og Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, munu opna málverkasýningu lettneskra listamanna í Kringl- unni í dag en afmælishátíðin mun standa yfir í ellefu daga. Kringlan á 15 ára afmæli í dag 63 milljónir gesta frá upphafi ÖRVERUR sem geta valdið maga- pínu eru ekki hið eina varasama við uppblásnar barnalaugar sem staðið hafa í sólinni en þýsk rann- sókn hefur sýnt fram á að börn inn- byrði hættulega blöndu ýmissa eit- urefna drekki þau af vatni í slíkum laugum, að því er kemur fram á vef dönsku neytendasamtakanna. Dýrustu laugarnar losa minnst af skaðlegum efnum Rannsóknin, sem gerð var á vatni laugar sem staðið hafði í sól- skini, sýndi að vatnið innihélt hættulegt magn tinblandna ásamt annars konar efnum sem losna úr plasti laugarinnar og geta verið skaðleg börnum. Miðað við rann- sóknina er von á minnstu magni skaðlegra efna í dýrustu barna- laugunum. Að sögn sérfræðinga er ekki mögulegt að framleiða vöru af þessu tagi án einhvers magns óæskilegra efna í plastinu, en mjög misjafnt virðist hve mikið af efnum losnar úr læðingi. Ráðgjafar dönsku neytendasam- takanna ráðleggja foreldrum að skipta um vatn að minnsta kosti daglega í barnalaugum, og gæta þess að börnin drekki ekki vatnið, sérstaklega ekki ef sólin hefur hit- að það. Plastefni losna út í vatnið Uppblásnar barnalaugar varasamar VERSLUNIN Sævar Karl í Bankastræti hefur opnað heimasíðu þar sem meðal annars er að finna leiðbeiningar um hvernig bera eigi sig að þegar skyrta er straujuð, eða settur á bindishnútur. Fólki er einnig boðið að koma með fyrir- spurnir er varða klæðaburð og meðferð á fatnaði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar eru einnig kynntir þeir lista- menn sem sýnt hafa í versluninni og þar er að finna upplýsingar um Galleríi Sævars Karls. Heimasíðan verður uppfærð dag- lega með nýjum tilboðum og upp- lýsingum um uppákomur og við- burði. Sævar Karl með heimasíðu HAGNAÐUR Delta-samstæðunnar nam 1.086 milljónum á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra var hagnaður 155,6 milljónir króna. Afkoma fyrir vexti, afskriftir og skatta (EBIDTA) nemur 1.436,8 milljónum króna en nam 522,9 millj- ónum króna á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur námu 5.498 milljón- um króna samanborið við 1.507,9 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Tekjur félagsins aukast því um 3.990,1 milljónir króna milli ára. Þessi umskipti endurspegla mikinn vöxt fé- lagsins en félagið keypti í júlí í fyrra lyfjaverksmiðju á Möltu, Pharma- med, auk þess sem Delta hf. hefur keypt og unnið að sameiningu á Omega Farma á árinu. Heildarframleiðslugeta Delta er um 3,6 milljarðar taflna á ári og þar af hefur Pharmamed á Möltu afkasta- getu upp á 2,5 milljarða taflna. Þessi viðbót við framleiðslugetu Delta leik- ur því stórt hlutverk í mikilli tekju- aukningu félagsins á þessum árs- helmingi samanborið við fyrri árs- helming síðasta árs. Rekstrargjöld tímabilsins námu 4.425,7 milljónum króna samanborið við 1.114,2 milljónir króna á sama tímabili árið 2001. Arðsemi eiginfjár nam 69 %. Veltufé frá rekstri var 1.085,2 millj- ónir króna og handbært fé frá rekstri nam 837,6 milljónum króna. Rekstur dótturfélaga skilaði 381,4 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðunum. Söluhæsta lyf Delta er Citalopram en sala þess nam 1.376,6 milljónum króna. Í tilkynningu frá Delta kemur fram að Þýskaland sé mikilvægasti mark- aður félagsins en aðrir stórir mark- aðir eru m.a. Skandinavía, Holland og Bretland. Unnið er að sókn inn á Bandaríkjamarkað og er stefnt að undirritun fyrsta viðskiptasamnings- ins fyrir árslok, að því er segir í til- kynningunni. Undir væntingum Í hálffimm fréttum Greiningar- deildar Búnaðarbanka Íslands er sagt að uppgjör Delta sé undir vænting- um, einkum vegna þess að velta á síð- asta ársfjórðungi var minni en á þeim fyrsta. „Mikill vöxtur hefur átt sér stað hjá félaginu, bæði innri og ytri, og er naumast hægt að bera þennan árshelming saman við sama árshelm- ing á síðasta ári. Velta Delta samstæðunnar dróst saman á milli fyrsta og annars árs- fjórðungs úr 3 milljörðum í tæplega 2,5 ma.kr. á öðrum ársfjórðungi. Greiningadeild gerði ráð fyrir að velta yrði óbreytt á milli ársfjórðunga og er niðurstaðan því undir væntingum.“ Greiningardeildin finnur einnig að skorti á upplýsingum í fréttatilkynn- ingu Delta en ekki er fjallað um ástæðu veltu- og framlegðarlækkun- ar milli ársfjórðunga. „Þetta er baga- legt þar sem ekki eru til samanburð- arhæfar upplýsingar á milli ára. Því er erfitt að átta sig á hvort um árstíð- arbundnar sveiflur er að ræða.“ Viðskipti voru fyrir 22,5 m.kr. með bréf Delta í Kauphöll Íslands í gær, en gengi félagsins breyttist ekkert í þeim viðskiptum. 55 m.kr. viðskipti voru með bréf Pharmaco, sem nú á meirihluta hlutafjár í Delta. Engin breyting varð á gengi þeirra bréfa heldur. Delta hagn- ast um rúm- an milljarð Velta milli ársfjórðunga minnkar                                                                      '"%+, *,%  '$+  )((* "# ),  ("#&# %"$*%  ('& !' $'-#. "       "    " # #   #  "             !  !  !                     SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út reglugerðir um veiðar aflamarksbáta, krókaaflamarksbáta og dagabáta á fiskveiðiárinu 2002/ 2003 sem taka gildi 1. september nk. Vegna skerðinga, sem urðu á leyfileg- um heildarafla í rækju á innfjarða- svæðum, þ.m.t. Eldeyjarsvæði, á fisk- veiðiárinu 2001/2002, verður á næsta fiskveiðiári úthluta aflamarki sem nemur samtals 2.018 þorskígildis- tonnum til báta, sem hafa hlutdeild í innfjarðarækju. Ekki kemur til uppbóta hafi með- altalsaflamark báta í innfjarðarækju á einstökum svæðum verið 52,5 lestir eða hærra á fiskveiðiárinu 2001/2002. Vegna skerðinga sem orðið hafa í hörpudisksveiðum í Ísafjarðardjúpi og Húnaflóa verður á fiskveiðiárinu 2002/2003 úthlutað bátum, sem afla- hlutdeild hafa í hörpudiski á þessum svæðum, uppbótum í aflamarki, sem samtals nemur 174 þorskígildis- tonnum. Skulu 99 þorskígildistonn koma í hlut báta með hlutdeild í hörpudiski í Húnaflóa og 75 þorsk- ígildistonn í hlut báta með hlutdeild í hörpudiski í Ísafjarðardjúpi. Vegna fyrirsjáanlegra skerðinga sem verða í skelveiðum á Breiðafirði á fiskveiði- árinu 2002/2003 verður á því fiskveiði- ári úthlutað til þeirra báta sem hlut- deild hafa í skel í Breiðafirði samtals 400 þorskígildistonnum. Úthluta á uppbótum til einstakra báta á grundvelli þeirrar aflahlut- deildar, sem þeir hafa í rækju og skel á viðkomandi svæði og miðast við aflahlutdeild eins og hún var 1. ágúst 2002. Uppbæturnar skiptast á þorsk, ýsu, ufsa og steinbít í hlutfalli við leyfilegt heildarmagn í þessum teg- undum á fiskveiðiárinu 2002/2003. Úthluta skal á fiskveiðiárinu 2002/ 2003 3.000 lestum af þorski, miðað við óslægðan fisk, til báta sem höfðu afla- hlutdeild 1. desember 1998 og voru þann dag minni en 200 brúttótonn, enda hafi þeir landað þorskafla á fisk- veiðiárinu 1996/1997 eða 1997/1998. Auk þess er heimilt að úthluta allt að 60 lestum samtals af þorski til báta, sem komu í stað annarra báta á tíma- bilinu 1. sept. 1997 til 17. mars 1999. Í tilkynningunni segir jafnframt að samkvæmt gildandi lögum sé ráð- herra heimilt árlega að úthluta í sam- ráði við Byggðastofnun allt að 1.500 lestum af óslægðum botnfiski til stuðnings byggðarlögum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjáv- arútvegi. Bátar á rækju og skel fá uppbót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.