Morgunblaðið - 13.08.2002, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 27
ÞAÐ var hvert sæti skipað íÞjóðmenningarhúsinu álaugardaginn þar semþeir Boris Spassky, Loth-
ar Schmid og Guðmundur G. Þór-
arinsson hittust fyrir atbeina Skák-
sambands Íslands til að ræða málin
við skákáhugamenn. Þessir þre-
menningar voru ásamt Bobby
Fischer í aðahlutverkum þegar ein-
vígi aldarinnar var háð.
Þá stóð kalda stríðið milli risa-
veldanna tveggja, Sovétmanna og
Bandaríkjamanna, sem hæst og
kjarnorkuvopnakapphlaupið var í
algleymingi. Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, sem flutti er-
indi á málþinginu, sagði að á þess-
um viðsjárverðu tímum hefðu tveir
ungir hæfileikaríkir menn og skák-
borð í Laugardalshöll orðið tákn
fyrir spennuna sem einkenndi alla
heimsbyggðina.
Ólafur Ragnar sagði að einvígið
hefði einnig verið var háð í miðju
þorskastríði, á tímamótum í baráttu
Íslendinga fyrir efnahagslegu sjálf-
stæði, og það hafi aukið þjóðinni
bjartsýni og styrk þegar hún þurfti
mest á því að halda. „Þessi atburður
mun alltaf skipa sérstakan sess í Ís-
landssögunni og við vitum einnig að
milljónir manna víðs vegar um
heiminn muna eftir honum,“ sagði
Ólafur Ragnar.
Guðmundur G. Þórarinsson, sem
var forseti Skáksambands Íslands á
þessum tíma, sagði að einvígi ald-
arinnar væri ekki réttnefni. Þetta
hefði verið skákeinvígi allra tíma.
Aldrei hefði skákkeppni vakið jafn
mikla alþjóðlega athygli og ljóst að
slíkt myndi aldrei gerast aftur.
Guðmundur sagði einnig að það
hefði í raun verið ómögulegt að
skipuleggja og halda þetta einvígi.
„En nokkrir bláeygir og auðtrúa Ís-
lendingar fullir ómældri bjartsýni
ákváðu að reyna. Og röð ótrúlegra
atburða og tilviljana, sem sam-
kvæmt líkindafræði geta ekki gerst
á sama tíma og sama stað, þurfti til
að keppnin yrði að veruleika,“ sagði
Guðmundur.
Hefði átt að gefa 3. skákina
Boris Spassky tók í sama streng
og sagði að það hefði verið krafta-
verk að einvígið skyldi vera haldið.
Ýmis niðurrifsöfl hefðu barist gegn
einvíginu, þar á meðal Íþróttaráð
Sovétríkjanna, sem vildi allra helst
að Fischer yrði dæmdur ósigur.
Spassky sagðist hins vegar hafa
gert sitt besta til að einvígið færi
fram.
En þegar Spassky kom til
Reykjavíkur árið 1972 var hann alls
ekki vel undir það búinn andlega að
verja heimsmeistaratitil sinn; þetta
hefur varla dulist neinum sem
hlýddi á Spassky í Þjóðmenningar-
húsinu.
Spassky sagði ítrekað að árin
sem hann var heimsmeistari hefðu
verið versta tímabil ævi hans og að
hann hefði ekki notið neins stuðn-
ings sovéskra stjórnvalda. Þótt
hann hefði aldrei tapað skák fyrir
Fischer í skákmótum fram til þessa
var Fischer greinilega í miklu formi
og hafði nánast niðurlægt andstæð-
inga sína á leið sinni að úrslitaein-
víginu.
Spassky fjallaði á málþinginu
mikið um þriðju skákina í einvíginu.
Þá fyrstu vann hann þegar Fischer
drap eitraða peðið svonefnda og
aðra skákina vann Spassky þegar
Fischer mætti ekki til leiks þar sem
hann sagði að myndavélar trufluðu
sig á sviði Laugardalshallarinnar.
Þriðja skákin var síðan tefld í
borðtennisherbergi til hliðar við
sviðið. Spassky sagði að þeir Fisch-
er hefðu verið ásamt Lothar
Schmid yfirdómara að skoða að-
stæður og Fischer hefði gert at-
hugasemdir við allt og alla og sagt
Schmid eitt sinn að þegja. Spassky
sagðist hafa ofboðið en á endanum
féllust skákmennirnir á að tefla
skákina í hliðarherberginu.
„Ég hefði átt að segja: Kæru vin-
ir, kæri Bobby. Ég get ekki teflt
undir þessum kringumstæðum. Ég
gef skákina. Ég held að ef þetta
hefði gerst hefði Bobby algerlega
brotnað saman því fram að þessu
stóð hann höllum fæti sálfræðilega.
Þarna fékk hann tækifæri til að
berjast áfram, finna veikleika
mína,“ sagði Spassky.
Hann sagði að eftir þessa skák,
sem Fischer vann síðan nokkuð
auðveldlega, hefði einvígið verið
honum tapað. „Ég framdi í raun
„sjálfsmorð“ því baráttuviljinn
dvínaði eftir þetta,“ sagði Spassky.
Truflandi rafsegulbylgjur?
Stólamálið svonefnda hefur oft
verið talið til marks um það and-
rúmsloft sem ríkti á einvígisstaðn-
um en stólar skákmannanna voru
rifnir í sundur í miðju einvíginu og
rannsakað hvort í þeim væru sendi-
tæki eða efni sem gætu haft áhrif á
andlegt ástand keppendanna.
Spassky sagði á málþinginu að
áður en einvígið hófst hefði hann
fengið bréf þar sem sagt var að í
öðrum hvorum stólnum kynni að
verða komið fyrir búnaði sem gæti
haft áhrif á einbeitingu hans. Ekk-
ert var gert með þetta fyrr en í síð-
ari hluta einvígisins. Spassky sagði
að aðstoðarmenn sínir hefðu ákveð-
ið að láta rannsaka stólinn en hann
hefði ekki verið ánægður með þá
ákvörðun.
Hann sagðist hins vegar vera
sannfærður um að meðan á einvíg-
inu stóð hafi verið beitt einhverjum
rafeindabúnaði, e.t.v. hátíðnihljóð-
bylgjum, til að hafa áhrif á kepp-
endur. Eftir þriðju skákina hefði
hann oft fundið fyrir undarlegri til-
finningu um að einhver eða eitthvað
væri að trufla sig. Hann hefði því
reynt að sitja sem minnst við tafl-
borðið á sviðinu meðan á skákunum
stóð og nota þess í stað sýningar-
borð til að hugsa um stöðuna og
leiki. „Í mínum huga er þetta mál
enn óupplýst,“ sagði Spassky.
Þótt Bobby Fischer hafi ekki sótt
málþingið í eigin persónu má segja
að hann hafi verið miðpunktur þess,
rétt eins og hann var miðpunktur
atburðanna í tengslum við einvígið
á sínum tíma. Þessum skáksnillingi
tókst að lenda í útistöðum við nán-
ast alla sem að einvíginu komu en
þrátt fyrir það virðist flestum hafa
þótt næstum einkennilega vænt um
hann.
„Fischer var í raun ekki ósann-
gjarn en hann var frá annarri reiki-
stjörnu,“ sagði Schmid. „Hann var
óvenjulegur en hann var þó ekki
óvingjarnlegur. Hann var snilling-
ur, á því leikur enginn vafi, en hann
þurfti að berjast við alla, hann barð-
ist við mig og jafnvel við Boris.“
Á málþinginu var nokkuð rætt
um örlög Fischers, sem hefur verið
í útlegð frá heimalandi sínu undan-
farinn áratug, eða frá því hann
tefldi einvígi við Spassky í Svart-
fjallalandi árið 1992 í tilefni af 20
ára afmæli einvígisins í Reykjavík
og braut þannig gegn viðskipta-
banni Sameinuðu þjóðanna gegn
Júgóslavíu.
Ólafur Ragnar skýrði frá því að
fyrir tveimur árum hefði Fischer
hringt fyrirvaralaust í íslensku for-
setaskrifstofuna, kynnt sig og beðið
um að fá að tala við forsetann.
Fischer, sem þá var í Japan, hafði
verið að hlusta á bandaríska út-
varpsstöð á Netinu og heyrði þar
viðtal við Ólaf Ragnar þar sem ská-
keinvígið í Reykjavík bar á góma.
„Við áttum langt samtal um alls
kyns mál sem ég vil ekki fjalla um í
smáatriðum. Við töluðum líka um
einvígið 1972 og sameiginlegan vin
okkar, Sæmund Pálsson, sem var
nágranni minn á Seltjarnarnesi,“
sagði Ólafur Ragnar á málþinginu.
Hann sagði að menn vonuðu að í
framtíðinni mætti Fischer njóta
sama frelsis og aðrir og ferðast um
heiminn eins og hann lysti.
Ef…?
Margt annað bar á góma í um-
ræðunum. Guðmundur G. Þórarins-
son sagði m.a. að það væri verðugt
verkefni að reyna að hafa uppi á
myndunum sem Chester Fox tók af
skákeinvíginu og væru ómetanlegar
heimildir um það. Sagði Guðmund-
ur að Fox virtist hafa horfið af yf-
irborði jarðar og myndirnar með
honum.
Þá rakti Guðmundur ýmsar
spurningar sem hann sagðist hafa
glímt við gegnum árin: Hvers vegna
valdi Spassky Ísland sem keppnis-
stað? Hvers vegna hættu Júgóslav-
ar við? Óttaðist Fischer að mæta
Spassky? Hvað hefði gerst ef Ís-
lendingar hefðu hætt við að halda
einvígið? Og hefði einvígið verið
haldið ef Júgóslavar hefðu ekki
hætt við?
Vera kynni að það þjónaði engum
tilgangi að velta þessum spurning-
um fyrir sér. „Júgóslavarnir kynnu
að hafa orðið jafn heppnir og við ef
þeir hefðu haldið fyrri hluta einvíg-
isins eins og áformað var. En þeir
höfðu engan Sæma rokk.“
Morgunblaðið/Arnaldur
Helgi Ólafsson stórmeistari stjórnar umræðum um einvígið. Við borð-
ið sitja Boris Spassky, Lothar Schmid og Guðmundur G. Þórarinsson.
Einvígið ófram-
kvæmanlega
Þrjátíu ár eru liðin frá
því Boris Spassky og
Bobby Fischer settust
að tafli í Laugardals-
höll. Af málþingi um
þetta einvígi aldarinar,
sem Guðmundur Sv.
Hermannsson sat í
Þjóðmenningarhúsinu,
mátti ráða að enn séu
ekki öll kurl komin til
grafar þótt um 140
bækur hafi verið skrif-
aðar um atburðinn.
stuðning í
mönnum,
ennt sjálf-
tuðningur
lendingar
ðu ótrauð-
lýðræðis
jóðir biðu
jálfstæðið
gar héldu
um sjálf-
nna og
umræðun-
oru meðal
il að lönd-
ta áfanga
erður að
stíga fyrsta skrefið, einhver verður
að setja fram hugmyndina. Við lít-
um á Íslendinga sem trausta vini.“
Ólafur Ragnar sagði að Íslend-
ingar hefðu frá upphafi stutt ósk
Letta um aðild að NATO. Ánægju-
legt væri að verða vitni að því að
þessi afstaða til aðildar Lettlands
væri nú að verða að viðtekinni
skoðun í bandalaginu. „Við vonum
einnig að ef Lettland gerist aðili að
Evrópusambandinu getum við fyrir
tilstuðlan Evrópska efnahagssvæð-
isins eflt verulega viðskipti þjóð-
anna og efnahagslegt samstarf
þeirra,“ sagði Ólafur Ragnar.
Forsetarnir tveir ræddu um
framtíð Rannsóknarþings norðurs-
ins, samstarf sem allmörg ríki á
norðurhveli jarðar, þ.á m. Banda-
ríkin, Kanada og Rússland, hafa átt
í tvö ár og bæði Lettar og Íslend-
ingar taka þátt í. Íslendingar áttu
frumkvæði að samstarfinu og skrif-
stofa þess er á Íslandi.
Regnhlíf sem tryggði frið,
velsæld og lýðræði
Vike-Freiberga sagði að NATO
væri hlíf sem hefði tryggt frið, vel-
sæld og framþróun aðildarríkjanna
og jafnað deilur þjóða sem hefðu
svo oft barist í aldanna rás. Banda-
lagið hefði einnig skotið traustari
stoðum undir lýðræðið í ríkjunum,
nefna mætti sem dæmi að eitt af
skilyrðunum fyrir aðild væri að
kjörnir fulltrúar hefðu síðasta orðið
í varnarmálum, ekki hershöfðingj-
arnir. Erlendir fjárfestar yrðu fús-
ari að hasla sér völl í landi sem ekki
byggi við ótrausta stöðu gagnvart
grönnum sínum.
Hátt í helmingur íbúa Lettlands
er rússneskumælandi. Spurt var
hvort þeir styddu einnig aðildar-
hugmyndirnar og hvort Rússar
væru enn andvígir því að Lettar
gengju í NATO.
„Kannanir sýna að rúm 40%
rússneskumælandi fólks styðja að-
ild að bandalaginu,“ sagði forset-
inn. „Ef allir eru teknir með er
stuðningurinn mjög öflugur eða um
65%. Rússar voru lengi andvígir
stækkun NATO og ég held að
[Vladímír] Pútín forseti segi enn að
honum finnist hugmyndin ekki góð.
En ég held að þeir mótmæli henni
ekki af miklum ákafa og við heyr-
um ekki heldur andmæli á þeim
nótum að stækkunin myndi vera
ógn við öryggi þeirra. Þær rök-
semdir hafa orðið úreltar vegna
þess að NATO og Rússland eiga nú
fundi þar sem Rússar sitja á milli
Spánverja og Portúgala við borðið
þar sem Robertson lávarður stýrir
fundunum. Þetta hefði engum get-
að dottið í hug í kalda stríðinu,“
sagði Vaira Vike-Freiberga, forseti
Lettlands.
við sjálf-
st ekki
Morgunblaðið/Árni Sæberg
on, forseti Íslands, og Vaira Vike-Freiberga,
á blaðamannafundinum á Bessastöðum.
erið mjög
hefði ver-
áratug-
NATO
rið auk-
gt að
stefnu
um á
hennar.
legt væri
í fang
s að aðild
andinu.
iðina,
ð NATO-
lítil þjóð
nveruleg
„Ég tel að litlar þjóðir geti haft
áhrif á stefnumótun og finnst Ís-
lendingar vera dæmi um það. Þeg-
ar ég varð forseti fyrir þrem árum
var hugmyndin um stækkun NATO
til austurs og að Eystrasaltríkin
yrðu þar efst á blaði yfirleitt ekki
viðurkennd. Ísland og Noregur
mæltu þá ákaft með aðild Eystra-
saltsríkjanna og ég tel að afstaða
þeirra hafi haft nokkur áhrif þótt
ég viðurkenni að fleira hafi komið
til, vonandi átti okkar eigin við-
leitni einhvern þátt,“ sagði Vike-
Freiberga.
Forsetinn sagði Letta hafa á til-
finningunni að þeir hefðu misst af
lestinni á síðustu öld og þess vegna
lægi þeim á. Þeir hefðu að vísu get-
að byggt nokkuð á reynslu frá sjálf-
stæðisárunum milli heimsstyrjald-
anna en einnig hefðu þeir notað sér
skilyrði ESB til að herða á breyt-
ingum á löggjöf í landinu. Hug-
myndin um aðild að NATO hefði
hert á nauðsynlegri þróun í varn-
armálum. „Við vorum hlutlaus þjóð
1939 og hvað hafði það í för með
sér? Við teljum ekki að hlutleysi sé
kostur í stöðunni, sagan hefur
kennt okkur allt annað. Við vildum
gjarnan gera eins og Finnar og
halda uppi öflugum her en því mið-
ur eigum við ekki Nokia, kannski
eignumst við einhvern tíma okkar
Nokia!“ sagði Vike-Freiberga.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
a Vike-Freiberga, og eiginmaður hennar, Imants Freibergs, heilsa ungri stúlku við
l hægri eru Ólafur Ragnar Grímsson forseti og heitkona hans, Dorrit Moussaieff.