Morgunblaðið - 13.08.2002, Page 46

Morgunblaðið - 13.08.2002, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. B.i. 10Sýnd kl. 6. Þegar ný ógn steðjar að mannkyninu hefst barátta upp á líf og dauða. STÓRKOSTLEGAR TÆKNIBRELLUR OG BRJÁLAÐUR HASAR. Sexý og Single Búðu þig undir geggjaða gamanmynd í anda There´s Somet- hing About Mary! Cameron Diaz hefur aldrei verið betri. - Sýnd kl. 8 og 10.40. Sýnd kl. 8 og 10. „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“ SV Mbl Yfir 35.000 MANNS Þú hefur aldrei upplifað aðra eins mynd! Láttu ekki handtaka þig áður en þú fremur glæpinn! Glæpalaust Ísland. „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl Sexý og Single Vinsældir eru ekki keppni... heldur stríð! kl. 4, 7 og 10. YFIR 12.000 MANNS! Powersýning kl. 11. Sýnd kl. 4, 6 og 8. Sýnd kl. 5, 8, 10 og 11. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Yfir 35.000 MANNS                                                       600 SÍÐUR AF HEITUSTU TÍSKUNNI + FLOTT FÖT FYRIR ÞIG + HÖFUM LÆKKAÐ VERÐIÐ NÝI LISTINN ER KOMINN ÚT NÚNA! HRINGDU í 565 3900 síminn opinn til 22 alla daga www.freemans.is ÞAÐ er langt um liðið síðan þessi skífa kom út en þar sem glittir í aðra plötu Blue-liða á næstunni er tilvalið að skoða þennan grip, sem er þeirra fyrsti. Blue koma frá Bretlandi og hafa á síðasta ári, svo og þessu, verið að byggja upp veldi sitt. Stefnan er tek- in á „töffara“-strákasveitarpopp, í anda Five og East 17; sem er greini- lega stillt upp á móti „mjúki mað- urinn“-strákasveitarpoppi sem er stundað af Westlife og Backstreet Boys. Þar sem Five þraut örendi á dögunum opnaðist gat á markaðin- um sem Blue gera sitt besta til að fylla. Á heildina litið er þetta nokkuð fram- bærilega plata og lögin innihalda flest öll eftirminni- lega króka. Tónlist- in er poppskotið R og B með sálarsveiflu; með ballöðum og keyrslulögum í bland. Reyndar er fullmikið mið tekið af bandaríska strákasveitargeiranum í þessari módelsmíði og grefur það nokkuð undan frumleikanum, enn fremur sem litleysis gætir, þar sem ofur- áhersla er lögð á að hafa reiknilík- anið sem allra marðkaðsvænast; skiljanlega. Það verður því spennandi að heyra nýju plötuna frá piltunum bláeygðu, sem út kemur í haust eins og áður sagði, því nú eiga þeir betra færi á að móta sinn eigin stíl, þar sem vin- sældir og heilnæm sala eru komin í höfn.  Tónlist Undir bláhimni Blue All Rise Virgin/Innocent Frumburður Blue er lofandi. Agnúar hér og þar engu að síður. Arnar Eggert Thoroddsen EKKI þarf að hlusta lengi á Drap mann með rassinum áður en það rennur upp fyrir áheyranda að Fal- lega gulrótin er ekki eiginleg hljóm- sveit, frekar að kalla megi hana hryðjuverkasveit sem tekið hefur að sér að jórtra á tölvupoppi níunda áratugarins og eftir að það hefur velkst um vömb, kepp, laka og vinst- ur er það sett á plast til að hrella við- kvæmar sálir. Er því ekki réttast að meta þennan disk ekki eins og venju- lega hljómplötu, heldur eins og klippiverk þar sem geðbilaður Trist- an Tzara sleppir sér með skærin í hljóðverinu, má kynna: dadaískt tölvupopp? Eða eru þeir félagar kannski að gera grín að öllu saman og sjálfum sér um leið; hugsanlega eru þeir að gera sitt besta, leika það sem þeim finnst fágað tölvupopp með grípandi laglínum … eða kannski ekki. Það segir sitt um Ugluspeglana í Fallegu gulrótinni að plötunni lýkur ekki einu sinni og ekki tvisvar, held- ur þrisvar; lokalagið er víst live transmix af Djúpinu. Eftir rétt rúm- ar sex mínútur lýkur því lagi, eða hvað? Á elleftu mínútu (elleftu stundu?) hefst það aftur með til- brigðum sem standa í sex mínútur eða svo og loks á 38. mínútu kemur lokaflippið, ósamstæðir tölvuskalar og lagabútar; þegar búið var að sópa saman öllum afklippunum sagði ein- hver: látum þetta aftast og aftan við það rúsínuna í pylsuendanum, und- urblíða lagastemmu svona rétt til að senda hlustandanum langt nef. Að þessu sögðu er Drap mann með rassinum (sem vísar kannski í Drap mann með skóflu með S/H Draumi (sem vísaði í fyrirsögn í Morgun- blaðinu) ... eða kannski ekki) á köfl- um bráðskemmtileg plata. Þannig eru fyrstu þrjú lögin, Animated Menus, 2PK og Hi Impitance, mjög skemmtileg, sérstaklega það síðast- talda. Umslagið er í takt við innihaldið og vel heppnað sem slíkt. Kannski … eða kannski ekki Drap mann með rassinum með Fallegu gulrótinni. Sveitina skipa Djöfla Dóri, Siggi Mæjó, Tónskrattinn, Gunni Görn og Addi Sækó, eða svo segir í það minnsta á umslagi, en heimildir eru fyrir því að þeir heiti í raun Halldór Geirsson, Sigurður Guðjónsson, Hlynur Aðils Vilmarsson, Gunnar Örn Svavarsson og Arnar Snær Davíðsson. Allir leika þeir á hljómborð. Hin dularfulla en fallega Gulrót á hljómleikum. Árni Matthíasson SVO GÆTI farið að njósnarinn kvensami James Bond fái í fyrsta sinn að sofa hjá í nýjustu mynd sinni, Die Another Day. Þrátt fyrir að Bond sé ann- álaður fyrir kvensemi sína hafa leikstjórar allra myndana um hann gætt fyllsta velsæmis þegar kemur að kvikmyndatöku uppi í bóli Bonds. Berar axlir og úfið hár er það svæsnasta sem áhorf- endur hafa fengið að sjá…hingað til. Leikstjóri nýjustu mynd- arinnar, Lee Tamahori, sagði í viðtali á dögunum að ætlunin væri að bæta smákryddi í ást- aratriði njósnarans, sem leikinn er af Pierce Brosnan, og mótleik- konu hans Rosamund Pike. Þetta mun þá vera í fyrsta sinn í fjöru- tíu ára sögu njósnarans sem sýnt verður það sem iðulega er gefið í skyn. Ekki er þó víst hvort umrædd ástersena fái að haldast í mynd- inni en líklegt þykir að hún verði allavega klippt í burtu fyrir frumsýningu myndarinnar, þar sem Elísabet II Englandsdrottn- ing mun mæta á svæðið og ekki vill Bond særa blygðunarkennd drottningar sinnar, eða hvað? Áhugasömum er bent á að hægt er að nálgast kynning- armynd Die Another Day á Net- inu þar sem umrætt atriði er óklippt. James Bond fær loksins að sofa hjá í væntanlegri mynd sinni. James Bond gripinn glóðvolgur í bólinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.