Morgunblaðið - 22.08.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 22.08.2002, Síða 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ertu að f ara í frí ? Panta›u Frífljónustu Morgunbla›sins á e›a í síma 569 1122 SUÐURNES STJÓRN Fasteigna Akureyrarbæj- ar fjallaði á fundi sínum nýlega um viðbyggingu á lóð Dvalar- og hjúkr- unarheimilisins Hlíðar. Á fundinum kom fram að nauðsynlegt væri að fyrir lægi sem allra fyrst hvort nokkrir annmarkar væru á því, með tilliti til skipulags, stærðar lóðar og annarra aðstæðna á svæðinu að þar yrði byggð álma eða deild fyrir allt að 60 hjúkrunarrými. Stjórnin fól framkvæmdastjóra að láta kanna þennan möguleika með tilliti til rýmisþarfar slíkrar bygging- ar, staðsetningar hennar, tengingar við eldra húsnæði svo og hugsan- legra breytinga á akstursleiðum á bílastæðum á lóðinni. Viðbygging við Hlíð til skoðunar ÁSMUNDUR Valgeirsson, höf- undur sigurlagsins í keppninni um Ljósanæturlagið 2002, segist alltaf hafa haft góða trú á laginu sínu. Hann gaf sér góðan tíma í að semja textann en lagið rann nokkuð ljúf- lega frá nótum píanósins. Sú stað- reynd að margir þekktir lagahöf- undar áttu framlag í keppninni kom honum því ekki úr jafnvægi og í samtali við Morgunblaðið segist hann hafa áhuga á að gefa út fleiri lög sem hann á í fórum sínum. „Vel- komin á ljósanótt“ verður gefið út á geisladisk fyrir Ljósanætur í Reykjanesbæ 5.–8. september, ásamt hinum lögunum níu sem kepptu til úrslita. Ásmundur er enginn nýgræð- ingur í laga- og textagerð þó efni hans hafi ekki farið hátt fram að þessu. Fyrir tæpum tveimur árum gaf hann út geisladiskinn Mullet með samnefndri hljómsveit, sem innihélt bæði „instrumental“ lög og lög við texta Ásmundar, einkum á enskri tungu. „Þessi geisladiskur fékk ágætis gagnrýni í Morgunblaðinu á sínum tíma en því miður ekki mikla kynn- ingu í útvarpi. Ég hafði ætlað að láta Mullet hreinsa upp efni sem ég átti, en þegar maður stofnar hljóm- sveit vill hún taka ákveðna stefnu. Núna hef ég mikinn áhuga á því að gefa út eitthvað af þessum venju- legu lögum sem ég á og hvetur sig- urinn í keppninni á föstudag mig til þess að gera það. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við laginu og það er mjög gaman að semja fyrir svona þakkláta hlustendur,“ sagði Ásmundur. „Velkomin á ljósanótt“ var frá upphafi samið sérstaklega fyrir keppnina. Ásmundur segist hafa stokkið á píanóið eftir að hann rak augun í auglýsinguna og að hans sögn var laglínan nokkuð fljót að koma, sem og titill lagsins. „Í kjöl- farið gaf ég mér góðan tíma. Lagið kláraði ég fljótlega en textanum lá ég yfir í nokkurn tíma, í raun alveg þar til fjórir dagar voru í síðasta skiladag. Ég sem nú ekki marga texta á ári og gaf mér því allan þann tíma sem ég hafði til að finna sniðugar textalínur.“ Ásmundur segist helst setjast við píanóið til að semja en grípur einn- ig í gítarinn, allt eftir því hvers eðl- is lagið er. Hann lærði á píanó í Tónlistarskólanum í Njarðvík á sín- um yngri árum en tók sér hlé frá námi á unglingsárunum, þegar rokkið átti hug hans allan og hann stofnaði hljómsveit ásamt fleiri unglingsstrákum úr Njarðvík. „Ég tók upp þráðinn að nýju eftir tví- tugt og hef lokið 6. stigi í píanóleik. Einnig tók ég á sínum tíma einn vetur í gítarleik, svona til að ná gripunum.“ Ásmundur segist vilja útsetja sín lög sjálfur og hefur orðið sér úti um útbúnað til þess. „Þessi árátta mín að vilja gera þetta sjálfur verður til þess að tónlistarferlið tekur drjúg- an tíma hjá mér,“ sagði Ásmundur að lokum sem þó gefur sér tíma fyr- ir þetta áhugamál sitt samhliða framhaldsnámi, en fyrir nokkrum árum ákvað hann að láta gamlan draum um háskólanám rætast og hefur nám í hagfræði í haust. Ásmundur Valgeirsson er höfundur Ljósanæturlagsins 2002 Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ásmundur eyðir löngum stundum við píanóið bæði við að semja og spila. Sigurinn hvatning til frekari útgáfu Njarðvík SAMFYLKINGIN lagði fram fyr- irspurn á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudag varð- andi starfslokasamning fram- kvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Jóhanns Einvarðsson- ar. Fyrirspurninni var beint til bæj- arstjóra sem mun svara henni á næsta fundi bæjarstjórnar, 3. sept- ember nk. Í fréttum undanfarið hefur komið fram í máli formanns stjórnar sjúkrahússins að hugmyndafræði- legur ágreiningur milli Jóhanns og heilbrigðisráðuneytisins hafi verið ástæða starfslokanna. Telur Sam- fylkingin slík ummæli kalla á nánari skýringar og vill fá svör við því í hverju sá ágreiningur sé fólginn og hvort vænta megi breytinga á starf- semi HSS í kjölfarið. Þá spyr Sam- fylkingin hvaða skýringar heilbrigð- isráðuneytið hafi gefið stjórn sjúkrahússins á brottvikningu fram- kvæmdastjórans. Einnig er spurt hvort dregið verði úr hallarekstri stofnunarinnar með niðurskurði á þjónustu og hvenær vænta megi þess að nýting 3. hæðar D-álmu verði ákveðin og hvenær 2. og 3. hæð verði teknar í notkun. Samfylkingin óskar einnig eftir upplýsingum um fjárhagsstöðu stofnunarinnar í dag og undanfarin fimm ár svo og spyr hvort fjárveit- ingar til hennar séu sambærilegar við fjárveitingar til hliðstæðra stofnana í landinu. Samfylkingin leggur fram fyrirspurn á fundi bæjarstjórnar varðandi HSS Vilja betri skýringar á brottvikningu Jóhanns Reykjanesbær SKÁKFÉLAG Akureyrar verður með hraðskákmót í kvöld, fimmtu- dag, í Íþróttahöllinni og hefst taflið kl. 20.00. Umhugsunartími er fimm mínútur á keppanda og er öllum heimil þátt- taka. Hraðskákmót ♦ ♦ ♦ BJÖRN Björnsson, starfsmaður Sundlaugar Akureyrar, kom heim með heldur óvenjulegan feng úr sil- ungsveiðitúr í Öxnadalsá í vikunni. Björn veiddi mink á bakka árinnar og notaði hann heldur sérstaka að- ferð við að fella dýrið. Hann kastaði grjóti í minkinn, sem hljóp eftir bakkanum hinum megin árinnar. Færið var um 15–20 metrar og steinlá minkurinn við höggið en þarna var mjög ungt dýr á ferð. Björn var ásamt konu sinni Önnu Bergrós Arnarsdóttur við veiðar á svæði 5B, rétt sunnan við Jónasar- lund í Öxnadal. Anna var að veiða á brú yfir ána en Björn stóð á kletti þar neðan við. Anna sá minkinn hlaupa í grjóti á bakkanum og tók Björn sér þá grjót í hönd og henti því í áttina að minknum, sem varð fyrir grjótinu og steinlá. Björn, sem hefur leikið sem handknattleiks- markvörður með KA og Þór und- anfarin ár, er vanur að senda ná- kvæmar sendingar fram völlinn og sú æfing hefur vafalaust komið hon- um til góða við að fella minkinn, því hann þurfti aðeins eina tilraun. Björn tók minkinn með sér heim og einnig grjótið sem hann felldi dýrið með og ætlar hann að láta stoppa minkinn upp og halda grjótinu til haga. Björn sagði að það væri ekki til þess að auka veiðimöguleikana að sjá mink hlaupa eftir árbakkanum. Þess má þó geta að Björn og Anna veiddu sinn hvorn silunginn í veiði- ferðinni. Óvenjulegur fengur í silungsveiði Morgunblaðið/Kristján Björn Björnsson með minkinn sem hann veiddi á bökkum Öxnadalsár. Minkur veiddur á árbakkanum LEIKSKÓLINN Leikhólar er 20 ára um þessar mundir en hann var tekinn í notkun árið 1982. Af því tilefni var haldin afmælisveisla í leikskólanum á laugardag. Svan- dís Julíusdóttir leikskólastjóri flutti ávarp, boðið var upp á grill- aðar pylsur, farið var í skrúð- göngu kringum Leikhóla og Skralli trúður mætti á svæðið og hélt uppi fjöri. Gestum var boðið að skoða muni sem börnin á Leikhólum hafa gert og var þar margt skemmtilegt að sjá, teikningar, málverk og fleira. Þá voru sýndar ljósmyndir af börnum á leikskólanum, bæði nýj- ar og eldri. Vöktu þær að sjálf- sögðu mikla kátínu. En eitt er það sem vekur alltaf lukku en það er hvað börnin geta verið orðheppin. Á sýningunni var sýnishorn af heimspeki barnanna og hér birtum við nokkur þeirra, það eru setningar sem leikskóla- kennararnir heyra í erli dagsins og festu á blað: Sagt í hríðinni í maí eftir góða veðrið í apríl: Það er svolítið langt síðan gamla sumarið var. Benni er búinn að missa tönn. Já, og það eru blóðnasir úr tönninni. Mér líð- ur illa í höfðinu og hausnum. Af hverju heitir þú Jakob? Af því að forsetinn skírði mig það. Menn vaska ekki upp, bara konur. Hvað er Guð gamall? Af hverju er sjór- inn þarna? Við erum að fá okkur hund, sem heitir Labrador af því að mamma og pabbi eru búin að gifta sig. Ég er með glerbrot í vasanum, það er bara plast. Af hverju er nammidagur? Af því að annars fáum við aldrei nammi. Ég kann að segja Alexía María á út- lensku: Elexí Meríe. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Leikskólakennarar brugðu sér í gervi karlakórsmanna og sungu fyrir börnin í afmælisveislunni. Afmælisveisla með skrúðgöngu Ólafsfjörður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.