Morgunblaðið - 22.08.2002, Side 17
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 17
TÓMSTUNDASVÆÐI til æfinga og
keppni á fjarstýrðum smábílum, bát-
um og flugmódelum verður byggt
upp norðan við gokart-braut Reis-
bíla í Reykjanesbæ. Samningur þess
efnis, milli íþróttaráðs Reykjanes-
bæjar, TÍR, og nýstofnaðs Tóm-
stundabandalags Reykjanesbæjar,
TRB, verður undirritaður á gokart-
brautinni á laugardag. TRB undir-
ritar samninginn fyrir hönd Smá-
bílaklúbbs Íslands, Flugmódela-
félags Suðurnesja og Reisbíla ehf.
Mun bærinn greiða TRB 1,5 millj-
ónir króna til uppbyggingar svæð-
isins. Framkvæmdir á svæðinu
munu hefjast fljótlega eftir undir-
skrift en samkvæmt samningnum
skal svæðið tilbúið fyrir 31. júlí 2007.
Malbikuð keppnisbraut
og bryggjuaðstaða
TRB mun samkvæmt samningn-
um taka að sér að útbúa malbikaða
keppnisbraut fyrir smábílaakstur og
setja upp færanlegar hindranir á
keppnisbrautina. Þá verður útbúin
svokölluð „off-road“-braut fyrir
smábílaakstur. TRB mun einnig
byggja stjórnpall mitt á milli keppn-
isbrautanna, útbúa tjörn með til-
heyrandi bryggjuaðstöðu fyrir fjar-
stýrða báta og gera flugbraut fyrir
fjarstýrð flugmódel.
Páll Árnason, formaður Tóm-
stundabandalags Reykjanesbæjar,
segir að samningurinn hafi mikla
þýðingu fyrir þau félög og klúbba
sem aðild eiga að honum. „Smábíla-
klúbburinn er ekki með neina fasta
aðstöðu í dag og í Grófinni, þar sem
Flugmódelafélagið er nú með að-
stöðu, er fyrirhugað byggingarland.
Samningurinn skiptir þessi félög því
miklu.“
Klúbbar þeir sem aðild eiga að
samningnum fá samkvæmt honum
félagsaðstöðu á tómstundasvæðinu.
Í samningnum er almenningi, þ.e.
þeim sem eiga t.d. fjarstýrða smá-
bíla, báta eða flugmódel, tryggður
aðgangur að svæðinu, með leyfi
rekstraraðila. Geta því allir notað
bæði brautirnar og tjörnina án end-
urgjalds.
Samningur um tómstundasvæði tilbúinn
Bæjaryfirvöld greiða
TRB 1,5 milljónir króna
Morgunblaðið/Júlíus
Nýja tómstundasvæðið verður byggt upp norðan við gokart-brautina í
Reykjanesbæ. Framkvæmdir munu væntanlega hefjast á næstu vikum.
Reykjanesbær
SAMKOMULAG hefur tekist milli
bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ og
körfuknattleiksdeildar Keflavíkur
um að bærinn kaupi auglýsingu á
miðjuhring endurnýjaðs körfuknatt-
leiksvallar í íþróttahúsinu í Keflavík.
Auglýsing bæjarins verður sú eina á
gólfinu. Unnið er að endurbótum á
íþróttahúsinu. Verið er að leggja sér-
stakt parket á gólfið, sem heima-
menn kalla NBA-parket þar sem lið í
bandarísku NBA-körfuknattleiks-
deildinni nota slík gólf. Það er hins
vegar hið fyrsta sinnar tegundar hér
á landi. Nýja gólfið verður vígt í
byrjun september og verður ákvörð-
un um vígsluleikinn tekin á næstu
dögum, en hugmyndir eru uppi um
að hann fari fram á Ljósanótt.
„Undanfarna daga hafa staðið yfir
samningaviðræður milli bæjaryfir-
valda og körfuknattleiksdeildar
Keflavíkur um auglýsingar á þetta
gólf,“ segir Stefán Bjarkason,
íþrótta- og tómstundafulltrúi
Reykjanesbæjar.
„Við höfum nú oft farið ótroðnar
slóðir hér í Reykjanesbæ og svo var
einnig nú. Samkomulag hefur nú
tekist um að Reykjanesbær kaupi
auglýsingu á miðjuhring körfubolta-
vallarins.“
Þar er nú búið að mála bæjar-
merkið ásamt áletruninni „Reykja-
nesbær – íþróttabær“. Hægra megin
miðju, séð frá áhorfendabekkjum, er
málað merki Keflavíkurfélagsins og
vinstra megin nýsamþykkt merki
Íþróttabandalags Reykjanesbæjar.
„Reykjanesbær var áður búinn að
gera samning við parket-fyrirtækið
um auglýsingu frá þeim á gólfið, en
hún er staðsett utan körfuboltavall-
arins,“ segir Stefán. „Engar aðrar
auglýsingar eða merki verða á körfu-
boltagólfinu og ég veit ekki til að það
hafi gerst hér á landi áður, að bæj-
arfélag „kaupi upp“ allar auglýsing-
ar af íþróttagólfi. Tilgangurinn er
fyrst og fremst að koma í veg fyrir að
á gólfið komi jafnvel hættulega sleip-
ar auglýsingar. Við erum að fá það
besta fyrir íþróttafólkið okkar til að
minnka líkur á álagsmeiðslum, sem
hafa verið ótrúlega áberandi hjá
Keflavíkurfélaginu.“
Bærinn
kaupir
einu aug-
lýsinguna
Keflavík