Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 17 TÓMSTUNDASVÆÐI til æfinga og keppni á fjarstýrðum smábílum, bát- um og flugmódelum verður byggt upp norðan við gokart-braut Reis- bíla í Reykjanesbæ. Samningur þess efnis, milli íþróttaráðs Reykjanes- bæjar, TÍR, og nýstofnaðs Tóm- stundabandalags Reykjanesbæjar, TRB, verður undirritaður á gokart- brautinni á laugardag. TRB undir- ritar samninginn fyrir hönd Smá- bílaklúbbs Íslands, Flugmódela- félags Suðurnesja og Reisbíla ehf. Mun bærinn greiða TRB 1,5 millj- ónir króna til uppbyggingar svæð- isins. Framkvæmdir á svæðinu munu hefjast fljótlega eftir undir- skrift en samkvæmt samningnum skal svæðið tilbúið fyrir 31. júlí 2007. Malbikuð keppnisbraut og bryggjuaðstaða TRB mun samkvæmt samningn- um taka að sér að útbúa malbikaða keppnisbraut fyrir smábílaakstur og setja upp færanlegar hindranir á keppnisbrautina. Þá verður útbúin svokölluð „off-road“-braut fyrir smábílaakstur. TRB mun einnig byggja stjórnpall mitt á milli keppn- isbrautanna, útbúa tjörn með til- heyrandi bryggjuaðstöðu fyrir fjar- stýrða báta og gera flugbraut fyrir fjarstýrð flugmódel. Páll Árnason, formaður Tóm- stundabandalags Reykjanesbæjar, segir að samningurinn hafi mikla þýðingu fyrir þau félög og klúbba sem aðild eiga að honum. „Smábíla- klúbburinn er ekki með neina fasta aðstöðu í dag og í Grófinni, þar sem Flugmódelafélagið er nú með að- stöðu, er fyrirhugað byggingarland. Samningurinn skiptir þessi félög því miklu.“ Klúbbar þeir sem aðild eiga að samningnum fá samkvæmt honum félagsaðstöðu á tómstundasvæðinu. Í samningnum er almenningi, þ.e. þeim sem eiga t.d. fjarstýrða smá- bíla, báta eða flugmódel, tryggður aðgangur að svæðinu, með leyfi rekstraraðila. Geta því allir notað bæði brautirnar og tjörnina án end- urgjalds. Samningur um tómstundasvæði tilbúinn Bæjaryfirvöld greiða TRB 1,5 milljónir króna Morgunblaðið/Júlíus Nýja tómstundasvæðið verður byggt upp norðan við gokart-brautina í Reykjanesbæ. Framkvæmdir munu væntanlega hefjast á næstu vikum. Reykjanesbær SAMKOMULAG hefur tekist milli bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ og körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um að bærinn kaupi auglýsingu á miðjuhring endurnýjaðs körfuknatt- leiksvallar í íþróttahúsinu í Keflavík. Auglýsing bæjarins verður sú eina á gólfinu. Unnið er að endurbótum á íþróttahúsinu. Verið er að leggja sér- stakt parket á gólfið, sem heima- menn kalla NBA-parket þar sem lið í bandarísku NBA-körfuknattleiks- deildinni nota slík gólf. Það er hins vegar hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Nýja gólfið verður vígt í byrjun september og verður ákvörð- un um vígsluleikinn tekin á næstu dögum, en hugmyndir eru uppi um að hann fari fram á Ljósanótt. „Undanfarna daga hafa staðið yfir samningaviðræður milli bæjaryfir- valda og körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um auglýsingar á þetta gólf,“ segir Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar. „Við höfum nú oft farið ótroðnar slóðir hér í Reykjanesbæ og svo var einnig nú. Samkomulag hefur nú tekist um að Reykjanesbær kaupi auglýsingu á miðjuhring körfubolta- vallarins.“ Þar er nú búið að mála bæjar- merkið ásamt áletruninni „Reykja- nesbær – íþróttabær“. Hægra megin miðju, séð frá áhorfendabekkjum, er málað merki Keflavíkurfélagsins og vinstra megin nýsamþykkt merki Íþróttabandalags Reykjanesbæjar. „Reykjanesbær var áður búinn að gera samning við parket-fyrirtækið um auglýsingu frá þeim á gólfið, en hún er staðsett utan körfuboltavall- arins,“ segir Stefán. „Engar aðrar auglýsingar eða merki verða á körfu- boltagólfinu og ég veit ekki til að það hafi gerst hér á landi áður, að bæj- arfélag „kaupi upp“ allar auglýsing- ar af íþróttagólfi. Tilgangurinn er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að á gólfið komi jafnvel hættulega sleip- ar auglýsingar. Við erum að fá það besta fyrir íþróttafólkið okkar til að minnka líkur á álagsmeiðslum, sem hafa verið ótrúlega áberandi hjá Keflavíkurfélaginu.“ Bærinn kaupir einu aug- lýsinguna Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.