Morgunblaðið - 22.08.2002, Page 25

Morgunblaðið - 22.08.2002, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 25 JAZZTRÍÓ Hafnarfjarðar ásamt Ólafi Jónssyni tenórsaxófónleikara heldur tónleika í kaffistofu Hafn- arborgar, annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 21. Á efnisskránni eru verk eftir fjóra af áhrifamestu djasspíanistum síðustu aldar, Bud Powell, Theolonius Monk, Bill Ev- ans, Duke Ellington. Tríóið er skipað Andrési Þór Gunnlaugssyni, gítar; Kára Árna- syni trommur og Gunnari Hrafns- syni bassa. Lög djass- píanista í Hafnarborg Djasstríó Hafnarfjarðar ásamt Ólafi Jónssyni tenór-saxófónleikara. STEINGRÍMUR Rohloff tónskáld heldur námskeið um spectral-tón- list í Tónlistarskóla Reykjavíkur dagana 27. til 30. ágúst. Þar verð- ur fjallað um uppruna og þró- un spectral tón- listar, auk þess sem nemendur vinna með hljómróf sam- kvæmt aðferðum spectral tónlist- ar. Kennt verður þrjú kvöld, í þrjá tíma í senn, milli kl. 17 og 20. Steingrímur Roholoff er hálfur Íslendingur og hálfur Þjóðverji, en hefur búið mestan hluta ævi sinnar í Þýskalandi. Hann nam tónsmíðar og raftónlist í Köln og París og býr nú í Köln þar sem hann leggur stund á tónsmíðar. Steingrímur kom hingað til lands í júlí til að fylgjast með flutningi tónverks síns undir stjórn Gunnsteins Ólafs- sonar á Sumartónleikum í Skál- holti. Annað verk eftir Steingrím verður jafnframt flutt af Caput- hópnum í Salnum í byrjun sept- ember og ákvað hann af því tilefni að dvelja á Íslandi í sumar og efna til námskeiðs í spectral-tónlist. „Tryggvi M. Baldursson hefur unnið að skipulagningu námskeiðs- ins með mér, en ég mun sjá um kennsluna. Námskeiðið er opið bæði tónskáldum og áhugafólki um samtíma- og raftónlist. Það er rétt að taka fram að kennslan fer fram á ensku,“ segir Steingrímur sem hefur þó notað tímann hér á Ís- landi til að rifja upp íslenskukunn- áttu sína. Sem tónskáld er Steingrímur undir nokkrum áhrifum frá spect- ral-tónlist en kennarar hans í Par- ís voru meðal upphafsmanna þeirr- ar tónlistarstefnu. „Spectral-tónlist á upppuna sinn í París í upphafi áttunda áratug- arins en þar er athyglinni beint að hljómrófi hvers tóns, þ.e. þeim undir- og yfirtónum sem skilgreina hljóm tónlistarinnar. Tæknilegum aðferðum er beitt við að greina samsetningu hljóðbylgna og eru tónsmíðarnar byggðar á þeim sam- hljómi sem felst í sjálfum tónun- um. Upphafsmenn stefnunnar eru Gerard Grisey, sem samdi hið fræga verk „Partiels“ og Tristan Murait, en þeir voru undir miklum áhrifum frá Ligeti, Messiaen og Stockhausen í sinni tónsköpun. Auk þeirra má nefna Marc-Audré Dalbarie en þessi tónskáld þróuðu umrædda tegund tónlistar og eru mjög þekkt í Frakklandi,“ segir Steingrímur, en hann mun fjalla um og leika tóndæmi úr verkum ofangreindra tónskálda í umfjöllun sinni um spectral-tónlist. Spurður um flutningsaðferðir spectral-tónlistar segir Rohloff venjulega um að ræða hljómsveit- arflutning með hefðbundnum hljóðfærum, þó svo að rafhljóðfæri séu einnig notuð. „Oft eru verkin flutt af hljómsveitum sem líkja eft- ir ýmiss konar rafhljóðum með hefðbundnum hljóðfærum, og reynir það oft mjög á hæfni flytj- enda. Spectral-tónlist má lýsa sem nokkurs konar stúdíu á tónlistinni í sjálfri sér, þ.e. hljóðinu sem slíku, hún er oft mjög hæg, ná- kvæm og íhugandi. Auðvitað hefur þessi tegund tónlistar þróast mjög og haft víðtæk áhrif í samtíma- tónsmíðum. Þannig mun ég t.d. fjalla um það sem ofangreind tón- skáld eru að gera í dag, hvernig þau hafa þróað sínar tónsmíðar, jafnvel yfir í allt aðra sálma. Ekki má þó gleyma verklega þættinum á námskeiðinu, en besta leiðin til að fá tilfinningu fyrir tónlistinni er að fást við hana sjálfur,“ segir Steingrímur Rohloff að lokum. Skráning á námskeiðið fer fram þessa dagana á netfanginu tmbald- @ismennt.is, þar sem jafnframt má nálgast frekari upplýsingar. Námskeið um spectral-tónlist Steingrímur Rohloff Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.