Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 25 JAZZTRÍÓ Hafnarfjarðar ásamt Ólafi Jónssyni tenórsaxófónleikara heldur tónleika í kaffistofu Hafn- arborgar, annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 21. Á efnisskránni eru verk eftir fjóra af áhrifamestu djasspíanistum síðustu aldar, Bud Powell, Theolonius Monk, Bill Ev- ans, Duke Ellington. Tríóið er skipað Andrési Þór Gunnlaugssyni, gítar; Kára Árna- syni trommur og Gunnari Hrafns- syni bassa. Lög djass- píanista í Hafnarborg Djasstríó Hafnarfjarðar ásamt Ólafi Jónssyni tenór-saxófónleikara. STEINGRÍMUR Rohloff tónskáld heldur námskeið um spectral-tón- list í Tónlistarskóla Reykjavíkur dagana 27. til 30. ágúst. Þar verð- ur fjallað um uppruna og þró- un spectral tón- listar, auk þess sem nemendur vinna með hljómróf sam- kvæmt aðferðum spectral tónlist- ar. Kennt verður þrjú kvöld, í þrjá tíma í senn, milli kl. 17 og 20. Steingrímur Roholoff er hálfur Íslendingur og hálfur Þjóðverji, en hefur búið mestan hluta ævi sinnar í Þýskalandi. Hann nam tónsmíðar og raftónlist í Köln og París og býr nú í Köln þar sem hann leggur stund á tónsmíðar. Steingrímur kom hingað til lands í júlí til að fylgjast með flutningi tónverks síns undir stjórn Gunnsteins Ólafs- sonar á Sumartónleikum í Skál- holti. Annað verk eftir Steingrím verður jafnframt flutt af Caput- hópnum í Salnum í byrjun sept- ember og ákvað hann af því tilefni að dvelja á Íslandi í sumar og efna til námskeiðs í spectral-tónlist. „Tryggvi M. Baldursson hefur unnið að skipulagningu námskeiðs- ins með mér, en ég mun sjá um kennsluna. Námskeiðið er opið bæði tónskáldum og áhugafólki um samtíma- og raftónlist. Það er rétt að taka fram að kennslan fer fram á ensku,“ segir Steingrímur sem hefur þó notað tímann hér á Ís- landi til að rifja upp íslenskukunn- áttu sína. Sem tónskáld er Steingrímur undir nokkrum áhrifum frá spect- ral-tónlist en kennarar hans í Par- ís voru meðal upphafsmanna þeirr- ar tónlistarstefnu. „Spectral-tónlist á upppuna sinn í París í upphafi áttunda áratug- arins en þar er athyglinni beint að hljómrófi hvers tóns, þ.e. þeim undir- og yfirtónum sem skilgreina hljóm tónlistarinnar. Tæknilegum aðferðum er beitt við að greina samsetningu hljóðbylgna og eru tónsmíðarnar byggðar á þeim sam- hljómi sem felst í sjálfum tónun- um. Upphafsmenn stefnunnar eru Gerard Grisey, sem samdi hið fræga verk „Partiels“ og Tristan Murait, en þeir voru undir miklum áhrifum frá Ligeti, Messiaen og Stockhausen í sinni tónsköpun. Auk þeirra má nefna Marc-Audré Dalbarie en þessi tónskáld þróuðu umrædda tegund tónlistar og eru mjög þekkt í Frakklandi,“ segir Steingrímur, en hann mun fjalla um og leika tóndæmi úr verkum ofangreindra tónskálda í umfjöllun sinni um spectral-tónlist. Spurður um flutningsaðferðir spectral-tónlistar segir Rohloff venjulega um að ræða hljómsveit- arflutning með hefðbundnum hljóðfærum, þó svo að rafhljóðfæri séu einnig notuð. „Oft eru verkin flutt af hljómsveitum sem líkja eft- ir ýmiss konar rafhljóðum með hefðbundnum hljóðfærum, og reynir það oft mjög á hæfni flytj- enda. Spectral-tónlist má lýsa sem nokkurs konar stúdíu á tónlistinni í sjálfri sér, þ.e. hljóðinu sem slíku, hún er oft mjög hæg, ná- kvæm og íhugandi. Auðvitað hefur þessi tegund tónlistar þróast mjög og haft víðtæk áhrif í samtíma- tónsmíðum. Þannig mun ég t.d. fjalla um það sem ofangreind tón- skáld eru að gera í dag, hvernig þau hafa þróað sínar tónsmíðar, jafnvel yfir í allt aðra sálma. Ekki má þó gleyma verklega þættinum á námskeiðinu, en besta leiðin til að fá tilfinningu fyrir tónlistinni er að fást við hana sjálfur,“ segir Steingrímur Rohloff að lokum. Skráning á námskeiðið fer fram þessa dagana á netfanginu tmbald- @ismennt.is, þar sem jafnframt má nálgast frekari upplýsingar. Námskeið um spectral-tónlist Steingrímur Rohloff Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.