Morgunblaðið - 22.08.2002, Page 28
HAGFRÆÐINGUR Fé-lags eldri borgara íReykjavík segir að fólkgeri sér ekki almennt
grein fyrir að það greiði mun hærra
hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt
en áður og þetta eigi þó sérstaklega
við um þann hóp sem hafi lægstu
tekjurnar. Þessi fullyrðing er rétt
svo langt sem hún nær. En öllu máli
skiptir auðvitað hvað þetta „áður“
táknar, þ.e. við hvaða ár eða tímabil
er verið að miða.
Bæði persónuafsláttur og
skatthlutfall á hreyfingu
Skattleysismörk á hverjum tíma
finna menn með því að deila stað-
greiðsluhlutfalli upp í persónuaf-
sláttinn en báðar þessar stærðir
hafa verið á hreyfingu frá því stað-
greiðslan var tekin upp. Árið 1997
var persónuafslátturinn t.d. 24.115
krónur á mánuði og staðgreiðslu-
hlutfallið 41,25% og skattleysis-
mörkin 58.460. Í ár er persónuaf-
slátturinn 26.002 og staðgreiðslu-
hlutfallið 38,54% og skattleysis-
mörkin 67.467 krónur. Á sama
tímabili hækkaði verðlag um rúm
24%. Ef krónutala skattleysismark-
anna er einfaldlega framreiknuð
miðað við neysluvístölu væru þau
núna 72.607 krónur en þar með er
hins vegar litið framhjá breytingum
á persónuafslættinum og stað-
greiðsluhlufallinu. Ef persónuaf-
slátturinn er framreiknaður og tekið
mið af núverandi staðgreiðsluhlut-
falli væru skattleysismörkin hins
vegar 77.700 krónur en þá er alger-
lega litið framhjá lækkun stað-
greiðsluhlutfallsins á tímabilinu.
En hvers vegna 1997? Því ekki að
fara allt aftur til ársins 1988 þegar
staðgreiðslan var tekin upp, en þá
voru skattleysismörkin rúmar 44
þúsund krónur. Framreiknuð með
vísitölu neysluverðs væru þau nú lið-
lega 98 þúsund krónur en eru í
reynd um 67.500 krónur. Það má líka
velta fyrir sér hvers vegna ætti að
miða við neysluvísitölu en ekki
launavísitölu.
Tekjuskattsstofninn
hefur breikkað
Því verður ekki á móti mælt að
hinir tekjulægri eða tekjulægstu
„greiða“ nú meira í tekjuskatt en
þeir gerðu. Greiða er hér viljandi
sett innan gæsalappa til þess að
minna á þá staðreynd að þótt af
mánaðarlaunum manna sé dreginn
skattur er ekki þar með sagt að þeir
hinir sömu greiði í reynd nettóskatt
til samneyslunnar. Almennt má
segja að raunbreytingar á skattleys-
ismörkum frá árinu 1992, svo litið sé
til síðustu tíu ára, hafa gert það að
verkum að skattstofninn hafi
breikkað sem á mannamáli þýðir að
fleiri launþegar greiða nú tekjuskatt
en áður, bæði vegna raunlækkunar
skattleysismarkanna og eins vegna
hækkunar launatekna umfram verð-
breytingar. Þetta hefur þó ekki, að
því er næst verður komist, gerbreytt
þeirri mynd sem lengi hefur blasað
við, þ.e. að aðeins um einn þriðji hluti
skattgreiðenda greiði nettóskatta.
En hvað með hina mikla hækkun
skattanna á síðasta áratug? Það seg-
ir ekki ýkja mikið eitt og sér. Fram-
teljendum hefur auðvitað fjölgað
verulega á þessum tíma, tekjur fólks
hafa sem betur fer aukist og vægi
tekjuskatta almennt hefur aukist á
síðustu árum (þeirri spurningu
hvort aðrir skattar hafi ekki örugg-
lega lækkað á móti verður þó ekki
svarað hér).
Skattheimtan
í hámarki árið 2000
Heildartekjur hins opinbera, þ.e.
ríkis og sveitarfélaganna, sem hlut-
fall af vergri landsframleiðslu (VLF)
voru 35,8% árið 1990, 36,2% árið
1995 og fóru í 42% árið 2000 en
reikna má með að hlutfallið hafi
lækkað eitthvað í fyrra. Í viðskipta-
blaði Morgunblaðsins síðasta haust
var gerð allítarleg grein fyrir þess-
ari þróun og virtist hún koma sum-
um nokkuð á óvart.
Þegar rætt hefur verið um breyt-
ingar á tekjusköttum hefur ríkið
bent á að vægi tekjuskatta hafi auk-
ist, m.a. með tilkomu hátekju- og
fjármagnstekjuskatts en vægi veltu-
skatta minnkað. Það kann rétt að
vera en þau rök eiga vitaskuld ekki
við þegar skoðaðar eru tölur um
heildartekjur hins opinbera sem
hlutfall af VLF líkt og hér að ofan.
Þær segja okkur einfaldlega að hið
opinbera var hlutfallslega að taka
meira til sín fram til ársins 2000 en
hlutur fyrirtækja og einstaklinga
minnkaði að sama skapi. En nú má
gera því skóna að snúið hafi verið af
þeirri braut, bæði með skattalækk-
unum á fyrirtæki og einstaklinga og
eins vegna minni umsvifa í hagkerf-
inu.
Í upphafi skyldi endinn skoða seg-
ir máltækið en í okkar tilviki er það
engan veginn ánægjulegur saman-
burður: staðgreiðsla skatta hófst ár-
ið 1998 og þá var skatt
35,2% og persónuafslátturi
krónur. Skattleysismörk
44.183 krónur á mánuði. Í á
greiðsluhlutfallið 38,54%
sónuafslátturinn 26.002 á
Og auk þess er nú tekinn s
hátekjuskattur eða 7% a
umfram 322.000 á mánuði þ
jaðartekjuskatthlutfall þes
45,54%. Hvað táknar þetta
annað en það að við borgum
lega töluvert hærri tekjusk
fallslega og raunar einn
meðalskatt nú en þegar sta
an var tekin upp á sínum t
er athyglisvert út af fyr
skoða þróunina frá því sta
skatta var tekin upp. En
hafa aðrir skattar, bætur
þættir sem taka þarf tillit ti
þessum tíma. Maður stí
tvisvar sinnum í sömu án
Forn-Grikkir og það á enn v
Meðalskatturinn
stighækkandi
Meðalskattur er mikilvæ
tak en hann segir okkur h
einstaklingur greiðir hlutf
Margvíslegar breytingar hafa orðið á skattby
Skattur hef-
ur lækkað
á 140.000
mánaðar-
laun og yfir
!
"
#
$
28 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
hafð
greid
skatta eða tæp 25% af h
takt við verðbreytingar
ið 1997 og Eiríkur greid
lega 28% af heildartekju
og hann greiddi 59.210
Skattbyrði Eiríks er því
en hins vegar meiri en f
Eiríkur
er lágtekju
vorið 1992
skattleysismörkunum. L
vorið 1997 losuðu laun h
hann greiddi þá um 3.60
Í vor var Gísli kominn
greiddi af af þeim liðleg
artekjum.
Gísli
er hátek
1992 og
tæp 32% af heildarlaunu
við vísitölubreytingar e
lega 335.300 krónum vo
í 5% hátekjuskatti sem t
lega 119 þúsund í skatta
voru laun Helga komin
þeim 140.200 í skatta, þ
322.000 krónum. Meðal
byrði Helga hafði lækka
lega hærri en fyrir tíu á
Helgi
VARÐVEISLA ÍSLENSKRAR
HÖNNUNARSÖGU
Ef miðað er við þjóðir þar sembyggingarlist hefur staðið ímiklum blóma öldum saman er
byggingararfleifð íslensku þjóðarinnar
fátækleg. Því verður seint nógu mikil
áhersla lögð á nauðsyn þess að varðveita
vel sögufrægar byggingar og samhengi
þeirrar byggingararfleifðar sem þó er
fyrir hendi. Með markvissu átaki á sviði
húsfriðunar og húsverndar á síðustu
áratugum hefur töluvert áunnist á þessu
sviði sem komandi kynslóðir munu njóta.
Samt sem áður virðist sem enn sé ekki
nægilega vel hugað að verndun eða varð-
veislu á innréttingum sögufrægra húsa,
en upprunalegar innréttingar eru að
sjálfsögðu ómetanlegur þáttur í okkar
stuttu hönnunarsögu og ber því að verja
fyrir tískustraumum og skammtíma-
hagsmunum eftir því sem kostur er.
Fyrir skömmu birtist í Morgun-
blaðinu frétt þess efnis að sótt hefði ver-
ið um leyfi til framkvæmda við breyt-
ingar innandyra á Hótel Borg, löngu
eftir að hinar eiginlegu framkvæmdir
hófust. Fram kom í fréttinni að Skipu-
lags- og byggingarnefnd Reykjavíkur
væri ósátt við breytingarnar og teldi
þær ekki í anda hússins eða húsvernd-
arstefnu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
formaður nefndarinnar, sagði af þessu
tilefni að „of oft sé farið út í leyfisskyldar
framkvæmdir áður en leyfi er veitt“, en
slíkt er að sjálfsögðu algjörlega ófor-
svaranlegt. Hún segir jafnframt að á
fundi nefndarinnar hafi verið rætt um
friðun innréttinga í Reykjavík og bendir
réttilega á að byggingar á borð við Hótel
Borg hafi ákveðið gildi í borgarmynd-
inni. „Of oft höfum við séð innréttingar
sem hafa mikið gildi fara, t.d. í Reykja-
víkurapóteki og Agli Jacobsen. Þar sem
það á við finnst okkur að halda eigi í inn-
réttingar sem greinilega eru hluti af kar-
akter húsanna, eins og mér fannst varð-
andi Hótel Borg.“
Að sjálfsögðu verður að hafa í huga að
þetta er ekki í fyrsta sinn sem víðtækar
breytingar eru framkvæmdar innandyra
á Hótel Borg, en svo virðist sem tilfinn-
ing manna fyrir verðmæti upprunalegu
innréttinganna hafi verið vakin alltof
seint. Hið sama má segja um Iðunnar-
apótek við Laugaveg, verslun Egils Jac-
obsens og Reykjavíkurapótek, en inn-
réttingar Reykjavíkurapóteks voru t.d.
hannaðar af Sigurði Guðmundssyni í
anda norrænnar nýklassíkur og höfðu
sérstakt vægi sem slíkar. Þó þeim hafi að
einhverju leyti verið bjargað, fer ætíð
best á því að varðveita slíkar innrétting-
ar í heilu lagi í því húsi sem þær tilheyra.
Eins og Steinunn Valdís segir er mik-
ilvægt að betur verði hugað að friðun
innréttinga í framtíðinni og nauðsynlegt
er að tryggja skilvirkar leiðir til að fyr-
irbyggja eyðileggingu slíkra menningar-
verðmæta. Í því sambandi má t.d. nefna
verslunina Kirsuberjatréð við Vestur-
götu 4 í Reykjavík, þar sem eigendur
hafa lagt metnað sinn í að varðveita upp-
haflegar innréttingar sem tilheyrðu
verslun Björns Kristjánssonar er var
opnuð árið 1888, en þær eru nú að verða
einstakar í Reykjavík og hafa umtals-
vert sögulegt gildi. Einnig er löngu
tímabært að vernda innréttingar þeirra
opinberu bygginga þar sem frumsaga ís-
lenskrar hönnunar var mótuð af metnaði
í húsbúnaði, innréttingum og litavali.
Mikil umræða varð um breytingar í
Þjóðleikhúsinu á sínum tíma, en minna
hefur verið rætt um innviði Þjóðminja-
safnsins þar sem stórfelldar breytingar
hafa staðið yfir um langt skeið. Full
ástæða er til að vernda innréttingar
skólabygginga á borð við aðalbyggingu
Háskóla Íslands, Austurbæjarskóla,
Melaskóla og Laugarnesskóla. Betur má
ef duga skal, að öðrum kosti verður
frumsaga íslenskrar hönnunar aldrei
varðveitt sem skyldi.
ÚTIVISTARSVÆÐI FYRIR SAUÐFÉ?
Séu einhver sannindi algild á Íslandier það að sauðfjárbeit og skógrækt
fara ekki saman. Mörgum Reykvíking-
um hlýtur að hafa brugðið við þær fréttir
að sauðkindur í eigu bænda á Kjalarnesi
gengju tugum saman lausar á útivistar-
svæði borgarbúa í Esjuhlíðum og væru
þar búnar að rífa í sig og eyðileggja stór-
an hluta af 20.000 trjáplöntum, sem ung-
menni á vegum Reykjavíkurborgar og
Landsvirkjunar hafa plantað í sumar. Í
Esjuhlíðum er m.a. verið að rækta land-
græðsluskóg og svæðið hefur af hálfu
Reykjavíkurborgar verið skipulagt sem
útivistarsvæði – og þá í þágu mannfólks-
ins, en ekki til að næra sauðfé.
Engan skal undra að forráðamenn
Skógræktarfélags Reykjavíkur, sem
hefur umsjón með svæðinu, hafi eftir
talsvert japl, jaml og fuður ákveðið að fá
sérhæfðan smala úr Borgarfirði til að
smala svæðið og koma fénu fyrir í rétt
þar til eigendur þess fengjust til að flytja
það þangað sem það ynni ekki skaða. Féð
slapp hins vegar fljótlega úr réttinni og
hver sem ástæðan er fyrir því er það
óviðunandi staða.
Borgarkerfið virðist hafa átt í dá-
litlum vandræðum með að mynda sér
eina skoðun á því hvort kindurnar hafi
mátt valsa um útivistarsvæðið eður ei og
hvort yfirleitt væri hægt að banna eig-
endum þess að beita því á afrakstur sum-
arstarfs unglinga í Esjuhlíðum. Þannig
segir deildarstjóri umhverfis- og heil-
brigðisstofu Reykjavíkurborgar í Morg-
unblaðinu í gær að verið sé að „vinna í
málinu af fullum krafti og vonir séu
bundnar við að drög að samþykkt um
bann við lausagöngu búfjár verði sam-
þykkt á fundi heilbrigðis- og umhverf-
isnefndar á morgun, fimmtudag“. Í
blaðinu í dag segir borgarlögmaður hins
vegar að lausaganga búfjár í Esjunni
hafi verið bönnuð allt frá 1986 sam-
kvæmt búfjársamþykkt og enginn vafi
leiki á því að féð megi ekki vera fyrir
neðan ákveðna línu í fjallinu. Fyrst borg-
aryfirvöld eru komin að þeirri niður-
stöðu að lausagangan sé bönnuð er ráð
að þau grípi nú þegar til aðgerða til að
framfylgja því banni og losna við kind-
urnar úr skógræktinni. Farið hefur fé
betra.
Hagsmunir sauðkindarinnar og eig-
enda hennar annars vegar og þeirra, sem
vilja rækta skóg og græða landið hins
vegar, hafa löngum vegizt á hér á landi,
þótt sjaldgæft sé að þessar andstæður
birtist á jafngrátbroslega táknrænan
hátt og í áflogum sauðfjárbónda og skóg-
ræktarfrömuðar í Esjuhlíðum í fyrra-
dag. Bæði eiga sinn tilverurétt, sauð-
kindin og skógurinn. Í þessu máli er hins
vegar nokkuð ljóst að hagsmunir mann-
fólksins í borginni af því að fá að njóta
skógarins í friði fyrir svöngu sauðfé vega
þyngra en hagsmunir fjárins og hinna
fáu bænda í borgarlandinu. Það hlýtur
að vera í verkahring borgaryfirvalda að
girða fyrir að uppákomur af því tagi, sem
áður var lýst, endurtaki sig.
Álagning tekjuskatts og útsvars
einstaklinga hefur ríflega tvöfaldast að
núvirði á síðasta áratug. Félag eldri
borgara í Reykjavík og ASÍ segja að fólk
með lægri tekjur hafi tapað á skattalækk-
unum ríkisstjórnarinnar. Arnór Gísli
Ólafsson skoðaði breytingar sem hafa
orðið á tekjuskattskerfinu og velti upp
spurningum um skattkerfið.