Morgunblaðið - 22.08.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 22.08.2002, Síða 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í tilefni af Íslensku sjávarútvegssýningunni verður gefinn út blaðaukinn Úr Verinu sem fylgir Morgunblaðinu 4. september. Aukaupplagi verður dreift á sýningunni. Pantanafrestur auglýsinga er til kl.12 fimmtudaginn 29. ágúst. Allar nánari upplýsingar veita sölu-og upplýsingafulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111, bréfsíma 569 1110 eða netfanginu augl@mbl.is. AUGLÝSENDUR! Íslenska sjávarútvegssýningin í Smáranum Kópavogi 4. - 7. september AÐ undanförnu hefur nokkuð verið rætt og ritað um lýðræði innan Evrópusambandsins og meintan lýðræðishalla í samstarfinu. Því er rétt að fara nokkrum orðum um lýðræðislega upp- byggingu ESB og stofn- ana þess. Um það er ekki deilt að Evrópu- sambandið er byggt á lýðræðislegum grunni enda þiggur það umboð sitt og lögmæti frá 15 helstu lýðræðisríkjum veraldar. Til að skilja lýðræðislega uppbygg- ingu ESB er nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir eðli sam- starfsins. Evrópusambandið er ekki ríki og því er ekki hægt að beita það sömu mælikvörðum og ef um full- valda ríki væri að ræða. Evrópusam- bandið er heldur ekki hefðbundin al- þjóðastofnun sem starfar á milliríkjagrunni. Samstarfið er mun nánara og samþættara en jafnan ger- ist í milliríkjasamstarfi. Evrópusam- bandið er því hvorki fullvalda ríki né hefðbundin alþjóðastofnun, heldur einstakt samstarf fullvalda lýðræðis- ríkja sem telja hag sýnum best borgið með því að vinna saman að afmörk- uðum og sameiginlegum viðfangsefn- um. Ríkin hafa því framselt hluta af ákvarðanavaldi sínu til sameiginlegra og yfirþjóðlegra stofnana til að takast á við sameiginleg viðfangsefni. Í raun má segja að Evrópusambandið sé svar við alþjóðavæðingu efnahagslífs- ins en fullvalda ríki verða sífellt háð- ari hvert öðru í efnahagslegu tilliti. Rík lýðræðiskrafa Allt frá stofnun hefur Evrópusam- bandið verið grundvallað á lýðræði og lýðræðiskrafan er rík í allri starfsemi þess. Eftir því sem samstarfinu hefur fleygt fram hefur krafan um lýðræð- islegt umboð aukist og markvisst hef- ur verið unnið að því að auka völd lýð- ræðislegra stofnana, – annars vegar ráðherraráðsins, sem skipað er lýð- ræðislega kjörnum ráðherrum aðild- arríkjanna, og hins vegar Evrópu- þingsins, sem er kosið beinni kosningu af kjósendum í aðildarríkj- unum. Stjórnvöld í aðildarríkjunum veita framkvæmdastjórninni eftir sem áður mikilvægt hlutverk. Grund- vallarlög ESB byggjast á Rómar- samningnum frá 1957og þeim sátt- málum sem eftir fylgdu, auk aðildarsamninga við ríkin 15. Stofn- anir ambandsins hafa verið í sífelldri þróun eftir því sem samstarfinu hefur fleygt fram. Hér verður aðeins fjallað um þær allra mikilvægustu; Evrópu- þingið, ráðherraráðið og fram- kvæmdastjórnina. Evrópuþingið Evrópuþingið er fulltrúaþing al- mennings og deilir lagasetningarvaldi með ráðherraráðinu. Evrópuþingið var lengst af aðeins ráðgefandi og þótt völd þess hafi aukist mikið að undanförnu og hefur það langt í frá sama vægi og þjóðþing aðildarríkj- anna. Þingið fjallar um lagafrumvörp ESB en getur ekki haft frumkvæði að lagagerð. Þingið fer ennfremur með fjárveitingarvald ESB, ásamt ráð- herraráðinu, og þarf að afgreiða sam- eiginlega fjárhagsáætlun ESB til að hún öðlist gildi. Þingið hefur einnig eftirlit með framkvæmdastjórninni og veitir henni lýðræð- islegt aðhald. Þannig þarf þingið til að mynda að samþykkja fulltrúa í framkvæmdastjórnina og getur sett hana af í heilu lagi, en getur hvorki haft frumkvæði að tilnefningu fram- kvæmdastjóra né sett einstaka framkvæmda- stjóra af. Ennfremur þarf þingið að sam- þykkja ný aðildarríki. Þingmenn Evrópu- þingsins skipa sér ekki hópa eftir þjóðerni heldur starfa þar þing- flokkar á grundvelli pólitískrar sannfæringar. Ráðherraráðið Í ráðherraráðinu sitja fulltrúar rík- isstjórna aðildarríkjanna. Skipta má ráðherraráðinu í tvær ólíkar stofnanir. Annars vegar leiðtogaráðið sem sam- anstendur af lýðræðislega kjörnum leiðtogum aðildarríkjanna og forseta framkvæmdastjórnarinnar og hins vegar í ráðherraráðið sem skipað er af fagráðherrum aðildarríkjanna á hverju sviði fyrir sig. Hlutverk leiðtogaráðsins er að móta pólitíska framtíðarstefnu sambandsins og taka mikilvægar póli- tískar ákvarðanir. Hvert aðildarríkja ESB hefur neitunarvald í leiðtoga- ráðinu. Allar ákvarðanir í leiðtoga- ráðinu eru því teknar með samhljóma atkvæðum allra aðildarríkjanna. Í ráðherraráðinu hefur hvert ríki einn ráðherra í hverjum málaflokki. Þannig eru það til að mynda ráð- herrar sjávarútvegsmála í aðildar- ríkjunum sem skipa ráðherraráðið um sjávarútvegsmál. Hér er því í raun um hefðbundið milliríkjasam- starf að ræða og er sá vettvangur þar sem aðildarríkin gæta helst hags- muna sinna. Ráðherraráðið er æðsta ákvörðunarvald innan ESB, og deilir löggjafar- og fjárveitingarvaldi með Evrópuþinginu. Ákvarðanir ráðsins byggjast jafnan á málamiðlun aðild- arríkjanna en kosningar geta farið fram í sumum málaflokkum og fer það eftir mikilvægi þeirra hvort ein- faldur meirihluti dugi eða beita þurfi ákvæðum um aukinn meirihluta. Framkvæmdastjórnin Umfangsmesta stofnun ESB er framkvæmdastjórnin sem fer í raun með allan rekstur sambandsins. Framkvæmdastjórnin er yfirþjóðleg stofnun sem gætir hagsmuna Evr- ópusambandsins bæði gagnvart að- ildarríkjunum sjálfum og öðrum ríkj- um. Framkvæmdastjórnin er verndari sáttmála ESB og sér til þess að innri markaðurinn virki sem skyldi. Hún hefur ein frumkvæði að lagasetningatillögum sem fara fyrir ráðherraráðið og Evrópuþingið til samþykkis eða synjunar. Það er svo á ábyrgð framkvæmdastjórnarinnar að koma ákvörðunum ráðherraráðsins og þingsins í framkvæmd, til að mynda um rekstur landbúnaðarstefn- unnar og samstarfsáætlana á borð við rannsóknir og þróun svo dæmi sé tek- ið. Ráðherraráðið skipar forseta framkvæmdastjórnarinnar en lýð- ræðislega kjörin stjórnvöld í aðildar- ríkjunum tilnefna einstaka fram- kvæmdastjóra, sem fara með afmörkuð stefnumál eins og tíðkast meðal ríkisstjórna, og eiga ekki að gæta hagsmuna ríkja sinna heldur Evrópusambandsins alls. Lýðræðisleg málamiðlun Uppbygging Evrópusambandsins er í raun niðurstaða úr lýðræðislegri málamiðlum sem hefur þróast milli ólíkra aðildarríkja og sjónarmiða og endurspeglar einstakt eðli samstarfs- ins. Evrópusambandið hefur frá upp- hafi verið í sífelldri þróun og mótun og verður svo áfram. Lýðræði og ESB Eiríkur Bergmann Einarsson ESB Uppbygging Evrópu- sambandsins, segir Eiríkur Bergmann Einarsson, er í raun niðurstaða úr lýðræð- islegri málamiðlum. Höfundur er stjórnmálafræðingur og starfsmaður fastanefndar ESB fyrir Ísland. Í BRÉFI til Morgun- blaðsins hinn 6. mars. sl. veltir Ragnar Eiríks- son upp þeirri hugmynd að framleiða rafmagn með vindorku á Íslandi. Hann bendir á að setja mætti upp vindmyllur úti á Skaga þar sem nóg sé um vindinn. Ekki skal dregið í efa að vindasamt sé á Skaga. En jafnvel á mestu ro- krössum verður stund- um logn. Þá dytti öll rafmagnsframleiðsla þar niður. Hvorki heim- ili né atvinnuvegir sætta sig við rafmagnsleysi, jafnvel þann stutta tíma sem logn er á vind- asömum stöðum. Ekki er því unnt að reiða sig á vindorku eina og sér til raf- magnsframleiðslu. Þetta er ástæðan til þess að alls staðar þar sem vind- orka er nýtt í umtalsverðum mæli fer sú nýting fram í samvinnu við elds- neytiskyntar rafstöðvar sem geta dregið úr vinnslu og sparað sér elds- neytiskostnað þegar hvasst er og vindrafstöðvarnar geta framleitt raf- magn. Með slíkri samvinnu geta vindraf- stöðvar stuðlað að minni eldsneytis- notkun við að sjá fyrir þörfum tiltek- ins markaðar fyrir trygga raforku. Hvort slíkt borgar sig fer eftir því hvort vinnslukostnaður rafmagnsins í vindmyllunum er minni en eldsneyt- iskostnaðurinn sem sparast eða ekki. Það er hann raunar sjaldan, en stjórnvöld hafa víða styrkt vindorku- framleiðendur með beinum framlög- um eða skattaívilnunum í því skyni að draga úr mengun og losun koltvísýr- ings frá brennslu eldsneytis. Að styrknum meðtöldum getur dæmið gengið upp fyrir þá. Án samvinnu við eldsneytisstöðvar geta vindrafstöðvar séð fyrir ótryggri raforku til notenda sem hafa möguleika á að laga sig eftir dyntum vindsins. Slíkir notend- ur eru ekki margir en eru þó til. Hér á Íslandi eru nær engar eldsneyt- iskyntar rafstöðvar í gangi undir venjulegum kringumstæðum, held- ur aðeins þegar bilanir verða. 99,9% allrar raf- orku á Íslandi eru unnin í vatnsafls- og jarðgufu- stöðvum. Vinnslukostn- aður raforkunnar í báð- um þeim tegundum rafstöðva er að heita má allur fastur, þ.e. óháður því hvort stöðin framleiðir meira eða minna rafmagn, því að vatnið sjálft lætur náttúran ókeypis í té og sama er að segja um jarðgufuna þegar einu sinni er búið að ná henni upp á yfirborðið með borunum. Slíkar stöðvar hafa því enga möguleika til að spara neitt þegar hvasst er eins og eldsneytisstöðvarnar, þannig að eng- inn grundvöllur er fyrir samvinnu þeirra við vindorkuver. Þessu væri öðruvísi háttað ef Ís- land væri tengt Evrópu um sæstreng þar sem stærstur hluti raforkunnar er unninn í eldsneytisstöðvum. Ítar- legar athuganir hafa farið fram á hag- kvæmni slíkrar tengingar en með nei- kvæðri niðurstöðu enn sem komið er. Ekki er í sjónmáli að breyting verði á því. Einn staður á Íslandi hefur þó sér- stöðu í þessu efni. Grímsey. Þar er öll raforkan unnin í dísilstöð og vindraf- stöð þar gæti því sparað olíu. Vinnslu- kostnaður vindrafstöðva er fastur kostnaður af sömu ástæðu og nefnd var fyrir vatnsafls- og jarðgufustöðv- arnar, því að vindurinn sjálfur er ókeypis. Vegna þess hve raforku- markaðurinn í Grímsey er lítill og vegna þess að dísilolía er tiltölulega ódýr geta verið áhöld um hvort olíu- sparnaðurinn þar dygði til að vega upp fasta kostnaðinn við vindrafstöð. Rafmagnsveitur ríkisins, sem annast raforkuvinnsluna í Grímsey, munu hafa skoðað þennan möguleika. Miðlunarlón vatnsaflsstöðvanna hér á landi gætu brúað hægviðrasöm tímabil, daga, vikur og jafnvel mán- uði. Til þess þyrfti þó að auka afl vatnsaflsstöðvanna um sem nemur því afli vindrafstöðva sem óstarfhæft getur orðið vegna hægviðris, eða reisa nýjar vatnsaflsstöðvar við sömu miðlunarlón. Kostnaður við það kæmi til viðbótar kostnaði vindrafstöðv- anna. Hann er fastur eins og kostn- aður vindrafstöðvanna sjálfra. Hann sparast því ekki þegar hvasst er eins og eldsneytiskostnaðurinn í eldsneyt- isstöðvunum. Spurningin er þá hvort vindrafstöðvarnar þola slíka kostnað- arviðbót án þess að verða ósam- keppnishæfar. Það er vafasamt. Hér á landi hafa stjórnvöld ekki hvata til að draga úr brennslu eldsneytis til raforkuvinnslu með styrkjum til vind- rafstöðva því að hún er lítil sem eng- in. Allt um þetta gæti vindorka séð fyrir ótryggu rafmagni hér eins og annars staðar. Spurningin er um markað fyrir slíkt rafmagn og raf- magnsverðið. Vindorka til raforku- vinnslu á Íslandi Jakob Björnsson Orka Ekki er unnt, segir Jakob Björnsson, að reiða sig á vindorku eina og sér til rafmagnsframleiðslu. Höfundur er fv. orkumálastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.