Morgunblaðið - 22.08.2002, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 22.08.2002, Qupperneq 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 41 Mig langar að minn- ast með nokkrum orð- um, móðurbróður míns Guðmundar Þorsteins- sonar frá Hópi. Hann var framsýnn athafna- maður bæði fiskverkandi og útgerð- armaður í Grindavík. Hann var forkur til vinnu og þeg- ar vinnudeginum lauk í útgerðinni fór hann að sinna bústörfunum. Einnig hafði hann stóru heimili að sinna en þau hjónin eignuðust sjö börn svo að í nægu hefur verið að snúast. Okkar leiðir lágu að mestu leyti saman þegar ég var ungur drengur, en hann bjó í næsta húsi við ömmu og afa á Hópi, en þar var ég mikið á mínum yngri árum. Í dag finnst mér það hafa verið mikil forréttindi að hafa fengið að vera á Hópi og fylgj- ast með lífinu þar, bæði hjá dýrum og mönnum. Gummi og afi voru saman með bú- skap á Hópi. Mér eru sérstaklega minnisstæðar ferðirnar þegar farið var með féð á fjall, en þá var Gummi á rússajeppa og voru kindurnar hafðar í kerru sem jeppinn dró. Það voru farnar nokkrar ferðir með féð og vorum við oft mörg börnin í þess- um ferðum enda jeppinn rúmgóður. Gummi fór alltaf hægt yfir á jepp- GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON ✝ Guðmundur Þor-steinsson fæddist á Sólbakka í Grinda- vík 25. júní 1926. Hann lést á Land- spítalanum 9. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grindavíkurkirkju 16. ágúst. anum og voru þeir Gummi og afi duglegir að segja okkur frá staðháttum á leiðinni en þeir virtust þekkja hverja þúfu. Í næstu ferð var svo farið yfir hvað við mundum úr síðustu ferðinni og við spurð spjörunum úr. Það var oft mikið um að vera í sveitinni þeg- ar verið var í heyskap og er það mér minnis- stætt eitt sumarið í lok dags, að Gummi kallaði á mig, rétti mér pening og sagði hann vera fyrir dagsverkið. Ég man hvað ég var ánægður með launin, enda voru þetta fyrstu launin sem ég vann mér inn. Gummi var ákaflega umhyggju- samur við fjölskyldu sína og öllum þeim sem áttu samleið með honum og sérstaklega man ég eftir því hversu umhyggjusamur og góður Gummi var við afa eftir að amma féll frá. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ég og fjölskylda mín sendum Ár- nýju, börnum og barnabörnum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minning hans vera ljós í lífi þeirra. Hermann Þorvaldur Guðmundsson. Okkur systur langar til að minnast æskuvin- ar okkar, „Braga í Höfn“, með eftirfar- andi orðum: Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Á heimili okkar á Helgafellsbraut 15 kom Bragi tvisvar á dag árum saman og henti út ruslinu. Fyrir þetta fékk hann sitt djúsglas. Hann var alltaf fyrstur til að mæta á staðinn, í afmæli, jól eða veislur. Þá sagði hann jafnan: „Það er bara gilli núna“. Hann var alltaf kátur og í kring- um hann ríkti ávallt mikil gleði og aldrei sáum við hann skipta skapi. Okkur er minnisstætt eitt sumar þegar móðir okkar lá þá veik í 3 mánuði. Þá heimsótti „kappinn“ hana oft á dag og gaf henni það besta sem hann átti, bláan ópal. Í hvert skipti spurði Bragi móður okkar: „Og hvernig hefur þú það nú?“ Honum var mjög annt um að hún mamma kæmist á fætur og tæki til við baksturinn á ný. Þær voru svo góðar kökurnar hjá henni Birnu! Við systurnar eigum margar hlýj- ar og góðar minningarnar um hann Braga. Hann var trygglyndur, ein- lægur og hjartahreinn maður. Um BRAGI TÓMASSON ✝ Bragi Tómassonfæddist í Vest- mannaeyjum 4. mars 1939. Hann lést föstudaginn 2. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landakirkju 10. ágúst. hann gilda þessi orð Jesú: Sælir eru hjarta- hreinir því þeir munu Guð sjá. Við systurnar send- um systkinum Braga og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Aðalheiður, Gíslína og Magnea Magnúsdætur. Einn af vinum mín- um og sá lang trygg- asti, Bragi Tómasson frá Höfn í Vestmanneyjum, hefur nú gengið til sinnar hinstu hvílu. Og í fyrsta sinn finn ég mig knúinn til að setja nokkur orð á blað af slíku til- efni. Fyrst hitti ég Braga 1956 í sölu- turni Tóta í Vestmanneyjum, þar sem við vorum báðir að fá okkur pylsu, þetta gleymist ekki því and- svör Braga til þeirra sem á hann yrtu eru einfaldlega ógleymanleg. Kynni mín af Braga á Vestmanna- eyjaárum mínum urðu aldrei veru- leg, hann gantaðist þó við mig ef við mættumst á götu, mér ætíð til ánægju. Það er ekki fyrr en eftir gos þegar við erum báðir fluttir í Keilu- fellið að Bragi fór að kíkja til okkar í númer 30 að kynni okkar fara að verða veruleg og fljótlega átti hann hug og hjarta allra í fjölskyldunni. En það var ekki bara okkar fjöl- skylda sem Bragi vingaðist við, þær voru margar. Hann setti svip á hverfið sitt, hann var partur af til- verunni. Þó Bragi gengi ekki heill til skóg- ar, gat hann gefið af sér svo ótal margt og á þann hátt sem þeir, sem ófatlaðir vilja teljast, eru ekki færir um. Ég held mér hafi þótt einna vænst um orð Braga þegar ég eftir liðlega þriggja ára fjarveru kom aft- ur heim. Þá sagði ég við Braga: Jæja, Bragi minn, nú erum við kom- in aftur heim, hann leit til mín og sagði: Mikið er ég feginn því, vinur. Hefði nokkur getað heilsað betur? Allir sem þekktu Braga vita hve orð- heppinn hann var, ég verð að segja frá atviki sem sýnir hve vel hann tók eftir smáatriðum. Til okkar kom gamall kunningi í heimsókn í Keilu- fell og Bragi var staddur hjá okkur, maður þessi hafði orðið fyrir því óhappi að brotnað hafði dálítið stykki úr framtönn, nú hann fer að spjalla við Braga og spyr hann hvort hann sé nokkuð að fara á ball. Bragi svarar: Nei ég er alveg hættur því. Hinn segir þá: Ég sé að þú ert að fara á ball, þú ert svo fínn. Enginn sem á hlýddi gleymir svari Braga, alveg eldsnöggt og nokkuð þungur skaut hann á viðmælanda sinn: Hvað ætli þú sjáir tannlaus. Þegar hlátra- sköllunum linnti bætti Bragi við brosandi: Hann var góður þessi. Margar fleiri perlur á ég í minn- ingabankanum, geymdar en ekki gleymdar. Eitt sinn eftir að Birna hafði lent í slysi heimsótti Bragi hana með Gerði systur sinni á spít- alann og færði Birnu blóm. Og það fór ekki á milli mála að vænna þótti henni um þennan vönd en aðra sem til hennar bárust. Eftir þessa heim- sókn á spítalann var Bragi ekki sátt- ur við ástandið og spurði margs, en endaði samt alltaf á að spyrja: Hvað gerum við þá? Við fundum yfirleitt lausnina saman og skildum sáttir. Þegar Bragi fór í Stuðlaselið hafði heilsu hans hrakað mjög. Bragi minn, heimsóknir mínar til þín þang- ar voru alltof fáar, þú áttir annað skilið. Um leið og ég kveð þig, Bragi minn, bið ég þess að þú megir vel sofa. Gerði og fjölskyldu, Keilufelli 6, sendum við samúðarkveðjur sem og öðrum ættingjum. Fyrir hönd fjölskyldunnar sem var í Keilufelli 30. Pálmi Pétursson. Fréttirnar um andlát Eysteins komu okkur mæðgum mjög á óvart því að þrátt fyrir heilsu- leysi síðustu árin mætti Eysteinn manni alltaf kátur, brosandi og hress. Einhvern veginn var hann fastur punktur í til- verunni. „Frigga og Eysteinn“, mað- ur nefndi aldrei annað þeirra án þess að nafn hins fylgdi með. Þau hjón voru einstaklega samtaka í öllu, hvort sem það var dýraáhuginn, mann- gæskan, hjálpsemin eða annað og gagnkvæm virðing og væntumþykja þeirra hjóna ljómaði frá þeim. Börnin sem bjuggu á Öldugötu 59 áttu alltaf öruggt og kært athvarf hjá Eysteini og Friggu. Ég man eftir mínum fyrstu kynnum af þeim hjón- um: Við vorum tvær vinkonur að leika okkur á ganginum í húsinu (nokkuð sem ekki mátti) og Frigga var að ryk- suga ganginn. Svo slökkti hún allt í einu á ryksugunni og sagði: „Stelp- ur … “ Við prakkararnir bjuggumst að sjálfsögðu við skömmum því við vorum jú að stelast til að gera það sem ekki mátti og Frigga tilheyrði „hinu liðinu“, þ.e.a.s. þeim fullorðnu. EYSTEINN ÁRNASON ✝ Eysteinn Árna-son fæddist í Reykjavík 2. október 1934. Hann andaðist á Borgarspítalanum í Reykjavík 9. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 16. ágúst. En hún spurði einfald- lega: „Viljið þið sjá svo- lítið?“ Að sjálfsögðu var forvitni okkar vakin og við fylgdum henni inn í íbúð. Frigga sýndi okk- ur þar naggrís sem þau áttu, en það dýr þótti okkur heldur betur sér- kennilegt og spennandi. Þetta var eitt af mörg- um dýrum þeirra hjóna og þetta var fyrsta heimsóknin af óteljandi mörgum sem við fórum í heimsókn til Friggu og Eysteins. Við krakkarn- ir litum í raun ekki á þau sem full- orðin, heldur voru þau einfaldlega vinir okkar sem við gátum spjallað um allt við. Foreldrarnir á efri hæð- um á Öldugötu voru nú stundum af- sakandi, því öll börnin sóttu til Friggu og Eysteins og trufluðu á öllum tím- um, oft með 1–2 vini í eftirdragi. En Eysteinn og Frigga tóku á móti þeim öllum með spjalli og veitingum, hvernig sem á stóð. Einnig fylgdust þau með uppvexti þeirra, skólagöngu og lífsferli af miklum og einlægum áhuga. Eysteinn var einstakur nágranni, ljúfur, viðræðugóður, traustur og skemmtilegur. Við munum sakna hans sárt en erum um leið innilega þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Frigga, við sendum þér samúðarkveðjur okkar og vonum að minningin um einstakan mann muni styrkja þig í sorginni. Vala Mörk. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. :   7     # 7   ;     ;     "#  .        "#     "#  "   " 2 >) >6  / 30 *; &* %-$ 6&*8$8 9  ,C0 *  7 ". "" &? 9 /   ( )    9@ 9 /  9   &* ,-. * !* "$%%  *  % &* 8'&  % &* 8'& 1&&  * "$%% ./ 6& % &* 8"$%% $& % &* 8'& ! "$ %%$"$%%  % && $&  '& ! /& " 0 ) *&5"$%% , & ,. & '* , & , & ,. &0 :  7    7 ;     ;     "#        "#    /"#   "#  "   " >6 = 67  &C &" 9  - 3 0 *  7    .    "  ))    3  9 /    ( )     9 /  1/  && 6 / %/(&"$%%  &-$/  '&   #$ "$%% ! /" &*  "$%% && 2 & '& < *"  *  "$%% !&  *& '&  /% #0 ! "$ '&  *  ! * &"$%% , & ,. & '* , & , & ,. &0

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.