Morgunblaðið - 22.08.2002, Síða 45

Morgunblaðið - 22.08.2002, Síða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 45 Náðu tökum á tölvunni Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 · skoli@raf.is · www.raf.is Rafiðnaðarskólinn hefur mikla reynslu af almennri tölvukennslu. Hjá okkur starfa vel menntaðir og hæfir kennarar með reynslu úr íslensku atvinnulífi. Reynsla okkar sýnir að tveggja til þriggja mánaða tölvunám er ein áhrifaríkasta leiðin til þess að ná tökum á tölvunni. Rafiðnaðarskólinn hefur einn skóla á Íslandi hlotið vottun Microsoft sem tæknikennslusetur (CTEC). Við leggjum áherslu á þægilegt námsumhverfi og stuðning við nemendur. Á öllum tölvunámsbrautum fylgja vönduð kennslugögn. Rafiðnaðarskólinn býður einnig mikið úrval styttri tölvunámskeiða. Kynnið ykkur málið á www.raf.is T ö l v u - o g b ó k h a l d s n á m s a m h l i ð a s t a r f i Rafiðnaðarskólinn býður þrjár leiðir sniðnar að ólíkum þörfum. Boðið er upp á morgun-, dag- eða kvöldkennslu, staðbundið nám og fjarnám. Tölvunotkun 1, 2 og 3 Stuttar námsbrautir í þremur stigum þar sem farið er í almenna tölvunotkun og öll algengustu forritin. Hér geta bæði byrjendur sem lengra komnir fundið námsefni við sitt hæfi. Gagnlegt og hagnýtt nám fyrir þá sem ekki vilja skuldbinda sig í langt nám eða hafa lítinn tíma. Ekki er ætlast til heimavinnu. – 60 kennslustundir, hefst næst 23. september Tölvur og vinnuumhverfi 1 og 2 Ítarlegt og skemmtilegt nám fyrir byrjendur sem lengra komna. Kennd er almenn tölvunotkun og notkun algengustu forritanna. Unnið er mikið af raunhæfum verkefnum. Þetta er nám fyrir þá sem vilja fá virkilega góða undirstöðu í tölvunotkun. Framhaldsnámið hentar þeim sem vilja bæta við þekkingu sína og ná mjög góðu valdi á Office-forritunum. Tvær afar vinsælar námsbrautir. Náminu lýkur með lokaverkefni. Einnig er boðið upp á stöðupróf í vélritun. – 120 kennslustundir, hefst 16. september Tölvu- og rekstrarnám Öflugt nám í bókhaldi og tölvunotkun. Hér lærir fólk mikið á skömmum tíma. Námið er krefjandi og skemmtilegt. Rafiðnaðarskólinn hefur boðið upp á Tölvu- og rekstarnám í 8 ár og er stoltur af árangrinum. Þetta nám er valkostur margra sem vilja skipta um starf eða eru í atvinnuleit. Hentar einnig þeim sem eru með eigin rekstur. Náminu lýkur með prófum og lokaverkefni. Stöðupróf í vélritun fyrir þá sem vilja. – 280 kennslustundir, hefst 2. september Fyrir þá sem vilja ná árangri Nánari upplýsingar í síma 568 5010 eða á www.raf.is Engin heimav inna Einnig í fjarná mi Eldriborgaraveisla með Sigurði Guðmundssyni til Costa del Sol 2. október frá kr. 69.950 Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin í hina vinsælu eldriborgaraferð í október til Costa del Sol. Á þessum árstíma nýtur einstakrar veðurblíðu á þessum fagra áfangastað, og þú getur lengt sumarið við bestu aðstæður í sólinni. Sértilboð á okkar vinsælasta gististað, Timor Sol í 3 vikur. Á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða, og leikfimi- og skemmtidagskrár með Sigurði Guðmundssyni. Síðustu 28 sætin Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 69.950 2. október – 3 vikur Flug, gisting, skattar, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn. Alm. verð, kr. 73.450 21. ÞING Félags norrænna ofnæm- islækna er haldið dagana 21.–24. ágúst í Háskólabíói. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt þing er haldið hér á landi. Þátttakendur eru nálægt þrjú hundruð og koma einkum frá Norð- urlöndum, þó eru t.d. hópar frá Ítal- íu og Portúgal. Fjölda áhugaverðra fyrirlestra er að finna á þinginu ásamt sýningu og kynningu á áhugaverðum rannsókn- um sem tengjast ofnæmi. Fyrirles- arar eru flestir vel þekktir á al- þjóðavettvangi. 21. ágúst verða fyrirlestrar þar sem íslenskir og sænskir sérfræð- ingar kynna áhugaverð efni sem tengjast rannsóknum þeirra. 22. ágúst munu þrír heimsþekktir fræðimenn flytja fyrirlestra. Má þar nefna Prof. William Busse og dr. Thomas Platts-Mills, báða frá Bandaríkjunum og Prof. Bengt Björksten frá Svíþjóð. Fyrirlestrar þeirra munu fjalla um astma og hvaða framtíðarmöguleika menn eygja þar varðandi greiningu og meðferð. Áhrif bakteríuflórunnar í görnunum á ónæmiskerfið. Einnig mun dr. Platts-Mills fjalla um of- næmisvaka og hvernig koma má í veg fyrir ofnæmi. 23. ágúst mun Hákon Hákonar- son barnalæknir halda fyrirlestur um erfðir, ofnæmi og astma. Teng- ist sá fyrirlestur rannsóknum hans. Málþing verðu um leukotrín og áhrif þeirra á astma og frjóofnæmi, einnig er málþing um astma og mis- munandi ástæður fyrir orsökum þess sjúkdóms. 24. ágúst lýkur þinginu með stuttu málþingi um ofnæmissjúk- dóma Forseti þingsins og undirbún- ingsnefndarinnar er Sigurður Krist- jánsson en aðrir í undirbúnings- nefndinni eru Ásgeir Haraldsson, Björn Árdal, Gunnar Jónasson, Sig- urveig Þ. Sigurðardóttir og Unnur Steina Björnsdóttir. Norrænir ofnæmis- læknar þinga ÞÝSKU hjónin dr. Senta Siller og dr. Norbert Pintsch gáfu til Flat- eyrar eftir snjóflóðið 1995 mjög skemmtilegt safn brúða frá ýms- um löndum heims. „Það er að hluta til hugsað sem liður í að styrkja ferðaþjónustu á Vestfjörðum og einnig sem tákn fyrir hin mörgu þjóðarbrot sem eiga búsetu á Vestfjörðum. Brúð- urnar hafa m.a. fengist í söludeild handverkshópsins Purku á Flat- eyri, en Purka hefur umsjón með brúðusafninu. Þau hjón hafa á undanförnum árum unnið að verk- efnum í Afríku, Asíu og Austur- löndum nær til styrktar byggð- arlögum sem eiga í vök að verjast. Þau hafa m.a. kennt konum brúðu- gerð og hafa séð um sölu brúð- anna. Nú er von á þessum hjónum til Flateyrar ásamt Farzana Zahoor sem stjórnar brúðugerð í þorpi í Pakistan – fyrsta verkefni þeirra hjóna. Þau ætla að halda námskeið í brúðugerð á Flateyri dagana 22.– 25. ágúst. Fimmtudagskvöld 22. ágúst kl. 20:00. Föstudagskvöld 23. ágúst kl. 20:00. Laugardag 24. ágúst kl. 9:00–16:00. Sunnudag 25. ágúst kl. 9:00–16:00. Námskeiðið verður haldið á efri hæð Hafn- arstrætis 11 á Flateyri (áður Fé- lagskaup). Verð kr. 5.000 fyrir alla dagana. Skráning er hjá Jóhönnu Kristjánsdóttur, netföng johann- a@snerpa.is mailto:johanna@s- nerpa.is, eða flateyri@snerpa.is mailto:flateyri@snerpa.is,“ segir í fréttatilkynningu. Námskeið í brúðugerð NÁMSKEIÐIÐ Sjálfstyrking ung- linga hefst í byrjun september í Foreldrahúsinu í Vonarstræti 4b. Það er fyrir unglinga á aldrinum 13–17 ára. Námskeiðinu er ætlað að efla sjálfstraust og félagslega færni unglinga. Gerð eru tilfinn- ingaverkefni og unglingunum er kennt að skilgreina eigin tilfinn- ingar. Það að þekkja eigin tilfinn- ingar og hvernig viðkomandi ein- staklingi líður getur hjálpað til við að öðlast betra líf. „Víðsýni og skilningur á sam- félaginu er einnig stór liður í nám- skeiðinu. Það að geta sett sig í spor annarra og áttað sig á hvað liggur að baki hegðun þeirra hverju sinni auðveldar viðkomandi að átta sig betur á skilaboðum frá umhverfinu. Unglingarnir fara með verkefni heim þar sem þeir æfa sig í samskiptum, ráða bót á neikvæðum tilfinningum og hvern- ig þeir geti þjálfað sig í jákvæðu sjálfstali og lært að hvetja sig áfram til jákvæðra verka og hugs- unar,“ segir í fréttatilkynningu. Kennslan fer fram í Foreldra- húsinu. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu www.foreldra- hus.is Námskeið í sjálfstyrkingu unglinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.