Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 1. SEPTEMBER 2002 204. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Undanfarna áratugi hefur verið stöðugur straumur fólks utan af landi á mölina. Nú mætir þetta fólk hópi höfuð- borgarbúa, sem kýs að eignast sitt annað heimili utan skarkala borgarinnar. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér út- rás höfuðborgarbúa sem farnir eru að kaupa jarðir og býli til að uppfylla þrá sína eftir sveitasælunni. Burt úr borgarskarkala Sunnudagur 1. september 2002 ferðalögÁ slóðum Einars Ben.bílarFiat StilobörnSkólinn hafinnbíóTeikn Shyamalans Sælkerar á sunnudegi Beikonfyllt lambafilet Fjölbreytt náttúrufar Breiðafjarðar- eyja. Prentsmiðja Morgunblaðsins B Stökkbreyting á skipulagi Evrópu 10 Íslandi allt í aldarfjórðung 16 Hetjur háloftanna 18 ÍRASKI herinn er tekinn að skipuleggja varnir Bagdad og segja bandarískir embættismenn þetta umfangsmestu varnaraðgerðir hersins síðan í Persaflóastríðinu 1991. Möguleikinn á því að Bandaríkjamenn geri árás til þess að steypa Saddam Hussein af stóli hefur hvatt Íraka til þess að búast til varnar með skrið- drekum, fallbyssum og hermönnum, að því er embættismenn í bandaríska varnarmálaráðu- neytinu og fleiri stofnunum sögðu, en vildu ekki láta nafns síns getið. Sumar herdeildir hafa dreift þungavopnum sínum til þess að þau verði erfiðari skotmörk og loftvarnarvopnum hefur verið komið fyrir við Bagdad til að verja borgina árásum. „Þetta er umfangsmesti viðbúnaður [Íraka] síðan í Persaflóastríðinu,“ sagði embættismaður bandarísku stjórnarinnar. „Þeir taka mjög al- varlega þau orð sem þeir heyra nú frá Banda- ríkjunum.“ Saddam Hussein sagði nýverið að hann myndi berjast við Bandaríkjamenn á götum Bagdad og annarra borga í Írak, og bandarísk- ir embættismenn viðurkenna að þetta myndi að öllum líkindum vera besta leiðin fyrir Íraka, komi til átaka. Hinir miklu tækni- og þjálfunar- yfirburðir Bandaríkjamanna komi að takmörk- uðum notum þegar barist sé í borg, fremur en á opnum svæðum. Fullvissir um sigur Bandaríkjamenn hafa ítrekað látið í veðri vaka að þeir kunni að ráðast til atlögu gegn Írökum í því augnamiði að steypa Saddam af stóli. Írakar hafa meinað vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna að koma inn í landið, og þar með rofið skilmálana er fylgdu lokum Persaflóastríðsins. Vilja Bandaríkjamenn tryggja að Írakar komi sér ekki upp efna- og gereyðingarvopnum. Hefur George W. Bush Bandaríkjaforseti lýst því yfir að Írakar séu, ásamt Írönum og N-Kóreu, „öxull hins illa“. Í Persaflóastríðinu beitti Saddam mörgum herfylkjum sínum gegn Bandaríkjamönnum úti á víðáttum eyðimerkurinnar og galt afhroð. En haldi írösku hermennirnir sig innan borgar- marka verða Bandaríkjamenn að berjast við þá hús úr húsi ætli þeir sér að ná Saddam. Þótt ráðamenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu séu þess fullvissir að þeir geti sigrað her Sadd- ams og tekið Bagdad herskildi óttast sumir að fall bandarískra hermanna og óbreyttra borg- ara gæti orðið svo mikið að bandarískur al- menningur myndi ekki sætta sig við það. Bandarískir embættismenn segja Saddam Hussein búast til varnar Mesti viðbúnaður Íraka síðan í Persaflóastríðinu Washington. AP. KÖTTURINN Mooch, sem á heima hjá Becky Du Val í Oakland í Maine í Bandaríkjunum, gæti komist á spjöld Heimsmetabókar Guinness með því að hann hefur sjö tær á hverri loppu – samtals tuttugu og átta. Og klærnar eru jafn margar. Dýralæknir hefur skoðað Mooch, staðfest klóafjöldann og sent Heimsmetabókinni upplýsingarnar. AP 28 klær UNGUR Dani þjáist af sjaldgæfum, arfgengum sjúkdómi sem á rætur að rekja til stökkbreytinga í hvatberum frumunnar og veldur því að hann á afar erfitt með að hreyfa sig. Fram til þessa hefur verið talið víst að stökkbreytingar í hvatberum geti aðeins erfst í kvenlegg en maðurinn fékk sitt stökkbreytta DNA-erfða- efni frá föðurnum. Danskir vísinda- menn hafa nú ritað grein um málið í The New England Journal of Medic- ine en uppgötvunin er sögð geta ger- breytt forsendum rannsókna á erfð- um kynslóðanna og þróun lífvera. Hvatberar, öðru nafni mítokondrí- ur, eru eins konar orkustöðvar í frumuvökvanum, utan við sjálfan kjarnann þar sem litningarnir með megninu af DNA-erfðaefni manns- ins eru. Erfðaefni hvatberanna hefur m.a. verið notað til að leiða rök að því að allir nútímamenn eigi rætur að rekja til fólks sem bjó í Afríku og jafnvel einnar formóður. Einnig hafa menn kannað hvaða Bretar eigi ættir að rekja til víkinga og hverjir ekki, búið til skyldleikatré út frá DNA- efni hvatberanna. Uppgötvun dönsku vísindamann- anna getur valdið því að menn setji spurningarmerki við þessar niður- stöður, að sögn Berlingske Tidende. Miklu skiptir hver tíðni arfgengis frá föður er en jafnvel þótt erfðaefnið hafi aðeins komið frá föðurnum einu sinni á hundruðum ára getur atvikið grafið undan bollaleggingum vís- indamanna um ættartengslin. Uppruni mannsins Afríku- kenningin fallin? „STÖÐVIÐ fátæktina! Við krefj- umst lands, matar og vinnu!“ Þetta var yfirskrift mótmælagöngu fá- tækra Suður-Afríkumanna sem gengu fylktu liði um götur Jóhann- esarborgar í gær. Tugir þúsunda manna tóku þátt í göngunni og þremur öðrum göngum sem gengn- ar voru í borginni, en þar stendur yfir ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Yfir 100 þjóð- arleiðtogar koma til fundarins í dag. Blaðamaður Morgunblaðsins fylgdist með göngu sem var skipu- lögð af nokkrum samtökum sem berjast gegn fátækt og fyrir um- hverfisvernd, m.a. Indaba-hreyfing- unni og Friends of the Earth. Gangan hófst í Alexandra-hverfinu þar sem fátækustu íbúar Jóhann- esarborgar búa við ömurlegar að- stæður. Hverfið er stutt frá hinu glæsilega Sandton-hverfi þar sem leiðtogafundur SÞ fer fram. „Þetta er Afríka,“ sagði Noah Thoko við Morgunblaðið, en hún er einstæð móðir og býr hjá föður sín- um í litlum kofa í Alexandra-hverf- inu ásamt 5 ára dóttur sinni. Ekk- ert vatn er í húsinu, ekkert klósett og ekkert rafmagn. Hún er atvinnu- laus og það sama á við um föður hennar. Gangan fór friðsamlega fram, en sumir göngumenn reyndu að ögra lögreglumönnunum sem fylgdust vel með öllu. „Þið eruð hundar Mbekis [forseta S-Afríku],“ kölluðu þeir til lögreglumannanna. A.m.k. 17 hópar höfðu fyrirfram tilkynnt þátttöku sína í mótmæla- göngunum. Meðal þeirra sem mót- mæltu voru andstæðingar Ísraels og andstæðingar alþjóðavæðingar. Mótmælendur beindu spjótum sín- um talsvert að stjórnvöldum í S- Afríku, en nokkrir af forystumönn- um ANC, stjórnarflokksins í S-Afr- íku, tóku hins vegar þátt í einni göngunni. Með því vildu þeir leggja áherslu á að þeir stæðu með íbúum Afríku sem krefjast þess að leið- togafundurinn í Jóhannesarborg setji fram afgerandi og skýra áætl- un um hvernig eigi að berjast gegn fátækt í heiminum. Reuters Mótmælendur hrópa slagorð í göngunni í Jóhannesarborg í gær. Tugir þús- unda í mót- mælagöngu Jóhannesarborg. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.