Morgunblaðið - 01.09.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.09.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Góð heilsa í þínum höndum alla ævi“ frá Heilsu ehf. Blaðinu verður dreift um allt land. Morgunblaðinu í dag fylgir kynningarrit Borgarleikhúss- ins „Málgagn“. Blaðinu er dreift um allt land. HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing- is, hefur undanfarna daga verið í op- inberri heimsókn í þýsku Hansa- borginni Brimum (Bremen) ásamt eiginkonu sinni Kristrúnu Ey- mundsdóttur og fimm manna sendi- nefnd. Segir Halldór heimsóknina hafa verið ánægjulega í alla staði, en henni lauk í gærkvöld. Sendinefndin hefur m.a. átt fundi með Christian Weber, forseta borg- arstjórnar Brima, Jörg Schultz, borgarstjóra Brimarhafnar (Brem- erhaven), og Henning Scherf, borg- arstjóra Brima. „Sambands þessara ríkja, Íslands og Bremen er það gott að það eru engin vandamál einungis göfug vin- atta og sterk viðskiptasambönd,“ segir Halldór. Sendinefndin hitti einnig íslenskan athafnamann í Brimarhöfn, Samúel Hreinsson og konu hans Hafdísi Heimisdóttur. „Samúel rekur fyrirtæki sem er mjög sterkt á fiskmarkaðnum hér og ég hygg það sterkasta.“ Halldór segir að Jörg Schultz hafi tekið vel á móti sendinefndinni í ráð- húsinu í Brimarhöfn. „Síðan sýndi hann okkur hvað er um að vera í borginni, en hún er stærsta innflutn- ingshöfn í Þýskalandi og mjög mikil fiskihöfn. Útgerð er hverfandi orðið héðan en þeir taka á móti fiski víðs- vegar að og selja um allt Evrópu- sambandið og víðar og hafa byggt hér upp mjög sterkt flutningakerfi.“ Halldór segir að fyrir um fjórum árum hafi þingmannasendinefnd frá Brimum heimsótt Ísland, í boði Ólafs G. Einarssonar og nú sé verið að endurgjalda þá heimsókn. „Ég taldi það mjög mikilvægt vegna þeirra nánu tengsla sem eru á milli land- anna og vil minna á í því sambandi að nú hinn 15. september verður af- hjúpað minnismerki í Vík í Mýrdal til minningar um þá þýsku sjómenn sem hafa farist hér við ströndina og þá Íslendinga sem hafa orðið þeim til aðstoðar. Bæði íbúar hér í Brem- erhaven og Bremen leggja mikið upp úr því að halda góðum tengslum og sömuleiðis við Íslendingar við þá, því við eigum mikla hagsmuni undir því að þessi viðskipti geti gengið vel fram. „Við mætum hér hvarvetna mikilli vináttu og hér hefur verið rætt um þau mál sem mestu skipta fyrir þjóðirnar báðar í þessu sam- bandi.“ Með Halldóri og eiginkonu hans í för voru þingmennirnir Össur Skarphéðinsson, Guðjón Guðmunds- son, Ísólfur Gylfi Pálmason og Árni Steinar Jóhannsson, auk Belindu Theriault, forstöðumanns alþjóða- sviðs Alþingis. Opinberri heimsókn forseta Alþingis til Brima lokið Göfug vinátta og viðskiptasambönd Ljósmynd/Scheer/Nordsee-Zeitung Kristrún Eymundsdóttir, eiginkona Halldórs, ritar nafn sitt í gestabók í ráðhúsinu í Brimarhöfn. Fyrir aftan hana frá vinstri standa Jörg Schulz, bæjarstjóri borgarinnar, Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og Artur Beneken, forseti þingsins í Brimarhöfn. Í BRESKA dagblaðinu Guardian kom fram í gær að breski auðmað- urinn Philip Green væri enn ekki búinn að ákveða hvað hann myndi gera varðandi kaup á verslunarkeðj- unni Arcadia. Fram kom að Green væri að skoða ýmsar leiðir til að kaupa verslunarkeðjuna, þar á með- al leiðir sem fela í sér að ekki verði af upphaflegum samningum milli hans og Baugs. Haft er eftir Green í samtali við Guardian að hann ætti ekki í vandræðum með fjármögnun á kaupunum. Í blaðinu sagði að Green hefði átt ítarlegar viðræður við Baugsmenn á fimmtudagskvöld til að fá útskýr- ingu þeirra á ásökunum forsvars- manns bandaríska heildsölufyrir- tækisins Nordica Inc., Jóns Geralds Sullenbergers, um meint auðgunar- brot forstjóra og stjórnarformanns Baugs. Ásakanirnar leiddu til hús- leitar efnhagsbrotadeildar lögregl- unnar í Reykjavík í húsakynnum Baugs á miðvikudagskvöld. Á fréttavefnum TimesOnline kemur fram að lögfræðingar Greens muni um helgina sækjast eftir neyðar- fundi með helstu forsvarsmönnum Baugs til að ræða þau mál sem upp eru komin. Þar er haft eftir Green að hann telji ekki að vandamál Baugs séu alvarleg. „Ég held að þetta sé ekki stórt mál,“ sagði Green. Green vissi ekki af húsleitinni fyrr en eftir að hann gerði tilboð sitt í Arcadia en það hljóðaði upp á 408 pens á hlut. Breski auðmaðurinn Philip Green Íhugar kaup á Arcadia án þátttöku Baugs GUNNAR I. Birgisson alþing- ismaður og Ellert B. Schram, for- seti ÍSÍ, tóku viðureign í hringn- um í gær þegar Hnefaleikafélag Reykjavíkur tók nýja æfingaað- stöðu í Faxafeni í notkun. Ellert mætti með hatt úr marsipani í vígslu salarins, en hann mun hafa sagt við Gunnar I. Birgisson, áður en frumvarp sem leyfir iðkun hnefaleika hér á landi var sam- þykkt á Alþingi, að hann myndi éta hattinn sinn ef Gunnar næði þessu í gegn. Gunnar var helsti baráttumaður þess að hnefaleikar yrðu leyfðir hér á landi. Ellert át síðan hattinn og fékk við það aðstoð frá Gunnari sem fékk sér bita af hattinum, að sögn Sigurjóns Gunnsteinssonar, for- manns Hnefaleikafélags Reykja- víkur. Í framhaldinu skelltu þeir félagar sér í hringinn og reyndu með sér í íþróttinni. Ekki var formlega úrskurðað um hvor þeirra hafði betur í viðureigninni. Salurinn er rúmlega 400 fer- metrar að flatarmáli og er þar fullkomin æfinga- og keppn- isaðstaða, að sögn Sigurjóns. Þar er löglegur keppnishringur, hnefjaleikjasekkir og önnur tól og tæki sem hnefaleikjakappar nota við æfingar. Þá hefur félagið ráð- ið til sín kúbverskan hnefa- leikaþjálfara, Oscar Luis, sem hér sést á milli Ellerts og Gunnars. Luis er þrefaldur kúbverskur meistari og fyrrverandi S- Ameríkumeistari í íþróttinni. Seg- ir Sigurjón að um 100 manns séu félagar í Hnefaleikafélaginu en á hann von á því að félögum fjölgi verulega eftir að þessi aðstaða er komin til sögunnar. Til þessa hafi félagið verið húsnæðislaust. Segir Sigurjón að konur hafi mikinn áhuga á íþróttinni, upp á síðkastið hafi fleiri konur haft samband við félagið en karlar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ellert át hattinn sinn með aðstoð Gunnars SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra, sem stödd er á fundi Sam- einuðu þjóðanna um sjálfbæra þró- un í Jóhannesarborg, segist vera ósátt við þá málamiðlunartillögu sem þróunarríkin lögðu fram í gær um kafla um endurnýjanlega orku. Siv segist hafa gert sér grein fyrir að tillagan myndi ekki inni- halda tölusett markmið eins og Ís- land, ESB og fleiri lögðu til en hún segir að tillaga þróunarríkjanna sé mjög veik og geri meðal annars ráð fyrir að iðnríkin aðstoði þróunar- ríkin í orkumálum en einungis sé talað þar um olíu og kol en ekkert minnst á endurnýjanlega orku. Á ráðherrafundi í gær benti Siv á að eðlilegt væri að endurnýjanleg orka væri nefnd og sagði að tekið hefði verið undir þetta sjónarmið en óljóst væri um niðurstöðu. Telur tillögu þróun- arríkjanna of veika EIRÍKUR S. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks fjárfesting- arfélags hf. og stjórnarmaður eign- arhaldsfélaganna Samvinnutrygg- inga og Andvöku, sat stjórnarfund Samvinnutrygginga og greiddi at- kvæði með því að gera tilboð í hluta- bréf Landsbanka Íslands í VÍS. Eiríkur segir það ekkert launung- armál að hann hafi greitt atkvæði með tilboði Samvinnutrygginga í hlutabréf Landsbankans í VÍS, en atkvæðinu hafi fylgt bókun sem hann vilji ekki greina frá nánar. Hann seg- ir að þrátt fyrir þetta standi yfirlýs- ing frá Kaldbaki vegna málsins. „Eitt er að gera tilboð og annað er að selja,“ segir hann. „Ég er ekki sá að- ili sem stóð í því að selja.“ Framkvæmdastjóri Kaldbaks Studdi tilboð í hlut í VÍS SAMKVÆMT spá Veðurstofu Ís- lands síðdegis í gær mun fyrsta haustlægðin gera vart við sig í dag og búist er við stormi, eða meira en 20 metrum á sekúndu á vestanverðu landinu og mikilli rigningu sunnan- lands. Í spá Veðurstofunnar er gert ráð fyrir að lægð langt suðvestur í hafi hreyfist norðaustur á bóginn og verði skammt út af Suðvesturlandi á hádegi í dag. Lægðinni muni fylgja hvassviðri og mikil rigning, einkum á sunnan- og vestanverðu landinu. Því er beint til fólks að huga að því að festa lausa muni utandyra kirfilega niður. Í spánni segir að veðrið muni líklega ekki ganga niður fyrr en seint í nótt. Í öðrum landshlutum er búist við hægari vindi en talsverðri rign- ingu. Hiti verður víða 8–13 stig. Fyrsta haustlægðin ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.