Morgunblaðið - 01.09.2002, Side 11

Morgunblaðið - 01.09.2002, Side 11
   !  "#  $%&  !&                                                                    ! " #$ %  '() *() +(, +-(. '/(+ 0() '/(/ *(/ **(0 -(* /(, /() 1  3  *///& " 4  $5! 6  6  % 3 6'77. 6*///& 8 !2  9  *///& #$ 42   6: 346  ; '6  *//*& 0(0 ,(, '*(* ','(/ 00(/ */(7 )7(0 '7(0 )/(/ '+(/ 7(0 +(7 0(+< 0(/< *(7< )(7< /('< )(0< )(,< )(0< 2*(7< '('< )(*< )(+< +-(/< *7(*< *7(+< +-(7< ./('< )-('< 0*(/< ,'(.< *.(7< *)('< -*(.< 0+(*< '+(0< ')()< '0(7< '.(.< -(-< '7('< .(.< ,('< ,(,< '-(,< +(.< 0(+< *- *, *- *. *0 *, *. *- '+ *' *- *)   =42  ! 6  6 ! 2  2 !4(6   4 6 & Kauphöllin í Varsjá Auglýsingaskilti alþjóðlegra fyrirtækja setja nýjan svip á bygginguna sem áður hýsti aðalskrifstofur pólska kommúnistaflokksins í Varsjá. Það finnst vart táknrænni staður fyrir þá umbyltingu sem átt hefur sér stað frá falli járntjaldsins: Pólska kauphöllin er nú til húsa í byggingunni. fram fór í Tallinn í Eistlandi sl. mánu- dag, hinn 26. ágúst. Sagði Halldór hina fyrirhuguðu inngöngu Mið- og Austur-Evrópuríkjanna í ESB einkar áhugaverða fyrir Ísland vegna þeirra auknu samskipta- og viðskiptamögu- leika sem það hefði í för með sér á Evrópska efnahagssvæðinu í heild sinni. Aðildarviðræðurnar Hinar eiginlegu viðræður um næstu stækkunarlotu Evrópusam- bandsins hófust formlega í marz 1998 – fyrst við þessi sex ríki: Eistland, Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Slóveníu og Kýpur („Lúxemborgar- hópinn“ svokallaða) og í febrúar 2000 einnig við hin sex („Helsinki-hópinn“ – Lettland, Litháen, Slóvakíu, Rúm- eníu og Búlgaríu, auk Möltu). Við- ræðurnar fara formlega séð fram inn- an ramma aðskilinna aðildarsamningaráðstefna á ríkis- stjórnastigi. Fulltrúar þess ríkis sem er í formennskuhlutverkinu í ráð- herraráði sambandsins hverju sinni stýra samningaviðræðunum sjálfum, en framkvæmdastjórn ESB sér um að móta samningsafstöðu ESB í hverju máli fyrir sig, sem ráðherra- ráðið þarf að samþykkja samhljóða. Á hálfs árs fresti hittast ráðherrar nú- verandi og tilvonandi aðildarríkja, en aðalsamninganefndir hinna tilvon- andi aðildarríkja hitta viðeigandi full- trúa ESB mun oftar. Samningunum sjálfum er skipt niður í samtals 31 efnisflokk, í samræmi við efnislega uppskiptingu lagasafns ESB. Í grundvallaratriðum ganga aðild- arviðræðurnar í þessari langstærstu stækkunarlotu í sögu ESB fyrir sig með sama hætti og í fyrri stækkunar- lotum, með nokkrum viðbótum þó, sem helgast ekki sízt af því að flest umsóknarríkjanna voru um áratuga skeið kommúnistaríki og eru því að ganga í gegn um mikið umbyltingar- ferli í pólitísku, efnahagslegu og fé- lagslegu tilliti á sama tíma og aðild- arviðræðurnar standa yfir. Þó stendur óhögguð sú grundvallar- regla, að ný aðildarríki þurfi að yf- irtaka í löggjöf sína allar þær laga- reglur og samþykktir sem sambandið hefur áður sett sér (þ.e. hin svo- nefndu acquis communautaire). Var- anlegar undanþágur eru útilokaðar af hálfu ESB. Núverandi aðildarviðræður snúast því að mestu um leiðir umsóknarríkj- anna til að aðlaga sig þessum ESB- reglum öllum saman. Til dæmis er ástandið í umhverfismálum þannig í flestum umsóknarríkjanna að þeim er ógerlegt að uppfylla alla staðla ESB að því er þau varðar frá fyrsta degi aðildar. Því er samið um aðlögunar- fresti, með ströngum skilyrðum. En það eru einnig dæmi um að ESB sjái sig sjálft knúið til að fara fram á aðlögunarfresti á vissum svið- um. Dæmi: Vegna ótta við að frjálsir flutningar vinnuafls frá nýju aðildar- ríkjunum kunni að hafa óæskileg áhrif á vinnumarkað eldri aðildarríkj- anna hefur að beiðni ESB (einkum fyrir tilstilli Þjóðverja og Austurrík- ismanna) verið samið um allt að sjö ára aðlögunarfrest á gildistöku þessa þáttar „fjórfrelsisins“ svokallaða (frjáls för fólks, fjármagns, vara og þjónustu). Undirbúningur bæði út á við og inn á við Síðustu misserin hefur starfsemi ESB snúizt um lítið annað en und- irbúning stækkunarinnar, annars vegar út á við með aðildarsamning- unum, hins vegar inn á við með upp- stokkun á stofnanakerfi og ákvarð- anatökuferli sambandsins svo að tryggt sé að það virki eftir að aðild- arríkjunum fjölgar úr 15 í 25 og síðar 27 eða fleiri. Erfiðustu úrlausnarefnin í aðildar- viðræðunum, sem sameiginleg eru öllum umsóknarríkjunum, er hvernig þau munu tengjast inn í landbúnað- ar-, byggða- og þróunarstyrkjakerfi ESB, sem og fjárlagagerð þess. Um- fram þessi sameiginlegu erfiðu mál eiga flest umsóknarríkin sér jafn- framt einhver sérstök mál sem eru erfiðari úrlausnar en önnur af innan- ríkispólitískum eða öðrum ástæðum. Skipulag aðildarviðræðnanna hef- ur í aðalatriðum verið á þann veg, að fyrst voru tekin fyrir málefni sem til- tölulega auðvelt var að komast að samkomulagi um. Erfiðustu málin – þ.e. fyrst og fremst þau sem snerta fjármál – voru geymd þar til síðast. Þegar samkomulag hefur náðst um hvern tiltekinn efniskafla er honum lokað til bráðabirgða – endanlega af- greiðslu hljóta þessir samningar allir ekki fyrr en formlegum aðildarvið- ræðum hefur verið lokið og aðildar- samningurinn frágenginn í heild. Síð- an þurfa hinir kjörnu fulltrúar tilvonandi og núverandi aðildarríkja (ríkisstjórnir og þing, svo og Evrópu- þingið) að leggja blessun sína yfir allt saman til þess að hægt sé að leiða inn- gönguna í ESB til lykta. Í sumum til- vonandi aðildarlandanna verða haldn- ar þjóðaratkvæðagreiðslur um aðildarsamningana. „Pískur og gulrót“ Í því skyni að hámarka þá „hvatn- ingu til dáða“ sem aðildarsamning- arnir hafa á umbótaferlið í fyrrver- andi kommúnistaríkjunum sem stefna inn í ESB er ýmsum verkfær- um beitt. Leiðtogar ESB lýstu því yf- ir að aðildarhæfni hvers einstaks um- sóknarríkis yrði metin á eigin verðleikum – þetta er hin svokallaða „kappróðrarregla“ (regatta-prinsípp) – en þessi regla hefur ýtt undir sam- keppni milli umsóknarríkjanna um að standa sig vel í aðildarundirbúningn- um. Hún felur í sér að stækkunarlot- urnar gætu orðið margar, allt eftir því hve fljót umsóknarríkin eru að klára sína aðildarsamninga og undirbúning að öðru leyti. Þessi grundvallarregla var ítrekuð á leiðtogafundi ESB í Nizza í Frakklandi í desember 2000 – ennfremur var staðfest að þau ríki sem hófu aðildarviðræður seinna („Helsinki-hópurinn“) gætu með því að leggja sig nógu mikið fram „náð“ eða „hlaupið uppi“ þau sem fyrr hófu viðræður („Lúxemborgar-hópinn“, einnig kallaður „fyrstu-lotu-hópur- inn“). Hins vegar hefur jafnframt alltaf verið ljóst að af pólitískum ástæðum yrði ekki hægt að útiloka t.d. Pólland, stærsta umsóknarríkið, frá fyrstu lotu stækkunarinnar til austurs – jafnvel þótt önnur umsóknarríki kynnu að verða fyrri til að uppfylla öll aðildarskilyrðin. Frá upphafi voru líka nokkur ESB-ríki á þeirri skoðun, að stefna ætti að því að sem flest um- sóknarríkjanna yrðu tekin inn í sam- bandið samtímis (svokölluð „Big Bang“-stækkun). Danmörk, sem tók við formennskunni í ráðherraráði ESB nú í júlí, var t.d. alltaf á þessari skoðun. Þessi leið varð enda að lokum ofan á, þegar leiðtogar ESB létu þrýsta sér út í að nefna dagsetningar um það hvenær af fyrstu stækkunar- lotunni skyldi verða. Verkfæri stækkunar- undirbúningsins Eitt hið mikilvægasta af nefndum stækkunarundirbúningsverkfærum, sem ESB ræður yfir, eru hinar árlegu matsskýrslur framkvæmdastjórnar sambandsins um framgang aðildar- undirbúnings hvers og eins umsókn- arríkis. Þær hafa verið birtar allt frá haustinu 1998, en það ár hófust fyrstu formlegu aðildarviðræðurnar. Það er á grundvelli þessara mats- skýrslna framkvæmdastjórnarinnar frá því í nóvember 2001, sem nú er gengið út frá því að átta ríki Mið- og Austur-Evrópu muni geta lokið aðild- arviðræðum í ár, þ.e. öll mið- og aust- ur-evrópsku umsóknarríkin fyrir ut- an Rúmeníu og Búlgaríu. Þessi tvö síðastnefndu lönd eru samkvæmt skýrslum framkvæmdastjórnarinnar talin þurfa að bíða þar sem stjórnvöld bæði í Rúmeníu og Búlgaríu geri sjálf ekki ráð fyrir að nást muni að upp- fylla aðildarskilyrðin fyrr en síðar. Einkum á þetta við um hæfni efna- hagslífsins í viðkomandi löndum til að standast samkeppnisþrýstinginn á hinum opna Evrópumarkaði, sem og um að koma nauðsynlegum stjórn- sýsluumbótum í framkvæmd með skilvirkum hætti. Í hverri matsskýrslu er farið yfir allt sviðið og mat lagt á þau lög sem sett hafa verið í viðkomandi umsókn- arríki frá því síðasta skýrsla var gerð, framkvæmd umbóta á stjórnsýslunni, dómskerfinu o.s.frv., sem og á þróun efnahagslífsins. Þá er klykkt út með ráðgjöf til stjórnvalda viðkomandi lands um það hvar þau þurfa að taka sig sérstaklega á, að mati fram- kvæmdastjórnarinnar. Þá hefur ESB ennfremur sett sum- um umsóknarríkjanna sérstök auka- skilyrði, til dæmis voru ekki hafnar aðildarviðræður við Búlgaríu fyrr en þarlend stjórnvöld skuldbundu sig til að loka elztu kjarnaofnunum í kjarn- orkuverinu í Kozloduy. Annað dæmi er þrýstingur sem Litháar voru beittir til að skuldbinda sig til að loka Ignalina-kjarnorku- verinu (sem var byggt á sovéttíman- um og er með kjarnaofna af sömu gerð og voru í Tsjernobyl-verinu ill- ræmda), vildu þeir gera sér vonir um að fá að vera með í fyrstu stækkunar- lotunni. Í október nk. mun framkvæmda- stjórnin birta nýjar matsskýrslur, sem munu hafa að geyma dóm hennar um það hvort aðildarundirbúningur hvers umsóknarlands sé nógu langt skriðinn til að tímabært geti talizt að gera ráð fyrir inngöngu þess árið 2004. Deilt um byrðarnar Það eru takmörk fyrir því hvað nú- verandi aðildarþjóðir eru tilbúnar að taka á sig miklar byrðar vegna styrk- veitinga til þjóðanna sem koma nýjar inn í sambandið. Einkum ef breyting- arnar hafa það í för með sér að lönd eða héruð meðal núverandi aðildar- ríkja missa styrkveitingar úr sjóðum ESB sem þau hafa hingað til átt rétt á – en það er fyrirsjáanlegt þar sem sú regla, að héruð sem hafa minna en 75% af meðaltekjum í ESB eigi rétt á hæstu styrkjunum, mun beina megn- inu af þeim styrkjum sem til ráðstöf- unar eru til fátækra héraða í nýju að- ildarríkjunum í austri. Jafnframt ríkir í sumum núverandi aðildarríkjum ótti við að hin gapandi velmegunargjá milli hinna nýju og eldri aðildarríkja muni leiða til þess að mikill fjöldi fólks – jafnvel milljónir manna – muni verða reiðubúinn að taka sig upp frá heimahögum sínum í nýju aðildarríkjunum og leita sér vinnu í hinum eldri – tilbúinn að vinna fyrir lægri laun en þar gerist og geng- ur. Um þennan vanda hefur Jörg Haider, hinn umdeildi fyrrverandi foringi Frelsisflokksins í Austurríki (FPÖ), látið hafa þetta eftir sér: „Við þurfum alls ekki á stækkun ESB til austurs að halda, því þá taka 10 millj- ónir manna sig upp og stefna vestur.“ Meira að segja Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands og leiðtogi þýzkra jafnaðarmanna, varaði í ræðu í Varsjá við óæskilegri röskun á stöð- ugleika á þýzka vinnumarkaðnum ef ekki yrðu reistar neinar skorður við frjálsri för launafólks frá nýju aðild- arríkjunum strax eftir inngöngu þeirra og ýmsir þýzkir stjórnmála- menn hafa lýst áhyggjum af hættu á að launataxtar verði undirboðnir og atvinnuleysi kynni að aukast enn frekar frá því sem nú er, þótt slæmt sé það fyrir. Enda var loks samið um aðlögunarfrest að frjálsum flutning- um launafólks frá nýju aðildarríkjun- um, þ.e. að hin eldri aðildarríki ESB megi áskilja sér rétt til að viðhalda skömmtun á atvinnuréttindum til út- lendinga, einnig borgara nýju aðild- arríkjanna, í allt að sjö ár eftir inn- göngu þeirra í sambandið. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í Póllandi árið 1997 voru þá um 36% vinnufærra Pólverja tilbúin að prófa að finna sér löglega vinnu er- lendis. Það væru um 13 milljónir manna. Frá Póllandi einu. Sérfræð- ingar á efnahagsmálarannsókna- stofnunum í Þýzkalandi og Austurríki (þar á meðal hinar þekktu stofnanir DIW og Ifo) hafa þó ekki nema að takmörkuðu leyti tekið undir fullyrð- ingar um að von sé á slíkri „flóð- bylgju“ ódýrs vinnuafls að austan. Ná spár þessara stofnana yfir þann fjölda sem gera megi ráð fyrir að muni nýta sér frelsið til að leita sér vinnu í hin- um ríkari hluta álfunnar frá 200.000 upp í 790.000 manns á ári. Heildar- fjöldi þannig tilkominna innflytjenda til eldri ESB-landanna 15 gæti náð þremur til fimm milljónum á næstu 10-20 árum, samkvæmt rannsókna- niðurstöðum þessara stofnana. Afstaða almennings lykilatriði Þannig mætti halda áfram að telja upp atriði sem valda því að fjöldi fólks bæði í tilvonandi og núverandi aðild- arríkjum lítur hina væntanlegu stækkun sambandsins ekki aðeins já- kvæðum augum. En þótt íbúar sam- bandsins segi í skoðanakönnunum að þá skorti upplýsingar um stækkunina til austurs er engu að síður ótvíræður meirihluti hlynntur stækkuninni. Í nýjustu Eurobarometer-könnun evr- ópsku hagstofunnar Eurostat, sem gerð var í ESB-löndunum fimmtán sl. vetur, sögðust 83% aðspurðra vera „minna en vel upplýstir“ um málið, en um 67% segjast trúa því að hún muni sameina álfuna. Töluverður munur er þó á afstöðu fólks eftir löndum (stuðn- ingur við stækkunina til austurs er áberandi minnstur í Frakklandi). Í umsóknarlöndunum hefur stuðn- ingur við inngönguna í ESB einnig verið ótvíræður fram til þessa, en í sumum þeirra er hann býsna sveiflu- kenndur og dæmi eru um að innan við helmingur aðspurðra lýsi sig fylgj- andi ESB-aðild síns lands. Þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur munu fara fram um aðildarsamn- ingana í mörgum hinna tilvonandi að- ildarríkja stendur stækkunin og fell- ur með afstöðu almennings. Hver  MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.