Morgunblaðið - 01.09.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.09.2002, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÉG STÍG upp í tveggja hæða strætisvagn númer 16 á móts við Churchill-leikhúsið á leið minni á sýningu á málverkum eftir Howard Hodgkin, sem er nýbúið að opna honum til heiðurs í tilefni af sjö- tugsafmæli hans, og er sýningin hluti af yfirstandandi listahátíð hér í Edinborg. Myndlist ekki áberandi á hátíðinni Ekki verður með sanni sagt að myndlist skapi háan sess á þessari stærstu listahátíð í heimi og þegar litið er til baka koma ekki margar eftirminnilegar sýningar upp í hug- ann. Vert er að geta þess að síðan ég kom til Edinborgar 1977 hafa þrjú ný myndlistarsöfn litið dags- ins ljós: Museum of Modern Art í Glasgow, Museum of Modern Art í Edinborg, og Dean Gallery, þar sem gjöf Sir Ronald Penrose á sur- realistískum myndum og hluti af gjöf myndasmiðsins Paolozzi til safnsins er til húsa. Á efri hæð þessa safns eru þrír nokkuð rúm- góðir salir þar sem hver sýningin rekur aðra allan ársins hring. Af öllum þeim sýningum sem ég hef séð þar er sýning á verkum ítalska málarans Morandi eftiminnilegust. Þar sem ég sit á efri hæðinni í strætisvagni númer 16, og horfi á mannlífið á gangstéttunum þar sem við ökum áfram í átt að mið- bænum fer ég að rifja það upp að þessi þrjú áðurnefndu söfn eru öll í húsnæði sem byggt var upphaflega fyrir gerólíka starfsemi. Safnið í Glasgow, sem er í hjarta borg- arinnar, var áður glæsilegt bóka- safn. Listasöfnin í Edinborg eru í fyrrverandi einkaskóla og munað- arleysingjahæli fyrir stúlkur. Þess- ar byggingar eru allar mjög gaml- ar en sérlega vel byggðar. Það gleymist fljótt að hlutverk þeirra var fjarri því að hýsa listaverk. Við Princess Street stendur Royal Scottish Gallery ,og þar fyrir aftan National Gallery of Scotland. Yf- irgripsmiklar endurbætur eiga sér nú stað á Royal Scottish Gallery og er ætlunin að byggja stóra viðbót við safnið neðanjarðar en sams konar neðanjarðarbygging var byggð við National Gallery fyrir nokkrum árum. Þessar fram- kvæmdir eru þegar á heildina er litið afar umfangsmiklar og dýrar en vitna þó um að langtímaáætlun liggur til grundvallar til að skapa fyrsta flokks aðstæður fyrir mynd- list í Skotlandi með því að skapa ný söfn og stórbæta þau gömlu. Þegar yfirstandandi framkvæmd- um er lokið er það von mín að það fjármagn sem áður var varið í að skapa ný söfn og endurbæta þau gömlu fari í að setja upp sýningar sem eiga erindi til fólks og gefa þeim sem áhuga hafa á myndlist tækifæri til að fylgjast með því eft- irminnilegasta sem er að gerast í myndlistarheiminum í dag. Ég stíg úr strætisvagninum við Filmhouse, hið vel þekkta kvik- myndahús, en þar er nýlokið vel heppnaðri kvikmyndahátíð þar sem sýndar voru 57 kvikmyndir. Blind kona stendur vandræðaleg við um- ferðarljós rétt hjá og þarf á hjálp að halda til að komast yfir götuna. Eftir að hafa búið í 10 ár hjá blindri konu í London er mér það afar eðlilegt að bjóða hjálp. Blinda konan skrapar götuna sitt á hvað með hvítum staf líkt og bílvifta sé í gangi, hún segist vera á leið yfir í Usher Hall sem er aðaltónlistarsal- urinn í Edinborg, hún segist ætla á tónleika þá um kvöldið. Með nýja regnhlíf í ævintýraskógi Það eru dökkgrá og rigningarleg ský yfir Edinborg og ég veit hvað er í vændum, ég er nýbúinn að týna enn einni regnhlífinni svo ég kaupi mér aðra í næstu búð, spenni hana upp og geng út í mannþröng- ina, sem er margfalt meiri þegar Edinborgarhátíðin stendur yfir. Einhver leigubístjóri var að fræða kunningja minn á því nýlega að þegar hátíðin stæði yfir fjölgaði um helming í borginni. Dean Gallery er ekki í sjálfum miðbænum, en varla tekur meira en 20 mínútur að ganga þangað úr Princess Street sem er miðsvæðis. Það eru ekki allir sem átta sig á því að einhver sú skemmtilegasta gönguleið að listasafni sem til er - og er ég þá að hugsa um allan þann fjölda af söfnum víða um heim sem ég hef sótt – er á næstu grösum, og hefst í Dean village við Waters of Leith í djúpu og æv- intýralegu gili. Gengið er eftir mjó- um stígum meðfram ánni, stundum í skógarþykkni líkt og í dularfull- um myndskreytingum við Grimms ævintýri, svo ekki sé minnst á foss, brýr og gömul hús í gilinu sjálfu og á bökkum þess. Það var gífurlegur vöxtur í ánni, enda hefur þetta verið mikið rign- ingarsumar eins og víðar í Evrópu. Fossinn er óvenju brúnn og hávær, og hljóðið í ánni sjálfri er síbreyti- legt eftir því hvernig farvegurinn mótar vatnsflauminn. Óvild hvílir yfir byggingunni Það var mikil eftirvænting í mér þar sem leið mín lá meðfram ánni, og í huganum var ég þegar farinn að ímynda mér hvernig þessi stóra sýning Howard Hodgkins tæki sig út. Yfir þessu safni hvílir í mínum huga virðulegur en ógnvekjandi blær. Árum saman dvaldi hér í þessari byggingu fjöldi ungra og munaðarlausra stúlkna, áður en hér var skapað safn, sem eins og áður var getið hýsir m.a. súrreal- istíska list. Safnið stendur fallega efst á lágri hæð, fyrir framan það er stór grasflöt. Byggingin er ópersónulegt sambland af hinum og þessum vel þekktum bygging- arstílum, sem víða má sjá í Ed- Myndlist á munaðarleys- ingjahæli Í Dean Gallery í Edinborg stendur yfir sýning á verkum listmálarans Howards Hodgkins í tengslum við listahátíðina sem þar stendur yfir. Hafliði Hallgrímsson skoðaði sýninguna og hugleiddi margt á leið sinni um stræti og torg. Howard Hodgkin. Americana. Hugsum okkur að ís-lenska þjóðin sé per-sóna í sögu. Ég erekki viss um aðmargir vilji vera í hennar sporum. Að vísu lítur hún býsna vel út, kannski örlítið of þung, en samt tiltölulega hraust og frískleg, eins og vel al- inn krakki. Það er andlega heil- brigðið sem er áhyggjuefnið. Þegar maður skoðar athafnir þessarar per- sónu í sögunni kemur nefnilega eitt og annað í ljós, sem bendir til alvarlegra bresta. Til dæmis hvað hún sveifl- ast á milli öfgafullrar alsælu með lífið og tilveruna einn daginn, en dregst svo saman í lítinn, svartan og súran klump af óöryggi, ósjálf- stæði og undirlægjuhætti þess á milli. Í sinni sjúklegustu mynd verða þessir brestir til að gera úr þjóð- inni meðvirkt barn, sem lætur bjóða sér hvers kyns ofríki lands- föðurins bæði gagnvart sér og hrímfölri móðurinni, sem barnið virðist þó tengt afarsterkum til- finningaböndum. Styrkur þessara tilfinninga- banda kemur hvað áþreifanlegast í ljós í sögunni þegar gesti ber að garði. Þeir hafa nefnilega ósjald- an eitthvað um ástand og útlit móðurinnar að segja. Barnið star- ir þá gjarnan opinmynnt á gestinn og lepur hvert orð hans jafnóðum eins og um undirstöðufæðu sé að ræða. Séu orðin jákvæð, eins og gjarnt er um gesti, fyllist barnið óblandinni gleði, en vanti eitthvað uppá lofsorðin hringar lilli sig saman í ímyndaðri öskustó og urrar. Tengslin við landsföðurinn eru flókin eins og gjarnt er. Ef hann segir eitthvað fyndið eða snjallt hristist barnið af hlátri og fær tár í augun, alveg sama hvert inni- hald orðanna er. Ef hann sigar rökkum sínum á eitthvað af heim- ilisfólkinu eða búsmalanum grett- ir það sig fyrst og verður dálítið inn í sig, en um leið og hávaðinn er afstaðinn dregur það sam- stundis í efa að nokkuð hafi gerst og afneitar með öllu að landsfað- irinn eigi nokkurn hlut að málinu. Ef einhver gestkomandi hefur orð á því að það stórsjái á heim- ilisfólki og hér ætti að grípa í taumana er umsvifalaust þaggað niður í honum og sett á svakaleg umræða um veðrið og árstíðirnar og lagðir fram gullbryddaðir bú- reikningar landsföðurins til sönn- unar á því hvað hvort tveggja hafi tekið stórstígum framförum undir hans forystu. Kaun móðurinnar eru hulin grasfræi eins og hver annar vegkantur og bent á að hún noti nú mest andlitið og hend- urnar hvort eð er. Af og til fær allt heimilisfólkið tækifæri til að segja álit sitt á málefnum heimilisins. Þá minnist það þess eitt andartak að lands- faðirinn er bara síðasti stjúppabb- inn í langri keðju slíkra manna sem leitað hafa aðstöðu og útrás- ar á heimilinu í áranna rás. Ein- hver íhugar að ef til vill sé tími til kominn að breyta einhverju fleiru en mublunum. Hér má segja að sagan nái ákveðnum hápunkti og vonir lesandans um farsælan endi vakni af djúpum dvala. En svo ræskir landsfaðirinn sig og tekur sér stöðu í anddyrinu með sólina í bakið, nýrakaður og glansandi fínn. Hann býður öllum í skemmtiferð daginn eftir, ef veð- ur leyfir. Og sólin skín svo und- urbjart og leyfir allt og virðist ætla að koma aftur á morgun og hinn og hinn og hinn. Næsta dag er sól, en þá er landsfaðirinn farinn í bítið að gefa hundunum. Það kemur dagur eft- ir þennan dag. Það kemur dagur eftir þennan dag HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson tundra@vortex.is GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.