Morgunblaðið - 01.09.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 01.09.2002, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 27 Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is Opið kort – þitt val! Með opnu korti velur þú á hvaða fimm sýningar þú vilt fara, hvenær þú vilt fara og hvort þú vilt taka einhvern með þér. Þú átt ekki frátekið sæti en nýtur að öðru leyti sömu fríðinda og með áskriftarkorti. Fimm leikhúsmiðar á einstökum kjörum þegar löngunin grípur þig! Verð: 9.500 Kortagestum, sem ganga frá kortum sínum fyrir 15. september, gefst kostur á tveimur miðum á verði eins á hið vinsæla barnaleikrit Jón Odd og Jón Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur í september eða á Viktoríu og Georg eftir Ólaf Hauk Símonarson í október. Kortasalan er hafin! Litla sviðið: Viktoría og Georg Rakstur Pabbastrákur Frá fyrra leikári: Karíus og Baktus Stóra sviðið: • Lífið þrisvar sinnum • Skakki Billi • Með fullri reisn - söngleikur • Rauða spjaldið • Allir á svið! Frá fyrra leikári: Með fulla vasa af grjóti Jón Oddur og Jón Bjarni Smíðaverkstæðið: Laugavegur brennur Frá fyrra leikári: Veislan Áskriftarkort – þitt sæti! Með áskriftarkorti tryggir þú þér þitt sæti á fimm sýningar (•merktar með rauðum punkti). Kortagestum er að sjálfsögðu frjálst að skipta út föstum sýningum á Stóra sviðinu. Njóttu þess að eiga öruggt, frátekið sæti og fá verulegan afslátt. Verð: 9.500 Leikárið 2002-2003 í hverjum dropa Er meltingin í ólagi? Er heilsan ekki eins og best verður á kosið? Vita Biosa er afrakstur 20 ára rannsókna og fólk í yfir 100 löndum sækir sér heilsubót til þessa fæðubótarefnis nú. Jurtadrykkurinn er blanda af kryddjurtum og öðrum plöntum sem eru gerjaðar með sérstakri blöndu af mjólkursýrugerlum. Vita Biosa vinnur ekki eingöngu að hreinsun líkamans heldur stuðlar drykkurinn einnig að því að jafnvægi náist í öllum líkamanum. Eftirfarandi kynningar verða í apótekum Lyfju milli kl. 14.00 og 17.00 Á morgun 2/9 Lyfja Lágmúla Þriðjudag 3/9 Lyfja Smáratorgi Miðvikudag 4/9 Lyfja Laugavegi Fimmtudag 5/9 Lyfja Smáralind P R E N T S N IÐ E H F . OPINN fundur Listahátíðar í Reykjavík sem haldinn var í Hafn- arhúsinu á föstudag var skipulagður í því skyni að skapa markvissar um- ræður um tvö brýn málefni fyrir menningarlíf í landinu. Var þar ann- ars vegar efnt til umræðna um heppilega útfærslu tónlistar- og ráð- stefnuhúss í samræðu við Joan Matabosch, óperustjóra í Barcelona, en þeim hluta fundarins verða gerð skil í viðtali er Morgunblaðið tók við Matabosch. Á síðari hluta fundarins var rætt í fyrsta sinn opinberlega og í víðum hópi fag- og listafólks um mögu- leikann á stofnun myndlistartvíær- ings á Íslandi, þ.e. að efnt yrði á tveggja ára fresti til stórsýningar í myndlist, líklega í Reykjavík, þar sem þekktum alþjóðlegum og ís- lenskum listamönnum yrði boðið að halda hér sýningar undir stjórn reynds sýningarstjóra. Í inngangserindi sínu að um- ræðum dagsins benti Þórunn Sig- urðardóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, á að menningarstarf- semi af ýmsu tagi væri ört vaxandi atvinnugrein um allan hinn vestræna heim. „Evrópusambandið spáir því að árið 2011 muni 22 milljónir Evr- ópubúa hafa atvinnu af menningar- starfi. Fjármagnið í þessari menn- ingarveltu er gríðarlegt og margföldunaráhrif þess einnig. Hlið- argreinar eins og menningartengd ferðaþjónusta, ýmiss konar fram- leiðslu- og þjónustugreinar eru einn- ig vaxandi og því er spáð að vaxt- armöguleikar menningarinnar muni slá öllum öðrum atvinnugreinum við í Evrópu á næstu áratugum,“ sagði Þórunn. Samstarf menningarstofnana Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, Eiríkur Þorláks- son, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, og Tumi Magnússon myndlistarmaður fluttu erindi á fundinum. Þar velt var upp mögu- leikum við framkvæmd þess að koma á fót myndlistartvíæringi hér á landi, og þeir möguleikar vegnir og metnir í ljósi stöðu máli í íslensku safna- og myndistarumhverfi. Ólafur Kvaran benti á að á höf- uðborgarsvæðinu væru 6 listasöfn með eigin sýningaraðstöðu, þ.e. Listasafn Íslands, Listasafn Reykja- víkur, Nýlistasafnið, Listasafn Kópavogs, Listasafn ASÍ og Hafn- arborg. Forráðamenn þessara stofn- ana hefðu að undanförnu rætt sín á milli þann möguleika að efna til sam- eiginlegra sýninga á alþjóðlegri sam- tímalist annað hvert ár, sem hæfist árið 2005, en slíku verkefni væri ekk- ert safnanna fært um að sinna vegna þeirra takmarkana sem fjárhagur og stærð settu þeim. Í tengslum við hugmyndina um stofnun alþjóðlegs myndlistartvíærings gæfist færi á að þróa þessa hugmynd frekar, og væri í því sambandi heppilegt að setja á laggirnar sérstaka stofnun, sem í umboði safnanna bæri ábyrgð á sýn- ingunni, réði sýningarstjóra og ann- aðist aðra framkvæmd málsins. Þá mætti gera ráð fyrir að aðrir legðu sýningunni lið, s.s. fulltrúar lista- mannasamtakanna, Listaháskóli Ís- lands og Háskóli Íslands. „Það sem skiptir máli er að mynda samstöðu þeirra aðila sem búa yfir mikilvægri fagþekkingu til að vinna að fram- gangi og framkvæmd málsins,“ sagði Ólafur og ítrekaði að nýtt fjármagn yrði þó að koma til ætti framkvæmd- in að geta orðið að veruleika. Hvað kosti alþjóðlegs myndlist- artvíærings varðaði, nefndi Ólafur eflingu ferðamannaiðnaðarins og al- þjóðavæðingu íslenskrar myndlistar. Eiríkur Þorláksson taldi stofnun al- þjóðlegs myndlistartvíærings á Ís- landi væri eðlilegt framhald af þeim vaxandi tengslum sem íslenskt lista- líf hefði skapað sér við alþjóðlegan myndlistarheim og þá eflingu stofn- ana og aðstöðu fyrir myndlist sem orðið hefði á undanförnum áratug- um. En til að framkvæmdin gæti orðið að veruleika yrði sérstakt fjármagn að koma til, fjármagn sem ekki væri fyrir hendi hjá þeim listastofnunum sem hér starfa. Það fjármagn þyrfti að koma frá ríki og borg, og tryggja þyrfti skilning og stuðning þessa að- ila við verkefnið. Tók hann jafnframt undir orð Ólafs Kvaran að listastofn- anir á höfðborgarsvæðinu væru reiðubúnar að leggja fram aðstöðu og fagþekkingu til verkefnsins. Tumi Magnússon vék að þeim kostum sem öflgur alþjóðlegur myndlistartvíæringur gæti haft í för með sér, ekki síst með því að efla tengsl íslenskra listamanna við hinn alþjóðlega listheim, en minnti á að lítið gagn væri í slíkri framkvæmd nema staðið yrði almennilega að henni. Sagði hann skilningi íslenskra stjórnvalda á mikilvægi þess að byggja upp slík tengsl mjög áfátt, og að miklvægt væri að koma hér á fót stofnun er starfaði að uppbyggingu alþjóðlegra tengsla og hefði aðgengi- legar upplýsingar um íslenskt mynd- listarlíf. „Það er svo einkennilegt á Íslandi að stjórnvöld hér hafa ekki séð það sem stjórnvöld flestra annarra þjóða og þá ekki síst Norðurlandanna hafa séð, að myndlist er alvara og skiptir máli bæði í beinhörðum peningum og í menningarlegu tilliti,“ sagði Tumi. Myndlistartvíæring sagði Tumi þarft skref í þá átt að snúa m.a. við þeirri einangrun sem íslenskt listalíf býr við. Þá sagði Tumi það mögulegt að hafa stórsýninguna með öðru millibili en á tveggja ára fresti, sagði nauðsynlegt að fá inn fjármagn frá ríki, borg og styrktaraðilum, að kom- ið yrði á fót sjálfstæðri stofnun um verkefnið og að nauðsynlegt væri að ráða reyndan erlendan sýningar- stjóra, að þátttaka Íslendinga færi eftir vali hvers sýningarstjóra og að staðið yrði vel að allri aðstöðu og gerð kynningarefnis. Líflegar umræður Í þeim öflugu umræðum sem fram fóru meðal fundargesta undir stjórn Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur blaða- manns var komið að fjölmörgum þáttum sem mikilvægt er að huga að áður en ráðist yrði í slíka fram- kvæmd. Ræddu menn ekki síst um þau heildaráhrif á íslenskt menning- arlíf og myndlistarheim sem metn- aðarfullt verkefni af þessu tagi myndu hafa, ekki síst við að efla inn- lendan listamarkað ekki síður en er- lend tengsl. Hvað framkvæmd verkefnisins varðar var komið að mikilvægi þess að stjórnvöldum yrði gerð grein fyrir þeim jákvæðu áhrifum á sem fram- kvæmdin hefði. Tveir fulltrúar Reykjavíkurborg- ar stigu á stokk í umræðum. Signý Pálsdóttir, menningarmálastjóri Reykjavíkurborgar, lýsti yfir áhuga fyrir hönd embættis síns á um- ræðum um stofnun myndlistartvíær- ings í Reykjavík, og sagði það sam- ræmast vel menningarmálastefnu Reykjavíkurborgar sem sett hefði verið fram á árinu. Benti hún á að mikilvægt væri að almenningur upp- lifði slíkan menningarviðburð á já- kvæðan hátt og fyndist hann varða hagsmuni borgarlífsins í heild. Stefán Jón Hafstein, formaður menningarmálanefndar Reykjavík- urborgar, sagði verkefni á borð við þetta samræmanst vel þeirri stefnu að Reykjavíkur að verða heimsborg í norðri, þ.e. að skapa sér ímynd menningarlegrar miðstöðvar líkt og margar borgir á Norðurlöndum hefðu gert á undanförnum áratug- um. Varpaði hann jafnframt fram þeirri spurningu hvort myndlistar- tvíæringur væri sú leið sem endilega þyrfti að fara í þeim efnum, hvort ekki væru aðrir kostir í stöðunni, líkt og að bjóða hingað nokkrum þekkt- um áhrifamiklum myndlistarmönn- um til gestadvalar og sýningarhalds. Tumi Magnússon sagðist telja að ekki væri nauðsynlegt að velja á milli slíkra kosta, meta yrði heildarverð- mæti þess að efla íslenskt listalíf með margvíslegum leiðum. Ólafur Kvaran tók undir þau orð, sagði nauðsynlegt að hafa menningarleg- og viðskiptaleg heildaráhrif mynd- listartvíærings að leiðarljósi þegar lagt yrði í slíka framkvæmd. Halldór Guðmundsson, formaður stjórnar Listahátíðar, tók undir þessi orð í lokaorðum sínum að dag- skrá dagsins og ítrekaði orð Tuma Magnússonar um að mikilvægt væri að nægilega sómasamlega yrði stað- ið að stofnun myndlistartvíærings á Íslandi. Sleit hann jafnframt fundi og þakkaði þátttöku. Stóru skrefin metin Listahátíð í Reykjavík efndi á föstudag til opins fundar þar sem m.a. var rætt um stofnun myndlistartvíærings á Íslandi. Heiða Jóhannsdóttir var á staðnum. Morgunblaðið/Þorkell Ólafur Kvaran var meðal þeirra sem fluttu erindi á fundinum. heida@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.