Morgunblaðið - 01.09.2002, Side 28
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
75ára1927 2002
Úrsmiðafélag Íslands
Hvað
er rétt
klukka?
Afmælistilbo
ð
á skólaúrum
!
Verð1.990 kr.
Verð áður 2.8
00 kr.
Úrið skiptir máli þegar barn
lærir á klukku. Þú færð vönduð
skólaúr með vísum hjá
næsta úrsmið.
Vönduð skólaúr!
Um leið og þú kaupir skólaúrið hjá úrsmið
geturðu tekið þátt í léttum afmælisleik í tilefni
af 75 ára afmæli Úrsmiðafélags Íslands.
Leikurinn stendur til 24. september.
Fjöldi glæsilegra
vinninga:
1. vinningur
TREK-fjallahjól.
2.–3. vinningur
GAME BOY leikjatölva.
4.– 8. vinningur
STIGA-sleði.
9.–30. vinningur
GAME BOY tölvuleikir.
Vertu
me› í laufléttum
afmælisleik!
* Spennandi jazzballett-og freestyle-námskeið fyrir
6- 7 ára
8- 9 ára
10-12 ára
13-15 ára
16-18 ára
*Krefjandi og skemmtilegt jazzballettnámskeið
fyrir eldri og lengra komna.
Kennsla hefst 7. september.
Dugguvogi 12
JAZZBALLETT
JAZZBALLETT
(Leið 4 stoppar stutt frá)
Innritun í síma
553 0786
eftir kl. 14.00.
NÝTT starfsár er að hefja göngu
sína í Salnum Tónlistarhúsi Kópa-
vogs. Að venju hefjast Tíbrártón-
leikar 7. september en Tíbráin hefur
verið burðarás í starfsemi Salarins
frá upphafi.
Söngur
Á opnunartónleikum kemur ung
söngkona, Guðrún Jóhanna Ólafs-
dóttir, og syngur við gítarleik Franc-
isco Javier Jáuregui, suðræna efnis-
skrá. Ingveldur Ýr Jónsdóttir og
Guðríður St. Sigurðardóttir eru á
förum til Kanada í tónleikaferð og
halda af því tilefni tónleika í Tíbrá.
Elín Ósk Óskarsdóttir og Richard
Simm píanóleikari flytja m.a. söngva
Páls Ísólfssonar við texta úr Ljóða-
ljóðunum 1. október og sönglög eftir
Jón Ásgeirsson. Í lok nóvember er
von á barítonsöngvaranum Ágústi
Ólafssyni. Með honum er finnski ten-
órsöngvarinn Niall Chorell og rúss-
neski píanóleikarinn Kiril Kozloviski.
Fyrsta desember ár hvert hefur
verið efnt til söngtónleika í Tíbrá sem
helgaðir eru einu íslensku tónskáldi
hverju sinni. Að þessu sinni eru það
söngvar Jórunnar Viðar. Flytjendur
eru Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna
Guðný Guðmundsdóttir, Skólakór
Kársness og Dómkórinn. Eteri Gvaz-
ava syngur ásamt bassasöngvaran-
um Bjarna Thor Kristinssyni á tón-
leikum 1. desember. Þeim til
fulltingis er Jónas Ingimundarson pí-
anóleikari. Ljóðatónleikar Mar-
grétar Bóasdóttur og Miklósar
Dalmay verða 23. mars. Þau flytja
lög eftir Schubert og Hugo Wolf.
Næst á söngpallinn, í lok mars, er
ung söngkona Xu Wen af kínversk-
um ættum og með henni ungur pían-
isti Anna Rún Atladóttir. Á tónleik-
um 16. apríl gefst tækifæri til að
hlýða á öll sönglög Páls Ísólfssonar á
einum tónleikum. Hanna Dóra
Sturludóttir sópran og Finnur
Bjarnason tenór flytja þau með Nínu
Margréti Grímsdóttur píanóleikara.
Á tónleikunum verður afhjúpuð
mynd af Páli, sem gefin er til Salarins
af fjölskyldu hans. Snorri Wium og
Ólafur Kjartan Sigurðarson flytja
söngva eftir Sveinbjörn Sveinbjörns-
son og Árna Thorsteinson á tónleik-
um 11. maí. Með þeim félögum leikur
Jónas Ingimundarson.
Píanó
Píanótónleikar eru nokkrir á
starfsárinu. Einn þekktasti píanó-
leikari Tékklands, Jaromír Klepáè,
kemur 6. október og leikur m.a. lög
tékknesku meistaranna Smetana og
Janácek (sónötuna). Bandaríski pí-
anóleikarinn Barry Snyder er gestur
Tíbrár 18. október og leikur m.a. eina
af stóru sónötum Beethovens, sónöt-
una op. 101.
Vovka Ashkenazy
heldur einleiks-
tónleika í Salnum
í fyrsta sinn 1.
nóvember.
Síðar á starfs-
árinu, 19. febrúar,
kemur ungur ís-
lenskur píanóleik-
ari, Ingunn Hild-
ur Hauksdóttir og
leikur m.a. Hol-
bert-svítuna eftir Grieg, verk eftir
Fauré, Chabrier, og Liszt. Þá kemur
Anna Áslaug Ragnarsdóttir í Salinn
27. apríl og leikur verk eftir Mozart,
Janáèek og Hjálmar H. Ragnarsson.
Í tvígang á Tíbrártónleikum verða
tveir flyglar Salarins teknir til kost-
anna. Fyrri tónleikarnir eru 12. jan-
úar. Hrefna Eggertsdóttir og Jo-
hannes Andreassen leika á píanóin,
en Eggert Pálsson og Steef van Oest-
erhout verða við slaghljóðfærin. Guð-
ríður St. Sigurðardóttir og Kristinn
Örn Kristinsson flytja efnisskrá fyrir
tvö píanó 30. apríl, m.a. svítu nr. 2 eft-
ir Sergei Rachmaninoff.
Tónlist á 20. öld og samspil
Fjölmörg höfuðtónskáld 20. aldar
koma við sögu í Salnum í vetur.
Þriðjudaginn 10. september, verða
tónleikar með ungu íslensku tónlist-
arfólki og á efnisskránni verk eftir
tvo meistara 20. aldar, Sjostakovits
og Messiaen.
Á tónleikum í janúar flytur Caput
tvö verk: „Sögu Dátans“ eftir Strav-
inski og „Örsögur“ eftir Hafliða Hall-
grímsson.
Verk Schönbergs „Pierrot Lun-
aire“ er fyrir söngkonu og fimm
hljóðfæri. Það verður flutt af Caput
4. maí. Helene Gjerris söngkona frá
Danmörku er gestur á tónleikunum
og Guðmundur Óli Gunnarsson
stjórnar.
Samleikur af ýmsu tagi skipar veg-
legan sess í Tíbrá. Á tónleikum 17.
nóvember leika Camerarctica og
Jólabarokkið er á sínum stað undir
forystu flautuleikaranna Guðrúnar
S. Birgisdóttur og Martials Nardeau.
Fyrstu tónleikarnir í janúar eru
helgaðir Tangótónlist þar sem valinn
hópur undir forystu Olivers Mandory
bandoneonleikara og Eddu Erlends-
dóttur píanóleikara. Söngur kemur
við sögu, og er það Egill Ólafsson
sem syngur. Laugardaginn 15. febr-
úar eru tónleikar sem hlotið hafa
heitið „Fágæti“. Flautuleikarinn
Martial Nardeau leikur tvo kvintetta
fyrir flautu og strengi eftir Kuhlau
og Cromer.
Kammerhópur Salarins, KaSa
hópurinn, heldur sex tónleika í vetur.
Tónleikar hópsins verða með svipuðu
sniði og áður, þ.e. klukkustundar
langir tónleikar með stuttu tónleika-
spjalli. Tónleikarnir eru annan
sunnudag hvers mánaðar og hefjast
kl. 16. Sú nýbreytni verður tekin upp
á KaSa tónleikum að sérstök tón-
smiðja verður fyrir börn á staðnum
meðan á tónleikunum stendur.
Í október leika Bryndís Halla
Gylfadóttir og Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir á selló og píanó, efnisskrá
sem samanstendur af verkum eftir
Brahms, Beethoven, Chopin og Piaz-
zola. Fiðluleikarinn Szymon Kuran
og píanóleikarinn Júlíana Rún Indr-
iðadóttir flytja efnisskrá 2. febrúar
sem hlotið hefur titilinn „Tónlistin
byggir brýr“.
Fyrstu einleikstónleikar Helgu
Ingólfsdóttur semballeikara í Tíbrá
verða 6. apríl og er efnisskráin tví-
skipt. Flautusónötur J.S. Bachs
verða fluttar í heild á tvennum tón-
leikum. Það gerir flautuleikarinn Ás-
hildur Haraldsdóttir ásamt samleik-
ara hennar við sembalinn Jory
Vinikour. Þessir tónleikar verða í
febrúar.
Jón Aðalsteinn Þorbergsson klar-
inettleikari og Örn Magnússon pí-
anóleikari flytja efnisskrá 5. mars.
Sónötur eftir Poulenc og Copland,
verk eftir íslensk tónskáld.
Nokkur af öndvegisverkum
Brahms verða flutt í Tíbrá í vetur.
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari flytur
allar fiðlusónöturnar þrjár á tónleik-
um 23. mars ásamt Richard Simm pí-
anóleikara, og 12. apríl verða fluttar
báðar sellósónötur Brahms af þeim
Gunnari Kvaran og Jónasi Ingi-
mundarsyni. Allar þessar fimm són-
ötur eru meðal öndvegisverka höf-
undarins og gefst nú tækifæri að
heyra þær fluttar í heild á þessum
tvennum tónleikum.
Hlaupið á stórum
skala í Tíbrá
Bjarni Thor
Kristinsson
Jórunn
Viðar
Páll
Ísólfsson
Eteri
Gvazava
Guðrún
Jóhanna
Ólafsdóttir