Morgunblaðið - 01.09.2002, Page 31

Morgunblaðið - 01.09.2002, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 31 Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkar og vatnsvarnarlög á:  þök  þaksvalir  steyptar  rennur  ný og gömul hús Góð þjónusta og fagleg ábyrgð undanfarin 20 ár - unnið við öll veðurskilyrði - sjá heimasíðu www.fagtun.is FAGTÚN Brautarholti 8 • sími 562 1370 Þá er þetta þitt tækifæri! Ein og hálf milljón viðskiptavina Á hverju ári leggur um ein og hálf milljón viðskiptavina leið sína um flugstöðina og fer þessi tala stöðugt vaxandi. Flugstöðin er ein fárra í Vestur-Evrópu sem getur selt vöru og þjónustu á fríhafnarverði til allra komu- og brottfararfarþega. Verslun og þjónusta í brottfararsal er undanþegin virðisaukaskatti og aðflutnings- gjöldum (Tax & Duty-free). Þess vegna er eftirsóknarvert að reka fyrirtæki í flugstöðinni. Forvalsgögn og skilafrestur Áhugasamir eru hvatttir til þess að kynna sér málið betur. Hægt er að nálgast forvalsgögn á skrifstofu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og hjá VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20, Reykjavík. Gjald fyrir gögnin er 10.000 kr. og er það óafturkræft. Frestur til þess að skila inn umsóknum rennur út 20. september 2002. Nánari leiðbeiningar um forvalið og skil á hugmyndum er að finna í forvalsgögnum. Umsóknir verða afgreiddar fyrir 15. nóvember 2002. Einstakt tækifæri Nú býðst einstakt tækifæri til reksturs á verslun, veitingasölu eða annarri þjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Efnt hefur verið til forvals þar sem markmiðið er að fá spennandi rekstraraðila til að taka þátt í uppbyggingu verslunarsvæðisins til að auka enn frekar á þjónustu við flugfarþega. Rekur þú verslun eða veitingahús? KVENNALEIKFIMI Í MELASKÓLA hefst þriðjudaginn 17. september, kennt verður í vetur á þriðjud. og fimmtud. 17.10 og 18.05 Hef bætt við mig tímum, kenni ásamt Birgittu Sveinbjörnsdóttur í sal Íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness (sundlaugarmegin) mánud. og fimmtud. kl. 17.30. Góð alhliða kvennaleikfimi með suðrænu-ívafi, styrkjandi æfingar ásamt góðum teygjum og slökun. Þóra Sif Sigurðardóttir íþróttakennari thorasif@heimsnet.is sími 899 9354 UNG nordisk musik, UNM, sem er tónlistarhátíð ungra norrænna tón- listarmanna, hefst á morgun, en hún fer fram í Reykjavík, Kópavogi og Skálholti dagana 2.–7. september. Markmið hátíðarinnar er að gefa ungum, norrænum tónskáldum tækifæri til að fá verk sín flutt og kynna um leið unga norræna tónlist- armenn, en hún hefur verið haldin árlega síðan árið 1946, og skiptast Norðurlöndin á að hýsa hana. Síðast fór hátíðin fram hérlendis árið 1997. Á dagskrá hátíðarinnar eru dag- lega tónleikar þar sem flutt er tón- list ungra norrænna tónskálda, en auk þess flytur indverska tónskáldið Clarence Barlow þrjá fyrirlestra um tónlist í Listaháskóla Íslands í tengslum við hátíðina. Fyrirlestr- arnir verða haldnir þriðjudag, fimmtudag og föstudag, og hefjast kl. 13. Jafnframt verður frumfluttur píanókonsert hans, á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, og leikur Deborah Richards einleik með hljómsveitinni. Tónlist ungra norrænna tónskálda Alls sex eru tónleikar haldnir í tengslum við hátíðina. Koma flytj- endur úr ýmsum áttum, jafnt úr hópi ungra, norrænna hljóðfæraleik- ara sem eldri, þótt verkin sem flutt eru séu ávallt úr smiðju ungra höf- unda. „Skilyrðið er að tónskáldin séu undir þrítugu,“ sagði Hlynur Aðils Vilmarsson, einn af aðstandendum UNM í ár, í samtali við Morgunblað- ið. „Tónskáldin senda inn umsóknir, sem dómnefnd velur úr. Um sjö manns frá hverju Norðurlandanna komast að, en í ár bárust alls um 100 verk í keppnina.“ Íslensku tónskáldin sem eiga verk á UNM í ár eru þau Kristján Guð- jónsson, Steingrímur Rohloff, Anna S. Þorvaldsdóttir, Ólafur B. Ólafs- son, Guðmundur St. Gunnarsson, Arnar Bjarnason, Davíð B. Franz- son og Stefán Arason. Verk þeirra spanna allt frá sólóverkum fyrir saxófón upp í sinfóníuverk. Margvíslegir flytjendur Meðal flytjenda eru Sinfóníu- hljómsveit Íslands, CAPUT-hópur- inn og Hamrahlíðarkórinn, auk nokkurra yngri tónlistarhópa frá Norðurlöndunum. Þeir eru Hugo- kvartettinn íslenski, sem ætti að vera íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur, norska tríóið Poing sem samanstendur af saxófóni, kontrabassa og harmonikku, dúett frá Finnlandi skipaður flautu og víólu og kvartettinn Nordlys, sem skipaður er hefðbundnu píanótríói og klarínettu. Auk þess hefur verið sett saman sérstakur hópur tónlistarmanna á vegum UMN, sem nefnist UNM- band. Hópurinn samanstendur af rúmlega 20 íslenskum tónlistar- mönnum, sem flestir eru í fram- haldsnámi í tónlist erlendis. „Sveitin leikur þó aldrei saman öll, heldur er um að ræða að þau flytja margs konar kammerverk og koma því fram í mismunandi samsetningum,“ útskýrir Hlynur Aðils. Tónleikar hátíðarinnar fara fram í mörgum af helstu tónleikasölum höfuðborgarsvæðisins, í Iðnó, Saln- um, Háskólabíói og Listasafni Reykjavíkur, auk einna tónleika í Skálholti. Nánar má lesa um dagskrá hátíð- arinnar, verk sem þar verða flutt og flytjendur á heimasíðu UNM fyrir árið 2002. Slóðin er: www.musik.is/ unm2002. UNM-tónlistarhátíðin á Íslandi dagana 2.–7. september Ungt norrænt tón- listarfólk kynnt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.