Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR skemmstu birtust niðurstöður úr rannsóknum tveggja vísindamanna við New York State Univers- ity, Stony Brook (D.O. Conover & S.B. Munch, C & M) um vaxtarhraða smáfisks að nafni silfuræringi, en skv. þeim kom í ljós, að einstakir fisk- ar í sama hópi valdir í náttúrunni hafa mis- munandi eiginleika. Höfundur þessa pistils skrifaði í Mbl. 10.7. og 15.8. sl. til að kynna niðurstöðurnar í stuttu máli og tengja þær því sem á góma hefur borið hér vegna lélegs ástands þorskstofnsins og ófull- nægjandi skýringa á því. Tilraun- irnar sýndu að val á stærstu fisk- unum (10%) og þeim minnstu (10%) í aðskilda hópa og eldi hvers hóps fyrir sig til kynþroska, hrygningar og klaks, leiddi eftir 4 kynslóðir til mikils munar á milli hópa. Þunga- hlutfall hópa með stærsta fiskinum varð tvöfalt miðað við hópa þeirra minnstu, en sexfalt ef miðað var við meðalþunga kynþroska hluta fiskanna. Með þessu er staðfest að svokallað „erfðarek“ (genetic drift) getur átt sér stað og að full ástæða sé til að ætla, að hið sama eigi við aðra botnfiska í sjó. Hér er átt við breytileika í eiginleikum einstakra fiska innan tiltekins stofns en ekki sér- staka aðskilda og mis- munandi undirstofna þorsks, en þeir hafa fundist í tugum í Kan- ada og Noregi; tveir aðskildir stofnar hafa fundist við Ísland og full ástæða er til að gera ráð fyrir því að þeir geti verið margir, ekki síst í ljósi þess að mörgu varðandi ástands þorsks er ósvarað. Stormandi viðbrögð Erlend tímarit og fréttastofnanir hafa sýnt þessum málum mikinn áhuga og birt úrdrætti úr rann- sóknunum og fengið sérfræðinga til að gefa umsagnir; það má segja að menn hafi sperrt eyrun vegna þess að tilgátur hafa verið uppi um skýr- ingar á hruni fiskstofna. Áhuga- verðast er að fylgjast með því hvernig þessu reiðir af í Kanada í ljósi þess að þorskur hrundi þar fyrir áratug; hann hefur ekki rétt úr kútnum á þremur stærstu svæð- unum þrátt fyrir veiðibann. Ritið National Post (Kanada, Halifax) hafði viðtal við próf. J.A. Hutchings (JAH), sem er formaður Canada Research við Marine Conservation Biology og ritstjóri Canadian Journal of Fisheries & Aquatic Sciences. C & M töldu að sams kon- ar erfðabreytingar og þeir fundu (erfðarek) séu líklegar til að gerast í náttúrunni af völdum mikilla stærðarveljandi veiða og JAH seg- ist vera því sammála; sams konar fyrirbæri eigi sér stað í náttúrunni um heim allan og til vitnis um það nefnir hann erfðabreytingar í þorski við austurströnd Kanada. „Við höfum séð breytingar á vaxt- arlagi fiska og minnkandi vöxt þeirra og er það talið vera vegna erfða“. „Þorskur verður nú kyn- þroska mun yngri en áður eða 5½ árs í stað 6½ til 7 sem tíðkaðist áð- ur“. „Síðkynþroska þorskur (stærri) hefur meiri líkur á því að vera veiddur en sá sem er snemm- þroska, en hann er vanalega minni og grennri en hinn og hefur meiri líkur á því að koma sínu erfðaefni áleiðis í þorskstofninn“. Íslenski þorskurinn verður fyrr kynþroska en sá kanadíski og það stafar af hærra hitastigi. Nú hafa orðið þær breytingar að hann verður allt að tveimur árum fyrr kynþroska en áður fyrir 2–4 áratugum, en það eru sterkar vísbendingar um erfða- breytingar og séu þær aðalskýring- in á minnkandi arðsemi þorsk- stofna. JAH segir að hrun þorsksins sé mesta ógæfa sem hent hafi Kanada á síðustu öld og að nú sé óttast að stofnarnir rétti ekki við, en C & M segja í grein sinni, að það sé engin vissa fyrir því að unnt sé að snúa við ástandi þorsksins; það var orðið mjög slæmt. Flest á sömu bókina lært Ástand þorsks hér við land er áhyggjuefni og ef rýnt er í helstu mælistærðir sem Hafró safnar má sjá að erfðarek, með sínum ein- kennum og afleiðingum, er mjög lúmskur „sjúkdómur“ sem greinist seint og er illa áþreifanlegur. Til að byrja með minnkar vöxtur og einn- ig holdstuðull fiska eða vaxtarlag þannig, þeir verða bæði minni mið- að við aldur og grennri en annars væri og stuðlar það hvort tveggja að því að þeir veiðast síður eða seinna en annars væri með netveið- arfærum, en það eykur líkur á því að slíkur fiskur tímgist og að af- komendum hans fjölgi hlutfalls- lega; í ofanálagið verða slíkir fiskar fyrr kynþroska en „óskjúkir“ með sömu afleiðingum. Ef fiskar veiðast 2 árum seinna en áður var, hafa EUREKA Jónas Bjarnason Ástand þorsks hér við land er áhyggjuefni, segir Jónas Bjarnason, og ef rýnt er í helstu mælistærðir sem Hafró safnar má sjá að erfða- rek, með sínum ein- kennum og afleiðingum, er mjög lúmskur „sjúkdómur“ sem greinist seint og er illa áþreifanlegur. VÍKINGSLÆKJARÆTT 7. bindi Víkingslækjarættar (niðjar Guðmundar Brynjólfssonar á Keldum á Rangárvöllum og fyrstu konu hans, Ingiríðar Árnadóttur) er væntanlegt í haust. Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 20. september nk. fá bókina með 30% afslætti. Grensásvegi 14 • 108 Reykjavík • Sími 588-2400 • Fax: 588 8994 BÓKAÚTGÁFA Guðmundur Brynjólfsson Áskriftarsími: 588 2400 Fax: 588 8994 Tölvupóstfang: skjaldborg@skjaldborg.is Verkefnastefnumót í Svartsengi 13.-14. september Northern Periphery verkefnaáætlun ESB Verkefnaáætlunin Northern Periphery Programme er hluti af INTERREG III-B áætlun Evrópusambandsins. Þátttökulönd eru norðurhéruð Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Skotlands ásamt Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Verkefni í þessari áætlun miða að því að finna lausnir og/eða stunda rannsóknir á sameiginlegum viðfangsefnum norðurhéraða hvað varðar byggða- og atvinnuþróun. Áherslur verkefna eru á eftirfarandi sviðum: Samgöngur og aðgengi að upplýsingasamfélaginu, atvinnuþróun og sjálfbær nýting auðlinda og efling samfélaga. Northern Periphery verkefnaáætlunin mun halda sitt fjórða verkefnastefnumót í Svartsengi dagana 13. og 14. september nk., en um 80 erlendum aðilum verður boðið á stefnumótið, þ.e. um 10-15 frá hverju þátttökulandanna. Þar verða verkefnahugmyndir kynntar og leitað eftir samstarfsaðilum að einstökum verkefnum. Þarna verður því gott tækifæri fyrir Íslendinga að komast í tengsl við erlenda samstarfsaðila. Þátttakendur í verkefnum geta verið t.d. félagasamtök, sveitarfélög, ríkisstofnanir, atvinnuþróunarfélög, fyrirtæki, háskólar og rannsóknarstofnanir. Skráning á stefnumótið er til 6. september. Dagskrá og upplýsingar um skráningu er að finna á heimasíðu Byggðastofnunar: www.bygg.is. Skrifstofa Íslensku Sjávarútvegs- sýningarinnar er í Smáranum, Kópavogi. Símar: 544-4027 og 544-4028 og þar eru veittar allar nánari upplýsingar. Sími blaðafull- trúa 544-4025, fax 544-4026. HEIMSVIÐBURÐUR Á ÍSLANDI Íslenska Sjávarútvegssýningin í Smáranum í Kópavogi Viðamesta alþjóðlega sýningin sem haldin hefur verið hérlendis. Sýningin verður opin daglega frá kl. 10.00 til 18.00 4.-7. september. Forðist biðraðir. Forsala og afhending aðgöngumiða (barmmerkja) og sýningar- gagna verður í Smáranum mánudaginn 2. og þriðjudag- inn 3. september. Látið ekki þennan merkisviðburð fram hjá ykkur fara. Kórskóli Kvennakórs Reykjavíkur Enn getum við bætt við okkur nokkrum nemendum. Kennsla hefst miðvikudaginn 4. september kl. 18 og er kennt einu sinni í viku í Borgartúni 28, 4. hæð. Haustönn skólans stendur í 12 vikur og lýkur með tónleikum. Skráning nemenda fer fram næstu daga eftir kl. 16. í síma 896 6468.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.