Morgunblaðið - 01.09.2002, Síða 35
þeir orðið fyrir náttúrlegum dauða
í tvö ár lengur en annars væri en
það eitt getur minnkað veiðistofn
um 36% (20% náttúrulegur dauði á
ári) svo ekki sé minnst á mjög
slæma ætisnýtingu. Þegar „sjúk-
dómurinn“ er kominn á hátt stig
verða fiskar kynþroska allt of litlir
og of snemma og eru þá svo lélegir,
að þeir verða fyrir miklum dauða
(predation, JAH) og týnast út úr
veiðistofni en þannig, að þeir valda
því að meðalþungi þeirra sem eftir
lifa virðist hækka. Þannig er þessi
eiginleiki dulbúinn óvættur fyrir
útreikninga, en lélegur smáfiskur
með hrognum fannst á víðáttumiklu
svæði í vor; slíkur fiskur dettur
varla úr skýjunum.
Svo bætist enn eitt við, en það er
ágreiningsefni um land allt. Brott-
kast fisks hefur aukist að margra
mati og alveg sérstaklega á síðasta
áratug eftir að kvóta mátti leigja á
milli skipa, en það hafði áhrif á
leiguliða sem voru þá taldir kasta
meiru af fiski en áður. Það hefur
síðan leitt til þess að meðalþungi
fisks í aflatölum síðasta áratugar er
grunsamlegur. Þess vegna á að
leggja meiri áherslu á meðalþunga í
ralli Hafró en í afla; árgangatölur í
afla eru með kerfisbundnum ágalla.
Í Verinu Mbl. hinn 25.7. sl. er
birtur úrdráttur úr tilraunum C &
M og og hann borinn undir Björn
Ævar Steinarsson, fiskifræðing
(BÆS). Hann segir þar: „að málin
séu ekki svona einföld“. Líklega á
hann við að skýring á mismunandi
vexti þorsks sé ekki falin í erfða-
reki einu. Það er rétt en segja má
að málin séu nú líka einfaldari eftir
að niðurstöður C & M liggja fyrir
því nú hafa fengist mörg svör við
áleitnum spurningum. Vissulega
eru málin flókin, en BÆS gerir lítið
úr reynslu frá fiskeldi, en segja má
að náttúran skapi ákveðinn ramma
eða meginforsendur fyrir þorsk, en
innan þess ramma þrífst þorskur-
inn með sínum lögmálum um vöxt
og næringarþarfir. Efnaskiptalög-
mál þorsks breytast ekki við það
eitt að hann sé tekinn úr náttúrunni
og settur í nót, eða hvað?
BÆS segir einnig að meðallengd
þorsks eftir aldri hafi ekki farið
lækkandi á undanförnum áratug-
um; hér er gripið til óviðeigandi
svara, meðallengdir eru ekki góð
viðmiðun í þessu efni af tveimur
ástæðum. Í fyrsta lagi breytist
lengd lítið þrátt fyrir miklar sveifl-
ur í þyngd sem breytist með lengd í
þriðja veldi. Fiskur getur lengst
um 5% en þyngst um 50%; þungi er
rétt viðmiðun. Í öðru lagi er síðasti
áratugur með topp 1994–96 ekki
góður til samanburðar vegna brott-
kasts. Ennfremur væri gott ef
BÆS sýndi fram á hver meðal-
þungi þorsks er nú miðað við 1960.
Þar sem veiðistofn er nú undir
helmingi þess sem áður var, ætti
vöxtur að vera meiri en áður vegna
minni þéttleika. BÆS segir að hita-
stig og æti skipti mestu máli og
gerir minna úr erfðum; þetta getur
hann ekki sagt því hann þekkir ekki
þýðingu erfðanna, sem hellast nú
upp á borð allra sjávarlíffræðinga
og reiknimeistara um heim allan.
Hvað er til ráða?
C & M segja að endurskoða verði
öll ákvæði um veiðarfæri og stærð-
arval svo og veiðistjórnun ef snúa á
erfðareki til baka. Ennfremur verði
að taka tiltekin hafsvæði frá og
banna allar veiðar þar. En í ljósi
þess sem þeir einnig sögðu að óvíst
væri hvernig það gengi með hlið-
sjón af reynslunni í Kanada hlýtur
það að vera háð því hversu slæmt
ástandið var orðið. Þá hlýtur einnig
að koma til álita að beita veiðum
sem eru ekki stærðarveljandi eða
þá veljandi á þann hátt, að stórfiski
verði hlutfallslega hlíft, t.d. með
krókaveiðum og réttu krókavali og
beitu en þá væri um „jákvæða mis-
munun“ að ræða.
Til að gera rannsóknir á ástandi
erfða þorsks á Íslandsmiðum koma
margar leiðir til greina. Unnt er
t.d. að auka stórlega merkingar á
þorski og mæla þannig árlegan
vöxt í stað þess að bera saman með-
alþunga í afla og breytingar á milli
ára, en þá er ekki verið að stærð-
armæla sama hópinn á milli ára.
Einnig er unnt að taka þorsk úr sjó
og gera á honum eldistilraunir í
kvíum og fylgjast með því hversu
hratt einstaklingar vaxa og hver
ætisnýting er; þessi leið æpir bein-
línis á mann í ljósi áfalla sem orðið
hafa og rangra spádóma. En ljóst
er að ekki dugar að mæla bara einn
stofn því þeir eru áreiðanlega
fjöldamargir við Ísland.
Slóðir efnis sem haft er eftir C & M og
JAH:
http://www.seagrant.sunysb.edu/Pages/
ConoverPR070502.htm
http://www.seagrant.sunysb.edu/Media-
Articles/Conover0702/NPOC-Con-
over070502.htm
Höfundur er efnaverkfræðingur.
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 35
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Alltaf á þriðjudögum
PARAT
Gaui litli 5 ára
Afmælistilboð!
5000 kr. afsláttur
af öllum námskeiðum
í september
Aðhaldsnámskeið með hjólatímum,
sérstökum æfingum byggðum á
hathajóga, öndun og teygjum.
Í boði eru morgun-, eftirmiðdags- og
kvöldtímar. Þátttakendur fá kennslugögn,
matardagbækur, vatnsbrúsa og frjálsan
aðgang að líkamsræktarstöðvum World
Class í Fellsmúla og Spönginni.
Yogaspuni
Gauja litla
Hópur fyrir fólk sem vill aðhald og
hvatningu við að breyta lífsstíl sínum.
„Vinir í víðáttu“ hittast tvisvar í viku
í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal til
fræðslu, samræðna og hreyfingar.
Upplýsingar &
tímapantanir
alla daga í síma 561 8585
í víðáttu
Vinir
9-17Kringlunni 5 • 103 ReykjavíkSími 569 2500 • www.sjova.is
Frá og me› 2. september er opi› frá kl. 9 til 17.